08.02.2020 22:00

Þorrablót í Lindartungu árið 2020.

 

Árlegt þorrablót UMF Eldborgar í gamla Kolbeinsstaðahreppi var haldið í Lindartungu.

Eins og alltaf var þetta afar vel heppnuð skemmtun og allir viðstaddir sammála um að skemmta sér og öðrum vel.

Já og auðvitað fallega líka. Maturinn var góður og fyrir þá sem elska súrmat var þetta snildar veisla.

Bændur, frændur, búalið og vinir úr Hlíðinni áttu aldeilis góðar stundir.

Meðfylgjandi mynd af okkur systkinabörnum segir allt sem segja þarf.

 

 

Við reyndum ýmsar frægar uppstillingar.......................

 

 

.......................en sumir bara réðu ekki við þær.

 

 

Skvísurnar Björg, Þóranna og Hildur bíða spenntar eftir hákarlinum.

 

 

Borðfélagarnir voru ekki af verri endanum Loftur, Jón, Magnús Már, Magnús, Þóra, Hallur, Hjörtur og Kolbeinn.

 

 

Þessi voru alveg til í pós.........................

 

 

Þóra og Hallur Magnúsarbörn.

 

 

Kall og kelling í Hlíðinni kát með fullt af góðu fólki.

 

 

Árleg þorrablótsmynd af þessum.

Síðasta þorrablótsmyndin af Hrannari fyrir fimmtugt. Hahahahha.

 

 

Þeir geta ekki beðið lengur eftir matnum....................... glor soltnir strákarnir.

Kolbeinn og Hjörtur í stuði.

 

 

Skemmtiatriðin voru snild eins og oft áður, þessi góði hópur stóð sig vel í að skemmta okkur.

Frumsýnd var myndin Gefið á garðann sem er klárlega stórmyndin í ár.

Fær örugglega tilnefningu til Óskarsverðlauna.

Framleiðendur eru Arnar og Elísabet í Haukatungu auk þeirra áttu stórleik nokkrir valinkunnir sveitaleikarar.

F.v Guðrún Sara, Guðdís, Jakob Arnar, Mummi, Elísabet, Þráinn, Jóhannes og leikstjórinn Arnar Ásbjörnsson.

Einn af aðal leikurunum var ekki mættur á blótið en hann átti eins og nokkur undanfarin ár algjöran stórleik.

Arnþór Lárusson í Haukatungu, nú með enn fleiri hlutverk sem slógu í gegn.

Takk fyrir að gera þetta svona vel og fagmannlega.

 

 

Spekingar spjalla gæti þessi mynd hugsanlega heitið nú eða  ,,þungu fargi létt af,, ....................

 

 

Lárus Hannesson var veislustjóri og hér er hann að taka við embættinu.

 

 

Brá og Hrannar bíða spennt eftir því að maturinn verði tilbúinn.

 

 

Þórður og Albert taka stöðuna svona á milli dansa.

 

 

K.B drengirnir voru kátir að vanda og hafa örugglega rakað inn viðskiptum á blótinu.

 

 

Það væri nú bara ekki þorrablót ef að þessi mættu ekki.

Hress og kát að vanda.

 

 

Strákarnir hressir og alveg til í myndatöku.

 

 

Þröngt mega sáttir sitja enda er það partur af stemmingunni og allir kátir.

 

 

Það eru ekki allir vanir þorramat en þá er bara að prófa.............og njóta.

 

 

Þessi litli kútur á nokkur ár í að komast á þorrablót en hann naut sín bara heima með ömmu og afa.

Alltaf stuð í sveitinni.

 

04.02.2020 20:58

Námskeið með Jakobi Svavari.

 

Við hér í Hlíðinni áttum hreint frábæra daga þegar Jakob Svavar kom til okkar og hélt námskeið.

Eins og við var að búast var námskeiðið bæði afar gagnlegt og ekki síður  skemmtilegt.

Við höfum flest farið áður í reiðtíma hjá Jakobi og höfum alltaf verið mjög ánægð með kennsluna hjá honum.

Það er snild að fá góða tilsögn með hóp af hrossum á mismunandi tamningastigum.

Mikið var spáð og spekulegrað bæði í hestum og knöpum. Nú er bara að halda áfram og nýta það sem við lærðum.

Fyrsta myndin er af Brá og Trillu Gaums og Skútudóttir sem nutu leiðsagnar Jakobs.

 

 

Mummi og Kafteinn æfa af innlifun.

Kafteinn Ölnirs og Skútuson.

 

 

Spáð í spilin.................

 

 

Og sporin æfð..........................Skúli og brúnn frúarinnar.

Jakob, Skúli og Leikur Spuna og Karúnarsonur.

 

 

Leggja sig fram.........................

 

 

 

Það var líka mjög gaman á ,,bekknum,, þessir kappar alveg í stuði.

 

 

 

Sá litli að hugsa um það hvaða afkvæmi Skýrs frá Skálakoti hann eigi að taka með í næsta reiðtíma.

Uuuuu sníkja ömmu Skýrs hún á jú tvö.........................nú eða hertaka pabbajörp ???

 

 

Issss við Ísólfur finnum eitthvað útúr því og mætum galvaskir og vel ríðandi á næsta námskeið.

 

 

Ísólfur og Jakob taka stöðuna.

 

 

,,Á ég að hafa hana bara fyrir aftan mig,, ? 

...............eða hvað ????

 

 

Við Auðséð Sporðs og Karúnardóttir ræðum við meistarann.............

 

 

....................og reynum að meðtaka fræðin.

 

 

Auðséð orðin leið á að bíða frekari fyrirmæla.

