Færslur: 2009 Júní

30.06.2009 00:28

Útilega með eða án Fjórðungsmóts?



Líf og fjör í útilegu.
Það hefur verið líflegt á tjaldstæðunum hjá okkur að undan förnu enda veðrið leikið við okkur í Hlíðinni. Veiðin hefur líka verið góð og það er sko fljótt að fréttast á milli manna.
Þið sem að viljið kannske ekki vaka jafn lengi og hörðustu partýljónin á Fjórðungsmóti rennið bara til fjalla og við munum gera okkar besta til að finna friðsælan blett.

Nú styttist í Fjórðungsmót og á morgun koma fyrstu ,,nýbúarnir,, til okkar sem verða fram yfir mót. Sumir koma langt að ríðandi en aðrir koma keyrandi með gæðingana.
Svæðið á Kaldármelum er að verða tilbúið og lítur mjög vel út, það stefnir sannarlega í stórmót í vikunni.
Allir að mæta...............

28.06.2009 22:12

Nú er sumar gleðjumst gumar........



Maður þarf nú ekki að muna allt er það????????
Hér með er heimildarmynd af húsfreyjunni í mjög miklvægu hlutverki, sem sagt að telja saman hrossin og athuga hvort að það eru ekki örugglega allir með í hópnum úr fjallinu.

Það er búið að vera alveg dásamlegt veður um helgina sól, logn og blíða. Margt var um manninn á tjaldstæðunum og veiðimennirnir hæst ángæðir því veiðin var góð. Um helgina komu líka góðir gestir sem að ég hafði ekki hitt lengi, voru þá rifjaðar upp skemmtilegar stundir og árin frá samverunni talin aftur og aftur. Það er svo stutt síðan.......en árin samt svolítið mörg. SKR'ITIÐ.

Á föstudaginn fórum við með tvær hryssur undir hestagullið Sporð frá Bergi sem nú er í Hólslandi.
Þetta voru hryssurnar Sunna og Karún. Ég hvet ykkur til að skoða myndirnar af honum Sporði sem eru inná síðunni Hellnafell sem er tengill á forsíðunni hér. Síðan smellið þið á myndasíður svo á nýasti picasavefurinn minn og að lokum smellið þið á stóðhestarnir frá Bergi þá sjáið þið þennan sniðuga hest.

Tignin mín kastaði hestfolaldi á fimmtudaginn þetta er myndar hestur undan honum Sparisjóði mínum. Ég er ekki ennþá búin að nefna hann en er að hugsa.........myndir af honum koma fljóttlega.

Það hefur verið mikið riðið út og góða veðrið notað vel og lengi dag hvern. Mörg skemmtileg tryppi eru hér á járnum og gaman að sjá þau þroskast, læra og verða enn skemmtilegri.
Við erum farin að skoða 4v tryppin okkar aðeins og ég verð að segja að mér líst rosalega vel á tryppin undan honum Arði frá Brautarholti. Þið ykkar sem eruð að fara á Fjórðungsmót skoðið endilega hryssuna hennar Söru í Álfhólum sem skráð er til leiks í tölti. Hryssan heitir Díva og er Arðsdóttir, ég hef séð hana nokkrum sinnum í vetur og er stórhrifin.
Eins er hér afar skemmtilegur foli undan Huginn frá Haga og fleiri og fleiri................

22.06.2009 20:29

Fannar fimmari.....



Sætar sauðburðarskvísur.

Þarna eru nokkrar af dömunum sem aðstoðuðu okkur við sauðburðinn í vor þær eru Daniella, Björg og Hrefna Rós. Síðan er þarna ónefnd gibba með þeim á myndinni.
Nú er aðeins ein kind eftir að bera sú næst síðasta bar í gær, sauðburðurinn alveg að verða búinn.
Tími til kominn.

Um helgina var brunað í dalina og tekið þátt í Hestaþingi Glaðs í Búðardal. Mummi og Fannar voru í nokkuð góðu stuði eins og um síðustu helgi og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 150 m skeiðið með bara ljómandi góðan tíma 15.53 sek. Þeir félagar voru svo í b úrslitum í tölti og höfnuðu svo í 4 sæti í fimmgangi.
 
