03.05.2022 12:39
![]() |
Sigrún Ólafsdóttir bóndi og tamningamaður skipar 5. sætið á lista Framsóknar í Borgarbyggð.
Sigrún er 57 ára og býr í Hallkelsstaðahlíð þar sem fjölskyldan rekur sauðfjárbú, hrossarækt og víðtæka þjónustu við hestamenn. Auk þess hefur verið byggð upp ferðaþjónusta á síðustu árum sem fer ört stækkandi. Hún er fædd í Reykjavík en bjó allan sinn uppvöxt í Hallkelsstaðahlíð, gift Skúla Lárusi Skúlasyni bónda, trésmíðameistara og tamningamanni. Búið reka þau í samvinnu við son sinn Guðmund Margeir, reiðkennara og tamningamann og Brá Atladóttur, bú og hjúkrunarfræðing. En þau búa einnig í Hallkelsstaðahlíð með tveggja ára syni sínum.
Sigrún bjó 12 ár í Borgarnesi þar sem að hún starfaði fyrst á Hótel Borgarnesi og lengst af í Sparisjóði Mýrasýslu. Sigrún hefur verið virk frá unga aldri í ýmiskonar félagsmálum. Var oddviti sveitastjórnar í Kolbeinsstaðahreppi í átta ár, varaþingmaður Framsóknarflokksins og varamaður í hreppsnefnd Borgarness um árabil. Hefur auk þess setið í fjölmörgum nefndum á vegum sveitarfélaga og ráðuneyta. Nú síðast setið í Umhverfis og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar, Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps og á sæti í stjórn Brákarhlíðar.
Sigrún hefur lagt sitt af mörkum í félagsmálum hestamanna. Formaður Félags tamningamann, formaður hestamannafélagsins Snæfellings, sat um árabil í stjórn Landssambands hestamanna lengst af sem gjaldkeri átti einnig sæti í Fagráði um nokkurt skeið. Hún hefur verið virkur dómari í gæðinga og íþróttakeppni í rúmlega 30 ár. Einnig kannast margir við rödd hennar enda verið þulur á fjölmörgum keppnum og viðburðum í hestamennsku.
„Ég er þakklát fyrir það traust að fá að skipa 5 sæti lista framsóknarmann hér í Borgarbyggð. Þar fer fjölbreyttur og öflugur hópur fólks sem tilbúið er að leggja sitt af mörkum til að bæta okkar góða sveitafélag og sækja fram á öllum sviðum.
Tækifæri til uppbyggingar, framþróunar og vaxtar eru á hverju horni í sveitarfélaginu. Saman þurfum við að nýta þessi tækifæri.
Við þurfum að standa vörð um mikilvæga innviði sveitarfélagsins sérstaklega þegar farið veður í uppbyggingu sem vonandi leiðir til fjölgunar íbúa.
Við þurfum að tryggja að velferðarþjónusta verði sem best um allt sveitarfélagið.
Við þurfum að tryggja að öll skólastig verði í fremstu röð á landsvísu.
Við þurfum að tryggja að samgöngur, fjarskipti og orkumál í sveitafélaginu verði a.m.k. viðunandi.
Við þurfum að tryggja sem best rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki í sveitafélaginu.
Við þurfum að tryggja að landbúnaður verði áfram einn að burðarásum samfélagsins.“
01.02.2022 13:51
Námskeið með Susanne Braun og Mumma.