,,Komdu þér á bak kelling og hættu þessu bulli ég verð ekki Gloría frá Skúfslæk á einum degi ,,  

 

 

Hér eru Mummi og Dúr að æfa bylgjur í faxi, hlýtur að vera auka prik fyrir það.

Dúr Konserts og Snekkjuson.

 

 

 

Þessir voru einbeittir á bekknum og greinilega eitthvað merkilegt að gerast.

Frábært námskeið.

Takk fyrir okkur Jakob erum strax farin að hlakka til næsta námskeiðs hjá þér hvenær sem það nú verður.

 

 

26.01.2020 22:31

Hundarnir rokka

 

 

Það var líf og fjör þegar Smalahundafélag Snæfellsness og Hnappadals í samstarfi við bændur hér í Hlíðinni stóðu fyrir smalahundanámskeiði.

Námskeiðið fór fram s.l laugardag og heppnaðist afar vel.

Kennarar voru Svanur Guðmundsson í Dalsmynni og Gísli Þórðarson í Mýrdal.

Nemendur komu víða að enda áhugi á smalahundaþjálfun og tamningum mikill.

Á meðfylgjandi myndum fáið þið smá innsýn í fjörið.

Fram kom hugmynd um námskeið sem ætlað er að verði að veruleika síðar í vetur. 

Stofnaður hefur verið hópur á fésbókinni með  þeim þátttakendum sem voru á námskeiðinu.

Hópurinn heitir Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð með Svani og Gísla.

Áhugasamir hundaeigandur eru velkomnir í hópinn. Þeir sem að eru ekki á fésbókinni geta að sjálfsögðu haft samband við okkur í síma.

Við stefnum á að byrja vonandi í febrúar þegar búið er að sónarskoða gemlingana hérna.
Það verða 8 pláss hvert þriðjudagskvöld milli kl 19:00-21:00 og reynum við að deila þeim bróðulega á milli okkar.
Þið megið endilega deila þessum hópi og bjóða þeim sem þið teljið að hafi áhuga á að taka þátt í þessu með okkur í hópinn.
Plássið kostar 5000kr og verður skráningargjald að vera greitt til að tryggja sér plássið.
Við munum opna fyrir skráningu um leið og við vitum hvenær við getum byrjað gamanið.

 

 

Á þessari mynd vantar einn....................

 

 

Hann stökk úr mynd til að taka mynd.....................

 

 

Svanur og Mummi einbeittir og Julla leggur sig alla fram.

 

 

Gísli og Fjóla taka stöðuna.

 

 

Halldóra og Gísli fylgjast með góðum tilþrifum.

 

 

Störukeppni................. og klukkan tifar á hlíðarlínunni.

 

 

Skúli og Gísli taka létta æfningu fyrir næsta haust................

 

 

Þarna stígur Gísli smaladans en ég veit að á þorrablótinu verður það línudans.

 

 

Magnús og Svanur taka stöðuna.

 

 

Þessir tveir sáum um kennsluna og voru bara assskoti góðir strákarnir.

 

 

Hér kemur annar aðstoðakennarinn hún Pippa.

Hún reyndar færði sig uppí stólinn þegar húsbóndinn fór að hækka róminn við hina hundana.

Það er líka miklu meiri virðing fyrir aðstoðarkennara að sitja í stól en að liggja á gólfinu.

 

 

Og hér er hinn aðstoðakennarinn meistari Smali.

 

 

Tveir á bekknum....................

 

 

Þessi flottu mæðgin voru kát og hress.

 

 

Þessi var fljótur að finna skemmtilega skvísu sem var alveg til í að leika við hann.

 

 

Amma í Óló var líka alveg til í fjörið með litla kalli.

 

 

,,Vá hvað þú ert flottur stóri frændi,, ég lít rosalega upp til þín.

 

 

Þessir voru kátir að vanda og hér er komið að kveðjustund.

Ég veit ekki alveg hvað þeim fór á milli en um tvennt er að velja.

,,Þú ert klárlega besti nemandi sem ég hef kennt eða þú ert dásamlegur herra kennari,,

Já þetta var skemmtilegur dagur þar sem gagn og gaman réðu för.

Okkur er strax farið að hlakka til framhaldsins.

14.01.2020 21:32

Og hún kom loksins....................

 

Þetta er dagurinn sem hún á að sjást hér í Hlíðinni blessunin.

En það gekk nú ekki eftir enda þungbúið og hvasst með tómum leiðindum.

Ég er auðvita að tala um sólina sem fer alltaf í árlegt jólafrí í desmeber og ekki væntanleg fyrr en 14 janúar.

Já það er áratugahefð hér í Hlíðinni að fagna hækkandi sól og bjóða hana sérstaklega velkomna með því að baka pönnukökur.

Hrafnhildur amma mín hélt held ég meira uppá þennan dag en afmælið sitt.

Kannski ekki skrítið að hækkandi sól og lengri birtutími hafi verið eitt það eftirsóknarverðasta sem til var.

 

 

Þessum stafla var sporðrennt leikandi létt með ískaldri mjólk.

Gerist varla betra.

 

 

En það var ekki bara sólin sem þó kom ekki sem gladdi húsfreyjuna hér í Hlíðinni.

Ó nei............ húsfreyjan fékk símtal frá Herði bónda í Vífilsdal sem sagðist hafa fengið óvænta gesti .

Þessir gestir hans Harðar vöktu mikla lukku hér í Hlíðinni en þarna var á ferðinni sparikind húsfreyjunnar.

Hún Mýrdalsbotna kom labbandi eftir veginum heim að Vífilsdal og baðst gistingar fyrir sig og dóttur sína.