Myndir frá mótinu koma svo fljótlega inná síðuna undir hnappnum albúm.

Fyrsti hestahópur sumarsins kom hér við um helgina og höfðu nokkrir tugir hrossa hér næturdvöl.
Það lítur út fyrir mikla umferð hestahópa hér um slóðir í sumar og þá sérstaklega í kringum Fjórðungsmótið sem haldið verður um mánaðamótin.

Snör og Mói litli komu heim í dag eftir að hafa dvalið í góðu yfirlæti hjá ábúendum á Skák í nokkurn tíma. Nú er bara að krossa fingur og vona að eitthvað spennandi fæðist næsta vor undan Snör og Ramma frá Búlandi sem að hún var að heimsækja. Gaman að vinna í happdrætti.

Fyrirmyndarhestur helgarinnar var að sjálfsögðu Fannar sem er óðum að breytast úr fjórgangara í þennan fína fimmgangara.

19.06.2009 21:30

Smá fréttir.



Þetta er Kátur frá Hallkelsstaðahlíð sonur Karúnar frá Hallkelsstaðahlíð og Auðs frá Lundum.
Hann stendur þarna eins og ,,alvöru,, töffari hvílir tvo fætur og stendur í tvo. Töffffffff.

Í dag fóru Kolskör, Þríhella og Perla frá Lambastöðum undir glæsi hestinn Aldur frá Brautarholti.
Hann fór í ljómandi góðan dóm nú í vor aðeins fjögura vetra gamall. Hann fékk 8.08 fyrir bygging þar fór hann hæðst fyrir bak og lend fékk 9.0 þá einkun fékk hann líka fyrir prúðleika. Fyrir hæfileika hlaut hann 8.28, þar af fyrir skeið 9.0 og tölt, vilja og geðslag 8.5 aðaleinkun 8,20

Nýir hestar komu í tamningu í dag spennandi tryppi sem vonandi verða bara skemmtilegir nemendur. Stóðið tók smá skoðunnarferð í dag en er nú aftur komið á réttar slóðir.
Fyrirmyndar hestur dagsins var Bleik Ófeigsdóttir frá Þorláksstöðum er að verða mjög skemmtileg.

Túnrollurnar halda áfram hörðum árásum og víla ekki fyrir sér að vaða langt út í vatn fram fyrir girðingar og varnargarða. Spurning hvort ekki sé ráð að skilja íslenska fjára minn eftir suður við vatn og láta hann eiga ,,orð,, við þær þegar þær koma? Nei kannske ekki Snotra mín er kvöldsvæf og myrkfælin. Þolir líka ekki vel að verða einmanna og túnrollur eru ekki góður félagsskapur.

Ég er umhverfissinni það er ekki spurning, að hluta til bæði í orði og líka verki.
T. d á ég lifandi ,,moltutunnur,, þær taka uppí sig sjálfar og það sem meira er þær losa líka afraksturinn út í náttúruna. Já þið viljið vita hvar ég keypti þær???? og hvaða tegund og framleiðandi???? Þær eru svartar, hvítar og segja örsjaldan voff, heita Ófeigur og Þorri.
Það er alveg með ólíkindum hvað þeir félagar éta, auðvita kjöt, þurrfóður og alla afganga, en hundar og hrásalat. Ekki það fyrsta sem manni dettur í hug með öðrum orðum þeir éta allt sem að kjafti kemur en vonandi ekki hann bróðir minn líka.

18.06.2009 21:51

Stór þjófnaður og annir hjá Sparisjóðnum.



Á myndinni er Mói litli Sparisjóðsson að gera ,,Hólaæfinguna,, fram og niður og æfir í leiðinni aukna skrefastærð og fimi.

