Færslur: 2017 Mars

30.03.2017 23:34

Dónamyndir..............nei nei drónamyndir.

 

Hér getið þið séð afraksturinn af stússinu hjá þeim Mumma og Sigurði í Hraunholtum.

Þeir tóku þessa fínu drónaflugferð einn góðviðrisdaginn í mars.

Þarna er myndin tekin í átt að húsunum og yfir hluta af túnunum.

 

 

Þarna er dróninn kominn aðeins hærra.

Það lítur út fyrir að Hlíðarvatnið sé bara lítið en það er ís yfir stæðstum hluta þess.

 

 

Múlabrúinin koma aðeins inná myndina vinstramegin.

 

 

Þá er horft til sjávar í vesturátt.

 

 

Þarna gnæfir Geirhnjúkurinn yfir.

 

 

Já þetta er skrítið sjónarhorn yfir Hafurstaðafjall.

 

 

Dásemdin ein.

 

 

Þarna er dróninn kominn ansi hátt og sýnir bæði hluta af Hafurstaða og Hlíðarlandi.

 

 

Og enn meira.

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

30.03.2017 12:45

Svo gaman.

 

Það er gaman að fá svona skilaboð á grámyglulegum marsdegi þegar nýjar rúllur koma inn til gjafar.

Já við söknum líka hennar Majbritar okkar en hún er nú alveg að koma hingað í Hlíðina.

Krakkarnir sem voru hjá okkur í sumar voru hress og skemmtileg eins og sjá má á þessari rúllumerkingu.

Þegar rúllurnar eru teknar úr stæðunni kemur stundum í ljós eitthvað skemmtilegt sem rifjar upp góða daga.

 

Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga og því mikið um að vera í hesthúsinu.

Það er gaman að fylgjast með og sjá þróunina í tamningatryppunum þessa dagana.

Hestar dagsins...................... Hjaltalín frá Hallkelsstaðahlíð, Dorit frá Lambastöðum og Einstakur frá Valþúfu.

 

 

 

25.03.2017 23:31

Léttur laugardagur.

 

Norðurljósin fara henni Gangskör minni og knapanum bara vel.

 

Léttur en langur laugardagur að baki hér í Hlíðinni þar sem verkefnin voru fjölbreytt að vanda.

Dagurinn byrjaði með því að ég var vakin upp með andfælum til að draga lamb úr einni snemmbærunni.

Eitthvað sem er ekki venjulegt í lok mars en svona eru frjáslu ástirnar í Hnappadalnum.

Eftir mikið bras og átök hafðist að ná heljar stórum hrút í heiminn.

Hornin voru þannig að hver mánaðargamall hrútur hefði rifnað úr stolti af þeim. Þetta var ær númer fjögur sem þarna bar og eftir því sem spekin hans Bubba sónarmanns segir er tvær eftir í fyrri burði.

Svo ætla ég að vona það verði hlé þangað til 7 maí í það minnsta.

Þriggja mánaða sauðburður er ekki að mínu skapi og mikið dj....væri maður orðinn ljótur þá af vökunum.

Hér er búin að vera lítil aðstoðarkona í búskapnum sem hefur fylgst með öllu þessu ati af lífi og sál.

Hún er t.d búin að nefna öll lömbin sem komin eru afar tilkomu miklum nöfnum.

Það eru allt hrútar sem fæddir eru og bera þeir eftirtalin nöfn. Tómas og Emil fæddust fyrstir, þá kom Daníel, þá Jóhann og Ríkharður og að lokum var það Patrekur sem dreginn var í heiminn í morgun. Já hún Emilía Matthildur er alveg með þetta.

 

Tamningar, gestir og ýmislegt annað kryddaði svo daginn og gerði hann ljómandi góðan.

 

 

 

23.03.2017 22:15

Héðan og þaðan.

 

Þegar það er blíða í Hlíðinni þá er hægt að gera margt. Það var blíða í gær og þá fóru þessir tveir af stað.

Hvað haldið þið að þeir hafi verið að gera ?