Bændur í Vifilsdal eru gestrisnir eins og ég hef oft reynt og ekki brugðust þeir Botnu og dótturinni.

Já það þarf ekki mikið til að gleðja sauðfjárbónda hjartað í freyjunni.

Hún Mýrdalsbotna er fullorðin heiðurskind sem hefur verið í miklum metum, skilað góðum afurðum og verið til fyrirmyndar.

Hún bar fallegum tvílembingum í vor hrút og gimbur. Þessi lömb voru skráð með feitu letri á lista yfir hugsanlegan ásetning.

Það var því hundfúllt að færa til bókar að þær mæðgur vantaði af fjalli eftir að hrúturinn kom innan úr Dölum 20 nóvember.

Eftir að hrúturinn kom hafa verið farnar margar ferðir til að kíkja eftir því hvort að þær mæðgur væru á leiðinni heim.

Kikjirinn á heimilinu hefur gengið á milli glugga og landið verið skannað seint og snemma. En án árangurs.

Mjólkurlagni Mýrdalsbotnu er þannig að á vorin notum við hana til að mjólka fyrir önnur lömb.

Þrátt fyrir það flóðmjólkar hún fyrir sín tvö og smellir sér bara til fjalla þegar ,,vorverkin,, eru frá.

Finnst ykkur skrítið að hún sé í uppáhaldi ? Nei ég vissi það.

Eitthvað hefur Mýrdalsbotna rugglast í ríminu því að venjulega hefur hún komið í leitum hér heima við.

Ef að einhverjum dettur í hug að halda að hér sé á ferðinni vandræða kind sem sé á  leiðinni í grænu hagana hinumegin fyrir óþekkt............

Þá er það feitur misskilningur.

Stundum eru kindur bara í vandræðum með fólk. Það er alveg til í myndinni.

En afhverju Mýrdalsbotna ?

Jú nafnið fékk hún þegar hún var gemlingur eins og allar kindur hér í Hlíðinni.

Hún heimtist með mömmu sinni og bróður í Mýrdal og því var það næstum sjálfgefið.

 

Annars er það helst af veðri að frétta að norðaustan áttin sem hér leikur lausum hala sló öll met í nótt.

Það var í einu orði sagt brjálað en þessi átt hefur lengi verið talin alveg hættulaus hér á bæ en það var nú alveg á mörkunum í nótt sem leið.

Látum gott heita af leiðindum í veðri. 

 

Góður dagur með hækkandi sól og batnandi heimtum.


 

 

 

26.12.2019 23:13

Jólafjörið árið 2019.

 

Jólahátíðin fór vel með okkur í Hlíðinni og mikið var nú gaman að hafa litla Atla Lárus með okkur.

Eins og sést á myndinni var hann aðal stuðkallinn og hélt uppi fjörinu.

Annars var rétt um 90 ára aldursmunur á þeirri elstu og þeim yngsta í jólagleðinni.

Svenni frændi minn kom heim en hann dvelur nú á Brákarhlíð í Borgarnesi og Lóa kom líka til okkar í það ,,neðra,, eins og við gjarnan segjum.

 

 

Jóla dressið er að sjálfsögðu mikilvægt og hér eru þeir feðgar klári í slaginn.

 

 

Atli Lárus kannar hvort skartgripurinn sé viðeigandi hjá mömmunni.

 

 

Svo er það eftirlitið.................er ekki allt í góðu ??

 

 

Jú það var sko allt í góðu....... nóg af pökkum og ég á öruggleg flesta....hahaha.

 

 

Pakkarnir voru spennandi og allir bara kátir og þakklátir.

 

 

Lóa ánægð með fullt að garni til að prjóna úr.

 Getur þá örugglega haldið áfram að prjóna eins og vindurinn.

 

 

Kappinn kátur með húfuna frá Maddý langömmusystur

 

 

Atli Lárus er alveg til í að atast í Svenna frænda sínum og gera grín.

 

 

Og svo voru þeir bara settlegir líka.

 

 

En það er nú um að gera grín og sprella í frændfólkinu.

 

 

Jólastrákur.

 

 

Svo er að skoða aðeins myndir í tölvunni.

 

 

Þessir horfðu á Stundina okkar og líkaði vel.

 

 

Brattir feðgar á fyrstu jólum.

Vonandi hafið þið notið jólanna það gerðum við allavega.


 

 

 

26.12.2019 14:01

Jólakveðja frá okkur í Hlíðinni.

 

Kæru vinir !

Við hér í Hlíðinni óskum þess að þið eigið gleðilega hátíð.

Þökkum fyrir góðar kveðjur og fallegar gjafir.

Sendum ykkur bestu kveðjur með óskum um farsæld og frið.

 

 

 

14.12.2019 22:50

Brúðkaupsfín................

 

Við fjölskyldan áttum sannkallaðan gleðidag þegar litla systir mín gekk í það heilaga.

Falleg athöfn í Grafarvogskirkju þar sem að Hrafnhildur og Francisco giftu sig eftir þó nokkur reynslu ár.

 Dætur þeirra voru brúðarmeyjar og Ragnar og Elsa svaramenn.

 

Elsa Petra var svaramaður og brosir hér breitt með brúðgumann sér við hlið.

 

 

Ragnar bróðir leiddi svo systur sína upp að altarinu.

 

 

Brúðarmeyjarnar voru aðeins feimnar í byrjun athafnar og vönduðu sig við að ganga eftir línunni.

 

 

Sverrisbörn og makar bíða eftir að athöfnin hefjist.

 

 

Þessi voru líka mætt úr sveitinni............ til að fagna með frænku og Francisco.

 

 

Já bændur í bænum sko....................

