19.04.2018 23:06
Gleðilegt sumar.
Gleðilegt sumar kæru vinir, já og takk fyrir veturinn. Það er ekki ofsagt að blíðan hefur leikið við okkur síðustu daga og gefið okkur fögur fyrirheit um gott vor. Ég verð þó að leyfa mér að efast............. en bara í smá stund. Eftir að hafa vaknað við fuglasöng undir öruggri stjórn stelksins er ég full bjartsýni og hlakka til að mæta góðu vori. Lóan, tjaldurinn og stelkurinn ætla ekki að fá ,,seint í kladdann,, þetta vorið. Hrossagaukurinn og spóinn eru varkárari og taka sjensinn. Eins og vera ber alin upp með Hrafnhildi ömmu er sumar dagurinn fyrst alltaf hátíðisdagur hér í Hlíðinni. Góður matur og veglegt kaffi var málið og ekki mátti gleyma að fara í betri fötin til að taka nú vel á móti sumrinu. Annað sem var mjög mikilvægt hjá henni ömmu minni var að fara ekki seint á fætur á sumar daginn fyrsta. Það gat hæglega gefið tóninn um ódugnað og sluks á komandi sumri. Það var bannað. Hér á bæ var veturinn kvaddur með virtum, bústörf og hestastúss voru málið en þegar líða fór á daginn stakk húsfreyjan af og brunaði á hestamót. Það mót var þriðja mót Hestamannafélagsins Snæfellings á árinu sem hadið var í Grundarfirði. Hin tvö hafa verið haldin í Ólafsvík og Stykkishólmi. Snildar mót sem hafa heppnast afar vel með góðri þátttöku félagsmanna. Mikið sem það er gaman hversu mikið líf er að koma aftur í hestamennskuna hér á Snæfellsnesinu. Sumri var svo fagnað með góðum gestum sem mættu í húsin vel fyrir hádegi (hálfellefu) síðan var brunað í Norðurárdalinn. Þar var opið hús í fjárhúsunum hjá Brekkubændum þeim Þórhildi, Elvari og börnum. Frábært framtak, gaman að skoða hjá kollegunum og hitta skemmtilegt fólk. Takk fyrir góða mótttökur og ánægjustundir Brekkubændur. Þegar heim var komið biðu bústörf og kröfuharður búpeningur sem hafði engan skilning á bæjarrápi og seinkun á gjöfum. Við vorum 0 stjörnu bændur að þeirra mati og áttum fátt gott skilið.
Annars gengur lífið sinn vana gang með dásemdar stundum í reiðhöllinni já og útá vegi. Tamningar og þjálfun í fullum gangi og allt eins og til er ætlast. Ja nema kannski tíminn hann fer alltaf minkandi hvað sem hver segir.
|
04.04.2018 22:06
Ráðherra, rafmagn og frjálsar ástir.
Við hér í Hlíðinni fengum góða heimsókn í dag þegar Ásmundur Einar félagsmálaráðherra kom með fríðu föruneyti. Þegar hann kom hér síðast var verið að reisa fyrstu sperruna í húsinu svo það hefur ýmislegt gerst síðan. Að sjálfsögðu sýndum við þeim reiðhöllina og búfénaðinn en okkur sást yfir að bjóða þeim að leggja á og taka hring í höllinni. Það verður gert í næstu heimsókn nú eða þegar formleg vígsla fer fram.
|
||||
26.03.2018 20:00
Það lítur vel út með ,,pakkana,, þetta árið...............
Það er alltaf spennandi þegar hann Bubbi kindasónari er væntanlegur til að framkvæma árlegu kindamæðraskoðunina. Þessar biðu spenntar eftir honum alveg eins og við. Frá því um árið er það spenningur í bland við kvíða sem fyllir hugann þegar þetta verkefni er framundan. Að þessu sinni var léttir að talningu lokinni en útkoman var betri en oftast áður jafnvel sú besta. Fjárstofninn mun því stækka verulega hér í Hlíðinni þegar líða fer á maí.
|
||||||
02.03.2018 22:23
Góður afmælisdagur.
