21.06.2018 22:13

Og það kom sól..............

 

Þó svo að myndgæðin séu kannski ekki 100% þá er gaman að taka myndir sem eldast vel.

Já eftir nokkur ár verður gaman að skoða þessa mynd og spá í hvert framhaldið verður með hvern grip.

Á myndinni er hún Kolskör mín með fjórar dætur sínar, hún er undan Dósent frá Brún og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð.

F.v Hafgola undan Blæ frá Torfunesi, Kolrún undan Arði frá Brautarholti, þá Kolskör sjálf, Gangskör undan Adam frá Ásmundarstöðum og Hlíð undan Glymi frá Skeljabrekku.

Allar þessar mæðgur í miklu uppáhaldi hjá mér.

Um að gera nota blíðuna til myndatöku jafnvel þó það sé bara með símanum.

 

 

Það er líka upplagt að mynda spjallandi kalla undir vegg á svona degi.

Þeir sátu þarna og ræddu heimsmálin en hálf fældust þegar ég smellti af þeim mynd.

Mummi, Skúli og meistari Hörður voru hressir.

 

 

Það gat ekki verið betra veður til að gelda en boðið var uppá í gær.

Hjalti mætti galvaskur í verkið og var fljótur að framkvæma verknaðinn.

 

 

Sumir bara komnir á stutterma............... já það getur hlýnað í Hlíðinni.

 

 

Slökun í sólinni eftir að folarnir voru búnir en þá var komið að því að ,,herraklippa,, meindýraeyða búsins.

Af einskærri tillitsemi birti ég ekki myndir af þeim enda frekar fram lágir eftir fyrsta ,,fyllirí,, lífsins.

 

Já sumir dagar færa okkur sól en aðrir ekki sól en svolítið af vætu.
 

13.06.2018 21:55

Húsin eru komin......

Síðast liðin nótt var nýtt til að flytja nýju gistihúsin hingað í Hlíðina.

Húsin eru  tvö og var þeim fundinn góður staður á Steinholtinu þar sem þau munu hýsa gesti í framtíðinni.

 

 

Við nutum góðrar þjónustu þeirra feðga hjá fyrirtækinu Þorgeiri ehf á Rifi en þeir seldu okkur m.a steypuna í reiðhöllina í sumar.

Þarna er Árni Jón að taka beyjuna niður á Steinholtið sem var nú aldeilis í þrengri kanntinum.

Allt gekk eins og í sögu eins og við var að búast.

 

 

Veðrið lék við okkur og bauð uppá einn dýrðar dag.

 

 

Þarna má sjá annan bústaðinn komast á sinn stað...................

 

 

 

 

Þessir voru auðvita á kanntinum annar að taka myndir með dróna en hinn að fylgjast með að allt fari vel fram.

 

 

Þarna er það seinna að komast á sinn stað.

Þríhellurnar í Hlíðarmúlanum nutu sín vel og settu skemmtilegan svip á bakgrunninn.

 

 

Og að lokum voru bústaðirnir komnir niður en þjónustu húsið bíður átekta eftir að fá nánari staðsetningu.

Nú er bara að klára við að tengja, gera og græja svo að húsin geti farið sem fyrst í notkun.

Nánar um það síðar já og ítarlegri umfjöllun kemur fljóttlega.

 
 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

31.05.2018 11:35

Það er komið sumar......................fréttir úr ýmsum áttum.

Vorðboðinn ljúfi er mættur hér í Hlíðina enda ekki seinna vænna.

Já hér á bæ er það fyrsta folaldið sem er klárlega merki um vor og bjartari tíma.

Hún Karún mín kastaði brúnu hestfolaldi þann 29 maí.

Faðirinn er hann Dúr frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Snekkju Glotta og Konserti frá Hofi.

Dúr var nú ekki viðstaddur fæðinguna eins og flestir nútíma feður en vafalaust ríg montinn samt.

Karún sem nú er að verða 24 vetra gömul lítur út eins og ,,unglingur,, enda dekruð eins og heiðurs frú sæmir.

 

Á næstu dögum bætist við í folalda hópinn en nú eru 6 hryssur ókastaðar.

Eins og sést á myndinni fylgjist Blika vel með öllu enda er hún sennilega ein af þeim fyrstu.

Nú er bara næsta mál að velja kappa fyrir þá gömlu.

