07.10.2018 22:19

Málefnaágreiningur og smalagrín.

 

 

Það er ekki bara í mannheimum sem tekist er á um mikilvæg málefni og tilfinningar látnar í ljós.

Á þessum myndum er sótt hart að honum Jarpi mínum Glottasyni sem þarna fær svo sannarlega ,,orð í eyra,, 

Öðlingurinn Fannar heldur sínu striki og Einstakur sá ljósi lætur sér fátt um finnast.

 

 

 

Skrefin hjá Jarpi verða stærri og það verður líka opni munnurinn á vini hans........

 

 

 

Hér er þar komið sem að niðurstaðan verður þöggun..........annar hallar höfði og hinn bítur saman tönnum.

En svona til fróðleiks þá er það alveg á hreinu að hann Jarpur var ekki að tapa fyrir neinum.

Já þær eru margar skemmtielgar myndirnar frá henni Christiane Slawik.

 

Síðustu dagar hafa mikið til farið í seinni leitir og annað kindastúss sem þó fer að sjá fyrir endann á.

Heimtur eru að verða þokkalegar svona m.v árstíma, þegar lambafjöldin er kominn niður fyrir 50 og rollufjöldin undir 40.

Það þýðir þó ekki að hér verði látið staðar numið og treyst á Gvöð og lukkuna hvað heimtur varðar.

Á næstunni eru það sterku gleraugun, dróninn og smalaskórnir. Sett sem getur ekki klikkað með góðu veðri og skemmtilegu fólki.

Já nú skal leitað og fundið.

Verð þó að segja ykkur svona í trúnaði að hún Pálína forustukind er enn óheimt.............

En örvæntið ekki hún er í sjónlínu héðan úr stofuglugganum alla daga. Mig grunar að henni líði ekki vel svona andlega allavega.

Aðferðin frá því í fyrra við að ná henni heim er nefninlega enn í fullu gildi, já hún er ljót. Sko aðferðin.

Hér eru nefninlega allir samstíga í því að sjá hana alls ekki og veita henni enga athygli.

Það er slæmt ef að maður er forustukind sem gjarnan vill hasar og stórbrotnar smalamennskur.

Mig grunar að þetta verði eins og í fyrra en þá gerði þetta ömurlega afskiptaleysi það að verkum að Pálína kom heim um opið hlið og smellti sér saman við hinar kindurnar á túninu. Hún lét svo eins og hún hefði að sjálfsögðu ákveðið þetta alveg sjáf og gjörsigrað alla vonlausa smala.

Já Pálína er engum lík.

Við erum búin að farga hátt í 800 lömbum og erum bara nokkuð sátt með vigt.

Næsta mál í fjárstússinu er svo að fara í gegnum kindahópinn og velja endanlega líflömbin.

 

 

 

29.09.2018 22:01

Hestafjör............ móttaka og kveðjustund.

 

 Við hér í Hlíðinni vorum svo heppin að fá til okkar í heimsókn Christiane Slawik hestaljósmyndara og eiginmann hennar Thomas Fantl.

Horses of Iceland verkefnið bauð þeim í tíu daga ljósmyndaferð til Íslands og fengum við þann heiður að taka á móti þeim í nokkra daga.

Christiane er frá Þýskalandi og hefur 40 ára reynslu í hestaljósmyndun. Hún hefur ferðast um allan heim og myndað hross af mörgum kynjum.

Það var stórkostlegt að fá tækifæri til að kynnast þeim hjónum og ekki síður verða vitna af því hvernig svona vinna fer fram.

Eins og sjá má þá er fysta myndin á þessu bloggi tekin af Christiane en þessir flottu krakkar komu til okkar í fyrirsætustörf við þetta tækifæri.

Á næstunni munu koma hér inn á síðuna myndir sem teknar voru þessa daga hér í Hlíðinni.

Ég vil benda ykkur á heimasíðu Horses of Iceland en þar má m.a finna margar myndir sem teknar voru meðan á heimsókninni stóð.

https://www.horsesoficeland.is/is/islenski-hesturinn

Eins vil ég benda ykkur sem eruð á fésókinni á að við hér í Hallkelsstaðhlíð erum með facebook síðu á nafninu Hallkelsstaðahlíð.

Þar inni má finna fleiri myndir og einnig videó. Endilega kíkið á okkur þar og splæsið á okkur einu like.

Takk fyrir þið sem hjálpuðu okkur við þetta skemmtielga verkefni.