Jú, jú þeir skruppu í flugferð, reyndar voru þeir bara staðsettir á hlaðinu heima en dróninn hann flaug langt.

Útsýnið var dásemdin ein og myndirnar eftir því.

Vonandi get ég sett þær hér inn á næstunni en tækni málin eru ekki mitt fag.

 

 

Fyrir stuttu síðan brunaði ég inní Stykkishólm til að fagna með hestamönnum sem voru að taka í notkun nýja reiðhöll.

Frábært hús sem hefur nú þegar sannað notagildi sitt og á án efa eftir að gera góða hluti fyrir hestamennskuna í Hólminum.

Til hamingju Hefst félagar með þetta flotta hús.

 

 

Þessi flotta frænka mín hefur verið hér í nokkra daga heimsókn með ömmu sinni en þær dömur ákváðu að taka sér frí frá höfuðborginni.

Það hefur verið margt brallað, lömbin knúsuð, smá rúntur í traktornum og að sjálfsögðu var Fannar þjálfaður smá.

Hún kann vel að meta Fannar eins og sjá má á myndinni enda er hann snillingur.

Fannar er eins og Opalið hressir, bætir og kætir.

 

 

 

Ég brá mér líka á fund með góðu fólki þar sem landsmálin voru krufin.

Mikið liði mér nú betur með lífið og tilveruna ef að þessi væru í ríkisstjórn.

Mér líður ekki vel á meðan landbúnaðarmálin er í höndum þeirra sem engan veginn valda þeim eða hafa skilning á þeim málaflokki.

Ljái mér hver sem vill........................nánar um það síðar.

Ég fór líka á annan fund einmitt um stöðu sauðfjárræktarinnar, sá fundur gaf ekki tilefni til mikillar bjartsýni.

Það er eins gott að það er sterkt í bændum en það er spurning hvað það dugir lengi til ?

 

 

 

En það er allavega gott að njóta afurðanna og þar kemur ærkjötið sterkt inn.

Ærfile í góðum félagsskap með íslendku smjöri og sveppum getur ekki klikkað.

Áfram íslenskur landbúnaður.

 

 
 
 

19.03.2017 22:51

Tiltölulega gott eða teljandi vandræði.

 

Hann Guðbrandur kom að fósturtelja kindahópinn hjá okkur á föstudaginn.

Það skiptast á skin og skúrir í sauðfjárbúsakp eins og venjulega.

Það er því alltaf spenna í loftinu þegar talning stendur fyrir dyrum og svo var einnig nú.

Útkoman var nokkuð ásættanleg nema hjá gemlingunum sem tóku samfélagslega ábyrð alla leið.

Já þeir ákváðu að leggja sitt af mörkum svo sauðfé á Íslandi fjölgaði ekki á þeirra vakt.

Nú er næst á dagskrá að skoða hvernig ákveðnir gripir eru að koma út og leggjast í fræðin.

Nauðsynlegt að koma sér vel inní málin fyrir sauðburðinn.

Nánari upplýsingar fást hjá húsfreyjunni já svona fyrir þá sem málin varða.

Okkar elskulega sauðburðarfólk má allavega búast við á annað þúsund lömbum í vor þrátt fyrir ódæla gemlinga.

 

 

Þarna sjáið þið skjáinn sem er illskiljanlegur fyrir leikmenn en virðist lítið mál fyrir Guðbrand að lesa út sem þarf.

 

 

Skúli og Maron reyna að læra fræðin af Bubba.

 
 

 

 

Við eigum alltaf skemmtilegt samstarf á milli bæja hér þegar talningin fer fram.

Þetta er stemmingin allir á sínum stað, opna hlið, reka að, spreyja gripi og fylgjast með að allt fari vel fram.

 

 

Spekingar spjalla Sveinbjörn og Maron að ræða heimsmálin.

 

 

Það getur verið gaman á jötubandinu, stuð hjá þessum.

 

 

Alltaf í sambandi Hraunholtabóndinn í góðum félagsskap.

