Færslur: 2017 Maí

30.05.2017 21:04

Maí er mánuðurinn.

Líflegur og viðburðaríkur mánuður er senn á enda og júní handan við hornið.

Sauðburðurinn er að klárast og ekki nema rúmlega 20 kindur eftir að bera.

Gott tíðarfar og dásamlegt aðstoðarfólk hefur gert þennan tíma eins og best verður á kosið.

Það er stórkostlegt að eiga allt þetta góða fólk að sem nennir að koma og hjálpa til við sauðburðinn.

Sumir taka næturvaktir, aðrir atast allan daginn og en aðrir gera allt mögulegt t.d elda mat og fylgjast með fénu sem búið er að sleppa.

Aðstoðin í hesthúsinu er líka ómetanleg enda margir þar sem þarf að sinna jafnt í maí sem aðra mánuði.

Allt mjög mikilvægt og ég á ekki til orð til að þakka ykkur fyrir hjálpina.

Án ykkar værum við bændur og búalið í Hlíðinni orðin miklu ljótari og leiðinlegri eftir vökur og fjör í 4 vikur.

 

 

Á efstu myndinni er gimur undan hrútnum Jónasi frá Miðgarði og á myndinni hér fyrir ofan er bróðir hennar.

Það er spurning hvort hann kemur til með að heita Davíð, Jónas Jónasson nú eða bara Þorleifur ??

 

 

Þetta er herra sætur en hann uppskar vel á annað hundrað ,,like,, á fésbókinni um daginn.

Spurning hvort að hann hefur ofmetnast af því ? Athygli á fésbókinni getur reynst mörgum varhugaverð :)

 

 

Þetta er litla Gráflekka, hún er efni í öfluga afurða ær og kemur til með að leysa mömmu sína af.

 

 

Þetta er hún Lambabamba heldri og eldri ær sem veit ekkert betra en að breggða sér í heimsókn til Svans í Dalsmynni.

Hér bíður hún óþreyjufull eftir því að lömbin komi í heiminn svo að hún geti drifið sig af stað í sæluna á vestubakkanum.

 

 

Þessir voru kampakátir þegar ég smellti af þeim mynd.

 

 

Og það lá bara vel á þessum líka.................

 

 

Þarna er setuliðið að fylgjast með spennandi burði.....................

 

 

Björg með Fingurbjörgu sem að hún bjargaði.

Hvað eru mörg ,,björg,, í því ?????

 

 

Hrannar að skoða aðal lambið, svolítið nærsýnn kallinn.

 

 

 

Alfa með uppáhaldslambið, kannski er hún að kenna því sænksu ?

 

 

Svarti hanskinn........................

 

 

Þessir sjarmar mættu galvaskir í fjárhúsin.

 

 

Þessi að ræða eitthvað gáfulegt.................

 

 

Flottar fimleika frænkur mættu líka í sveitina og að sjálfsögðu var sýning fyrir okkur.

 

 

Þessi er alveg eins og ormur og gerir allt mögulegt og ómögulegt.

 

 

Kátar systur í sveitinni.

 

 

Já nei móðursystir þeirra var ekki alveg að geta þetta með þeim sko.

 

 

Einbeittar.

 

 

Þarna er bleika deildin komin á hestbak.

Það skal tekið fram að þarna var gæsla allan hringinn og ekki farið eitt skref hjálmlausar.

 

 

Snillingurinn Fannar er alltaf kallaður til þegar ungir knapar mæta á svæðið.

Og auðvita fær hann risaknús.

 

 

Skvísur að bíða eftir því að fara á hestbak.

 

 

Þessi er alveg með sitt skipulag á hreinu og fylgjir því alveg eftir ef þarf.

Alsæl á hestbaki.

 

 

Bleika deildin tók út tryppin og Svandís tók smá tamninga sveiflu fyrir frænku sína.

 

 

Þarna er hún að spekja Aðgát mína Karúnar og Skýrsdóttur.

 

 

Sæunn Aljónsdóttir var líka tamin aðeins fyrir frænku.

 

 

Emilía og Fannar þekkjast vel.

 

 

Sveitaskvísur.

 

 

Fannar var snyrtur vel þennan daginn.

 

 

Svandís Sif hestaskvísa.

 

 

Fannar er mjög sáttur með þessa fínu knapa.

 

 

Jafnvel marga í einu.

 

 

Alfa að spjalla við vini sína um leið og hún mokar.

 
 
 

 

Björg og Ófeigur yfir sjarmur að ræða málin.

