Færslur: 2018 Ágúst

31.08.2018 23:33

Ferðin fína...........

Það var gaman að leika sér við kjör aðstæður í ferðinni okkar fínu.

Jafnvel fólk á besta aldri finnur þörf hjá sér til að bregða á leik og njóta sín.

 

Við mæðginin í góðum gír og Mummi með myndavélina sem því miður hafði farið ósparlega með rafhlöðuna og var í fríi þennan daginn.

 

 

 Áning á góðum stað.

 

 

Það er sama hvort þú ert verknemi, vinnukona nú eða húsfreyja það skemmta sér allir vel.

Þessar hafa verið vinkonur í mörg ár.

 

Áfram veginn...........

 

 

 

Það er mjúkt undir fæti þarna.

 

 

Og hér er gaman.

 

 

Og njóta dagsins.

 

 

Dásemdin ein.

 

 

Ættum við að þora líka ???

 

 

Spjallað í kaffitímanum.

 

 

Hugleiðsla í fullum gangi.

 

 

Hættur að leika sér.

 

 

 

 

Stefna til hafs en þó er farið varlega eins og vera ber þegar sjórinn er annars vegar.

 

 

Leikur í lagi.

 

 

Á kvöldin var svo tekið á því í leikjadeildinni, allt að gerast.

 

 

Og planið er .................

 

 

Áhorfendabekkurinn.............. ó nei dómarabekkurinn.

 

 

Gæðingakeppnin hafin.............

 

 

Þessi var að temja og það gekk nú bara nokkuð vel.

 

 

Sjáið þið veðrið .......??

Já og morgunæfingarnar.

 

 

Slakað á í blíðinni góður dagur framundan.

 

 

Ein af meistarakokkum ferðarinnar að störfum.

 

 

Erla og Fannar ræða málin, Lífeyrissjóður minn pósar af lífi og sál.

 

Orð eru óþörf. 

Myndin skoðist með gleraugum og hugmyndaflugi.

 

 

Við Auðséð mín erum ,,vinkonur,,

 

 

Með stefnuna á hreinu.

 

 

Lífið er dásamlegt.

 

 

Og hestaferðir................maður minn hvað er gaman.

 

 

Kátir voru karlar og markvörðurinn á pípuhliðinu er alveg að standa sig.

 

 

Svona myndir verða ekki til af sjálfum sér. 

Á þessari mynd grillir í annan af aðal ljósmyndurum ferðarinnar.

Takk fyrir allar flottu myndirnar Gróa Björg.

 

 

Hugsað um hafið..............

 

 

Góðar minningar eru gulli betri.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

30.08.2018 22:27

Jæja lömbin mín...............

 

Réttir - leitir - og allt.

 

Nú styttist í fjörið enda tími slökunnar og sumarfrís liðinn hjá flestum sauðum landsins

Fjallskilanefndir hafa keppst við að raða niður dagsverkum og fjallskilaseðlar berast sem aldrei fyrr.

Við erum svo heppin að nokkrir vaskir smalar hafa haft samband til að reka á eftir skipulaginu.

Það er því alveg orðið tímabært að smella á ykkur nokkrum vel völdum dagsetningum.

 

Miðvikudagurinn 12 september - smala inní Hlíð og útá Hlíð.

Fimmtudagurinn 13 september - smala Oddastaðaland og taka úr því ókunnugt.

Föstudagurinn 14 september - smala Hlíðar og Hafurstaðaland.

Laugardagurinn 15 september - Vörðufellsrétt.

Sunnudagurinn 16 september - rekið inn hér í Hlíðinni - dregið í sundur - keyrt niður í rétt - vigtað - og metið.

Mánudagurinn 17 september - sláturlömb rekin inn og yfirfarin.

Þriðjudagurinn 18 september - Slátulömb sótt - Mýrdalsrétt.

 

Þetta er planið í grófum dráttum, nú er bara að vonast eftir góðu veðri og skemmtilegu fólki.

Hlakka til að sjá ykkur.

 

Allar nánari upplýsingar hjá bændum og búaliði.

 

 

28.08.2018 17:30

Draumaferð ársins................

 

 

 

Það er gaman í vinnunni og þegar vinnan og leikur blandast saman verður stórkostlegt.

Já hún var hreint stórkostleg hestaferðin sem við fóru í um daginn.

Skemmtilegt fólk, góðir hestar og allt gekk svo ljómandi vel. Hvað er hægt að hafa það betra ?

Hér má sjá hópinn saman kominn í túnfætinum á Höfða en þarna erum við á leiðinni heim.

Einhver tæknisnillingurinn í ferðinni fann út að best væri að stilla myndavélin til þess að ná öllum saman.

Það gekk vel að mestu leiti aðeins einn snéri sér undan.................sko Freyja hundur.

Vika fór í ferðina sem farin var í stuttu máli milli fjalls og fjöru.

Hér á eftir gefur að líta myndir sem teknar voru í ferðinni og fanga bara stemminguna nokkuð vel.

Annað eins safn kemur síðar en nokkrir ljósmyndarar eiga heiðurinn af þessu.

 

 

 

 

Sólin á Kolbeinsstöðum er dásamleg enda nutu Mummi og Brá hennar vel.

 

 

 

Allir að verða klárir í hnakkinn Jonni, Erla og Elvan alveg með þetta.

 

 

 

Frú Auður með allt undir kontról.

 

 

 

Linda og Sabrina bíða eftir brottför frá Kolbeinsstöðum.

 

 

 

Það gera líka Maron. Skúli og Gróa.