 

Annars er það helst í fréttum héðan úr Hlíðinni að maí sló öll met í leiðinda veðráttu.

Snjór, frost, rigning, rok og allt það leiðinlegasta var í boði þennan annars ágæta mánuð.

 

 

Svona var ástandið að kvöldi hvítasunnudags............. og átti bara eftir að versna um nóttina.

Þá var gott að eiga stór hús og aðeins 35 kindur úti.

 

 

Bæjarlækurinn tók brjálæðiskast einn maí daginn.

 

 

Og nýjar ár urðu til í Hlíðarmúlanum.

 

 

Þessi mynd segir nokkuð um ástand bænda og búaliðs þegar langt var liðið á sauðburð.

En sauðburðurinn hefur gengið vel og algjört met slegið hér á bæ í frjósemi en við fegnum mörg ,,bónus,, lömb.

Veðráttan hefur þó sett svip sinn á sauðburðinn og fjöldi fjár sem enn er inni er meiri en nokkru sinni fyrr.

Það stendur þó til bóta og þessa dagana er frúin í ham með markatöngina að vopni.

 

 

Þessi voru samt bara nokkuð hress og ræddu heimsmálin á jötubandinu.

Það er svo gott við fjárhúsin þar er ekkert kynslóðabil.

 

 

Hér er heilagur matartími...................

 

 

Flekka litla er samt ekki á matseðlinum.....

 

 

Um þessar mundir er víða verið að mynda meirihluta..............

Lubbi og Móra eru í störukeppni eins og víða viðgengst við þær aðstæður.

Móra er fæddur leiðtogi að eigin áliti og hefur ákveðið að hún verði aðal skítt með vilja hinna 680 kindanna.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 
 

11.05.2018 20:51

Sauðburðarstuð.

 

Sauðburður er í fullum gangi hér í Hlíðinni reyndar aðeins meiri en við óskuðum.

Á meðan ískalt er á nóttunni og strekkingur á daginn er lítið gaman að hafa svona kraft.

En þessar kindur nutu sólar í dag í skjóli við fjárhúsin og voru ekkert að drífa sig að bera.

 

 

Þessar hinsvegar nutu sín á gamla reiðsvæðinu okkar í bragganum en þar bíða þær óbornu.

 

 

Jóa forustukind og vinkonur hennar voru slakar.

 

 

Við höfum fengið góða gesti og frábært aðstoðarfólk til okkar síðustu daga.

Þarna ræða kindin Villi Blökk og Guðný Dís málin.

 

 

Heimalingurinn Anton Skúlason naut þess að vera dekraður af ungum dömum.

Elva og Þorbjörg alveg með þetta.

 

 

Aðeins að skoða flekkótt..............

 

 

Eldhress að vanda Björg og Maron á góðri stundu.

 

 

Georg að spjalla við besta vin sinn í hesthúsinu.

 

 

Og Halldór í léttri sveiflu.

 

 

Auður fann lamb sem þurfti á hjúkrun að halda..........

 

 

Þessi eru góð saman á jötubandinu og ræða málin.

 

 

Ein að skoða efnilegt ungviði................ góður þessi Garðabæjarlitur..............

 

Fjárhúsbros á liðinu.

 

 

Við tókum auðvitað kaffispjall á kaffistofunni................og skipulögðum hestaferð.

Já og ræddum aðeins Guðrúnu frá Lundi líka.

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

08.05.2018 12:21

Svona var það í byrjun maí.......

 

Já það er fallegt á fjöllum og gæða stundir á milli élja............. en krakka í maí á ekki að vera svona.

Þessi mynd er tekinn þann 5 maí 2018.

Ég ákvað að gefa ykkur smá innsýni í sauðburðarveðrið það sem af er maí.

Mun þó alveg á næstunni smella inn fréttum af bændum og búaliði sem stendur í ströngu þessa dagana.

 

 

Já þetta er alveg fallegt en .........................

 

 

Svona var þetta þann 6 maí...................... hvað finnst ykkur ??

 

 

Já það varð bara slóð frá hesthúsi að reiðhöll, sko í maí.

 

 

 

Þessi er tekinn 29 apríl þá var aðeins snjóléttara.

Nánari fréttir af sauðburði og fleiru koma innan skamms.

 
 
 
 

03.05.2018 15:40

Ég hélt að vorið væri komið.