Á þessari mynd eru Gróa frá Hallkelsstaðahlíð og Gísli Sigurbjörnsson einnig Fannar frá Hallkelsstaðahlíð og Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir.

 

 

 

 

Þau Gísli og Hafdís smellut sér svo á bak þegar ,,alvöru,, fyrirsætu störfunum lauk og ég smellti af þeim nokkrum myndum.

Þarna eru þau systkinin á systkinunum Léttlind og Gróu en þau eru bæði unda Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Léttlindur er sonur Hróðs frá Refsstöðum og Gróa unda Glymi frá Skeljabrekku.

Þær myndir komu sér nú aldeilis vel þegar kom að því að segja ykkur næstu fréttir.

Nú í vikunni kvöddum við nokkur hross sem eru að flytja til nýrra eigenda þar á meðal voru bæði Gróa og Léttlindur.

Það vildi svo skemmtilega (nú eða ekki ) til að síðasta daginn sem rukkað var í Hvalfjarðargönginn fór frúin 4 ferðir þar í gegn.

Já það var dagurinn sem að hrossin fóru í læknisskoðun og síðan er flogið til framandi landa.

 

 

 

Glaumgosi frá Hallkelsstaðahlíð sonur Gosa frá Lambastöðum og hennar Glettu okkar.

 

 

 

Skurður frá Hallkelsstaðahlíð undan Vetri frá Hallkelsstaðahlíð og Gefn frá Borgarholti.

 

 

 

Gróa og Sviftingur bíða eftir að það komi að þeim.

 

 

 

Vinirnir Léttlindur og Blástur hafa oft svitnað undan sama hnakki eins og sagt var áður fyrr.

Það táknaði gott samband og vináttu.

Blástur er undan höfðingjanum Gusti frá Hóli og Kolskör minni. Bara svona okkar á milli þá var svolítið erfitt að kveðja þessa kappa.

 

 

 

Fangi og Svarta Sunna eru svolítið hugsi þegar þau kveðja Hlíðina í síðasta sinn nú eða kannski var það bara samferðakona þeirra sem var það.

Fangi er undan Þór frá Þúfu og Andrá frá Hallkelsstaðahlíð en Svarta Sunna er undan Sparisjóði og Bráðlát frá Hallkelsstaðahlíð.

Við óskum nýjum eigendum til hamingju með gripina, óskum þeim góðrar ferðar og vonum að hrossin verði sjálfum sér og okkur til sóma.

 

 

 

Það var ekki nóg með að ég brunaði þessar ferðir í bæinn með söluhross þennan fallega fimmtudag. 

Ó nei við Sabrína aðstoðardama brunuðum líka austur fyrir fjall til þess að sækja hana Snekkju en hún heimsótti höfðingjann Ramma frá Búlandi.

Á myndinni má sjá snillinginn frekar stolltan yfir því að skila hryssunni frá sér með rúmlega tveggja mánaða fyli.

Nú bíður Mummi bara og vonast örugglega eftir hryssu næsta vor en Snekkja átti hestfolald undan Goða frá Bjarnarhöfn í vor.

Hann hlaut nafnið Kuggur og hafði heldur betur stækkað á suðurlandinu í sumar.

 

Gott í bili en flottu myndirnar fara nú alveg að sýna sig.

20.09.2018 21:10

Réttafjör seinni hluti.

 

 

Veðrið lék við okkur þessa daga sem að atið var sem mest og allt gekk vel.

Þá er engin ástæða til annars en brosa og hafa gaman, það hressir, bætir og kætir.

 

 

Þessi brostu og tóku inn D vítamín í sólinni á Ströndinni.

 

 

 

Halldís að segja frændum sínum speki.

 

 

 

 

 

Mummi og Emmubergsbændur.

 

 

 

Þeir hafa séð eitthvað alvarlegt í dilknum þessir, Stella lítur bara undan.

 

 

 

Kátir voru karlar .......... á réttarveggnum í Vörðufellsrétt.

Kolbeinn, Jóel, Hallur og Hjörtur Vífill.

 

 

 

Þegar heim var komið úr Vörðufellsrétt var tekin létt eftirleit sem bar tilætlaðan árangur.

Að því loknu var mætt í veislu í því ,,efra,, eins og við köllum gamla húsið.

Á meðfylgjandi mynd er Brá að gera desertinn og Mumminn með faglegar ábendingar.......eða ekki.