Já það var framinn stór þjófnaður hér í dag en ábúendum tókst með snarræði og lipurð að skakka leikinn og góma þjófinn án aðstoðar lögreglu.
Þannig var að hún Upplyfting kastaði þessu líka fína merfolaldi rauðstjörnóttri hryssu sem hlotið hefur það frumlega nafn Stjarna. Hryssan er undan Feyki Andvarasyni frá Háholti.
Gletta gamla sem að missti sitt folald fyrir nokkru er óvön því að hafa ekki folald á sínum snærum. Folaldið sem að hún missti var það þrettánda í röðinni. Tók hún því til sinna ráða í morgun rak Upplyftingu í burtu og ákvað að eiga Stjörnu litlu og stinga af með hana. Þetta gekk allt eins og í sögu hjá henni þangað til að folaldaeftirlitið í gamla bænum komst í málið.
Rauk þá her manns til og elti ,,barnaræningjann,, uppi kom böndum á hann og flutti heim í hús. Upplyfting var að vonum mjög fegin og þakklát fyrir hjálpina en Gletta var nú ekki eins kát. Eins gott að folaldaeftirlitið í gamla bænum klikkar ekki.

Hann Sparisjóður minn fékk fyrstu dömu sumarsins í heimsókn í dag, myndar hryssu sem kom alla leið af suðurlandinu. Svo á næstu dögum fer garpurinn útí girðingu að sinna embættisverkum sínum. Sparisjóður er hér rétt við húsvegginn svo að það er auðvelt að fylgjast með honum og spjalla við hann öðru hvoru.
Hann tekur á móti hryssum hér heima í allt sumar ef að einhver hefur áhuga.
Faðir hans er Gustur frá Hóli og móðirin Karún frá Hallkelsstaðahlíð.
Í kynbótamati hefur hann í aðaleinkun 120.

Fyrirmyndarhestur dagsins..............já auðvitað hún Gletta gamla sem að reyndi sitt besta til að ala upp folald eins og venjulega.

16.06.2009 23:31

Sitt lítið af hverju og túnrollur með.



Á myndinni eru þeir félagarnir Mummi og Fannar sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu gæðingaskeiðið á íþróttamótinu á Kaldármelum um síðustu helgi. Sigurinn var sætur þar sem að þetta er í fyrsta sinn sem að þeir taka þátt í gæðingaskeiðskeppni. Þeir höfnuðu svo í 4 sæti í fimmgangi og Mummi og Dregill urðu í 5 sæti í töltúrslitunum. Sprækir strákarnir.
Þið getið séð nokkrar myndir frá mótinu hér á síðunni.

Af folaldshryssunum er það helst að frétta að Sunna eignaðist gullfallega rauða hryssu undan Feyki Andvarasyni frá Háholti. Hryssan hefur hlotið nafnið Rjóð eins og móður amma hennar. Skeifa kastaði myndar hryssu sem líka er undan Feyki. Eitthvað stendur nafngyftin í eigandanum og verð ég að bíða enn um sinn með að upplýsa það.
Ég hef nefnt hryssuna mína undan Kolskör og Adam hún hefur hlotið nafnið Gangskör.
En það skiptast á skin og skúrir í hestamennskunni eins og allir vita, heiðurshryssan hún Gletta gamla kastaði rauðstjörnóttri hryssu sem að því miður kafnaði í belgnum. Afar leiðinlegt en svona er það stundum, sumir hlutir eiga bara að gerast hvað sem tautar og raular.
Nú eru 5 hryssur ókastaðar þær Skúta, Létt, Dimma, Upplyfting og Tign.

Það eru komnar nýjar myndir af folöldunum undir ,,myndaalbúmflipanum,,

Á sunnudaginn fór hún Rák Stælsdóttir undir höfðingjann Pilt frá Sperðli, við höfum lengi átt hlut í honum og oftast notað plássið okkar og afraksturinn reynst afar vel.
Rák slasaðist í vetur og er ekki enn orðin góð svo að nú lætur hún sér batna í fæðingarorlofi.

Síðasta fimmtudag kom Rúnar dýralæknir og gelti hér 14 fola frá nokkrum eigendum. Það gekk alveg ljómandi vel og nú höfum við sleppt öllum tryppum okkar í fjallið.