 

Þessi fallegi dagur var þann 28 apríl síðast liðinn og þá hélt ég í sakleysi mínu að vorði væri komið.

En nú er ég farin að efast smá.....................................

Fjöllin með fallega hvíta ábreiðu og landið að undirbúa sig fyrir sumarið.

 

 

Þessi mynd er tekin í átt að Sandfelli, Djúpadal og Hellisdal.

Hlíðarvatnið fallega blátt.

 

 

Já þetta var góður dagur til að taka á móti vorinu.

 

 

En svo kom annar dagur og við vöknuðum upp við snjó og vetur.

Já svona hefur ástandið verið full oft að undanförnu.

 
 
 
 
 

19.04.2018 23:06

Gleðilegt sumar.

 

Gleðilegt sumar kæru vinir, já og takk fyrir veturinn.

Það er ekki ofsagt að blíðan hefur leikið við okkur síðustu daga og gefið okkur fögur fyrirheit um gott vor.

Ég verð þó að leyfa mér að efast............. en bara í smá stund.

Eftir að hafa vaknað við fuglasöng undir öruggri stjórn stelksins er ég full bjartsýni og hlakka til að mæta góðu vori.

Lóan, tjaldurinn og stelkurinn ætla ekki að fá ,,seint í kladdann,, þetta vorið. Hrossagaukurinn og spóinn eru varkárari og taka sjensinn.

Eins og vera ber alin upp með Hrafnhildi ömmu er sumar dagurinn fyrst alltaf hátíðisdagur hér í Hlíðinni.

Góður matur og veglegt kaffi var málið og ekki mátti gleyma að fara í betri fötin til að taka nú vel á móti sumrinu.

Annað sem var mjög mikilvægt hjá henni ömmu minni var að fara ekki seint á fætur á sumar daginn fyrsta. Það gat hæglega gefið tóninn um ódugnað og sluks á komandi sumri. Það var bannað.

Hér á bæ var veturinn kvaddur með virtum, bústörf og hestastúss voru málið en þegar líða fór á daginn stakk húsfreyjan af og brunaði á hestamót. Það mót var þriðja mót Hestamannafélagsins Snæfellings á árinu sem hadið var í Grundarfirði. Hin tvö hafa verið haldin í Ólafsvík og Stykkishólmi.

Snildar mót sem hafa heppnast afar vel með góðri þátttöku félagsmanna. Mikið sem það er gaman hversu mikið líf er að koma aftur í hestamennskuna hér á Snæfellsnesinu.

Sumri var svo fagnað með góðum gestum sem mættu í húsin vel fyrir hádegi (hálfellefu) síðan var brunað í Norðurárdalinn.

Þar var opið hús í fjárhúsunum hjá Brekkubændum þeim Þórhildi, Elvari og börnum. Frábært framtak, gaman að skoða hjá kollegunum og hitta skemmtilegt fólk.

Takk fyrir góða mótttökur og ánægjustundir Brekkubændur.

Þegar heim var komið biðu bústörf og kröfuharður búpeningur sem hafði engan skilning á bæjarrápi og seinkun á gjöfum. Við vorum 0 stjörnu bændur að þeirra mati og áttum fátt gott skilið.

 

Annars gengur lífið sinn vana gang með dásemdar stundum í reiðhöllinni já og útá vegi.

Tamningar og þjálfun í fullum gangi og allt eins og til er ætlast.

Ja nema kannski tíminn hann fer alltaf minkandi hvað sem hver segir.

 

 

 

 

04.04.2018 22:06

Ráðherra, rafmagn og frjálsar ástir.

 

Við hér í Hlíðinni fengum góða heimsókn í dag þegar Ásmundur Einar félagsmálaráðherra kom með fríðu föruneyti.

Þegar hann kom hér síðast var verið að reisa fyrstu sperruna í húsinu svo það hefur ýmislegt gerst síðan.

Að sjálfsögðu sýndum við þeim reiðhöllina og búfénaðinn en okkur sást yfir að bjóða þeim að leggja á og taka hring í höllinni.

Það verður gert í næstu heimsókn nú eða þegar formleg vígsla fer fram.

 

 

Páska hátíðin var vel nýtt hér í Hlíðinni en þá fengum við þá Guðgjöf að hemja rafvirkjan hjá okkur.

Og eins og við var að búast voru afrekin þó nokkur og erum við því vel upplýst eftir hátíðina.

