Færslur: 2018 Júlí

29.07.2018 15:50

Heim í heiðardalinn.

 

Föstudagurinn 27 júlí var afmælisdagur Ragnars heitins frænda míns en þá hefði hann orðið 85 ára.

Af því tilefni komum við nokkur úr fjölskyldunni saman og heiðruðum minningu hans.

Ragnar hafði fyrir löngu ákveðið að láta brenna sig og að öskunni yrði dreift á einum af uppáhaldsstöðum hans í Hafurstaðafjalli.

Það var því upplagt að gera það þennan fallegasta og besta dag sumarsins. Logn, sól og blíða, meira að segja allan daginn.

Á þessari mynd má sjá hluta þeirra sem mættu og fylgdu honum ,,heim,,

 

 

 

Svona til að flestir fái viðunandi mynd af sér er rétta að setja inn nokkrar.............

 

 

 

............og þá verða flestir flottir.

 

 

Bræðurnir Kolbeinn og Ragnar taka stöðuna.

 

 

Mummi og Ragnar spá í að bæta metið uppá Múla........... Mummi á það enn.......

 

 

Þessir voru ekkert að huga um svoleiðis met.

 

 

Rökræður................... 

 

 

Hver haldið þið að hafi unnið ??.....................

 

 

Allir út að skoða sólin ekki svo oft sem hún nú sést.

 
 
 
 

 

 

Sólarmegin.

 

 

Besta sætið.

 

 

Hér er mannskapurinn kominn suður að Hafurstöðum.

 

 

Skúli og Jóel eru orðnir óvanir að horfa á sólina.

 

 

Elsa Petra, Svandís Sif og Sverrir Haukur að kanna rústirnar á Hafurstöðum.

 

 

Halldís, Lóa og Stella njóta lífsins.

 

 

Frú Björg er sólarmegin.

 

 

Hallur og Sveinbjörn njóta útsýnisins af Snoppunni.

 

 

Hjörtur og Heiðdís á röltinu.

 

 

Það rifjast margt upp..................

 

 

Lóa og minningarnar............... hátt í 90 ár hafa nú ýmislegt að geyma.

 

 

Ungar dömur taka á rás................

 

 

.............og frændi gefur ekkert eftir og tekur stefnuna.

 

 

Gaman saman við brunninn.

 

 

Hrannar, Halldís og Þóra.

 

 

 

 

Ragnar með Stellu og Lóu sér við hlið.

 

 

Frændurnir Halldór og Ragnar.

 

 

Það er nú það.

 

 

Lóa og Hallur á Naustum.

 

 

Þessi kunnu vel að meta fjallaloftið.

 

 

Líka þessi.

 

 

Það var alveg einstakt og mjög gaman að sjá þennan flotta heiðursvörð sem tók sér stöðu á brúninni fyrir ofan þann stað sem Raganr hafið valið.

Mjög viðeigandi á þessum fallega afmælisdegi að hestarnir kæmu við sögu.

 

 

Fallegt var veðrið þennan dag.

 

 

Og viðeigandi fyrir fjallaferðir..................

 

 

Þessi stóð vaktin í hliðinu þegar bílarnir fóru í gegn.

 

 

Eftir ferðina í Hafurstaðafjallið var viðeigandi að drekka saman kaffi og spjalla.

Og sjálfsagt að hafa með því rjómatertur með koktelávöxtum, brúntertu og hveitibrauð.

Þannig hefði nú Ragnar kunnað að meta það.

 

 

Mummi og Jóel slaka á eftir kaffið.

 

 

Sólskinsbros í sólinni, tja nema Hrannar........... svolítið skuggalegur.

 

 

Þessi síðasta mynd segir heilmikið um það hvernig dagurinn var.

Allir ánægðir með hvernig til tókst og veðrið sannarlega það besta sem í boði hefur verið í sumar.

Ég er sannfærð um að Ragnar hefur haft áhrif til að gera þennan dag svona vel heppnaðan.

Til hamingju með 85 ára afmælið, já og velkominn heim.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

23.07.2018 21:51

Það er blessuð blíðan eða þannig.....

 

Þau eru dásamleg kvöldin hér í Hlíðinni þegar almættið bíður uppá litadýrð af þessu tagi.

Ég stökk út með símann og smellti af mynd, ja svona í tilefni af því það var ekki rigning.