Hún mamma mín hefði orðið 75 ára þann 25 ferbrúar og af því tilefni komum við fjölskyldan saman hér í Hlíðinni. Hittingurinn var skipulegaður með mjög stuttum fyrirvara þar sem að veður hafa verið válind og lítið að treysta á spár. Við systkini og ská systkini komum saman og borðuðum steik að hætti mömmu með ís og ávöxtum í desert. Auðvita var svo kökuveisla löngu áður en steikin var búin að sjatna í mannskapnum. En svona var þetta gjarnan og engin ástæða til að breyta því. Ekki hefði hún viljað senda liðið svangt heim. Reiðhöllin var skoðuð og auðvitað prófuð, tekin staðan í fjárhúsunum og bara haft gaman saman. Hér á fyrstu myndinni erum við systur með Ragnar bróðir í baksýn. Íris Linda er svo á milli okkar.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
21.02.2018 10:01
Að láta sig dreyma um betri tíð með blóm í haga.
Það er svo gott fyrir sálina að skoða hestamyndir sem teknar eru á góðum sumardögum. Fysta myndin sýnir hann Dúr í djörfum dansi við hana Dyndísi frá Borgarlandi. Vonandi kemur eitthvað fallegt og skemmtilegt út úr þessum dansi með vorinu. Hann Dúr er stóðhestur á 3 vetur undan Snekkju frá Hallkelsstaðahlíð og Konserti frá Hofi.
|
||||||||||||||||||||||||
19.02.2018 22:39
Veðrið, veislur og allt hitt.
Já nú er það hvítt eða réttara sagt var hvítt eins og þið sjáið á þessari mynd. Þegar þetta er hinsvegar skrifað gengur á með vestan hriðjum og tómum leiðindum. Já veður guðinn er ekki uppáhalds kallinn þessa dagana. En ég verð þó að játa að góðu dagarnir gera það að verkum að leiðindin gleymast. Að ríða út í færi og veðri eins og myndin sýnir er draumur, já algjör draumur. Þessi mynd er tekin út við Hermannsholt og í áttina heim. |
||||||||||||
|
11.02.2018 18:29
Og þá er það seinni hluti myndasyrpu frá þorrablóti 2018.
Þarna er undirbúningsnefndin og veislustjórinn Gísli Einarsson sem að sjálfsögðu klæddist afsakið hlé jakkanum sínum.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
07.02.2018 22:54
Glænýr hestaþjálfari.
Það þarf nú að taka hrollinn úr þessum hrossum og kenna þeim á lífið. Ég Lubbi lubbatrúss er alveg kjörinn í það enda sérfræðingur í bak upphitun.
|
||||||||||||
03.02.2018 22:38
Mannlíf á frábæru þorrablóti í Lindartungu.
Enn eitt snildar þorrablótið var haldið í Félagsheimilinu Lindartungu. Að venju var húsfylli og fólk skemmti sér og öðrum af stakri snild fram á rauða nótt. Myndirnar tala sínu máli um stemminguna sem var á blótinu. Þessi breiddu úr sér í gamla sófanum áður en haldið var af stað niður í Lindartungu. Skúli , Maron, Þóranna og Kolbeinn.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
30.01.2018 21:54
Janúar var fljótur..............
Það er gaman að segja ykkur frá því að nú er búið að loka reiðhöllinni, einangrunin að mestu komin í og ansi margt klárt. Já og við farin að þjálfa á fullu í reiðhöllinni og Mummi að kenna. En það er ekki þar með sagt að hún sé tilbúin. Við eigum eftir að bæta við efnið í gólfinu, fá meiri lýsingu, klæða járnið innan á veggina og ganga frá ýmsu en það kemur. Þetta er nú meiri snildin. Það var skafrenningur og ónotalegt í dag en þá var bara hægt að smella sér í skjól og njóta. Ég er sannfærð um að það væru töluvert færri hrukkur framan í okkur ef að höllin hefði verið komin fyrr. Engir kuldablettir og eldrauðir veðurbarningsblettir. Við værum jafnvel falleg sko ef að höllinn hefði komið einhvern tímann snemma á síðustu öld.
|
||||||||||||
02.01.2018 21:26
Gleðilegt ár 2018.
![]() |
Um áramót er góður tími til að líta um öxl og skoða hvað liðið ár hafði uppá að bjóða. Hér hjá okkur í Hlíðinni er óhætt að segja að árið 2017 hafi verið ár framkvæmda. Við höfðum um nokkurt skeið verið að hugleiða breytingar og aukin umsvif sem svo urðu að veruleika á árinu. Á ísköldum föstudegi þeim 12 af maí tókum við fyrstu skóflustunguna fyrir nýrri reiðhöll af stærðinni 20x45 m2 Húsið er stálgrindarhús frá H.Haukssyni einangrað og klætt að innan. Vonandi náum við að byggja tengibyggingu á milli hesthúss og reiðhallar þegar vorar.