 

 

Vorverkin eru tekin á hraðanum áður en grasið verður orðið slægt.

Maron er yfirslóða maður vorsins.

Já það er líf og fjör í Hlíðinni.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

25.05.2017 14:53

Halló heimur................

 

,,Komið þið sæl ég er mætt í heiminn,,

Fyrsta folald ársins hér í Hlíðinni fæddist um hádegið í dag.

Jörp hryssa með vagl í auga og hvítan leist á afturfæti.

Faðir er Kafteinn frá Hallkelsstaðahlíð sonur Ölnirs frá Akranesi og Skútu frá Hallkelsstaðahlíð.

Móðir er Karún frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Smá hvítur blettur er á nefinu sem puntar uppá gripinn.

 

 

Karún gamla ánægð með hryssuna eins og eigandinn.

 

 

Flott auga.............

 

 

Og nú hefst höfuðverkurinn að finna gott nafn.................

 

 

Það voru spekingar á hliðarlínunni, Emilía Matthildur og Mummi spá í málin.

 

 

Emilía tók nú bara tvo fyrir einn og smellti sér á bak Snekkju sem bíður þess að eignast afkvæmi Káts frá Hallkelsstaðahlíð.

 
 
 
 
 
 
 

11.05.2017 14:51

Og enn rokka rollurnar.

 

Það er komið sumar hér í Hlíðinni.

Þó svo að svolítið blási þessa stundin þá er klárlega komið vor.

Gróður er kominn vel af stað og nú er bara að sína smá biðlund.

Þetta er tíminn þar sem mig langar helst að sleppa því að sofa bara gera, vera og njóta.

En sennilega yrði nú húsfreyjan frekar geðvond ef að svefninn yrði sparaður líka og hana lagnar til.

Sauðburður fór af stað með látum og ekkert gefið eftir í þeim efnum.

Við sæddum heilan helling í vetur og þetta verður sennilega met árið með það hvernig ærnar hafa haldið.

Þökk sé hrútunum , sæðingamanninum og jafnvel heyjunum.

Það skal þó tekið fram að ég notaði ekki aðferðina sem að sæðingamaðurinn sagði mér frá í vetur.

En hún var sú að til að ekkert færi nú á milli mála með hvaða ær vildu fá þjónustu sæðingamannsins var hrútur bundinn við staur í krónni. Hann átti að sjálfsögðu ekkert að gera bara vera.

Sennilega tók hrúturinn ekkert mark á þessum fyrirmælum enda gat hann illa varist þegar ærnar gerðust nærgöngular og hann vesalingurinn bundinn.

Ónei þetta var bara gott ár í sæðingamálum, allavega þegar horft er til síðustu ára.

Ég á eftir að mynda nokkra uppáhaldsgripi sem út úr þessu bröllti komu.

Þar má nefna Hnallþóru Hnalls, Jónas Jónasson, Geisla- Baug Baugs og Sorgbitinn Ebitason.

 

Kvöldverður á góðri stundu.

 

 

Sex kindur báru í mars og var þeim sleppt út þann 5 maí.

Emilía Matthildur frænka mín nefndi nokkuð af þessum snemmfæddu lömbum og það voru sko engin smá nöfn.

Þar voru m.a Tómas, Emil, Jóhann, Ríkharður, Patrekur, Daníel og Kandísmoli. Já ekkert slor.

Fríða móðursystir mín á einmitt afmæli þennan dag 5 maí og varð telpan 86 ára.

Hún eins og ég var alveg sannfærð um að lambfé hefði ekki farið svona snemma út síðan í gamla daga þegar allt fé bar úti.

Í dag blæs hindvegar ískaldri norðaustan átt og afar gott að allar aðrar kindur eru inni ennþá.

 

 

Rólegt á næturvaktinni þessa nóttina.

 

 

Við erum svo ljónheppin að fá fullt af snillingum til að aðstoða okkur við sauðburðinn.

Þarna er einn mættur  og að sjálfsögðu var dressið við hæfi, nema hvað ?

Mannskapurinn kemur úr öllum áttum og allir jafn mikilvægir.

Til að gefa ykkur innsýn í fjölbreytileikann þá voru þyrluflugmaður og spregjukafari hér einn daginn.

Síðan hafa komið við kennari, smiður, skrifstofudama, hjúkrunnarfræðingur og tamningamaður.

Væntanlegir eru rafvirki, þroskaþjálfi, nemi og margir fleiri.

Já sauðburðurinn er tíminn.

 
 
 
 
 
  • 1