 

 

Og Bubbinn brosir það veit á gott.

 
 
 
 
 
 

18.03.2017 23:24

Lambakóngarnir mættir.

 

Hún Andvaka er sóma og afurðakind enda af uppáhalds sýltkollukyninu mínu.

Biðlund Andvöku eftir því að Guðbrandur frændi minn mætti á staðinn til að fósturtelja þraut þann 16 mars.

Þá bar hún tveimur stórum og myndarlegum hrútlömbum.

Andvaka hefur á haustdögum átt vingott við einhvern hyrndan sjarm og þessir tveir eru ávextir þeirrar vináttu.

Á myndinni hvíslar Andvaka einhverju ,,milliríkja,, leyndarmálið að henni Juliane.

 

 

 

Og saman spjalla þær....................

 

 

Það er alltaf svo gaman þegar fyrstu lömbin fæðast þá þarf að skoða og knúsa.

 

 

Andvaka og Maron ræða málin, mér sýnist að Andvaka sé að leggja honum línurnar.

 

 

Það fór vel á með þessum.

 

 

Og þessir tveir brostu hver fyrir annan.

 

Já sauðburður er hafinn hér í Hlíðinni.

 
 
 
 
 

14.03.2017 21:55

Magnaður mars.

 

Ég get alveg haldið honum fyrir þig Sigrún........................

Þessir bræður eru skemmtilegir og pössuðu hvorn annan þegar ég brá mér aðeins frá.

Annar ábyrgari en hinn og sá ábyrgari vildi leggja sitt af mörkum svo að enginn tapaðist út í lofið.

Það er gott að fá aðstoð á öllum vígstöðum þegar vinnan í hesthúsinu er í fullum gangi.

 

Eins og mig grunaði var erfitt að standa við það að blogga daglega í mars.

Það er því nauðsynlegt að hafa bloggin í mars nógu mörg þó svo að sumir dagar séu tómir og aðrir með fleiri innskotum.

 

Um helgina fór ég á árlega endurmenntun gæðingadómara sem haldin var í Reykjavík.

Þar flutti Mette Mannseth m.a frábæran fyrirlestur sem vakti mikla lukku.

Síðan var tíminn nýttur til að bera saman bækurnar, spjalla og leggja drög að komandi keppnistímabili.

Alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk með sömu áhugamálin.

 

Mummi var að kenna alla helgina útí Danmörku og nýtti ferðina til að sækja fróðlegan fyrirlestur.

Auðvitað var fyrirlesturinn hestatengdur.

 

Það er oft mánudagur eða það finnst mér a.m.k tíminn bara flýgur áfram.

Ég átti góðan dag með skemmtilega hestafólkinu í Stykkishólmi og útreiðar voru stundaðar hér af kappi enda veðrið bara gott m.v árstíma.

 

 

 

 

10.03.2017 21:39

Blíðan og hundalífið.

 

Þau eru falleg ,,málverkin" sem okkur hér í Hlíðinni er boðið uppá daglega.

Það er nóg að líta út um gluggann og ekki er dásemdin minni þegar teknir eru reiðtúrar hér í kring.

Já, já, ég er ánægð með bæjarstæðið og landslagið það er alveg rétt.

 

 

 

Ekki væri nú leiðinlegt ef að ísinn væri hestheldur og hægt að ríða þarna útá en það er borin von þetta árið.

Það eru komin ansi mörg ár síðan það var hægt. Ísinn hefur stoppað frekar stutt síðustu vetur.

 

 

Dæmalaust fallegt vetrarveður.

 

 

Hún Ponsa frá Eysteinseyri flutti til okkar fyrir stuttu síðan.

Ponsa aðlagast frábærlega og er sómahundur eins og hún á kyn til.

 

 

Skúli og Ponsa voru aðeins að spjalla við gemlingana í dag þegar ég náði þessum myndum.

 

 

Af svipnum að dæma hef ég verið að trufla og flassið var frekar þreytandi.