Þrjár af fjórum ljósalínum komnar upp og birtan dásamleg.

Á myndinni má sjá hluta af umsvifunum sem voru í gangi.

 

En það hafa verið fleiri viðburðir hér á síðustu dögum og einn af þeim er framhald á sauðburði sem hófst í fyrra fallinu.

Það var sem sagt þann 9 mars sem að lambakóngarnir fæddust og hlutu nöfnin Blakkur og Hrappur.

Ekkert er vitað um faðernið en ljóst að Villi-Blökk mamma þeirra hefur hitt draumaprinsinn vel fyrir hrútaútgöngu bann.

 

 

Það var svo í dag stuttu eftir ráðherraheimsóknina sem hún Litla Flekka bar myndar tvílembingum.

Faðernið á þeim er alveg á hreinu.

Forystu hrúturinn Gísli hreppstjóri hafði stutta viðkomu í fjárhópnum á leið sinni úr fjallinu og inní hús.

Ekki lengi að því sem lítið er............... og þó þetta eru vænstu lömb.

Þessi litfögru lömb hafa verið nefnd og að sjálfsögðu eru þetta Ásmundur Einar og Framsókn.

Já það er ekki bara byggingin sem ráðherra þarf að líta á í næstu ferð .................

Samkvæmt því sem að Guðbrandur lambateljari sagði okkur er von á að tvær kindur í viðbót beri fyrir hefðbundinn sauðburð.

Hrúturinn Gísli hreppstjóri ber ábyrð á annari en hin hefur notið sín í frelsinu á Skógarströndinni.

Já það er líf í Hnappadalum.

 
 
 

26.03.2018 20:00

Það lítur vel út með ,,pakkana,, þetta árið...............

 

Það er alltaf spennandi þegar hann Bubbi kindasónari er væntanlegur til að framkvæma árlegu kindamæðraskoðunina.

Þessar biðu spenntar eftir honum alveg eins og við.

Frá því um árið er það spenningur í bland við kvíða sem fyllir hugann þegar þetta verkefni er framundan.

Að þessu sinni var léttir að talningu lokinni en útkoman var betri en oftast áður jafnvel sú besta.

Fjárstofninn mun því stækka verulega hér í Hlíðinni þegar líða fer á maí.

 

 

Minn draumur er að sem flestar eldri ærnar séu með hvorki fleiri né færri en tvö stykki og gemlingarnir með eitt stykki.

Það finnst mér hæfilegt. Ærnar sýndu þessum draumum mínum all góðan skilning en gemlingarnir hafa eitthvað misskilið.

Fjöldi tvílemdra var ríflegur og sem betur fer voru fleiri þannig en geldir......

 

 

Það er hátíðar stemming þegar talning fer fram og góðir grannar hjálpast að með herlegheitin.

Að sjálfsögðu mæta aldnir höfðingar í húsin og fylgjast með.

Já það lítur út fyrir krefjandi sauðburð með miklum lambafjölda og fjöri.

Vitið þið ekki örugglega um duglega sauðburðaraðstoð fyrir okkur ???

 

 

 
 
 
 

02.03.2018 22:23

Góður afmælisdagur.

 

Hún mamma mín hefði orðið 75 ára þann 25 ferbrúar og af því tilefni komum við fjölskyldan saman hér í Hlíðinni.

Hittingurinn var skipulegaður með mjög stuttum fyrirvara þar sem að veður hafa verið válind og lítið að treysta á spár.

Við systkini og ská systkini komum saman og borðuðum steik að hætti mömmu með ís og ávöxtum í desert.

Auðvita var svo kökuveisla löngu áður en steikin var búin að sjatna í mannskapnum. En svona var þetta gjarnan og engin ástæða til að breyta því. Ekki hefði hún viljað senda liðið svangt heim.

Reiðhöllin var skoðuð og auðvitað prófuð, tekin staðan í fjárhúsunum og bara haft gaman saman.

Hér á fyrstu myndinni erum við systur með Ragnar bróðir í baksýn. Íris Linda er svo á milli okkar.

 

 

Mummi tók unga frænkfólkið í smá reiðkennslu og naut aðstoðar Fannars eins og oft áður.

Þess má geta að þegar einni frænkunni var tilkynnt að hún væri að fara í sveitina var fagnað ægilega.

Fögnuðurinn var þó ekki yfir því að hitta okkur, ónei það var aðal málið að hitta snillinginn Fannar.