![]() |
Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun 18-20 febrúar 2022 í Hallkelsstaðahlíð Kennarar: Guðmundur M. Skúlason (Mummi) Reiðkennari frá Hólaskóla. Dr Susanne Braun, fagdýralæknir fyrir hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor Markmið: -Uppbygging þjálfunar í upphafi vetrar. -Einstaklings miðað mat á markmiðum fyrir hest og knapa. -Auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun. - Boðið verður upp á fyrirlestur og sýnikennslu. -Sýnt verður hvernig hægt er að greina skekkju eða læsingu í hestunum. -Hvernig og hvar hnakkurinn á að liggja á hestbaki og hvaða upplýsinga við getum fengið út frá vöðvafyllingu á hestinum. Uppbygging námskeiðs. Föstudagskvöld: 30 min reiðtími með Mumma og Susanne þar sem nemandi og kennarar meta verkefni sem unnið verður í yfir helgina. Laugardagur. 08:00-17:00 Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Susanne þar sem farið verður yfir þjálfunarplanið. Heilbrigðisskoðun, æfingar og jafnvel meðhöndlun ef þurfa þykir. Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Mumma. Um kvöldið kl 20:00 verður opin fyrirlestur með Dr Susanne Braun, fagdýralækni hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor Á milli hests og knapa - hvaða skilaboð leynast í útliti og líkamsbeitingu hestsins? Susanne hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaraðferðum en meðfram hefðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum. Susanne segir að hnykkingar reyni frekar á tækni en krafta. Til að losa læsta liði þurfi snöggt átak. Það er því ekki eins mikið mál og það virðist vera fyrir fínlega konu að hnykkja hest. Tilgangurinn með hnykkingum er sá að jafna hreyfigetuna í hryggjaliðum. Í fyrirlestrinum kynnir hún hnykkingameðferð og svarar spurningum, til dæmis: -Hvað gera hnykkingar fyrir hestinn? -Hvað gera taugarnar fyrir líkamsstöðuna? -Hvað orsakar læsingar? -Hvaða einkenni sýnir hestinn sem er með læsta liði? Verð fyrir fyrirlesturinn er kr 1.500.- en er innifalinn fyrir þátttakendur á námskeiðinu. Sunnudagur 09:00-17:00 1x 45 mín reiðtími með Mumma. Susanne verður með kynningu og fræðslu um hnakka fyrir nemendur. Oft er erfitt fyrir knapann að átta sig á hvar hnakkurinn á að vera staðsettur. -Passar hnakkurinn fyrir hestinn ? -Skiptir yfirlína og bygging hestsins miklu máli ? -Skaðast hesturinn ef að hnakkurinn liggur ekki á réttum stað ? Verð fyrir námskeiðið með öllu er kr. 70.000- Skráning og allar nánari upplýsingar hjá Mumma Sími: 7702025 e-mail: [email protected]
|
03.01.2022 19:44
Gleðilegt ár.
|
||||||||||||||
Við hér í Hlíðinni sendum ykkur bestu óskir um gleði, farsæld og frið á nýju ár. Með kæru þakklæti fyrir það liðna. Við erum sannfærð um að nýtt ár verði frábært enda er ártalið fallegt 2022. Á myndinni hér er ungur maður ánægðu með fyrstu jólajöfina sem opnuð var. Mátti svo sem ekkert vera að því að stilla sér eitthvað upp fyrir myndatökur enda maðurinn í jólafríi.
|
21.11.2021 20:04
Námskeið í máli og myndum.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Það var fjör hér í Hlíðinni síðustu helgina í október en þá héldu þau Dr Susanne Braun og Mummi saman námskeið. Nánar er hægt að kynna sér efni námskeiðsins hér á síðunni. Námskeiðið heppnaðis vel með áhugasömum og skemmtilegum nemendum. Afar líklegt er að framhald verði á þessum samstarfi og eitthvað spennandi verði í boði á næstunni.
|
Já skemmtileg helgi með góðu fólki og fullt af fróðleik.
Takk fyrir komuna.
29.10.2021 12:44
Fyrirlestur og sýnikennsla.
![]() |
Nú styttist í fyrirlesturinn og sýnikennsluna hjá Susanne sem verður annað kvöld kl 20.00 hér í Hallkelsstaðahlíð.
Og auðvitað erum við orðin mjög spennt.
Susanne byrjar á því að hafa fyrirlestur. Síðan í framhaldi verður sýnikennsla þar sem hún sýnir hvernig hún sér og metur líkamsbeitingu hestsins.
Einnig mun hún sýna aðferðir til að auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun.
Rétt líkamsbeiting eykur endingu hjá reið og keppnishestinum.
Fyrirlesturinn höfðar til allra hestaáhugamanna sem hafa bæði gagn og gaman af.