 

 

Þessi bíða spennt eftir athöfninni.

 

 

Systurnar stóðu sig vel í sínu hlutverki og urðu upplitsdjarfari þegar á leið.

 

 

Og alveg til í að pósa smá fyrir frænku.

 

 

Þessi dásamlegi prestur fór létt með að pússa parið saman.

 

 

Svaramennirnir fylgjast með ............ já og kannski læra hvernig þetta fer fram.

 

 

Frú Hrafnhildur og fjölskylda.

 

 

Brúðhjónin, dætur, svaramenn já og systkynin.

 

 

Mikið sem mamma og Sverrir hefðu verið kát með þennan hóp.

 

 

Hressir kappar.................

 

 

Flottar frænkur.

 

 

Hún kynnti þau...............

 

 

Brúðguminn og þessar pósa fyrir ljósmyndarann.

 

 

Svo var skálað við mágkonuna í eðalvíni.

 

 

Litli bróðir stríðir frú Hrafnhildi systur sinni.

 

 

Gaman hjá þessum................

 

 

Og enn betri myndasvipur.

 

 

Þessir áttu alveg spes myndasvip og notuðu hann bara ansi vel,.

 

 

Brúðgumi, dætur og frænkur bregða á leik...............

 

 

 

Þessi hárprúða dama þáði bara veitingar hjá mömmunni.

Dásamleg fjölskyldu samvera til heiðurs brúðhjónumum.

Innilega til hamingju elsku litla systir og Francisco.

01.12.2019 21:33

Vestlenskir hestamenn gerðu sér glaðan dag.

 

Árshátíð vestlenskra hestamanna var haldin í Stykkishólmi föstudaginn 29 nóvember s.l

Það var Hestamannafélagið Snæfellingur sem stóð fyrir hátíðinni að þessu sinni sem tókst með afbrigðum vel.

Veisluföng voru einstakalega góð og áttu hestamenn ánægjulega kvöldstund saman.

Hrossaræktarsamband Vesturlands verðlaunaði þá ræktendur sem áttu efstu hross í hverjum flokki á þessu ári.

Einnig var verðlaunað það hrossaræktarbú á vestulandi sem bestum árangri hafði náð á árinu.

Sigurvegarar ársins voru hjónin á Skipaskaga þau Sigurveig Stefánsdóttir og Jón Árnason.

Auk þess að vera tilnefnd sem ræktunarbú ársins á landsvísu áttu þau einnig hross í efstu sætum.

Já það hafa komið margir kostagripir úr ræktun þeirra hjóna og spennandi að sjá hvað kemur fram á næstunni.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Sigurveig og Jón ásamt tamningamanni búsins Leifi Gunnarssyni.

Innilegar hamingjuóskir ræktendur, eigendur og sýningafólk með árangurinn.

 

 

Já það var fagnað og það með stæl enda má svo sannarlega búast við miklu af þeim Skipaskagabændum á komandi landsmótsári.

 

 

Valentínus Guðnason og frú áttu glæsihryssu sem var efst í sínum flokki.

 

 

 

Það átti líka Sigfús Jónsson í Skrúð en hann var ekki mættur til að taka við sinni viðurkenningu.

Nýkjörinn formaður Hestamannafélagsins Borgfirðings var að sjálfsögðu mættur og tók við viðurkenningunni fyrir Sigfús.

 

 

 

Helgi Sigurjóns tekur við viðurkenningu fyrir sinn grip úr hendi Halls Pálssonar fulltrúa Hrossvest.

 

 

Þeir voru hressir dalamenn sem mættu á hátíðina og höfðu svo sannarlega gaman.

 

 

Strákar í stuði.

Eyþór Gíslason fyrrverandi formaður Glaðs og Ólafur Flosason formaður Borgfirðings.

 

 

Sennilega hefur ljósmyndarinn verið mjög skrítinn................... 

Þóra og Mummi bíða eftir matnum.

 

Já maturinn var hreinlega frábær og alveg þess virði að skella sér á jólahlaðborð á Fosshótel í Stykkishólmi.

Þessi glaðlegi kokkur brosti breitt með fínu jólahúfuna sína.

 

 

Þessi voru aðal og stóðu sig vel eins og þeirra er von og vísa.

Herborg Sigríður og Lárus Ástmar báru hitann og þungann af fjörinu.

Hér eru þau kát að vanda.

 

 

Auðvita mæta líka Borgnesingar.............. Dúddý og Toddi hress og kát,.

 

 

Þessar daladömur skemmtu sér vel.

 

 

Það gerðu líka Björg og Mummi.

 

 

Allir kátir á Snæfellingsborðinu.

 

 

Þorsteinn Hjaltason spjallar við dömurnar sem hlusta með andakt...............

 

 

Þetta borð var fjölmenningarborðið..........Snæfellingar, Borgfirðingar og Skagfirðingar.

Já og jafnvel einhverjir fleiri.

 

 

Þessar glæsidömur höfðu um margt að spjalla............

 

 

En voru líka til í að pósa fyrir mig................. alltaf sætar þessar.

 

 

Þessi fór á kostum......................svo sagði ég honum að þessi mynd færi á síðuna.

 

 

Hann bara trúði því ekki.............. eins og sjá má.

 

Já skemmtilegt kvöld með góðu fólki getur bara ekki klikkað.

Takk fyrir samveruna þið sem að mættuð.

Nú er bara að bíða eftir næstu hátíð vestlenskra hestamanna.

 

 

17.11.2019 21:19

Skírnardagurinn.

 

Það var á einum fallegum haustdegi sem að hann Atli Lárus Guðmundar og Brárarson fékk nafnið sitt.

