Færslur: 2018 Maí

31.05.2018 11:35

Það er komið sumar......................fréttir úr ýmsum áttum.

Vorðboðinn ljúfi er mættur hér í Hlíðina enda ekki seinna vænna.

Já hér á bæ er það fyrsta folaldið sem er klárlega merki um vor og bjartari tíma.

Hún Karún mín kastaði brúnu hestfolaldi þann 29 maí.

Faðirinn er hann Dúr frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Snekkju Glotta og Konserti frá Hofi.

Dúr var nú ekki viðstaddur fæðinguna eins og flestir nútíma feður en vafalaust ríg montinn samt.

Karún sem nú er að verða 24 vetra gömul lítur út eins og ,,unglingur,, enda dekruð eins og heiðurs frú sæmir.

 

Á næstu dögum bætist við í folalda hópinn en nú eru 6 hryssur ókastaðar.

Eins og sést á myndinni fylgjist Blika vel með öllu enda er hún sennilega ein af þeim fyrstu.

Nú er bara næsta mál að velja kappa fyrir þá gömlu.

 

Annars er það helst í fréttum héðan úr Hlíðinni að maí sló öll met í leiðinda veðráttu.

Snjór, frost, rigning, rok og allt það leiðinlegasta var í boði þennan annars ágæta mánuð.

 

 

Svona var ástandið að kvöldi hvítasunnudags............. og átti bara eftir að versna um nóttina.

Þá var gott að eiga stór hús og aðeins 35 kindur úti.

 

 

Bæjarlækurinn tók brjálæðiskast einn maí daginn.

 

 

Og nýjar ár urðu til í Hlíðarmúlanum.

 

 

Þessi mynd segir nokkuð um ástand bænda og búaliðs þegar langt var liðið á sauðburð.

En sauðburðurinn hefur gengið vel og algjört met slegið hér á bæ í frjósemi en við fegnum mörg ,,bónus,, lömb.

Veðráttan hefur þó sett svip sinn á sauðburðinn og fjöldi fjár sem enn er inni er meiri en nokkru sinni fyrr.

Það stendur þó til bóta og þessa dagana er frúin í ham með markatöngina að vopni.

 

 

Þessi voru samt bara nokkuð hress og ræddu heimsmálin á jötubandinu.

Það er svo gott við fjárhúsin þar er ekkert kynslóðabil.

 

 

Hér er heilagur matartími...................

 

 

Flekka litla er samt ekki á matseðlinum.....

 

 

Um þessar mundir er víða verið að mynda meirihluta..............

Lubbi og Móra eru í störukeppni eins og víða viðgengst við þær aðstæður.

Móra er fæddur leiðtogi að eigin áliti og hefur ákveðið að hún verði aðal skítt með vilja hinna 680 kindanna.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 
 

11.05.2018 20:51

Sauðburðarstuð.

 

Sauðburður er í fullum gangi hér í Hlíðinni reyndar aðeins meiri en við óskuðum.

Á meðan ískalt er á nóttunni og strekkingur á daginn er lítið gaman að hafa svona kraft.

En þessar kindur nutu sólar í dag í skjóli við fjárhúsin og voru ekkert að drífa sig að bera.

 

 

Þessar hinsvegar nutu sín á gamla reiðsvæðinu okkar í bragganum en þar bíða þær óbornu.

 

 

Jóa forustukind og vinkonur hennar voru slakar.

 

 

Við höfum fengið góða gesti og frábært aðstoðarfólk til okkar síðustu daga.

Þarna ræða kindin Villi Blökk og Guðný Dís málin.

 

 

Heimalingurinn Anton Skúlason naut þess að vera dekraður af ungum dömum.

Elva og Þorbjörg alveg með þetta.

 

 

Aðeins að skoða flekkótt..............

 

 

Eldhress að vanda Björg og Maron á góðri stundu.

 

 

Georg að spjalla við besta vin sinn í hesthúsinu.

 

 

Og Halldór í léttri sveiflu.

 

 

Auður fann lamb sem þurfti á hjúkrun að halda..........

 

 

Þessi eru góð saman á jötubandinu og ræða málin.

 

 

Ein að skoða efnilegt ungviði................ góður þessi Garðabæjarlitur..............

 

Fjárhúsbros á liðinu.

 

 

Við tókum auðvitað kaffispjall á kaffistofunni................og skipulögðum hestaferð.

Já og ræddum aðeins Guðrúnu frá Lundi líka.

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

08.05.2018 12:21

Svona var það í byrjun maí.......

 

Já það er fallegt á fjöllum og gæða stundir á milli élja............. en krakka í maí á ekki að vera svona.

Þessi mynd er tekinn þann 5 maí 2018.

Ég ákvað að gefa ykkur smá innsýni í sauðburðarveðrið það sem af er maí.

Mun þó alveg á næstunni smella inn fréttum af bændum og búaliði sem stendur í ströngu þessa dagana.

 

 

Já þetta er alveg fallegt en .........................

 

 

Svona var þetta þann 6 maí...................... hvað finnst ykkur ??

 

 

Já það varð bara slóð frá hesthúsi að reiðhöll, sko í maí.

 

 

 

Þessi er tekinn 29 apríl þá var aðeins snjóléttara.

Nánari fréttir af sauðburði og fleiru koma innan skamms.

 
 
 
 

03.05.2018 15:40

Ég hélt að vorið væri komið.

 

Þessi fallegi dagur var þann 28 apríl síðast liðinn og þá hélt ég í sakleysi mínu að vorði væri komið.

En nú er ég farin að efast smá.....................................

Fjöllin með fallega hvíta ábreiðu og landið að undirbúa sig fyrir sumarið.

 

 

Þessi mynd er tekin í átt að Sandfelli, Djúpadal og Hellisdal.

Hlíðarvatnið fallega blátt.

 

 

Já þetta var góður dagur til að taka á móti vorinu.

 

 

En svo kom annar dagur og við vöknuðum upp við snjó og vetur.

Já svona hefur ástandið verið full oft að undanförnu.

 
 
 
 
 
  • 1