29.12.2017 22:48

Þykkur kafli úr dagbók húsfreyju...............

Það voru unnin afrek hér í Hlíðinni þennan daginn þegar klárað var að klæða járn á vestuhliðina á reiðhöllinni.

Já afrek, allavega ættu þeir sem efast um það að hafa verið með þessu vaska liði sem dúðaði sig og hló að kuldanum.

Þegar frostið er 8 stig og norðaustan blástur með er ekkert sérstaklega hlýtt en það fékk þessi duglegi hópur að reyna í dag.

Það var sem sagt ,,herdeildin,, úr Ólafsvík sem mætti á staðinn og gerði heldur betur vel.

Takk fyrir hjálpina þið eruð snillingar.

 

 

Hún Gudda lyfta er líka snillingur og hefur alveg bjargað okkur þegar að menn þurfa að vera hátt uppi.

Við hreinlega elskum Guddu gömlu.

 

 

Breki var mættur og fékk alveg að reyna kuldann í Hlíðinni.

 

 

En þessi er orðinn býsna vanur enda búinn að koma oft í haust og hjálpa okkur ómetanlega.

 

 

Já þetta er bara nokkuð algeng sjón Atli og Mummi hátt uppi á Guddu.

 

 

Margar hendur vinna létt verk.......... en kalt.

Mummi, Atli, Breki og Maron.

 

 

Brá og Elfa í léttri sveiflu, vippuðu einangruninni um eins og ekkert væri.

 

 

Og voru bara hressar.

 

 

Samvinnan maður samvinnan............... og Ófeigur veitir andlegan stuðning.

 

 

Það var gott að eiga eitthvað eftir af jólabakkelsinu enda mikið skemmtilegra að borða það núna en þegar allir eru saddir af jólasteikinni.

Já það er frábært hvað er að hafast af í reiðhallarbyggingunni.

 

 

En við litum upp frá amstrinu eina kvöldstund í desember og smelltum okkur á tónleika með Baggalúti

Hreint frábær skemmtun og dásamleg kvöldstund.

 

 

Við gerðum alvöru menningarferð úr þessu og fórum saman út að borða.

Þarna eru þessi voða fín og sæt Mummi, Brá og Maron.

Hinir ferðafélagarnir festust ekki á mynd.................

 

 

Á Þorláksmessu er skötuveisla hjá okkur en við eigum dásamlega vini á vestfjörðum sem senda okkur skötu.

Algjörlega ómissandi og skatan þetta árið var alveg frábær vel kæst og smá hósti eftir fyrsta bitann.

Við sendum kveðjur vestur með kæru þakklæti fyrir okkur.

 

 

Síðan að Ragnar frændi minn flutti á Brákarhlíð og hætti að komast heim um jólin er það árvisst að koma þangað á Þorláksmessu.

Mummi fór með tölvuna og sýndi honum nýjustu myndir og videó af reiðhallarframkvæmdum.

Ragnar líst mjög vel á þessar framkvæmdir og var spenntur að skoða og sjá hvað þetta væri komið langt.

Svo voru auðvitað nokkrar rollumyndir með í tölvunni sem hressa, bæta og kæta.

 

 

Mjög spennandi og gaman að geta sýnt honum frá gangi mála.

 

 

Við stálumst til að skoða jólakortin og þau voru sum skemmtileg.

 

 

Auðvita litum við líka við hjá honum Valda en hann flutti á Brákarhlíð í haust.

Við tókum líka bíósýningu hjá honum og hann var ekki síður áhugasamur um framkvæmdirnar.

 

 

Við í Hlíðinni erum ljónheppin og fengum skemmtilegar jólaskvísur í gamla bæinn.

Þarna eru þær að engjast um af forvitni, það er alltaf verið jafn lengi að vaksa upp á aðfangadag.

 

 

Foreldrarnir og amman komu líka og þarna eru þau að skanna gjafirnar.

Ég verð að játa leti við myndatökur þessi jól en um þau síðustu var ég bara nokkuð dugleg.

Þar sem að við höfum ekkert fríkkað frá síðustu jólum smellti ég bara inn nokkrum myndum frá því í fyrra.

Ég er svo bara að spá í að nota þær næstu 50 árin eða svo..............

 

 

Virðuleg................eða ekki.

 

 

Þessi eru nú bara flott og þyrftu nú ekki að nota gamla mynd en hún flýtur samt með frá jólum 2016.

 

 

Þanra eru þau að bíða eftir nýju ári held að það hafi ekki verið komið miðnætti eða 2017.

 

 

Sveinbjörn tekur stöðuna með ,,bakland,, eins og frambjóðandi.

 

 

Já það er betra seint en aldrei og það á líka við um jólamyndirnar árið 2016.

 

Nú er það bara áramótahugleiðing sem kemur þegar hennar tími er kominn.