Athöfnin fór fram í Kolbeinsstaðakirkju að viðstöddum fjölskyldu og vinum.

Þeir voru kátir afarnir þegar ljóst var hvað drengurinn ætti að heita. Atli og Lárus en það er seinna nafn Skúla.

Það fór vel á með köppunum þarna við altarið og allir ánægðir með nafngiftina.

 

Sá litli kominn í skírnarkjólinn sem er handverk hennar Stellu langömmusystur hans.

Já þau eru orðin mörg börnin sem hafa fengið nafnið sitt í þessum kjól.

Þar á meðal pabbinn og amman.

 

 

Það er rétt að skoða aðeins þessa rós á með beðið er eftir nafninu.

 

 

Þetta tekur tíma..................hvenær verð ég eiginlega skírður ???

 

 

Æi ég er að verða svolítið þreyttur.

 

 

Og þá er loksins komið að því .................. hvað á barnið að heita ???

 

 

Atli Lárus.................það er ég.

 

 

Frænkurnar lögðu sig fram við sálmasöngin.

 

 

Þarna er aðal aðdáendahópurinn saman komin, já ömmur og afar eru þar alltaf fremst í flokki.

 

 

Þessar kellur .........................

 

 

.........................bara best að hlæja svolítið að þeim þessum.

 

 

Þessir frændur tóku þátt í keppni hárprúðra barna og sigruðu báðir.

Salka Rögn og Atli Lárus eru alveg með topp einkun fyrir hár prúðleika.

 

 

Það er rúmlega 89 ára aldursmunur á þessum en það skiptir nú ekki máli þegar brandarar eru annars vegar.

Lóa langömmusystir og Atli Lárus gera grín og Þóranna aðstoðar smá.

 

 

Þessir eru líka góðir saman og  voru alveg til í að pósa smá fyrir myndatöku.

Sveinbjörn og Atli Lárus ræða málin.

 

 

30.09.2019 19:11

Réttirnar rokka.... þriðji hluti.

 

Þeir voru kátir strákarnir sem mættu í Mýrdalsrétt þriðjudaginn 24 sept síðast liðinn.

Steinar frá Tröð, Jón frá Mýrdal (Jón Mýri) og Lárus í Haukatungu.

Að venju var Mýrdalsrétt skemmtilegt mannamót sem fór vel fram í alla staði.

 

 

Fjölskyldan í Hraunholtum var að sjálfsögðu mætt.

 

 

Ungir sauðfjárbændur voru mættir á réttarveginn.

 

 

....................og létu fara vel um sig.

 

 

Þessir frændur voru líka kátir og hressir eins og dagurinn bauð uppá.

 

 

Lækjarbugsbóndinn í flottu bæjarpeysunni sinni, spurning um að hafa samræmdan bæjabúning í réttunum ?

 

 

Hann Arnþór í Haukatungu hefur slegið í gegn með leik í þorrablótsmyndböndum síðustu þorrablóta.

Hér heilsar hann Krossholtsbóndanum með stæl, spurning hvort æfingar séu hafnar fyrir þorrablót ??

 

 

Hallbjörn og Agla í Krossholti ræða málin og Þórir á Brúarfossi spáir í spilin.

 

 

Jónas Jörfa bóndi og Albert á Heggstöðum alvarlegir í bragði.

 

 

Fjör í fjárdrætti.

 

 

Frændskapur með bros á vör, Sigríður Hraunholta húsfreyja og Andrés bóndi í Ystu Görðum.

 

 

Jónas og Jóel á Bíldhóli líta yfir fjárhópinn.

 

 

Bændur spjalla.

 

 

Og spá í fénaðinn.

 

 

Strákarnir í miðsveitinni hressir að vanda.

 

 

Þessi ungi maður var bara slakur enda fer hamagangur illa í sauðfé.

Friðjón Haukur með kollu sína.

 

 

Áslaug Mýrdalsfrú lét ekki sitt eftir liggja við fjárdráttinn og dróg af kappi.

 

 

Og eina ráðið sem Mýrdalsbóndi kunni til að halda í við frúnna var 2 fyrir 1 tilboð.

 

 

Guðjón í Lækjarbug og Gísli á Helgastöðum spjalla við réttarveginn.

 

 

Kálfalækur og Krossholt, klárlega káin tvö.

 

 

Stund milli stríða Jón og Steinar virða fyrir sér fjárhópinn.

 

28.09.2019 16:50

Réttirnar rokka....... annar hluti.

 

Við vorum skilamenn fyrir Kolhreppinga í Svignaskarðsrétt mánudaginn 14 september.

Eins og næstum alltaf var blíða og dásemdarveður þar, mannlíf með ágætum og fjárfjöldinn sem okkur var ætlaður komst á kerruna í einni ferð.

Hér í öðrum hluta af réttarbloggi þessa hausts sjáið þið mannlífið í réttinni.

Á fyrstu myndinni eru saman Þorsteinsbörnin Auður Ásta og Stefán sem voru kát með lífið og tilveruna.

 

 

Þessi voru líka kát eins og vera ber í réttunum, Kristján í Laxholti og Halldóra í Rauðanesi.

 

 

Það er allaf gaman að hitta hann Kristján frá Tungulæk en hann var mættur í leitir og réttir.

 

 

Stafholtsveggjabændur líta yfir fjárhópinn.

 

 

Óli Þorgeirs og hans fólk voru að sjálfsögðu mætt.

 

Það er gaman þegar margir mæta í réttirnar eins og þessa.

 

 

Þessir vinir voru alveg til í að pósa svolítið fyrir mig, svo dásamlega glöð.

