Færslur: 2020 Febrúar

25.02.2020 10:04

Dagurinn hennar mömmu og afmælisgjöfin 2020

 

 

Það er dagurinn hennar mömmu í dag en hún hefði orðið 77 ára hefði hún fengið að vera lengur með okkur.

Minningar ylja en það sannast alltaf betur og betur þegar árin líða að þeir sem hafa mest áhrif á mann í lífinu fylgja manni um ókomna tíð.

Eins og alla daga hugsa ég til hennar en í morgun var sérstaklega létt yfir þegar ég áttaði mig á því hvaða dagur er í dag.

Já hún hefið nú aldeilis verið kát með það að eiga afmæli á sprengidaginn. Saltkjör og baunir voru eitt það besta sem hún gat hugsað sér.

Eldaði gjarnan í stórum potti og vildi hafa sem flesta í mat þegar sprengidags lostætið var á boðstólnum.

Við mæðgur höldum örugglega daginn hátíðlegan hvor með sínum hætti.

Mamma var mikil fjölskyldumanneskja og vissi fátt betra en vera meðal sinna. Börn, barnabörn og fjölskylda voru algjörlega númer eitt í hennar huga. 

Við nutum svo sannarlega góðs af því og vorum dekruð og dáð sem er eitt það besta sem hægt er að fá.

Já því dekur í hennar huga var aldeilis ekki að æða áfram lífsins veg og taka bara það besta.

Virðing, hlýja og gleði voru bestu vinkonu hennar. Að kunna að haga sér var afar mikilvægt.

Ég get endalaust rifjað upp setninguna ,,það á ekki að skamma börn það á að tala við þau,, sanngjarnt og árangusríkt.

Heilræði sem er gulli betra.

Stóran hluta ævi sinnar vann mamma við að passa börn ekki bara okkur börnin sín heldur fjöldan allan af börnum á leikskólum og gæsluvöllum.

Eins og flestir vita þá eru ekki há laun í boði fyrir ófaglærða starfkrafta í þessum geira. 

Þrátt fyrir að þetta fólk sé að vinna með það sem flestum er allra kærast ,blessuðu litlu börnin. 

Undanfarnar vikur hef ég fylgst með kjarabaráttu Eflingar og hugsað í því sambandi til mömmu.

Hún eins og þetta fólk stóð vaktina og lagði hart að sér til þess að öllum börnunum gæti liðið sem best.

Þessir starfsmenn fara ekki í skjól þeirra er framlínan allan daginn.

Með hækkandi launum kemur meira svigrúm. Svigrúm sem nýtist þeim sem blessunarlega hafa haft tök á að mennta sig. 

Svigrúm til að ná andanum þegar álagið er mikið, draga sig í hlé, fara afsíðis til að skipuleggja og gera skýrslur.

Þetta er ekki í boði fyrir þá sem í framlínunni starfa. Börnin hafa hátt, eru uppátækjasöm og sum ódæl jafnvel takast á og láta hafa mikið fyrir sér.

Framlínan stendur sína pligt og gerir það allan vinnutímann. 

Ég er ekki að halla á neinn en bendi samt á að þeir sem starfa líkt og mamma gerði eru raunverulega framlínufólk.

 

Afmælisgjafir geta verið allskonar.

Mín afmælisgjöf til minnar elskulegu móður að þessu sinni er þakklæti, virðing og gleði fyrir allt sem var.

Það er því með stolti sem ég í minningu mömmu minnar sendi Eflingarfólki baráttukveðjur. 

Það er alveg kominn tími til að ykkar verk verði metin.

 

 

24.02.2020 19:06

Það er töff að verða 90 ára.

Þann 3 febrúar síðast liðinn varð hún Lóa móðursystir mín 90 ára.

Hún var heima hjá sér í tilefni dagsins og tók á móti þeim sem litu við hjá henni.

Lóa er ótrúleg kona prjónar, les og gerir ótrúlegustu hluti þó svo að tugirnir séu komnir níu.

Það sem Lóa kann best að meta um þessar mundir er að fá gesti og símtöl frá ættingjum og vinum.

Hér með koma nokkrar myndir sem teknar voru þá þrjá daga sem hún tók á móti gestum.

Já segið svo að þetta hafi ekki verið alvöru veisla næstum eins og brúðkaupin í gamla daga.

 

 

Þessar systur voru mættar til að fagna með Lóu, Stella, Halldís og Maddý.