Í ljósi aðstæðina höfum við fyrirlesturinn inní reiðhöllinni þannig að allir hafi nóg pláss.
Gott er að taka með sér tjaldstól og vera vel klæddur. Nú annars tökum við bara einn snúning og hlýjum okkur.
Að sjálfsögðu förum við varlega og því beinum við vinsamlegum tilmælum til gesta að smella upp grímunni þegar þeir mæta á svæðið.
Við ætlum svo sannarlega að gera margt skemmtilegt saman í vetur svo að við bara vöndum okkur.
Allir hjartanlega velkomnir.
Það verður posi á staðnum.
Aðgangseyrir er kr 1.500.-
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni nú eða bara að hafa samband við okkur.
Mummi 7702025
Sigrún 8628422
24.10.2021 08:29
Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun 29.-31. Október í Hallkelsstaðahlíð
![]() |
||
Dr Susanne Braun.
|
19.10.2021 21:52
Stella okkar fagnaði 80 árum.
![]() |
Hún Stella móðursystir mín fagnaði stórum áfanga þann 17 október s.l en þá varð hún 80 ára. Af því tilefni smelltum við í óvænta veislu henni til heiðurs hérna í Hlíðinni. Stella hefur staðið vaktina seint og snemma fyrir okkur öll svo að það var ekkert nema sjálfsagt að reyna að gera eitthvað skemmtilegt. Það var gaman að koma henni á óvart en Hildur og fjölskylda komu með hana vestur þegar að allt var orðið tilbúið. Það er skemmst frá því að segja að þetta heppnaðist allt eins vel og á var kosið. Myndirnar hér á eftir tala sínu máli en á fyrstu myndinni má sjá afmælisdömuna skera fyrstu sneiðina. Enn og aftur til hamingju Stella með árin 80.
|
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Mummi sló í glas og bauð alla velkomna svo var auðvitað afmælissöngurinn tekinn með stæl.
|
27.09.2021 21:35
Réttarfjörið krakkar !
![]() |
||||
Skemmtilegir dagar að baki með góðu fólki og skemmtilegum verkefnum. Leitir, réttir og mikið fjör hefur einkennt síðustu vikurnar með smá dass af kosningafjöri. Já takk fyrir kæru vinir og ættingjar, þetta hefur verið dásamlegur tími. Á fyrstu myndinni má sjá Skúla og Ísólf taka ,,lögboðinn,, kaffi/bjórtíma í einni leitinni. Það var daginn sem appelsínugullt var þemað í klæðaburði.
|
Það er ekkert að því að fá svona veður þegar litið er til kinda.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hér er hluti þeirra sem riðu til fjalla einn daginn. Gekk ekki vel að ná þeim saman, samt var samkomulagið bara gott. Hlynur, Ísólfur, Skúli, Brá og Thelma.
|
![]() |
Svona kvöld er t.d alveg að mínu skapi. Bara dásamleg.
Enn og aftur kæru vinir takk fyrir alla hjálpina hún er okkur ómetanleg.
Og þið sem að hafið ekki náðst á mynd bíðið bara það kemur að ykkur.
Þetta var bara gaman eins og venjulega hjá okkur hér í Hlíðinni.
29.07.2021 21:35
Fjölskyldu sumar.
![]() |
||||||||||||||||
Það var gaman að hittast fagna lífinu, tilverunni og auðvita sumrinu saman með sínu fólki. Já við fegnum bara þokkalegt veður, meira að segja í tvo daga. Tilefnið var að margir í fjölskyldunni voru komnir með útilegu æði og þá verður að gera eitthvað í því. Svo var auðvita líka sjálfsagt að fagna með litla bóndanum sem varð tveggja ára um þetta leiti.
|
![]() |
||||||||||||||||||||
Þessi voru hress eins og alltaf spurning hvort þau krefjist inngöngu í grallarafélagið ?
|
![]() |
||||||||||
Fannar er auðvita einn sá mikilvægasti í fjölskyldunni og fær alltaf dekur og knús.
|
- 1