 

 

Gemlingarnir voru áhugasamir en sennilega fer nú sjarminn af dýrinu þegar þær kynnast henni.

 
 
 

 

Ponsa veitti mér mun meiri athyggli en Skúli svo að hún sá ástæðu til að hvísla að honum.

,, Skúli það er verið að taka myndir af okkur,,

 
 
 
 

09.03.2017 22:40

Smá af okkur í Hlíðinni.

 

Þessa skemmtilegu mynd sendi hann Sigurður nágranni minn í Hraunholtum mér.

Myndin er tekin með nýja fína drónanum hans og sýnir bæjarstæðið frá alveg nýju sjónarhorni.

Gaman að þessu enda þreytist ég aldrei á því að njóta og dásama útsýnið hérna í Hlíðinni.

 

Dagarnir fljúga áfram og eru búnir áður en maður veit af, já þá hlýtur allavega að vera gaman.

Hér í Hlíðinni er mikið riðið út og tamið sem er einstaklega skemmtilegt þegar hestar og samstarfsfólk er skemmtilegt.

Við erum að temja hross undan nokkrum stóðhestum sem við höfum ekki tamið undan áður. Það er alltaf gaman að kynnast nýjum stóðhestum á þann máta.

Þessir hestar eru m.a Sjóður frá Kirkjubæ, Glaumur frá Geirmundastöðum, Þytur frá Skáney, Kandís frá Litla-landi, Frosti frá Efri Rauðalæk og Skálmar frá Nýja bæ.

Einnig erum við með ung hross undan Arion frá Eystra Fróðholti, Spuna frá Vestukoti, Gaumi frá Auðsholtshjáleigu, Álfarinn frá Syðri Gegnishólum, Ugga og Sporði frá Bergi, Arði frá Brautarholti, Blæ frá Torfunesi, Toppi frá Auðsholtshjáleigu, Stimpli frá Vatni og Sólon frá Skáney.

Svo eitthvað sé nefnt fyrir þá sem lifa og hrærast í hrossaættfræði.

Það er í mörg horn að líta og nú er Mummi floginn út til Danmerkur að kenna hópunum sínum þar.

Á meðan gefum við í og þjálfum af miklum móð.

 

 

07.03.2017 23:21

Líf og fjör.

 

Þessar ljóshærðu dömur voru upplagt myndefni þegar ég var með myndavélina á lofti.

Juliane og Rjóð með Krakaborg á milli sín og báðar brosa svona fallega.

 

 

 

Þessi voru bæði niðursokkin í járningar og létu ekkert trufla sig enda var það gamli höfðinginn sem var í járningu.

Snotra er sannfærð um að allt sem klippt og skorið er úr hófunum sé matur handa henni.

Það endar stundum illa eða öllu heldur hún borðar þangað til allt er orðið fullt.

Ekki nánar um það þér............

Veðrið var gott í dag og mikið þjálfað og riðið út, dagurinn endað svo með heljarinnar hrossarekstri.

 

 

Ég var svo fulla af orku eftir góðan dag í hesthúsinu að ég ,,sletti,, í form í kvöld.

Eins og þið sjáið urðum við að smakka til að kanna hvort þetta væri í lagi.

Það er eins gott að eiga með kaffinu sérstaklega þegar von er á fósturteljarnum í fjárhúsin.

Góð afsökun til að fá sér kvöldkaffi já eða kvöldmjólk.

 

 

Þessir góðu gestir komu til okkar um daginn alla leið úr Háholtinu.

Bjarni er að sjálfsögðu einn af okkar uppáhalds eftir veru sín hér í Hlíðinni fyrir ,,nokkrum,, árum.

Og ekki er hún Bryndís nú síðri þó svo að hún hafi ekki verði hér hjá okkur nema sem gestur.

Það var einmitt þarna sem það kom í ljós að við áttum enga mynd af kappanum frá því að hann var hér hjá okkur.

Auðvita var það ómögulegt svo það var snarlega bætt úr því.

 
 
 
 

06.03.2017 23:01

Litfagrir vinir.