 

 

Sveinbjörn fékk einkaakstur frá Brákarhlíð og vestur en uppáhalds vinkona hans og fjölskylda tóku hann með.

Þarna er hann með afmælisbarninu og Jóel á Bíldhóli.

 

 

 

Það er svolítill aldursmunur á þessum frænkum enda eru Lóa langafasystir Söndru Fanneyjar.

 

 

Altli Lárus splæsir knúsi á afmælisdömuna sem kann vel að meta það.

 

 

Og svo er að pósa smá með henni líka.

 

 

Guðbrandur á Staðarhrauni og Sæunn á Steinum mættu líka í afmælið.

 

 

Sauðfjárbændur úr Álfkonuhvarfinu létu sig ekki vanta í veisluna.

 

 

,,Litli,, Hallur með nokkrum af sínum afkomendum.

 

 

Jóel og Sigríður húsfreyja í Hraunholtum klár í myndatökuna.

 

 

Þarna eru þau örugglega farin að ræða smalamennskur nú eða hestaferðir.

 

 

Skáneyjarmæðgur hressar að vanda.

 

 

Hér er það gestabókin.................................. eins gott að hafa allt á hreinu.

 

 

Málin rædd.............. Hrannar , Björg og Randi að ræða eitthvað gáfulegt.

 

 

Stofufjör.

 

 

Þessir tveir hafa alltaf um eitthvað að spjalla.

Sigurður í Hraunholtum og Sveinbjörn ræða stöðuna.

 

 

Og hún er greinilega bara góð.................. kátir kallarnir.

 

 

Þessar tvær frænkur eru góðar saman.

 

 

 

Líka þessar tvær.

 

 

Svo maður tali nú ekki um þessar tvær.

 

 

Nágrannar í fjöldamörg ár Sigríður Jóna og Anna Júlía en það er fullt nafn hjá henni Lóu.

 

 

Þessar eru góðar saman og hafa margt brallað, já og spjalla saman vikulega í síma.

Það er nauðsynlegt að fylgjast með og taka stöðuna reglulega.

 

 

Þessar tvær voru kátar og hressar að vanda Halldís og Sigríður Jóna.

 

 

 

Sveinbjörn og Jóel hugsi að hlusta á taumleusa speki.................

 

 

Þessi tvö eru alltaf í stuði.

 

 

Stella og Sara Margrét að ræða máin.

 

 

Þessir tveir náðu vel saman og höfðu um margt að spjalla.

 

 

Hér eru þeir sennilega að ræða smalamennskur................... og skipuleggja þær.

 

 

Frændurnir Ragnar og Mummi að æsa barnahópinn. 

Það tókst alveg.

 

 

Við frænkur að undirbúa okkur fyrir ferð í hesthúsið.

Þar er fínnt að vera finnst okkur Svandísi Sif.

 

 

Frændur í stuði Atli Lárus og Ragnar ömmubróðir.

 

 

Það fer alltaf vel á með þessum stelpum þegar þær hittast.

 

 

Albert á Heggstöðum og Atli Lárus eru afbragðs grannar.

 

 

Það var mikið spjallað og hlegið enda ekki 90 ára afmæli á hverjum degi.

 

 

Hjónin í Haukatungu mættu til að fagna með afmælisbarninu.

 

 

Málin rædd.

 

 

Þessi tvö deila afmælisdegi en hann er ekki fyrr en í febrúar.

Maddý og Magnús en hún er afasystir hans.

 

 

18.02.2020 23:03

Smalahundahittingur með Svani og Gísla.

 

Það var góð mæting  á þriðja námskeiðið eða smalahundahittinginn hér í Hlíðinni.

Svanur í Dalsmynni og Gísli í Mýrdal mættu sem fyrrr og skóluðu hunda og menn eftir bestu getu.

Það er alveg ljóst að hundarnir sýna miklar framfarir, já og jafnvel eigendurnir líka.

Kennslan er góð hundarnir efnilegir og eigendurnir reyna sitt besta svo þetta er allt á beinu brautinni.

Við fengum hann Guðbrand á Skörðum til að sónarskoða gemlingana hjá okkur til þess að geta verið eingöngu með gelda gemlinga í smalahlutverkinu.

Við rétt náðum í hóp til þessa að dekka námskeiðið en það var lúxusvandamál þar sem að frjósemi gemlinganna er góð þetta árið.