Annars er ég alveg að hætta tala illa um rigninguna svona í ljósi frétta af frændum okkar.

 

 

 

Miðnættið var líka flott.................

 

 

En svo kom þessi elska og læddist niður Hlíðarmúlann, svona eins og verið væri að breiða yfir fyrir nóttina.

Já veðrið hefur haft uppá margt að bjóða þetta árið.

 

En að öðru.......

Hér eru fædd fimm folöld og ef að allt gengur upp eiga að fæðast tvö í viðbót þetta árið.

Sposkur undan Dúr frá Hallkelsstaðahlíð og Karúnu.

Alferð undan Kafteini frá Hallkelsstaðahlíð og Bliku.

Kuggur undan Goða frá Bjarnarhöfn og Snekkju.

Fimmtugur undan Þristi frá Feti og Rák.

Snös undan Símoni frá Hallkelsstaðahlíð og Þríhellu.

Ókastaðar eru Sjaldséð sem var hjá Muggison frá Hæli og Létt sem var hjá Dúr frá Hallkelsstaðahlíð.

Kolskör mín lét í apríl folaldi undan Múla frá Bergi.

 

Það er strax farið að leggja drög að nýjum gripum á næsta ári og því var brunað með hryssur á stefnumót.

Gangskör fór til Kveiks frá Stangarlæk.

Snekkja til Ramma frá Búlandi.

Kolskör til Heiðurs frá Eystra Fróðholti.

Þríhella til Dúrs frá Hallkelsstaðahlíð.

Á næstu dögum verður ákveððið hvaða fleiri stefnumót verða í boði.

 

Dúr er í girðingu á Lambastöðum og Sparisjóður á annríkt í girðingu hér heima, aldeilis gaman hvað hann fær af hryssum.

Aðrir garpar eru í þjálfun og verða bara að taka á móti hryssum með góðfúslegu leyfi þjálfaranna.

 

Það eru býsna margar fætur á járnum hér í Hlíðinni um þessar mundir og mikið riðið út.

Við erum að þjálfa söluhross, frumtemja og hreinlega hrossast alla daga. Bara gaman.

Mummi er einnig kominn á fullt í reiðkennslu hér heima og tekur á móti bæði hópum og einstaklingum.

Fer aldeilis líflega af stað í reiðhöllinni.

 

Nú styttist einnig í að við tökum gistihúsin í notkun og allt að verða klárt.

Við munum auglýsa þau frekar þegar nær dregur.

 

Þó svo að færri hafi komið á tjaldstæðin en síðasta ár þá hefur veiðin í Hlíðarvatni verið afar góð.

Þar sem að vatnið er með allra mesta móti vorum við ekki viss með það hvernig veiðin færi af stað í vor.

Það hefur hinsvegar komið í ljós að hún er með allra besta móti og jafnvel met síðari ára.

Svo að þið sem eruð í veiðihug verið hjartanlega velkomin.

 

Bændur og búalið smelltu sér á Landsmót hestamanna nutu góðra gæðinga og skemmtilegs fólks í viku.

Á meðan réðu hér ríkjum góðir vinir sem sáum um bústörf og annað sem til féll á meðan.

Aldeilis snild að fá svona þjónustu, takk fyrir okkur.

Ískalt mat á Landsmóti ................. ískalt, fjöldinn allur af gæðingum, úrval knapa sem í langflestum tilfellum voru sér og sínum til sóma.

Góð aðstað, flottir skemmtikraftar og skemmtilegt fólk sem mér fannst reyndar ekki alveg nógu margt, sko fólkið.

Það sem uppúr stendur svona í minningunni, ógleymanlegt par Kveikur frá Stangarlæk og Aðalheiður Anna og Spuni frá Vestukoti sem var frábær undir styrkri stjórn Þórarins Ragnarssonar.

 

Heyskapurinn potast þó svo að tíðin sé ekki alveg uppáhalds.

Við tókum þá ákvörðun að prófa samstarf við verktaka þetta árið og fá þjónustu við stóran part af heyskapnum.

Það hefur gengið vel og eru þegar þetta er skrifað komnar hátt í 500 rúllur og flatt á þónokkrum hektörum.

 

Já það er líf og fjör í sveitinni nánar um það síðar.

 

 

 
 
 
  • 1