Svandís Sif og Fríða María að æfa jafnvægið.

 

 

Og auðvita verða foreldrarnir að mynda smá...................

 

 

 

Þessi var alsæl með vin sinn Fannar.

 

 

Það er stuð að tví menna.

 

 

Stelpustuð í reiðhöllinni.

 

 

Halldór smellti sér líka á bak og tók nokkra spretti.

 

 

Hér er beðið í röð eftir reiðtíma...................

 

 

Upprennandi knapar með öðlinginn Fannar.

 

 

Það var fleirum sem fannst gaman að prófa reiðhöllina.

 

 

Og það er frábært að taka smá eltingaleik inni.................

 

 

Hér eru spekingar að spjalla Mummi, Árni og Kolbeinn.

 

 

Bræður, frændur og skáfrændur.

 

 

Guðmundur, Skúli og Kolli spá í spilin.

 

 

Það gerðu líka Ragna og Þóranna.

 

 

Þessir feðgar nutu sín vel í sveitinni og voru eldhressir.

 

 

Enski bolti eða eitthvað álíka var í sjónvarpinu.........................

 

 

En þessir ræddu bara heimsmálin og reyndu að bjarga því sem bjargað verður.

 

 

Skvísu mynd af þessum Þóranna, Lóa sem er ný orðin 88 ára og Hrafnhildur.

Ég má örugglega bara segja hvað Lóa er gömul.............

En hún er ótrúleg prjónar sokka af því líkum krafti að hvað prjónávél sem er ætti að skammast sín.

Rok selur á sveitamarkaði og sendir reglulega sokka í kassavís í Rauða krossinn.

Hún er ekki ánægð nema þó nokkur pör séu klár eftir vikuna.

Já svona eiga 88 ára stelpur að vera.

 

 

Frænkur í stuði.

 

 

Skúli að gera þessar eðal systur óðar.

 

 

Þær voru kátar þessar dömur.

 

 

Smá mynda pós.

 

 

Halldór var að lesa fyrir hópinn.

 

 

Þessi sá um að smakka..................

 

 

Sá nú svolítið eftir molanum í systur sína.

 

 

Og til að rétta af hollustu mælirinn var tekið á því í salatinu................. eða sko jarðaberjunum í salatinu.

Já það má alveg týna jarðaberin úr hjá Sigrúnu frænku bara ef maður blikkar hana fyrst.

 

 

Hér eru það eldhúsdagsumræðurnar.

 

 

Og stofu spjall.

 

 

Beigaldabændur.

 

 

Þessir unnu verkin á meðan við spjölluðum við gestina.

 

 

Slakað á eftir matinn....................

 

 

 

Þessi náði í fjarstýringuna og kveikti á enska........................

 

 

Og varð ekkert smá kátur með sig.....................

,,Sjáið hvað ég gat ,,

 

Dagurinn heppnaðis afar vel með góðri samveru og skemmtun.

Mamma og Sverrir hafa örugglega fylgst með okkur úr sumarlandinu og fagnað 75 árunum eins og við.

Það er gott að ylja sér við góðar minningar.

Til hamingju með daginn þinn mamma mín svona hefðir þú örugglega viljað hafa hann.

Takk þið öll sem gerðuð daginn ógleymanlegan.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

21.02.2018 10:01

Að láta sig dreyma um betri tíð með blóm í haga.

 

Það er svo gott fyrir sálina að skoða hestamyndir sem teknar eru á góðum sumardögum.

Fysta myndin sýnir hann Dúr í djörfum dansi við hana Dyndísi frá Borgarlandi.

Vonandi kemur eitthvað fallegt og skemmtilegt út úr þessum dansi með vorinu.

Hann Dúr er stóðhestur á 3 vetur undan Snekkju frá Hallkelsstaðahlíð og Konserti frá Hofi.

 

 

Þessi mynd er tekin af Dúr þegar hann var ,,ungur,, þarna er hann á leið í ferðalag með Snekkju mömmu sinni til að hitta Skýr frá Skálakoti.

 

 

Þetta er hún Krossbrá frá Hallkelsstaðahlíð en hún er undan Karúnu og Kafteini Ölnirssyni.

Mikill karater og hefur mikið og gott sjálfsálit.

 

 

Þarna er annað Kafteinsafkvæmi en þessi er undan Korku frá Vífilsdal.