 

Þegar útigangnum er gefið eru sumir verulega forvitnir og leggja mikið á sig til að ná sambandi.

Hann Léttstígur réði ekki við sig og tróð hausnum undir næsta hest til að reyna að láta taka eftir sér.

Stóðið hefur notið góða veðursins alveg eins og við enda voru þau ekkert að flýta sér í rúllurnar þegar gjöfin var að koma.

Léttstígur er undan Sporði frá Bergi og henni Létt okkar frá Hallkelsstaðahlíð. Spennandi hestur með skemmtilegan lit.

 

 

 

 

Dagur þeirra brúnskjóttu var um daginn í hesthúsinu.

En þá héldu þessi fund en þetta eru þau Taktur hestur, Skjóna kisa og Krakaborg hryssa.

Fundargerð hefur ekki verið birt en ætla má að fundurinn hafi snúist um hagsmuni viðstaddra.

Það er ekki möguleiki á öðru en að Skjóna kisa hafi náð öllu sínu fram.

 

 

Já Skjóna kisa þáði nudd hjá Krakaborgu hryssu en þær eru báðar afar ánægðar með litinn.

 

 

Myndgæðin hjá mér eru nú ekkert sérstök en myndefnið er gott.

 
 
 

06.03.2017 00:15

Besti vinur hestakonunnar.

 

Ég fæ stundum skemmtilega pósta sem tengjast blogginu hér á síðunni og fyrir stuttu barst einmitt einn slíkur.

Það var einn dyggur lesandi að kvarta yfir því að það þyrfti að vera meiri fjölbreytni í skrifunum.

Hann vildi meina að áhugi minn á hrossum, kindum og fallegu landslagi væri til vandræða.

Það hlýtur að vera eitthvað annað að gerast hjá ykkur sem fréttnæmt gætur talist skrifaði hann pirraður.

Ég hef því ákveðið að deila með ykkur skemmtilegu verkefni sem unnið var í síðustu viku.

Hér á meðfylgjandi mynd sjáið þið uppáhalds verkfæri bóndans og uppteknu hestakonunnar.

Já ekkert svona ......................... þetta er ekki dónaleg saga.

 

Ég framkvæmdi snildar hugmynd sem ég fékk en kannski hafa margir framkvæmt hana áður.

Mér fannst hún samt góð og hún bjargaði heilmiklu af annars frábærum góðviðrisdegi.

Það er órúfanleg hefð að elda saltkjöt og baunir á sprengidaginn hér í Hlíðinni og sú hefð var einnig í hávegum höfð þetta árið.

Veðrið var einstaklega gott og sérstaklega hart í baununum þennan daginn.

Sem var alveg skelfilegt þar sem að húsfreyjan vildi mikið frekar vera að ríða út en að hræra í pottum.

Það varð því einskonar hugljómun þegar ég á tilgangslausri yfirferð um eldhússkápana rakst á töfrasprotann góða.

Ýmislegt hefur nú þurft að láta undan honum þegar mikið hefur legið við eins og einmitt þarna.

Ég lagði til atlögu við grjótharðar baunir sem þó höfðu flatmagað í vatni heila nótt og rúmlega það.

Til að gera langa sögu stutta þá breyttust baunirnar í dásamlega baunasúpur á einu augabragði.

 

 

 

Suðutíminn varð ásættanlegur svona m.v veður og húsfreyjan komst út mun fyrr en björtustu vonir höfðu gefið tilefni til.

 

 

Súpan innihélt gulrófur frá Prinsinum að austa, gulrætur úr Hornafirði og ramm íslenskan grís.

Já svínabændur eru líka bændur og margir þeirra borða lamb.

 

 

Saltkjötið var afbragð enda uppalið í Hnappadalnum en hugsanlega með Skógarstrandarívafi

 

 

 

 

 
 
 

03.03.2017 23:53

Einn enn öskudagsbróðirinn.

 

 

Sólin kemur upp hér í Hlíðinni kl 9.33 og þá yfir Klifshálsinum.