 

 

 

Hugleiðsla fyrir partýið...........

 

 

 

Gulla með tvo krakka.

 

 

 

Ef að maður fer að verða 90 ára bráðum þá er maður að sjálfsögðu í stuði í réttunum.

Mummi og Lóa í góðum gír.

 

 

 

Og ekki versnaði nú félagsskapurinn við þessa ungu dömu.

 

 

 

Svo var komið að fjörinu í því ,,neðra,, hjá okkur.

 

 

 

Mæðginin í stuði , Magnús Hallsson og Ósk.

 

 

 

Yngri deildin.

 

 

 

Eldhúsdagsumræðurnar.

 

 

 

.............voru fínar.

 

 

 

Kolli og Hallur skáluðu og skemmtu sér.

 

 

 

Sætar frænkur.

 

 

 

Slökun.

 

 

 

Sumar þreyttari en aðrir.

 

 

 

Spilamenn í stuði með söngfugla að sunnan.

 

 

 

Innlifun..........

 

 

 

Sabrína tók vel valið óskalag og spilaði með strákunum.

 

 

 

Alltaf stuð við eldhúsborðið.

 

 

 

Húsfreyjur úr Garðabænum voru í stuði eins og sjá má.

 

 

 

Og ekki var nú dúettinn úr Hafnarfirði og Kópavogi síðri.

 

 

 

Erlan með  flottu hestadömurnar sem nutu sín vel í sveitinni.

 

 

 

Skál í boðinu dömur mínar.

 

 

 

Hlustað á sögur.

 

 

 

Skvísur að sunnan.

 

 

 

Og svo var það kjötsúpan þegar réttarfjörið var í hámarki á sunnudaginn.

 

 

 

Hestastelpu sófinn.

 

 

 

Erlan tekur á því í fjárraginu og dregur af krafti.

 

 

 

 

Þessir voru við öllu búnir.

 

 

Stelpustuð í sveitinni.

 

 

 

Þá er það Mýrdalsrétt en þarna er mættur skilamaður þeirra dalamanna Arnar bóndi á Kringlu.

 

 

 

Guðjón í Lækjarbug og Gísli á Helgastöðum.

 

 

 

Nágrannar þeir Albert á Heggstöðum og Gísli í Mýrdal.

 

 

 

Bændaspjall.

 

 

 

Halldís og Arnar taka stöðuna.

 

 

 

Blíða eins og alltaf í Mýrdalsrétt.

 

 

 

Samvinnan í fyrirrúmi Gísli í Mýrdal og Jónas á Jörfa með væna kind.

 

 

 

Og enn er gaman í réttunum eins og sést hér á mínum góðu sveitungum.

 

19.09.2018 22:08

Réttar rokk.

 

 

 

Við hér í Hlíðinni þökkum vinum og ættingju fyrir frábæra aðstoð í smalamennskum og réttum árið 2018.

Það er ómetanlegt að eiga ykkur að þegar að þessu stússi kemur.

Smali, eldhúsdama, hestasveinn, bílstjóri, snattari, skemmtikraftur það er sama hver þið eruð, öll dásamleg og ómissandi.

Bæði gagn og gaman það er góð blanda kæru snillingar. Enn og aftur takk fyrir.

Þetta árið gengu leitir og réttir afar vel fyrir utan eitt leiðinda óhapp þegar einn af smölunum okkar slasaðist á fæti.

Sem betur fer gerðist þetta þó þegar við vorum rétt að koma heim en ekki uppí fjalli. Úr því að þetta þurfti að gerast.

Alltaf ömurlegt þegar svona hendir en smalinn er hraustur og kemur vonandi tvíefldur á rauða dregilinn hjá okkur næsta ár.

VIð sendum okkar bestu kveðjur ,,yfir og út,, eins og við sögðum í leitinni með óskum um skjótan og góðan bata.

 

 

 

Það er að mörgu að hyggja þegar farið er í leitir, þessar tvær eru ósmissandi fyrir mig.

Hlíðin mín og talstöðin.

 

 

 

Við vorum ótrúlega heppin með veðrið þessa viku sem fjörið stóð.

Þarna má sjá Sandfellið sóla sig rétt fyrir sólarlagið á miðvikudeginum.

 

 

 

Þessir eru að leggja af stað í Oddastaðafjall og Ponsa til þjónustu reiðubúin.

 

 

 

Hrannar og Rifa í klettaklifri.