Litfallegt og spennandi með vörumerkið hans Kafteins í augunum.

Já augun hans Ölnirs koma vel í gengum hann Kaftein líka.

 

 

Og ennþá er það Kafteinsafkvæmi en þessi flotta hryssa en núna norður í Húnavatnssýslu.

 

 

Krossbrá Kafteinsdóttir að leggja sig eftir matinn.

Henni datt ekki í hug að láta trufla sig enda svefn afar mikilvægur

 

 

Vandséð litla undan Sjaldséð og Káti fór í ferðalag norður í land en þar átti mamma hennar stefnumót við Muggison frá Hæli.

Eins og þið sjáið á myndinni þá var nóg gras í girðingunni og frábært færi til að æfa fótaburðinn.

 

 

Hvar er svo þessi Muggison ???? ætli hann sem kominn á kaf í grasið ???

 

 

Já það voru vellystingar í boði hjá honum Jonna á Hæli.

 

 

Þarna hvílir Máni litli sonur Snekkju og Káts lúin bein.

 

 

Þessi litli rauði hestur hefur hlotið nafnið Sigurmon og er undan Venus frá Magnússkógum og Arion frá Eystra Fróðholti.

Hann er ennþá í góðu yfirlæti hjá mömmu sinni í dölunum.

Fallegt upplit og var bara býsna sperrtur þegar ég fór að skoða hann í sumar.

Verður spennandi að sjá kappann aftur.

 

Já það er alltaf gaman að skoða myndir og rifja upp góða dag,.

 

 
 
 
 
 
 
 

 

 

 
 
 
 
 
 

19.02.2018 22:39

Veðrið, veislur og allt hitt.

 

Já nú er það hvítt eða réttara sagt var hvítt eins og þið sjáið á þessari mynd.

Þegar þetta er hinsvegar skrifað gengur á með vestan hriðjum og tómum leiðindum.

Já veður guðinn er ekki uppáhalds kallinn þessa dagana.

En ég verð þó að játa að góðu dagarnir gera það að verkum að leiðindin gleymast.

Að ríða út í færi og veðri eins og myndin sýnir er draumur, já algjör draumur.

Þessi mynd er tekin út við Hermannsholt og í áttina heim.

 

 

Þarna er ég komin aðeins nær eða í Þrepholtið.

Geirhjúkurinn og Skálarhyrnan gnæfa yfir og eru bæði virðuleikinn einn.

 

 

En veðrið er ekki alltaf eins og maður óskar sér, ó nei.

Þetta var útsýnið sem boðið var uppá í rúman sólarhring og það meira að segja stundum minna.

Þið látið það nú ekki fara lengra en húsfreyjan festi sig tvisvar og keyrði einu sinni útaf á rétt rúmum 2 tímum.

Já og ferðin var ekki löng nei frekar stutt og kunnulegar slóðir sem farið var um.

Ferðin hófst við bílskúrsdyrnar og var heitið uppí hesthús. Sennilega eru þetta u.þ.b 250 metrar og svo kunnuglegir að holurnar og hörslið gæti haft sitt eigið nafn. Engu að síður var boðið uppá viðburði alla leiðina eins og skipulagið krefðist þess að alltaf væri eitthvað í gangi.

Það er þó skemmst frá þvi að segja að Mummi kom til hjálpar á Claasinum og dróg bílinn, húsfreyjuna og girðingun upp........................

Hæfni húsfreyjunnar til aksturs er óumdeild enda ekki á hvers manns færi að krækja bíl í rafmagnsgirðingu nánast við rúmgaflinn.

Seinómor.

 

 

Blíðan var mikið notuð enda ekki á hverjum degi.

Á þessari mynd er Skúli á Leik Spunasyni sem stillti sér upp fyrir myndatöku uppá einum snjóskaflinum.

Annars var helgin notuð til að sýna sig og sjá aðra........... 

Á föstudaginn var brunað til þeirra heiðurhjóna Benna og Siggu sem nú búa á Ferjubakka.

Þar kom saman góður hópur sem hist hefur á heima þorrablóti hjá þeim hjónum í nokkur skipti.

Frábært kvöld með góðum mat og skemmtilegu fólki.

Laugardagurinn var svo Skjónufélagsfundardagur. Það eru dásamlegir dagar.

Þá komum við saman hér í Hlíðinni og höfum gaman.