Ég hef haldið dagbækur frá því árið 1992 og hafa þær gjarnan boðið uppá málshátt fyrir hvern dag. Þann 12 maí var hann svona ,, Betra er að slitna af brúkun en að eyðast af ryði,, Það var því sjálfgefið að hefjast handa og vaða í verkið og nú rúmlega 7 mánuðum seinna er reiðhöllin komin. Þess ber sérstaklega að geta að það voru ekki verktakar eða vinnuflokkar að vinna verkið. Ónei það höfum við hér í Hlíðinni gert með dyggri og ómetnalegri aðstoð fjölskyldu, sveitunga og annara vina. Feðgarnir hafa fegnið heldur betur útrás fyrir smiðinn í sér síðustu mánuðina og verða örugglega með frákvörf þegar þessu er lokið. Já það hef ég marg oft sagt að við eigum dásamlega fjölskyldur og vini, svo búum við í frábæru samfélagi hér í sveitinni. Takk fyrir hjálpina kæru vinir þið vitið hver þið eruð.
Allt þetta byggingastúss hefur tekið mikinn tíma sérstaklega þegar við höfum verið að temja, heyja, smala og sitthvað fleira sem gera þarf. Það eru mörg handtökin þegar svona framkvæmdir standa yfir hvort sem það er í byggingunni, pappírsvinnunni nú eða bara í eldhúsinu. Stóru pottarnir hafa alveg fengið að njóta sín og húsfreyjan á köflum ekki verið viss hvort hún var Strúna Sætran eða Rúnsa Fel. Ja eða bara kerlingin í fjöllunum.
Við erum einnig að leggja loka hönd á tvö sumarhús sem staðsett verða á Steinholtinu hjá okkur. Með tilkomu þeirra getum við boðið uppá gistingu fyrir fólk sem kemur í reiðkennslu, hestaferðir, veiði eða bara til að njóta með okkur hér í Hlíðinni. Frostið er aðeins að stríða okkur þannig að við þurfum að bíða með að taka þau í notkun þar sem jaðvinna er erfið um þessar mundir. Þið fáið örugglega að frétta af því hér á síðunni þegar húsin verða komin í gangið. Já það er bara hugur í okkur og vonandi verður þetta skref okkar til góðs fyrir okkur og samfélagið hér í sveitinni.
Við erum alltaf að auka við okkur í ferðþjónustunni og í sumar tókum við á móti nokkrum hestahópum og að auki all nokkrum gestum tengdum hestamennsku. Veiðin í Hlíðarvatni var líka góð og oft margt um manninn bæði við veiðar og eins á tjaldstæðunum hjá okkur.
Annars gekk búskapurinn sá hefðbundni bara nokkuð vel ef frá er talið dapurt afurðaverð sauðfjárafurða sem auðvita hefur heilmikil áhrif. Við höfum samt valið að hampa bjartsýninni og trúa því að þetta sé bara ein helv... brekkan sem að bændur þurfi að puða upp. Það kemur að því að við sem stundum sauðfjárbúskap verðum metin af verðleikum, sannið þið til. Ég gæti fjölyrt lengi um einstakar uppáhalds ær og gersemis gemlinga en hlífi ykkur við þvi. Get þó sagt að það er oftast gaman að vera sauðfjárbóndi og sumar stundir í þeim geira eru óviðjafnanlegar. Sauðburður, fjallaferðir og réttir.............. að ógleymdu réttarpartýinu já og fólkinu, maður fólkið það er dásamlegt. Eitt er samt áhyggjuefnið umfram annað í sauðfjárbúskapnum en það er ósamstaða bændanna sjálfra á landsvísu þegar kemur að félagsmálunum. Ég hef ekki nokkra trú á því að betur fari fyrir þeim sem í greininni starfa ef að þeir slíta æruna af hvor öðrum sér til dægrastyttingar. Málefnalega skoðannaskipti eru af hinu góða og farsælast að brúka þau til framtíðar en sleppa hinu.