Já það er alveg nóg fyrir okkur að fá 1.3 lömb á hvern gemling.

 

 

Þarna er Svanur að segja einum ungum og efnilegum hundatemjara frá Kálfalæk til.

 

 

Þóra í Ystu Görðum mætti með sinn hund þarna eru hún og Gísli að taka æfingu.

 

 

Hún Vaka litla heimalingur hefur fegnið það hlutverk eins og nokkrar vinkonur hennar að vera ,,smalakind,,

Vaka tekur hlutverkið mjög alvegarlega og leggur sig mikið fram.

Hún treystir Gísla algjörlega fyrir lífi sínu og elltir hann eins og útlærð kind.

Ég held jafnvel að hún sé byrjuð að læra línudans.................. sjáið þið sporin.

 

 

Og þarna er þau enn að æfa spor og takt alveg eins og í línudansinum.

 

 

Svanur segir Vöku og vinum hennar allan sannleikann um smalahunda.

 

 

Það er oft kátt á bekknum..................

 

 

Tilþrifin á gólfinu er oft á tíðum stórbrotin...............

,,Náð sé með yður og friður ,,

..............kæri fjárhópur.

Séra Sigfús er alveg með þetta á hreinu.

 

 

Kaffispjall við strákana á Kálfalæk.

 

 

Gísli og Halldóra í Rauðanesi einbeitt.

 

 

Þarna erum við næstum komin í leit í Borgarhrepp.

Samvinna í fullum gangi Heiða Dís og Halldóra senda hópinn á milli sín undir stjórn Gísla.

 

 

Svanur miðlar til hópsins og allir hlusta með andakt.

 

 

Magnús á Snorrastöðum æfir sig og hundinn.

 

 

Þessir tveir komu frá Lækjarbug.

 

 

Hópurinn drekkur í sig fróðleikinn.

 

 

Þessir voru hressir að vanda Viðar sauðfjárbóndi í Búðardal og nágreni og síðan Styrmir bóndi í Gufuldal.

 

 

 

Svanur og Ísólfur taka létta æfingu.

Þess má að lokum geta að þeir sem hafa áhuga á að mæta á smalahundahittinginn sem haldinn er hér öll þriðjudagskvöld geta verið í sambandi við okkur.

Einnig fer skráning fram á fésbókarsíðu sem heitir Smalahundakvöld  í Hallkelsstaðahlíð með Svani og Gísla.

Opnað verður fyrir skráningu seinni partinn á morgun.

Hlökkum til að sjá ykkur.

08.02.2020 22:00

Þorrablót í Lindartungu árið 2020.

 

Árlegt þorrablót UMF Eldborgar í gamla Kolbeinsstaðahreppi var haldið í Lindartungu.

Eins og alltaf var þetta afar vel heppnuð skemmtun og allir viðstaddir sammála um að skemmta sér og öðrum vel.

Já og auðvitað fallega líka. Maturinn var góður og fyrir þá sem elska súrmat var þetta snildar veisla.

Bændur, frændur, búalið og vinir úr Hlíðinni áttu aldeilis góðar stundir.

Meðfylgjandi mynd af okkur systkinabörnum segir allt sem segja þarf.

 

 

Við reyndum ýmsar frægar uppstillingar.......................

 

 

.......................en sumir bara réðu ekki við þær.

 

 

Skvísurnar Björg, Þóranna og Hildur bíða spenntar eftir hákarlinum.

 

 

Borðfélagarnir voru ekki af verri endanum Loftur, Jón, Magnús Már, Magnús, Þóra, Hallur, Hjörtur og Kolbeinn.

 

 

Þessi voru alveg til í pós.........................

 

 

Þóra og Hallur Magnúsarbörn.

 

 

Kall og kelling í Hlíðinni kát með fullt af góðu fólki.

 

 

Árleg þorrablótsmynd af þessum.

Síðasta þorrablótsmyndin af Hrannari fyrir fimmtugt. Hahahahha.

 

 

Þeir geta ekki beðið lengur eftir matnum....................... glor soltnir strákarnir.

Kolbeinn og Hjörtur í stuði.

 

 

Skemmtiatriðin voru snild eins og oft áður, þessi góði hópur stóð sig vel í að skemmta okkur.

Frumsýnd var myndin Gefið á garðann sem er klárlega stórmyndin í ár.

Fær örugglega tilnefningu til Óskarsverðlauna.