Að sjálfsögðu tók hópurinn út reiðhöllina, hrossin og sauðfjárbúskapinn.

Aðalefni fundarins gleymdist en þessi í stað fór megnið af fundartímanum í að skipuleggja menningaferð til framandi landa.

Allir meðlimir félagsins voru mættir nema Erla en hún átti ekki heimangengt.

Við árlega myndatöku lék verðlaunagripur félagsins hlutverk Erlu og því má segja að við værum þarna öll.

 

 

Það er því ljóst að við verðum að halda framhalds aðalfund og halda áfram að skipuleggja.

Við teljum okkur vera vel í stakk búinn til að ferðast hvert sem er jafnvel til tunglsins.

Viðburðastjórnandi, reiðkennarar, tamningamenn, bændur, þroskaþjálfi, fjölmiðlafræðingur, húsasmíðameistari, kokkur og Guð veit hvað.

 

 

Þarna er t.d viðburðastjórnandinn að rita fundargerðina................ og leggja á ráðin.

 

 

Og undirtektirnar virðast frábærar..............

Það er svo Brá og Maron að þakka að liðið náðist á mynd................ ekki verra að hafa heimildir.

Skemmtilegt að koma saman og hafa gaman kæru vinir.

Takk fyrir komuna, þetta verður eitthvað.

 
 
 
 
 
 

11.02.2018 18:29

Og þá er það seinni hluti myndasyrpu frá þorrablóti 2018.

 

Þarna er undirbúningsnefndin og veislustjórinn Gísli Einarsson sem að sjálfsögðu klæddist afsakið hlé jakkanum sínum.

 

 

Það er komin hefð að útnefna Kolhrepping ársins á hverju þorrablóti.

Að þessu sinni var það yfir snapparinn okkar hún Þóra í Ystu Görðum sem hlaut þennan titil.

Eins og þið sjáið þá tók hún að sjálfsögðu snapp af viðburðinum.

 

 

 

Þarna tekur Þóra við titlinum og Karen leysir hana af við myndatökuna.

Til hamingju með titilinn Þóra.

 

 

Hraunholtabændur voru að sjálfsögðu mættir á blótið.

 

 

Brosmildar dömur prýða alla samkomur.

 

 

Albert á Heggstöðum og Jónas á Jörfa spekingslegir á svip............

 

 

Ungdómurinn í Miðgörðum.

 

 

Kaldárbakkaborðið.

 

 

Frændurnir voru bara kátir og litu frekar mikið niður á mig með myndavélina.

Hallur og Mummi í stuði.

 

 

 

Þessir strákar voru líka hressir og kátir.

Hörður Ívarsson og Lárus í Haukatungu,

 

 

Halldís og Sigurður Jónsson voru kát.

 

 

Hvað er í gangi hjá þessum ?????'

 

 

Mæðgin.

Ragnar og Magga á Jörfa.

 

 

Feðgin.

Kristján á Stóra Hrauni og Kristín Halldóra.

 

 

Arnar og Elísabet svo fín og sæt en ljósmyndarinn hefur klikkað á því að ná Guðrúnu Söru inná myndina.

Ömulegur þessi ljósmyndari.

 

 

Hofstaðabændur mættir að venju.

 

 

Ölver og Ragnhildur komu frá Ystu Görðum en  Margrét og Jóhannes komu úr Borgarnesi.,

 

 

Reynir og Lárus brosmildir.

 

 

Björgvin á sérstakt sæti á þorrablótum í Lindartungu og mætir snemma til að passa það.

Ég held að hann hafi ekki setið þarna frá síðasta blóti............

 

 

Snorrastaðatengdafeðgar................

 

 

Karen ábyrg í móttökustörfunum og Þórður Már með sterkan bakhjarl.

 

 

Þetta var Borgarborðið.

 

 

Systurnar frá Kolviðanesi mæta alltaf á þorrablót í Lindartungu, nema hvað ?

 

 

Þröngt mega sáttir o.s.f.v........

 

 

Dalsmynni og Söðulsholt áttu sína fulltrúa.

 

 

Já það var gaman á þorrablóti eins og alltaf í Lindartungu, við dömurnar alveg sáttar með blótið.

Nú bíðum við bara eftir næsta blóti árið 2019.

 
 
 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

07.02.2018 22:54

Glænýr hestaþjálfari.

 

Það þarf nú að taka hrollinn úr þessum hrossum og kenna þeim á lífið.

