Færslur: 2020 September
30.09.2020 21:12
Réttarfjör fjórði hluti. Mýrdalsrétt.
Eins og svo oft áður var dásamleg blíða þegar Mýrdalsrétt í Hnappadal fór fram. Frekar margt fé var í réttinni og mannlífið gott að vanda þrátt fyrir að Covid draugurinn sé á sveimi. Þessi strákar voru í það minnsta hressir og kátir, Lárus í Haukatungu og Jóel á Bíldhóli.
|
Málin rædd...........
Í þungum þönkum.................
Hraunhreppingar voru að sjálfsögðu mættir til að sækja sitt fé.
Dalamenn mættir til að gera sín skil.
Feðgarnir á Staðarhrauni og Brynjúlfur á Brúarlandi spá í spilin.
|
Gönguæfingar................einn tveir ..............einn tveir.
|
29.09.2020 20:36
Réttir rokka ...........þriðji hluti.
Við vorum heppin þegar við smöluðum fegnum reyndar smá dembur en þó alveg innan marka. Fossarnir voru rólegir og hófsamir í vatnavöxtum og vel gekk að reka yfir árnar. Fossakrókurinn þarna fyrir miðju einn af mínum uppáhaldsstöðum. Þarna upp með fossunum liggur svo kölluð Fossaleið á milli Hnappadals og Hörðudals.
|
Horft yfir í Skálina, Nautaskörðin og Urðirnar.
Horft inn Brekkurnar, Höggið, Selbrekkan og Ferðamannaborgin á sínum stað.
|
29.09.2020 17:31
Réttir rokka ............ annar hluti.
Þessar reffilegu gimbrar eru ofurgreindar og hlýða Víði eins og lög gera ráð fyrir. Ein kind kæmist auðveldlega á milli þeirra ........... svona langsum allavega. Hér hefur verði dansað rollurokk alla daga í hálfan mánuð og hvergi gefið eftir. Leitir, réttir, förgun og hvað eina sem sauðfjárbúskap við kemur en allt þó aðeins öðruvísi en áður. Já þetta leiðinda covid truflar margt en þó ekki allt. Það var í það minnsta gaman alla þessa daga. Þetta árið verða myndirnar að tala sínu máli en þó komu dagar þar sem að veðrið leyfið ekki myndatökur. Okkar góða aðstoðarfólk mætti en þó urðu nokkrir uppáhalds að bíða betri tíma. Takk fyrir alla hjálpina hún var dásamleg og þið hin sem komust ekki við hlökkum til að fá ykkur síðar.
|
Þarna er verið að legga af stað í smalamennskuna sem er alltaf mannfrekust og lengst.
Þá smölum við Hafustaða og Hlíðarland en að auki var Bakkamúlinn smalaður til okkar.
Á myndinni eru Ísólfur, Brá, Maron, Skúli og Hrannar.
Þarna eru hinsvegar hluti af landgönguliðinu sem lagði fyrst af stað og fór í lengstu göngurnar. Þá er gott að vera léttir í spori, þarna má m.a sjá maraþonhlaupara og flugmann. Hallur, Hilmar, Kolbeinn og Darri klári í slaginn.
|
Það er ekki alltaf slétt............... þarna er Ísólfur í smá klöngri.
Komnar niður á veg og leiðin styttist.
Ef að grannt er skoðað má sjá tvo smala á myndinni þá Kolbein og Hall.
En hérna bara einn........................
.........................eins og hér.
|
Sumar kindur velja ekkert endilega bestu leiðina.................
|
14.09.2020 23:02
Fjöllin krakkar............fjöllin.
Að búa í fjöllunum getur verið töff.................. Það á bæði við þegar veðrið er dásamlega gott og einnig þegar veðrið er dásamlega ekki gott. Í gær var það gott og því var um að gera rjúka til fjalla og taka svona æfningasmalamennsku. Fossáin var saklaus og falleg en það hefur hún ekki alltaf verið í kringum leitirnar. Við náðum heim þó nokkrum fjölda fjár sem komið var niður af fjalli. Með hjálp góðra manna og kvenna hafðist þetta og við vorum mjög sátt með árangurinn. Smalamennskur og fjárrag hafa tekið yfir og nú er bara að njóta og þjóta. En hrjóta síðar.
|
Þessi mynd er tekin af Kastalnum yfir bæjarstæðið á Hafurstöðum í átt að Sandfellinu.
Já Sandfellið var dökkt í gær og skar sig vel úr í landslaginu.
|
10.09.2020 21:36
Skipulagt kaos.
Já svona getur sveitalífið verði gott.................... stund milli stríða í dásamlegu veðri. Það var svona vinnufundur og þá er nú gott að taka smá stund í andlega íhugun. Annars fer nú að verða hæpið að taka lífinu með ró það styttist nefninlega í réttir. Og eins og stundum áður er nú ýmislegt eftir að gera áður en hátíðin gengur í garð.
|
Dagurinn fór að mestu leiti í að gera við réttina við fjárhúsin nú eða næstu því endurbyggja hana.
Skipta um staura og timbur síðan verður að leggja rauða dregilinn með góðum skammti af rauðamöl.
Þá verður réttin loksins orðin ásættanlegur samkomustaður fyrir sauðfé og smala.
Næstu dagar eru vel ásettnir og skipulag næstu viku orðið að mestu klárt.
Um helgina byrjum við kindastússið þetta haustið á að sækja fé inná Skógarströnd.
Á mánudaginn þann 14 förum við svo og gerum skil í Skarðsrétt.
Þriðjudagurinn er dagurinn sem að allt sem er eftir verður gert..............
Miðvikudagur er smaladagur inní Hlíð og útá Hlíð.
Fimmtudagur er smalað á Oddastöðum og Hliðarmúlinn.
Föstudagur þá er stæðsta smalamennskan okkar þ.e.a.s Hlíðar og Hafurstaðaland smalað með nokkrum auka ,,slaufum,,
Laugardagurinn er Vörðufellsréttardagurinn og auk þess þarf að sækja fé á aðra bæi.
Á sunnudaginn rekum við svo inn drögum í sundur, veljum og vigtum sláturlömb.
Mánudagur þá rekum við inn sláturlömb og undirbúum fyrir fluttning á þriðjudegi.
Þriðjudagurinn er svo Mýrdalsréttardagurinn og að auki verða sótt til okkar sláturlömb.
Miðvikudagurinn................tja okkur leggst eitthvað til, nú eða tökum það bara rólega eftir törnina.
Nú er bara að hugsa hlýlega til allra smalanna okkar og vona að veðrið verði dásamlegt.
Hlakka til að sjá ykkur við erum langt undir 200 ennþá.
Bara svona í lokin..................
Þarna sjáið þið Grýluhellir hann er hérna í Hlíðarmúlanum nánar tiltekið í Bæjarkastinu. Grýla býr í hellinum á því er enginn vafi.
Bæjarkastið var gjarnan æfinga smalastaður upprennanndi smala svona á meðan þeir voru að ávinna sér traust til að fara uppá Múla.
Á mínum yngri árum beið ég eftir að fá að sjá kellu en hún vildi aldrei sýna sig þegar ég fór þarna um.
Verð samt að játa að ég var svolítið hrædd þegar ég snéri baki í hellirinn og fór heim aftur.
Var ekki alveg með hreina samvisku og hugsaði mikið um hvað maður mætti vera óþekkur til að sleppa.
Kannski hitti ég Grýlu í næstu smalamennsku.
- 1