 

 

Það er eins gott að hafa eftirlit með afanum þegar sparikindurnar eru dregnar í dilk.

Beigaldabændur að störfum.

 

 

Halli á Háhóli einbeittur á svip.

 

 

Spjallað á réttarveggnum.

 

 

Flottar húsfreyjur önnur úr Laxholti hin úr Rauðanesi.

 

 

Málin krufin............ Kristján í Laxholti og Einar í Túni.

 

 

Rósa í Rauðanesi og Kristján í Laxholti.

 

 

Mergjaðar sögur úr sveitinni nú eða bara heimsmálin krufin til mergjar.

Steini Vigg, Skúli og Guðmundur á Beigalda taka stöðuna.

 

 

Guðrún á Leirulæk hefur orðið, Halldóra fjallkóngur og Rósa mamma hennar hlusta.

 

 

Sigurjón á Valbjarnarvöllum lítur yfir fé og fólk.

 

 

Réttarstjórinn Guðrún Fjeldsted á Ölvaldsstöðum tekur stöðuna.

 

 

Sigurjón á Valbjarnarvöllum og Guðmundur Finnsson.

 

 

Þorsteinn Viggósson og Guðrún Fjeldsted bíða þess að öll farartæki fyllist af fé.

 

 

Sauðfjárbændur úr Borgarnesi líta yfir fénaðinn.

 

 

Þessi góði hópur bar saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.

 

 

Og þessar flottu dömur voru næstum eins kátar og þær voru á HM í Berlín.

Auður Ásta og Rósbjörg brostu breitt og höfðu gaman.

 

Já það er gaman í rétunum, næsti hluti verður úr Mýrdalsréttinni.

24.09.2019 22:25

Réttirnar rokka....... fyrsti hluti.

 

Þá er stóra sauðfjárvikan hér í Hliðinni liðin hjá og allir sem tóku þátt að jafna sig . 

Hér á myndinni er höfðinginn Vökustaur að þiggja veitingar við hæfi (að hans mati) prins póló og brauð með sméri.

Eftir úrhellisrigningu fimmtudag og föstudag rofaði til og smalar héldu til fjalla á laugardaginn. Þá um nóttina hafði sjattnað ótrúlega í öllum vatnsföllum og útlit fyrir umferð kinda nokkuð góð. Smalamennsku var aðeins breytt m.v aðstæður en allt gekk vel og þónokkur fjöldi fjár kom til bæjar. 

Um kvöldið var svo árlegt réttarpartý sem heppnaðist frábærlega eins og alltaf. Þrátt fyrir gleðskap og fjör var allt okkar lið tilbúið í startholunum snemma á sunnudagsmorgni. Þá var rekið inn og dregið í sundur. Það þóttu tíðindi að ,,aðeins,, 702 ókunnugar kindur fóru í gegnum flokkunnarganginn þessa daga.

Seinnipart sunnudags var svo farið að vigta og velja líkleg líflömb, því verkefni lauk 4.00 aðfaranótt mánudags. Þá fóru öll lömb útá tún til að fylla sig af grasi, annarsvegar fyrir hinstu ferð í Skagafjörðinn nú eða bara fyrir lífið sjálft. Um miðjan dag á mánudaginn voru svo öll lömb rekin inn aftur og þá var komið að því að láta sónarskoða og mæla tilvonandi kynbótagripi. Bændur og búaðlið voru nokkuð sátt með útkomuna úr þeim mælingum rétt eins og nótuna sem kom úr sláturhúsinu daginn eftir.

Hátt í 600 lömb farin og valið á líflömbum vandast enn frekar þessa dagana þegar gullfalleg lömb skila sér af fjalli.

Þriðjudagurinn fór svo í Mýrdalsrétt og eftirleitir sem einnig voru framkvæmdar á miðvikudaginn. Já aðeins farið að róast eftir rúmlega vikutörn í kindastússi.

Við erum svo ljónheppin hér í Hlíðinni að hafa með okkur hóp af góðu fóki sem hjálpar okkur alveg ómetanlega. Ég veit ekki hvernig við færum að ef ykkar nyti ekki við.

Takk fyrir dásamlegar samverustundir í streði og puði við erum ykkur ævinlega þakklát fyrir alla hjálpina.

Hér á eftir koma nokkrar myndir sem teknar voru þessa daga og á næstu dögum koma enn fleiri.

 

 

Þessar dömur sáu um að allir væru saddir og sælir á meðan fjörið stóð yfir. 

Þóranna, Stella og Lóa mössuðu þetta allt saman með dyggri aðstoð velunnara.

 

 

Já bara voða gaman hjá þessum.

 

 

Þetta er sjálfsögð byrjun þegar reyna á myndatöku af þessum krökkum.

Hallur rífur kjaft, Hrannar hlær að honum og Þóra reynir að vera stillt.

Svona hefur þetta verið í hálfa öld eða svo.

 

 

En það hafðist og þarna eru þau tiltölulega settleg Magnúsarbörn.

 

 

Það var stór happdrættisvinningur þegar þessi kappi fór að koma í smalamennskur.

Ekki slæmt að fá þrælvanan maraþonhlaupara í Giljatungurnar sem á líka svona snildar dætur sem koma með honum.

Hilmar þú ert ómetanlegur.

 

 

Þessir er líka góðir en þarna náði ég mynd af þeim þegar þeir voru að fylla á tankinn fyrir leitina.

Maron og Ísólfur tilheyrðu hestagenginu að sunnan verðu.

 

 

Já og þessi þurfti líka að fylla á fyrir heilan dag með mér í fjallinu.

Randi á örugglega eftir að skamma mig fyrir þessa mynd, ég bara náði ekki betri mynd......

