Íslenskur gæðingur

 

Okkar ræktunarmarkmið er einfalt, það er að rækta íslenska gæðinga.

Hvað er gæðingur?

 

Gæðingur er hestur sem hentar í það hlutverk sem honum er ætlað, veitir þeim sem nýtur hans  ómælda ánægju og gleði. Gæðingur getur verið ungur eða gamall, stór eða lítill.
Í Hallkelsstaðahlíð fæðast á bilinu 5-14 folöld á ári, við höfum á síðustu árum lagt mikið uppúr því að velja saman stóðhesta og hryssur sem að við teljum eiga vel saman.

Geðslag er afar mikilvægt og mikill styrkur í því fólginn að hafa tamið og riðið hryssunum sjálf. Þannig hefur maður meiri og betri tilfinningu fyrir kostum og göllum hvers grips fyrir sig.
Mýkt, rúmar hreyfingar, þjálni og vilji eru mjög eftirsóknarverðir kostir og í raun það sem skapar gæðinginn.

Hryssurnar okkar.






Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

 

Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð.

 

Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð.



Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.




Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Sjaldséð frá Magnússkógum.