 

 

 

Og fleiri bætast í hópinn.

 

 

 

Þó svo að ekki sjáist margar kindur á þessari mynd þá var sögulegur fjöldi þegar við rákum inn.

En við höfum undanfarin ár rekið inn það fé sem kemur úr smalamennskunni fyrstu tvo dagana og dregið ókunnugt frá.

Það gerum við til að möguleiki sé að koma öllu fé inní rétt á sunnudeginum þegar allt hefur verið smalað.

 

 

 

Hlíðinn er brött.

 

 

Þessi fer á hjóli í fjallið  og stundum er stund til að slaka á.

 

 

 

Þetta er hinsvegar herdeildin sem reið til fjalla að sunnanverðu og smalaði þar.

Við voru reyndar mikið fleiri en hinir náðust ekki á mynd..........

 

 

 

Þessir bræður eru öflugir smalar og hér sjást þeir undirbúa sig fyrir fjörið.

Ragnar fer í Giljatungurnar en Kolbeinn á Djúpadalinn.

 

 

 

Þessir bræður stóðu sig vel eins og við var að búast og það gerði líka höfðinginn Straumur frá Skrúð.

 

 

Maron og Molli sko MMin tvö að leggja í ann.

 

 

Þessir í stuði rétt fyrir brottför.

 

 

 

 

Þessar sætu skvisur voru hressar að vanda og klárar í smalamennskuna.

 

 

 

Svenna leiðist nú ekki að hafa uppáhalds Gróuna við eldhúsborðið með sér.

 

 

 

Hilmar og Herdís eru heldur betur ómissandi í Giljatungurnar. 

 

 

 

Magnús Hallsson slakar á og er brosandi eins og alltaf þessi elska.

 

 

 

Bræður.

 

 

 

Og fjórhjólabræður..............þessir smala saman að norðanverðu.

 

 

 

Atli og Hrannar ræða málin.

 

 

 

Hörður í Vífilsdal að smala hér í fyrsta sinn.

 

 

 

Ósk, Gulla og Stella nutu sín vel eins og vera ber.

 

 

 

Frænkurnar Svandís Sif og Lóa.

 

 

 

Lóa með krakkana Björgu og Hrannar.

 

 

 

Það er alltaf stuð í Vörðufellsrétt, þessar voru hressar.

 

 

 

Meiri krúttin þessi tvö.

 

 

 

Og líka þessi.

 

 

 

Þessir bræður hafa alltaf verið góðir grannar okkar í Hlíðinni jafnvel þó svo að þeir hafi flutt sig um set.

Fyrst á meðan þeir bjuggu á Höfða, síðan þegar Hjalti bjó á Vörðufelli og Siggi á Leiti.

Og enn þann dag í dag þó svo að annar búi í Stykkishólmi en hinn í Borgarnesi.

Já við eigum margar góðar minningar um skemmtilegar heimsóknir og hestaferðir saman.

 

 

 

Hér eru svo fyrrverandi og núverandi ábúandi á Vörðufelli.

 

 

 

Þessar dömur mættu í Vörðufellsréttina, Stella, Stína og Hesdís ræða málin.

 

 

 

Sabrína og Ósk.

 

 

 

Þóra og Halldís spá í spilin.

 

 

 

Mæðgur mættar í réttir.

 

 

 

Litli Hallur og stóri Hallur................hefur loðað við þá í áratugi eða alveg frá kúasmala árunum í Hlíðinni.

 

 

 

Þessum köppum leiðist ekki að hittast og gera grín.

 

 

 

Rekið á milli dilka.

 

 

 

Brosmild í réttunum þessi.

 

 

 

Herdís og Jóel Jónasarbörn.

 

 

 

Hildur, Júlíana og Gulla.

 

 

 

 

Kindasálfræðingurinn að störfum.

 

 

 

Emmubergsmæðgur.

 

 

 

Það var blíðan.

 

 

 

Frændur.

 

 

 

Spekingar spá.

 

 

 

Feðgar telja....................og telja.

 

Þegar þetta er skrifað hefru fjörið staðið yfir frá því á miðvikudegi með smalamennskum, réttum og ýmsu fjöri.

Það var sem sagt í dag sem að 600 lömb brunuðu norður á Sauðárkrók og með því lauk þessari vikutörn.

En pásan er ekki löng því að smalamennskur halda áfram enn um sinn og stúss sem að þeim fylgir.