 

 

Þessir voru slakir og biðu bara eftir að allir væru tilbúinir í verkin.

Verkefni dagsins voru aðeins breytileg annar fór að smala en hin lagði sig.

Kemur kannski að því að þeir hafi verka skipti.

 

 

Reiðmenn vindanna leggja af stað á Djúpadalinn.

 

 

Nú mega kindurnar vara sig..............................

 

 

....................og vera þægar.

 

 

Halldór, Þóranna og Skúli taka stöðuna í Gálutóftunum.

 

 

Hún Kristín Eir byrjaði ung að koma og smala með okkur hér í Hlíðinni.

 Já og mætti í baranvagni í sitt fyrsta fjárrag með okkur.

Hún er æviráðin eins og hinir snildar smalarnir okkar.

 

 

Afarnir í Hlíðinni spá í spilin, annar er reyndar úr Ólafsvík.

Já Atli og Skúli hafa séð eitthvað mjög merkilegt.

 

 

Jón Frammari Pétursson átti stórgóða sókn í smalamennskunni en þarna kannar hann hvort Mummi hafi nokkuð verið tæklaður.

Atli fylgist með eins og um góðan fótboltaleik væri að ræða, já svona eru þessi boltastrákar.

 

 

Skúli og Krakaborg með Sandfellið í baksýn.

 

 

Allt að koma og féð rann í rólegheitunum heim á leið.

 

 

Það getur tekið tíma að smala úr Kúabollunum.

 

 

En að lokum komst fé niður á Stekkjasandinn.

 

 

Skúli og Ísólfur riðu út Grafarkastið og niður á Neðstakast síðan upp Miðsneið.

 

 

Og allir smalar að skila sér í gengum hliðið uppá Barði.

 

 

Það gerðu líka smalarnir sem fóru í gegnum hliðið við Hjallholtið.

 

 

Eftir smalamennskur er tími til að ræða málin, Jón, Skúli og Hallur spá í spilin.

 

 

Ömmur þurfa líka að knúsa upprennandi sauðfjárbændur sem stóðu fyrir heima í rúmi þetta árið.

Það á nú eftir að breytast.

 

 

Þessi kappar voru góðir saman og ræddu heimsmálin.

 

 

Smalar í slökun.......................

Ísólfur, Haukur, Sara Margrét og Hrannar.

 

 

Hún Daníella var líka klár í slaginn en hér pósar hún bara fyrir mig.

Flotta dama.

 

 

Þessar mægður pósuðu líka fyrir mig, Erla Guðný og Elvan alveg með þetta,

 

 

Þegar hin amman hennar Heiðdísar mætti á svæðið var sjálfsagt að bjóða henni uppá völu og leggjaleik.

 

 

Magnús og Magnús hvað eru mörg emmmm í því ???
 

 

Þessi hittust í fyrsta skipti í partýi og slógu bara upp ættarmóti til að það liti betur út.

Einar frændi og Dunna með litla kappann sem var bara kátur með ættarmótið.

 

 

Og ekki var þetta nú síðra ættarmót með langaafabróðir og flottu frænku.

 

 

Söngurinn var að sjálfsögðu á dagskrá.

 

 

Og stuðið maður, stuðið........................

 

 

Föðurættarhittingur er fyrirhugaður................þetta er nefndin.

Aldursforsetinn Jói sem er bara unglingur og við hin fylgjum með.

Einar fyrir Pálslegginn, ég fyrir Ólafslegginn og Dunna fyrir Jóaleginn.

 

 

Svo fór það úr böndunum alveg eins og það á að vera.................

Alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst.

 

 

Grallarasvipurinn á þessum partý pinnum boðar ekki gott.............................

Einar og Hallur eitthvað að bralla.

 

 

Hugsandi kennarar..................hver ætli sé ekki að haga sér ????

 

 

Söngur af innlifun......................

 

 

Þessi störtuðu partýinu enda var Emilía búin að bíða allllllannnnnn daginn eftir þessu fjöri.

 

 

Eldhúsdagsumræður fara reglulega fram og eru misgáfulegar .

Þessar voru mjög gáfulegar.

Afhverju var þeim ekki sjónvarpað ??????

Garðabær, Kópavogur, Borgarnes, Ólafsvík og Hallkelsstaðahlíð áttu sína fulltrúa á mælendaskrá.

 

 

Já það er alltaf fjör í réttunum og hreint dásamlegt að fá tækifæri til að upplifa og njóta.

Þessar flottu dömur gerðu það svo sannarlega og nutu sín í botn.

Takk fyrir okkur, þið öll sem komið með einhverjum hætti að þessu rollufjöri okkar.

Þið gerið kindalífið okkar svo miklu betra.

 

20.09.2019 21:51

Og skipulagið flaut burt..............

 

Það er búið að rigna vel síðustu daga og klárlega bæta fyrir þurrka sumarsins.

Skipulag leita farið aðeins úrskeiðis hér í Hlíðinni en við ætlum að reyna rétta það af á morgun.

Síðast liðinn miðvikudagur var góður smaladagur þrátt fyrir rigningu en þá smöluðum við inní Hlíð og útá Hlíð.

Óvenjulega margt fé kom úr þeirri smalamennsku en við tókum aðeins stærra svæði en venjulega og svo hefur fé sópast niður úr fjallinu að undanförnu.

Fimmtudagurinn var ansi blautur en það er dagurinn sem við smölum Oddastaðaland og Hlíðarmúla.

Til að gera langa sögu stutta þá var stífur strekkingur og ausandi rigning þrátt fyrir það kom nokkur fjöldi fjár.