Árið 2016 urðum við fyrir því að missa báðar smalatíkurnar okkar þær Freyju og Möru frá Eysteinseyri eins og fram kom í síðasta áramóta pistli. Það var því heldur lágt risið á smölunum hvað hundaeign varðaði framan af árinu. Snotra mín íslendingur stendur svo sem alltaf fyrir sínu sem eðal heimilishundur og Ófeigur ofurhundur líka en það vantaði alvöru smalahund. Sko með fullri virðingu fyrir þeim. Það var því heldur betur kátt í kotinu þegar hundabóndinn á Eysteinseyri kom færandi hendi með tík úr sama goti og Mara mín. Þar var komin hún Ponsa frá Eysteinseyri sem reynst hefur okkur afar vel. Við sendum okkar bestu strauma vestur þegar Ponsa léttir okkur sporin við smalamennskurnar.
Það verður að játast að byggingastússið tók nú svolítinn tíma frá okkar eigin hrossum á þessu ári. Það gerði það að verkum að lítið var um þátttöku í mótum og sýningum. En það stendur vonandi til bóta og nú er bara að girða sig í brók allir sem einn. Við fengum nokkur spennandi folöld í vor sem eru lýsandi vonarstjörnu þangað til annað kemur í ljós. Ég fékk eitt folald eftir að hafa nýtt gjafbréfið frá því að ég varð 25 plús þarna um árið. Undan Spuna frá Vestukoti og Kolskör minni fékk ég jarpa hryssum sem hlotið hefur nafnið Kolrassa frá Hallkelsstaðahlíð. Aldeilis spennandi gjöf það. Síðan fæddist brún hryssa undan Brag frá Ytra Hóli og Rák hún hefur hlotið nafnið Staka. Karún mín gamla átti jarpa hryssu unda Kafteini Ölnirssyni sem hlotið hefur nafnið Krossbrá. Tvö afkvæmi fæddust svo undan honum Káti Auðssyni en það voru Vandséð sem er undan Sjaldséð og Máni sem er undan Snekkju. Síðast en ekki síst fengum við að halda henni Venus frá Magnússkógum undir hann Arion frá Eystra Fróðholti þar kom rauður hestur sem nefndur hefur verið Sigurmon. Nokkur hross skiptu um eigendur sum fóru úr landi en önnur fluttu sig um set hér innan lands. Það er gaman að vita til þess að vel gengur hjá nýjum eigendum með hrossin. Það vita allir sem í hestastússi standa að það er erfitt að kveðja aldna höfðingja sem lengi hafa þjónað. Við kvöddum tvo snillinga á árinu þá Rík minn frá Reykjarhóli í Fljótum og Örlát Þorrason. Báðir höfðu þeir verið okkur samferða í áratugi og skilja bara eftir sig góða minningar. Nú kroppa þeir grænt í grænu högunum hinumegin.
Mummi fór í sínar reglubundnu kennsluferðir erlendis á árinu þó svo að ferðirnar væru aðeins færri en árið 2016. Mig minnir að hann hafi farið 10 -15 sinnum út árið 2016. Samt ansi drjúgar vikur þegar saman er talið. Einnig var hann með nokkur námskeið hér heima á Íslandi. Já það er ekki bæði hægt að byggja og vera í útlandinu. Ég var nokkuð iðin við að dæma á hestamótum á árinu og einnig var ég þulur á nokkuð mörgum mótum. Skemmtileg vinna og gaman að fylgjast með hvað er að gerast í hestamennskunni vitt og breitt um landið. Við smelltum okkur líka á Heimsmeistarmótið í hestaíþróttum sem haldið var í Hollandi. Það var aldeilis frábær ferð með skemmtilegum ferðafélögum. Ekki skemmdi fyrir hvað vestlendingar stóðu sig vel á keppnisbrautinni og jaðraði það við þjóðernishyggju að tíunda það. Við erum jú vestlendingar og bara nokkuð ánægð með það.
Eins og undanfarin ár höfum við tekið á móti verknemum víða að og einnig verið með ungt fólk okkur til aðstoðar. Það er hreint ótrúlegt hvað við erum alltaf heppin með þetta fólk, dásamlegir krakkar sem gera lífið hér í Hlíðinni bara betra. Þetta sumarið vorum við t.d með fjóra aðila sem allir höfðu verið hjá okkur áður, því líkur munaður. Já sum happadrætti eru hvorki Háskólans né Das.................