Framleiðendur eru Arnar og Elísabet í Haukatungu auk þeirra áttu stórleik nokkrir valinkunnir sveitaleikarar.

F.v Guðrún Sara, Guðdís, Jakob Arnar, Mummi, Elísabet, Þráinn, Jóhannes og leikstjórinn Arnar Ásbjörnsson.

Einn af aðal leikurunum var ekki mættur á blótið en hann átti eins og nokkur undanfarin ár algjöran stórleik.

Arnþór Lárusson í Haukatungu, nú með enn fleiri hlutverk sem slógu í gegn.

Takk fyrir að gera þetta svona vel og fagmannlega.

 

 

Spekingar spjalla gæti þessi mynd hugsanlega heitið nú eða  ,,þungu fargi létt af,, ....................

 

 

Lárus Hannesson var veislustjóri og hér er hann að taka við embættinu.

 

 

Brá og Hrannar bíða spennt eftir því að maturinn verði tilbúinn.

 

 

Þórður og Albert taka stöðuna svona á milli dansa.

 

 

K.B drengirnir voru kátir að vanda og hafa örugglega rakað inn viðskiptum á blótinu.

 

 

Það væri nú bara ekki þorrablót ef að þessi mættu ekki.

Hress og kát að vanda.

 

 

Strákarnir hressir og alveg til í myndatöku.

 

 

Þröngt mega sáttir sitja enda er það partur af stemmingunni og allir kátir.

 

 

Það eru ekki allir vanir þorramat en þá er bara að prófa.............og njóta.

 

 

Þessi litli kútur á nokkur ár í að komast á þorrablót en hann naut sín bara heima með ömmu og afa.

Alltaf stuð í sveitinni.

 

04.02.2020 20:58

Námskeið með Jakobi Svavari.

 

Við hér í Hlíðinni áttum hreint frábæra daga þegar Jakob Svavar kom til okkar og hélt námskeið.

Eins og við var að búast var námskeiðið bæði afar gagnlegt og ekki síður  skemmtilegt.

Við höfum flest farið áður í reiðtíma hjá Jakobi og höfum alltaf verið mjög ánægð með kennsluna hjá honum.

Það er snild að fá góða tilsögn með hóp af hrossum á mismunandi tamningastigum.

Mikið var spáð og spekulegrað bæði í hestum og knöpum. Nú er bara að halda áfram og nýta það sem við lærðum.

Fyrsta myndin er af Brá og Trillu Gaums og Skútudóttir sem nutu leiðsagnar Jakobs.

 

 

Mummi og Kafteinn æfa af innlifun.

Kafteinn Ölnirs og Skútuson.

 

 

Spáð í spilin.................

 

 

Og sporin æfð..........................Skúli og brúnn frúarinnar.

Jakob, Skúli og Leikur Spuna og Karúnarsonur.

 

 

Leggja sig fram.........................

 

 

 

Það var líka mjög gaman á ,,bekknum,, þessir kappar alveg í stuði.

 

 

 

Sá litli að hugsa um það hvaða afkvæmi Skýrs frá Skálakoti hann eigi að taka með í næsta reiðtíma.

Uuuuu sníkja ömmu Skýrs hún á jú tvö.........................nú eða hertaka pabbajörp ???

 

 

Issss við Ísólfur finnum eitthvað útúr því og mætum galvaskir og vel ríðandi á næsta námskeið.

 

 

Ísólfur og Jakob taka stöðuna.

 

 

,,Á ég að hafa hana bara fyrir aftan mig,, ? 

...............eða hvað ????

 

 

Við Auðséð Sporðs og Karúnardóttir ræðum við meistarann.............

 

 

....................og reynum að meðtaka fræðin.

 

 

Auðséð orðin leið á að bíða frekari fyrirmæla.

,,Komdu þér á bak kelling og hættu þessu bulli ég verð ekki Gloría frá Skúfslæk á einum degi ,,  

 

 

Hér eru Mummi og Dúr að æfa bylgjur í faxi, hlýtur að vera auka prik fyrir það.

Dúr Konserts og Snekkjuson.

 

 

 

Þessir voru einbeittir á bekknum og greinilega eitthvað merkilegt að gerast.

Frábært námskeið.

Takk fyrir okkur Jakob erum strax farin að hlakka til næsta námskeiðs hjá þér hvenær sem það nú verður.

 

 

  • 1