Rúmlega þúsund fjár var réttað í fjárhúsunum á meðan rigningin buldi á þakinu.

Smalamennsku sem átti að fara fram í dag  var hinsvegar fresta til morguns og nú er bara að vona að það viðri vel á morgun.

 

 

Svona leit Fossárin út í dag þegar meira að segja var farið að sjattna töluvert í henni.

 

 

Þá kom í ljós að fjórar kindur höfðu farið í strauminn og drepist, vonandi að fleiri hafi ekki farist í vatnavöxtunum.

 

 

Þarna er eftirlitsgengið að störfum.................

 

 

Það gekk á með helli dembum í allan dag.

 

 

Djúpadalsáin var kát.

 

 

Þessi leit öðruvísi út í sumar.

 

 

Hyldjúpur hylur við Rásina.

 

 

Já klárlega sund fyrir hross.

 

 

Myndarlegir lækir runnu niður hlíðina og aurspýjur fylgdu með.

 

 

Já þurrkasumarið er búið.

11.09.2019 22:05

Mannlíf í Kaldárbakkarétt.

 

Kaldárbakkarétt var sunnudaginn 8 september og var fyrsta réttin þetta árið hér um slóðir.

Smalarnir fengu ansi blautan dag þegar þeir smöluðu til réttar á laugardaginn.

Jónas á Jörfa og Guðjón í Lækjarbug skemmtu sér vel í réttinni eins og sjá má á myndinni.

 

 

Kristín í Krossholti var að sjálfsögðu mætt og er þarna á tali við Kristján Snorrastðabónda.

 

 

Magnús á Álftá og Markús ræða málin.

 

 

Margar hendur vinna létt verk.......................

 

 

Feðgarnir Kristbjörn á Hraunsmúla og Steinar frá Tröð líta á féð.

 

 

Líf og fjör eins og vera ber.

 

 

Verktakar í þungum þönkum.......... Björgvin á Grund og Kristinn Flesjustaðabóndi.

 

 

Húsfreyjan á Hraunsmúla dregur dilk í dilk.

 

Einbeittir í meira lagi...............

 

 

Spekingar spjalla....................

 

 

Andrés í Ystu Görðum og Hörður frá Hrafnkelsstöðum.

 

 

Krossholtsbóninn tekur stöðuna.

 

 

Já það er bara gaman í réttunum.

 

09.09.2019 18:00

Og sitthvað fleira......................

 

Þeir voru ófáir hestahóparnir sem komu til okkar í sumar.

Bæði var um að ræða skipulagðar ferðir og svo hópa á eiginn vegum.

Þessi flotti hópur sem þarna er á myndinni kom ríðandi Fossaleiðina úr Hörðudal hingað yfir í Hnappadalinn.

Það er alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn spjalla, gleðjast og rifja upp góða minningar.

 

 

Heiðurshjónin frá Laugardælum voru hress og kát eins og vera ber í svona ferðum.

 

 

Hjörtur og Mummi voru kátir jafnvel snemma morguns...........

 

 

Hjónin á Hólabaki að leggja á gæðingana.

 

 

Þessi tvö eru gamlir vinir og samstarfsfólk mitt frá því ég var að stússa í félagsmálum hestamanna.

Við vorum saman m.a í stjórn LH og fleiri stjórnum og nefndum hestamanna.

Sigríður Sigþórsdóttir og Haraldur í Laugardælum.

 

 

Þarna eru bændur í Laugardælum og Hólabaki klárir í hnakkinn.

 

 

Sigurður á Kálfalæk og hans fólk hefur komið við hjá okkur í fjölda ára.

Þá er oft tekið líflegt spjall og slegið á létta strengi hér á hlaðinu.

Á myndinni eru Svavar Gestsson og Sveinbjörn Hallsson að taka stöðu mála.

 

 

Þessir tveir Sigurðar voru í fylgdarliði Sigurðar á Kálfalæk og voru alveg til í að stilla sér upp fyrir myndatöku.

 

 

Þessi var líka í liðinu og sýndi mér hann Hrellir minn sem einu sinni var.

Mér sýndist bara fara vel á með þeim.

 

 

Góðir gestir voru margir hér á ferðinni í sumar eins og þessi mynd ber með sér.

Gamli kúasamlinn hann Steini Guðmunds kom í heimsókn með frúnna sína.

Þau voru kát í gamla bænum  eins og við hin að fá þessa heimsókn.

 

 

Þessi frænkuskott komu í hesta og heimalingaheimsókn í sumar.

Já og svo voru þær liðtækar með frænku sinni að baka súkkulaðiköku með súper miklu kremi.

................svona eins og sjá má á sumum.

 

 

Dómstörf eru alltaf skemmtileg og tími þeirra er vor og sumar.

Þarna er ég í góðum hópi dómara á gæðingamóti Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði.

Mjög eitthvað vestlenskt yfir þessum hópi....................... finnst mér.

Valdimar Skagamaður, Lárus Hólmari, Lillí tamningamaður í Söðulsholti, ég og svo hún Hanifé sem einu sinni var í vinnu hjá okkur í Hlíðinni.

 

 

 

Þegar við dæmum í Hafnarfirði sjá þessar elskur alltaf um að við höfum það gott hvað veitingar varðar.

Algjörir snillingar þessar tvær, það er jú nauðsynlegt að hafa dómarana geðgóða.

 

 

En vinir mínir í Dölunum áttu nú metið í blíðu þegar þeir héldu mótið sitt.

Þeir buðu uppá skemmtilegan dag með góðum hrossum víðsvegar að.

Alltaf gaman að koma í Búðardal.

 

Já sumarið er tíminn ...............var eitt sinn sungið.