Það má nú eiginlega segja að sauðburðurinn sé alveg búinn en samt eru tvær rollur eftir inni sem að eru óbornar. Ég er svo hjátrúarfull að ég vill ekki sleppa þeim óbornum út úr þessu held alla daga að þær séu nú alveg að fara að bera. Það hlýtur að fara að koma að því samt grunar mig að þær séu að plata mig eitthvað því þær rollur sem var sleppt út í vor sökum þess að það væri svo langt þar til þær bæru eru örugglega bornar.

Túnrollur já það eru skemmtilegar skeppnur eða hitt þá heldur. Við Deila höfum staðið í ströngu við smalamennskur undanfarna daga höfum reyndar svolítið gott af trimminu en erum samt að verða leiðar á þessu streði. Lalli og Astrid girða og Skúli og Mummi byggðu varnargarð við vatnið. En túnrollurnar bara skelli hlæja og líta á það sem skemmtilega ,,fittneskeppni,, að komast í túnið.
Og bræðurnir Ófeigur og Þorri láta sig dreyma vilta drauma um það hvernig þeir verji túnið í framtíðinni.
Nú er búið að bera á allt bæði tún og hestagirðingar, sá grasi í Melatúnið og bara eftir að sá fóðurkálinu á Steinholtið. Það verður að vera tilbúið á réttum tíma fyrir lömbin í haust.

08.06.2009 00:34

Kynbætur............

Í dag fóru 5 hryssur undir stóðhesta Karún mín fór undir Stikil frá Skrúð, Snör undir Ramma frá Búlandi, Andrá undir Þrist frá Feti, Tryggð og Spóla fóru svo undir höfðingjann og reiðhestaföðurinn  Hlyn frá Lambastöðum. Og nú er bara að bíða og sjá hvað kemur út úr þessum ævintýrum. Eini hesturinn af þessum sem að ég hafði ekki séð var Rammi frá Búlandi en eins og ég hef áður nefnt þá fékk ég tollinn undir hann í happdrætti reyndar eins og tollinn undir Stikil. Já kellingin er stundum heppin.
Ég verð að játa að Rammi var langt fyrir ofan mína væntingar, gull fallegur og með frábærar hreyfingar. Ólafur bóndi í Skák sýndi okkur svo hryssur undan Ramma sem að eru ljómandi fallegar og efnilegar. Sem sagt ég mæli hiklaust með því að fólk skoði þennan hest og fylgist með afkvæmunum sem farið hafa í dóm og eru á leiðinni þangað.

Á föstudaginn síðasta eignaðist hún Kolskör mín brúna hryssu það var sko alveg eins og ég var búin að biðja hana um. Faðirinn er Adam frá Ásmundarstöðum. Ég hef enn ekki ákveðið undir hvaða hest Kolskör fer nú í sumar en hugsa mikið þessa dagana. Nafnið á hryssuna kemur svo von bráðar þarf líka umhugsunnarfrest svo að það verði vönduð vinnubrögð á þessu hjá mér.
Nú eru allar hryssurnar sem koma til með að kasta í sumar komnar heim svo að auðvelt er að fylgjast með þeim. Sumar eru alveg komnar að köstun en aðrar kasta þegar líður á sumarið.
Við rákum allt stóðið heim úr fjallinu á fimmtudaginn tókum hryssurnar og nokkur tryppi úr því, síðan slepptum við öllu uppfyrir aftur og bættum öllum tveggja vetra dekurrófunum  saman við.

Nú hefur hún Skuggsýn flutt sig um set og fengið nýtt heimili við vonum að hún standi sig vel og verði okkur til sóma á nýja staðnum.
Mikil hreyfing hefur verið í hesthúsinu undan farið margir að fara heim og jafnóðum koma nýir í staðinn. Mjög mikið af skemmtilegum tryppum og spennandi verkefnum.

Fyrirmyndarhestur dagsins (vikunnar) er hann Fannar ,,minn,, hans Mumma. Prófaði hann í vikunni eftir nokkurt hlé og fannst hann alveg frábær er eiginlega alveg í skýjunum ennþá.
Rosalega flott unnin hjá stráknum.
  • 1