Ég á hinsvegar mikið magn af myndum sem teknar voru og bíða þess að birtast hér á síðunni.

Já krakkar á næstu dögum koma inn myndir úr fleiri réttum og að sjálfsögðu réttarpartýinu góða.

10.09.2018 22:09

Svignaskarðarétt 2018.

 

Það var dásamleg blíða í réttunum sem fram fóru hér á vesturlandinu í dag.

Hér koma svipmyndir frá hátíðinni í Svignaskarði sem fór að venju afar vel fram.

Við hér í Hlíðinni brunuðum og gerðum okkar skil fyrir hönd Kolhreppinga.

Það var létt yfir mannskapnum og voru réttirnar jafnvel notaðar til að sverma fyrir tíma í klippingu.

Já það mæta allir á svona hátíðir sem réttirnar eru, tamningamenn, hárskerar og allavega fólk.

Þorgeir, Skúli og Auður Ásta í stuði.

 

 

 

Þessar frænkur voru flottar að vanda Elísabet, Heiða Dís og Guðrún allar Fjeldsted.

 

 

 

Skvísurnar í Laxholti nutu sín í fjörinu.

 

 

 

Það gerðu líka heiðurshjónin þar á bæ.

 

 

 

Og ekki versnaði nú félagsskapurinn við þessi tvö.

 

 

 

Þrír ættliðir úr Rauðanesi.

 

 

 

Hugsandi menn.

 

 

 

Þessar flottu dömur voru sjálgefið myndefni.

 

 

 

Lilla er alltaf í flottustu peysunni og líka í dag.

 

 

 

Haukur á Vatnsenda, Steini Vigg og Helga spá í spilin.

 

 

 

Þórarinn frá Hamri var að sjálfsögðu mættur.

 

 

 

Einar í Túni tók tilboðið tveir fyrir einn.....................

 

 

 

Guðríður, Stefán og Ásgeir fylgjast með á kantinum.

 

 

 

Svo brosmildar dömur.

 

 

 

Haukur og Steini.

 

 

 

Allt að gerast.

 

 

 

 

Brekkubændur voru brosmildir enda ekkert annað í stöðunni.

 

 

 

Farið að síga á seinni hlutann.

 

 

 

Og réttin rétt að verða búin.

 

 

 

Spáð í spilin.

 

 

 

Og staðan tekin.

 

 

 

Jóhanna í Laxholti fann þennan flotta grip og vippaði í dilkinn.

 

Já þetta var góður dagur rétt eins og þeir eiga að vera.

02.09.2018 22:11

Mannlífið í Kaldárbakkarétt.

 

Fyrsta fjárrétt ársins allavega hér um slóðir fór fram í dag þegar réttað var í Kaldárbakkarétt.

Eins og sjá má var blíðskaparveður og allt fór fram eins og til var ætlast.

Smalamennskan í gær gekk vel þrátt fyrir nýtt landslag í Hítardal en skriðan fræga setur óneitanlega svip á landið.

 

 

Þessar kindur virtust bara ánægðar með að vera komnar í dilkinn sinn enda er útsýnið úr honum með betra móti.

 

 

 

Húsfreyjurnar á Hraunsmúla og í Mýrdal voru kampakátar eins og vera ber.

 

 

Það voru líka bændur í Ystu Görðum þau Þóra og Andrés.

 

 

 

Benni og Óli spá í spilin.

 

 

 

Kristján og Dísa Magga á Snorrastöðum voru að sjálfsögðu mætt.

Dísa er sennilega að fara yfir útvarpsvitalið hjá Kristjáni bónda...........

 

 

 

Ungir bændur.is

 

 

 

Frændur ræða málin.

 

 

Þessir kallar voru kátir alveg eins og á að vera í réttunum.

 

 

 

Já og þessir líka.

 

 

Anna Dóra á Bergi og Ingunn í Lækjarbug fylgjast með.

Aldeilis glæsileg kindapeysan hjá henni Ingunni, sannkallaður réttarbúningur.

 

Þessir tveir muna tímana tvenna og tóku spjall alveg eins og við eldhúsborðið.

 

 

 

Hreppstjórinn okkar er hugsi og fær sér bara sæti á réttarveggnum.

 

 

 

Kristín í Krossholti hefur mætt oft í Kaldárbakkaréttina og lét sig ekki vanta núna.

Þarna ræðir hún við fjölskylduna á Kálfalæk.