 

 

 

Sennilega er Auður að senda Svenna skilaboð................ hann er svo langt í burtu.

 

 

 

Þessi Svenni yngdist upp um hálfa öld við að fá svona flottan einkabílstjóra.

Það er ekki nokkur ráðherrabílstjóri sem toppar þennan.

 

 

 

Það var glimrandi gangur þegar við fórum frá Kolbeinsstöðum að þessu sinni og enginn hestur með teljandi vandræði.

Svolítið annar bragur en síðast þegar við þurftum á hjálp íþróttaálfsins að halda.

 

 

 

Lestin þétt og allir í stuði.

 

 

 

Við komun heim á kvöldin og höfðum það gott, hér spjalla spekingar um daginn og veginn.

 

 

 

Þessar skuttlur úr Garðabænum áttu fyrsta kvöldið í eldhúsinu.

 

 

 

Og þessar nutu sín í blíðunni.

 

 

 

Já já við skulum vera spök............. þessi með allt á hreinu.

 

 

 

Blíðan við Laugargerði er heimsfræg og klikkað ekki að þessu sinni.

 

 

 

 

Gróa og Gróa.

 

 

 

Alltaf stuð í Kolviðarnesi, þarna má sjá kokkinn og lærlinginn. Nánar um það síðar.

 

 

 

Þessar dömur kátar.

 

 

 

Bakkabræður........... nei reyndar ekki en þetta eru klárlega stígvélabræður.

Þeir voru kátir með sig svona rétt áður en riðið var í árnar.

 

 

 

Og ekki skorti áhorfendurna................

 

 

 

............

 

 

 

Staðan tekin í Stakkhamarsnesinu, sokkarnir undnir og sumir þurftu að losa úr stígvélunum.

 

 

 

Alltaf svo gaman að koma til þeirra heiðurshjóna Gumma og Oddnýjar.

 

 

 

Höfðingjar heima að sækja.

 

 

 

Hér er dagleiðin gerð upp og spáð í þá næstu.

 

 

 

Sennilega er Hulda að lesa þessum herra pistilinn........ hann er allavega niðurlútur.

 

 

 

En það er bjart yfir þessum.

 

 

 

Góður staður til að hvíla lúin bein.

 

 

 

Guðný og Hafgola ræða málin á sinn hátt.

 

 

 

Guðný á marga góða vini hér eru nokkrir af þeim.

 

 

 

Gaman hjá þessum.

 

 

 

Og þessum líka.

 

 

 

 

Auður veit ekki að Freyja er í áfengisvarnarráði...............

 

 

 

Hvað þarf marga til að skipta um dekk ???

Þrjá kalla og enga konu.

 

 

 

Járningaþjónustan var opin.

 

 

 

Og sérfræðingar á hverju strái.

 

 

 

,,Mummi veistu hverjir eru bestir,, ??

 

 

 

Í trúnaði sagt.................við.

 

 

 

Svona eru matartímarnir í hestaferð.

 

 

 

Allir elska ömmu Stínu, þarf að vera með í hverri ferð. Dásamleg.

 

 

 

Það er gott að stoppa í túnfætinum á Höfða rifja upp góðar minningar og borða nestið.

 

 

 

Fullt af veitingum í boði og allir slakir.

 

 

 

Og sumir meira slakir en aðrir.

 

 

 

Skúli og Maron að ræða eitthvað sem Klaka litla finnst frekar óspennandi.

 

 

 

Kristín Rut var í stuði alla ferðina, hér er það pabbaknús.

 

 

 

Fannar og Guðný Dís taka stöðuna.

Já þetta er smá sýnishorn frá dásamlegum dögum sem við áttu saman í hestaferð.

Fleiri myndir koma fljóttlega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

02.08.2018 08:39

Folöld árið 2018 og það á enn eftir að bætast við.

 

Þessi þarna nývaknaði er Kuggur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Goði frá Bjarnarhöfn og móðir Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Kuggur tekur ,,Möllers,, á hverjum degi.................

 

 

Og svo er að teyja............

 

 

Þetta er Fimmtugur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Þristur frá Feti og móðir Rák frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Fimmtugur er flottur og fínn. Hvað eru mörg F í því ??

 

 

Alfreð frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Kafteinn frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Blika frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Alfreð fékk nafn þegar fyrsti og besti leikur landsliðsins í fótbolta á HM fór fram.

Brá sem á folaldið var fljót að ,,grípa boltann á lofti,, og nefna hann Alfreð þegar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta markið.

Þetta er því Alfreð ekki Finnboga sem sést hér teygja úr sér.

 

 

Sporskur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Dúr frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Karún frá Hallkelsstaðahlíð.

Sposkur er skemmtilegur og er sannfærður um eigið ágæti sem er kostur ef maður er hestur.

 

 

Sjaldgæfur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Mugison frá Hæli og móðir Sjaldséð frá Magnússkógum.

Þegar ég brunaði með Sjaldséð undir Mugison var einbeittur vilji að rækta Framsóknar Gránu.

Ekki gengur allt eftir hvorki í pólitíkinni né hrossaræktinni. 

En ég er afar ánægð með skjóttan hesta sem þarna á myndinni er u.þ.b hálftíma gamall.

 

 

Snös frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Símon frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Þríhella frá Hallkelsstaðahlíð.

Myndin af Snös er tekin þegar hún og mamma hennar voru að fara í Dalina til að njóta sumarsins með honum Dúr.

 

 

Þessi hér er svo ennþá óköstuð og kemur vonandi með eitthvað skemmtilegt mjög fljóttlega.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  • 1