Þessi mynd er hinsvegar tekin út um hlöðudyrnar nokkru síðar.

Já veðrið er svo gott að maður hugsar bara í sól og blíðu.

Það var eins og undanfarna daga logn, sól og blíða frábært útreiðaveður.

Okkur bættist liðsauki í dag við útreiðarnar og voru við því fimm að ríða út þegar best lét.

Enda eins gott þar sem við brunuðum í Borgarnes undir kvöld til að fylgjast með 5 gangi í Vestulandsdeildinni.

Skemmtilegt mót með verðskulduðum sigurvegara og spennandi keppni.

 

 

Nú fer vonandi að styttast í að við fáum fósturtalningamanninn í fjárhúsin til að segja okkur við hverju við megum búast.

Golsa er byrjuð að bíða eins og ég en sennilega hefur hún mun minni áhyggjur af niðurstöðunni en húsfreyjan.

Við vorum snemma þetta árið að taka af snoðið en því var lokið 12 febrúar.

Alltaf spenna sem fylgir þessari talningu og smá kvíðahútur gerir vart við sig eftir hremmingar sem hafa dunið hér yfir.

 

 
 

02.03.2017 22:24

Guðdómleg blíða.

 

Myndir segja meira en mörg orð og þess vegna fáið þið engan pistill í dag.

Bara myndir af þessari dásamlegu blíðu sem okkur er boðið uppá þessa dagana.

Læt þó fylgja með stutta útgáfu af verkefnum dagsins hér í Hlíðinni.

Blíðan hefur verið kærkomin fyrir þá sem stundum tamningar og þjálfun alla daga.

Mikið riðið út en líka járnað og atast í öðrum bústörfum.

Ég þarf endilega að smella myndum af hrossum á næstunni til að sýna ykkur.

 

 

 

Þarna gnæfa Geirhnjúkur og Skálarhyrnan yfir og hrossin njóta veðurblíðunnar fyrir sunnan Stekkjaborgina.

Ég er sannfærð um að svona veður er uppáhald hjá útigöngu hestunum.

Þau voru róleg og held ég bara brosandi þegar þau fengu rúllurnar sínar undir kvöldið.

 

 

Þarna er sjónarhorn yfir vatnið sem gerir allt svo dramatískt...........

 

 

En það var bjart og fallegt að horfa í átt til nágranna minna í Hraunholtum og Eyjahreppnum.

Rauðu kúlurnar báðar í hvítum búningum í tilefni dagsins.

 

 

 

 

Sem betur fer var rólegt á tjaldstæðunum og Draugagilið fallegt og friðsælt.

Já það væri ekki slæmt að hafa heldan ís á vatninu sem væri svona eins og spegill.

Þá væri gaman að taka góðan hest og smella sér á ísinn.

 

 

Þverfellið með áberandi Svartaskúta og Hnjúkarnir á sínum stað.

Já þessi fallegi dagur.............................

 
 
 
 
 
 
 

01.03.2017 23:01

Norðurljósa Hlíðin.

 

Það var ótrúleg norðurljósasýning hér hjá okkur í Hlíðinni þetta kvöldið.

Eitthvað sem hefði getað sturlað saklausa ferðamenn endanlega.

Ég ætlaði reyndar að bjóða ykkur uppá svakalegt matarblogg í kvöld en það verður að bíða rétt eins og góðviðris myndirnar sem ég tók í dag.

Allt kemur þetta síðar en nú hef ég einmitt sett mér það takmark að blogga alla daga í mars.

 

 

Múlinn var flóðlýstur og bara býsna flottur þannig.

 

 

Tunglið speglaði sig fallega í Hlíðarvatninu.

 

 

Listaverk var einnig yfir hnjúkunum og Þverfellinu.

 

 

Ísinn á vatninu þykist ætla að stoppa eitthvað núna.

 

 

Bærinn var eins og upplýstur kubbur.

 

 

Já þetta er bara smá sýnishorn sem Mummi náði að mynda í fljótræði.