 

 

 

Staðan tekin, Sigurður í Krossholti og Bogi á Kálfalæk líta á safnið.

 

 

 

Staðarhraunsfeðgar kátir að vanda.

 

Góður dagur í Kaldárbakkarétt og þá er haustið formlega komið.

 

 

31.08.2018 23:33

Ferðin fína...........

Það var gaman að leika sér við kjör aðstæður í ferðinni okkar fínu.

Jafnvel fólk á besta aldri finnur þörf hjá sér til að bregða á leik og njóta sín.

 

Við mæðginin í góðum gír og Mummi með myndavélina sem því miður hafði farið ósparlega með rafhlöðuna og var í fríi þennan daginn.

 

 

 Áning á góðum stað.

 

 

Það er sama hvort þú ert verknemi, vinnukona nú eða húsfreyja það skemmta sér allir vel.

Þessar hafa verið vinkonur í mörg ár.

 

Áfram veginn...........

 

 

 

Það er mjúkt undir fæti þarna.

 

 

Og hér er gaman.

 

 

Og njóta dagsins.

 

 

Dásemdin ein.

 

 

Ættum við að þora líka ???

 

 

Spjallað í kaffitímanum.

 

 

Hugleiðsla í fullum gangi.

 

 

Hættur að leika sér.

 

 

 

 

Stefna til hafs en þó er farið varlega eins og vera ber þegar sjórinn er annars vegar.

 

 

Leikur í lagi.

 

 

Á kvöldin var svo tekið á því í leikjadeildinni, allt að gerast.

 

 

Og planið er .................

 

 

Áhorfendabekkurinn.............. ó nei dómarabekkurinn.

 

 

Gæðingakeppnin hafin.............

 

 

Þessi var að temja og það gekk nú bara nokkuð vel.

 

 

Sjáið þið veðrið .......??

Já og morgunæfingarnar.

 

 

Slakað á í blíðinni góður dagur framundan.

 

 

Ein af meistarakokkum ferðarinnar að störfum.

 

 

Erla og Fannar ræða málin, Lífeyrissjóður minn pósar af lífi og sál.

 

Orð eru óþörf. 

Myndin skoðist með gleraugum og hugmyndaflugi.

 

 

Við Auðséð mín erum ,,vinkonur,,

 

 

Með stefnuna á hreinu.

 

 

Lífið er dásamlegt.

 

 

Og hestaferðir................maður minn hvað er gaman.

 

 

Kátir voru karlar og markvörðurinn á pípuhliðinu er alveg að standa sig.

 

 

Svona myndir verða ekki til af sjálfum sér. 

Á þessari mynd grillir í annan af aðal ljósmyndurum ferðarinnar.

Takk fyrir allar flottu myndirnar Gróa Björg.

 

 

Hugsað um hafið..............

 

 

Góðar minningar eru gulli betri.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

30.08.2018 22:27

Jæja lömbin mín...............

 

Réttir - leitir - og allt.

 

Nú styttist í fjörið enda tími slökunnar og sumarfrís liðinn hjá flestum sauðum landsins

Fjallskilanefndir hafa keppst við að raða niður dagsverkum og fjallskilaseðlar berast sem aldrei fyrr.

Við erum svo heppin að nokkrir vaskir smalar hafa haft samband til að reka á eftir skipulaginu.

Það er því alveg orðið tímabært að smella á ykkur nokkrum vel völdum dagsetningum.

 

Miðvikudagurinn 12 september - smala inní Hlíð og útá Hlíð.

Fimmtudagurinn 13 september - smala Oddastaðaland og taka úr því ókunnugt.

Föstudagurinn 14 september - smala Hlíðar og Hafurstaðaland.

Laugardagurinn 15 september - Vörðufellsrétt.

Sunnudagurinn 16 september - rekið inn hér í Hlíðinni - dregið í sundur - keyrt niður í rétt - vigtað - og metið.

Mánudagurinn 17 september - sláturlömb rekin inn og yfirfarin.

Þriðjudagurinn 18 september - Slátulömb sótt - Mýrdalsrétt.

 

Þetta er planið í grófum dráttum, nú er bara að vonast eftir góðu veðri og skemmtilegu fólki.

Hlakka til að sjá ykkur.

 

Allar nánari upplýsingar hjá bændum og búaliði.

 

 

28.08.2018 17:30

Draumaferð ársins................

 

 

 

Það er gaman í vinnunni og þegar vinnan og leikur blandast saman verður stórkostlegt.