Ég Lubbi lubbatrúss er alveg kjörinn í það enda sérfræðingur í bak upphitun.

 

 

En viltu gjöra svo vel að standa kyrr Kafteinn Ölnirsson......................

 

 

Já einmitt svona, nú fer vel um mig sjarmatröllið sjálft.

 

 

Mummi láttu Kaftein vera ég er að hita hann upp fyrir þig.............

 

 

Æi mig syfjar svolítið.................... það er svo hlýtt og notalegt hér á baki.

 

 

Jæja ég verð samt að standa mig í vinnunni og vaka.............. þetta hitar sig ekki upp sjálft.

 

 

Mummi vertu rólegur ekki taka bólið frá mér..............

 

 
 
 
 
 
 

03.02.2018 22:38

Mannlíf á frábæru þorrablóti í Lindartungu.

 

Enn eitt snildar þorrablótið var haldið í Félagsheimilinu Lindartungu.

Að venju var húsfylli og fólk skemmti sér og öðrum af stakri snild fram á rauða nótt.

Myndirnar tala sínu máli um stemminguna sem var á blótinu.

Þessi breiddu úr sér í gamla sófanum áður en haldið var af stað niður í Lindartungu.

Skúli , Maron, Þóranna og Kolbeinn.

 

 

Þessar voru kátar og brostu sætt til mín með myndavélina.

 

 

Snorrastaðamæðgur voru að sjáfsögðu mættar á blótið.

 

 

Þessar eru voða sæta mæðgur.

 

 

Þessir vösku strákar voru alveg til í að sitja fyrir á eins og einn eða tveimur myndum.

Hörður Ívars, Lárus í Haukatungu og Andrés í Ystu Görðum.

 

 

Hrannar og Björg eru búin að koma á óteljandi þorrablót í Lindartungu.

 

 

Þetta er Miðgarðaborðið........... já og Syðstu Garða líka.

 

 

Guðdís og Brá voru hressar.

 

 

 

Maron og Þóra að bíða eftir matnum.

 

 

Það er nú einhver grallarasvipur á þessum, Árni og Gestur nutu sín vel.

 

 

Og það gerðu ekki síður þeirra betri helmingar Hulda og Friðborg.

 

 

Þóra í Ystu Görðum hafði ástæðu til að brosa breitt en hún var valin Kolhreppingur ársins af skemmtinefninni.

Snappar af miklum krafti alla daga. Jón Bjarni Bergsbóndi og Andrés í Ystu Grörðum.

 

 

Hraunholtasystur þær Ásdís og Sigga Jóna að njóta kræsinganna.

 

 

Það var mjög gaman hjá þessum köppum, sennilega hefur Jón Ben verið að segja góðan brandara.

Arnar og Ásbjörn kátir.

 

 

Syðstu Garðahjón og einnig má sjá glitta í Miðgarða hjónin.

 

 

Þessi hafa nú komið á mörg þorrablót í Lindartungu.

 

 

Kolbeinn og Þóranna voru á sínu fyrsta blóti.

 

 

Hrannar að reyna slétta úr hrukkunum Magnús og Hrefna fylgjast með.

 

 

Reffilegir Jónas á Jörfa og Þórir á Brúarfossi.

 

 

Brosmildar þessar dömur, Margrét á Jörfa, Kristín Halldóra frá Stóra Hrauni og Þóra í Ystu Görðum.

 

 

Voða sætar saman þessar.

 

 

Gísli Einars fór mikinn sem veislustjóri og kunnu menn mjög vel að meta það.

 

 

Haukatunguborðið.....................

 

 

 

Hallur frændi minn lagði af stað á blótið með frosið Brennivín í flösku.

Á myndinni er hann með flöskuna í hendinni en sennilega er Brennsinn hættur að vera frosinn.

Gunnlaugur sveitastjórinn okkar mætti að sjálfsögðu á blótið og sagði okkur góðan brandara.

 

 

Það er allt plássið í Lindartungu nýtt á þorrablóti.

 

 

Þetta borð tilheyrir Ystu Görðum, Grund, Brúarhrauni og Borgarnesi.

 

Já þetta er fyrsti hluti myndasyrpunnar mannlíf á þorrablóti 2018.

Frábært þorrablót með góðum mat, fínum skemmtiatriðum, snildar hljómsveit og hreint frábæru fólki.