Áramótin eru alltaf merkileg upphaf og endir. Við áttum góð jól og áramót þar sem fólk í því efra og hér í því neðra áttum góðar stundir með frændfólki úr bænum. Gamlar hefðir í heiðri hafðar í bland við nýjungar sem verða kannski hefðir eftir stuttan tíma. Ungir og gamlir safna saman dýrmætum minningum sem batna bara þegar fram líða stundir. Það að standast tímans tönn er verðugt verkefni og ekki sjálgefið að það takist. En það er sjálfsagt að reyna.
Um síðustu áramót skrifaði ég ,,Það er því með tilhlökkun, framsýni og gleði sem við tökum á móti nýju ári,, Það var einmitt það sem við gerðum og ég trúi því að það hafi gert okkur gott.
Jákvæð hugsun, virðing, auðmýkt og gleði er fínasti koktell fyrir komandi ár. Svo má krydda með aga, dugnaði og húmor.
Kæru vinir ! Við óskum ykkur farsældar, friðs og góðrar heilsu á nýju ári með kæru þakklæti fyrir það liðna. Það verður gaman að eiga samleið með ykkur inní nýtt ár. Með bros á vör og gleði í hjarta sendum við ykkur góða strauma. Bestu kveðjur frá okkur öllum í Hlíðinni.
|
29.12.2017 22:48
Þykkur kafli úr dagbók húsfreyju...............
Það voru unnin afrek hér í Hlíðinni þennan daginn þegar klárað var að klæða járn á vestuhliðina á reiðhöllinni. Já afrek, allavega ættu þeir sem efast um það að hafa verið með þessu vaska liði sem dúðaði sig og hló að kuldanum. Þegar frostið er 8 stig og norðaustan blástur með er ekkert sérstaklega hlýtt en það fékk þessi duglegi hópur að reyna í dag. Það var sem sagt ,,herdeildin,, úr Ólafsvík sem mætti á staðinn og gerði heldur betur vel. Takk fyrir hjálpina þið eruð snillingar.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
22.12.2017 23:57
Og það tókst.............
![]() |
||||||||||||||
Það hefur verið lítið um tíma fyrir bloggskrif síðustu vikurnar enda hefur hér staðið yfir kapphlaup af bestu gerð. Kapphlaup já............ svo sannarlega verið kapp í mannskapnum hér í Hlíðinni síðustu vikurnar já og svo sem allt herrans árið 2017. En í stuttu máli er staðan á reiðhallarbygginu þannig að þegar þetta er skrifað er búið að loka höllinni. Loka já ..........þ.e.a.s krossviður utan á allt, þakjárn og báruplast komið á sinn stað, allt járn á austur hliðina og hurðirnar á sinn stað. Sem sagt markmiðið tókst en það var að klára að loka fyrir jól. Nú er liðið komið á fullt í jólaundirbúining sem er góð tilbreyting frá smíðunum. Húsfreyjan ofreynir hrærivélina, gengur nærri þvottavélinni og lætur eins og allt sé undir control. Aðrir heimilismeðlimir dusta rykið af hreingerningagræjunum og slást við jólaseríur á milli þess sem þeir fóðra rollur og hross. Já jólin maður jólin þau eru að koma. Næsta markmið er að njóta lífsins og fara að máta hross í reiðhöllinni. Það var eins í þessari síðustu lotu eins og hinum að við nutum aðstoðar dásamlegs fólks sem mætti hingað í Hlíðina og hjálpaði okkur. Takk fyrir hjálpina þið eruð frábær og ómetanlega fyrir okkur.
En það hefur ýmislegt annað en byggingaverkefni rekið á fjörurnar hjá okkur frá því síðast ég skrifaði. Við náðum að sæða heilan helling af kindum og notuðum marga spennandi hrúta, nánar um það síðar. Það tekur alltaf drjúgan tíma að númeralesa kindurnar og flokka undir hrútana en við vorum búin að sleppa hrútum í allar kindurnar þann 18 desember. Gemlingar og sæðingsrollur verða ,,samferða,, inní sauðburðinn og koma til með að eiga tal allt að fimm dögum fyrr en aðal hópurinn. Um síðustu mánaðamót gáfum við allri hjörðinni ormalyf og vítamínstauta en það tekur mikinn tíma með þennan fjölda. Hér á eftir koma nokkrar myndir sem teknar hafa verið nú í desember.
|
04.12.2017 22:26
Reiðhöll og sauðfjárviðskipti.
|
||||||||||||||||