Já hún var hreint stórkostleg hestaferðin sem við fóru í um daginn.

Skemmtilegt fólk, góðir hestar og allt gekk svo ljómandi vel. Hvað er hægt að hafa það betra ?

Hér má sjá hópinn saman kominn í túnfætinum á Höfða en þarna erum við á leiðinni heim.

Einhver tæknisnillingurinn í ferðinni fann út að best væri að stilla myndavélin til þess að ná öllum saman.

Það gekk vel að mestu leiti aðeins einn snéri sér undan.................sko Freyja hundur.

Vika fór í ferðina sem farin var í stuttu máli milli fjalls og fjöru.

Hér á eftir gefur að líta myndir sem teknar voru í ferðinni og fanga bara stemminguna nokkuð vel.

Annað eins safn kemur síðar en nokkrir ljósmyndarar eiga heiðurinn af þessu.

 

 

 

 

Sólin á Kolbeinsstöðum er dásamleg enda nutu Mummi og Brá hennar vel.

 

 

 

Allir að verða klárir í hnakkinn Jonni, Erla og Elvan alveg með þetta.

 

 

 

Frú Auður með allt undir kontról.

 

 

 

Linda og Sabrina bíða eftir brottför frá Kolbeinsstöðum.

 

 

 

Það gera líka Maron. Skúli og Gróa.

 

 

 

Sennilega er Auður að senda Svenna skilaboð................ hann er svo langt í burtu.

 

 

 

Þessi Svenni yngdist upp um hálfa öld við að fá svona flottan einkabílstjóra.

Það er ekki nokkur ráðherrabílstjóri sem toppar þennan.

 

 

 

Það var glimrandi gangur þegar við fórum frá Kolbeinsstöðum að þessu sinni og enginn hestur með teljandi vandræði.

Svolítið annar bragur en síðast þegar við þurftum á hjálp íþróttaálfsins að halda.

 

 

 

Lestin þétt og allir í stuði.

 

 

 

Við komun heim á kvöldin og höfðum það gott, hér spjalla spekingar um daginn og veginn.

 

 

 

Þessar skuttlur úr Garðabænum áttu fyrsta kvöldið í eldhúsinu.

 

 

 

Og þessar nutu sín í blíðunni.

 

 

 

Já já við skulum vera spök............. þessi með allt á hreinu.

 

 

 

Blíðan við Laugargerði er heimsfræg og klikkað ekki að þessu sinni.

 

 

 

 

Gróa og Gróa.

 

 

 

Alltaf stuð í Kolviðarnesi, þarna má sjá kokkinn og lærlinginn. Nánar um það síðar.

 

 

 

Þessar dömur kátar.

 

 

 

Bakkabræður........... nei reyndar ekki en þetta eru klárlega stígvélabræður.

Þeir voru kátir með sig svona rétt áður en riðið var í árnar.

 

 

 

Og ekki skorti áhorfendurna................

 

 

 

............

 

 

 

Staðan tekin í Stakkhamarsnesinu, sokkarnir undnir og sumir þurftu að losa úr stígvélunum.

 

 

 

Alltaf svo gaman að koma til þeirra heiðurshjóna Gumma og Oddnýjar.

 

 

 

Höfðingjar heima að sækja.

 

 

 

Hér er dagleiðin gerð upp og spáð í þá næstu.

 

 

 

Sennilega er Hulda að lesa þessum herra pistilinn........ hann er allavega niðurlútur.

 

 

 

En það er bjart yfir þessum.

 

 

 

Góður staður til að hvíla lúin bein.

 

 

 

Guðný og Hafgola ræða málin á sinn hátt.

 

 

 

Guðný á marga góða vini hér eru nokkrir af þeim.

 

 

 

Gaman hjá þessum.

 

 

 

Og þessum líka.

 

 

 

 

Auður veit ekki að Freyja er í áfengisvarnarráði...............

 

 

 

Hvað þarf marga til að skipta um dekk ???

Þrjá kalla og enga konu.

 

 

 

Járningaþjónustan var opin.

 

 

 

Og sérfræðingar á hverju strái.

 

 

 

,,Mummi veistu hverjir eru bestir,, ??

 

 

 

Í trúnaði sagt.................við.

 

 

 

Svona eru matartímarnir í hestaferð.

 

 

 

Allir elska ömmu Stínu, þarf að vera með í hverri ferð. Dásamleg.

 

 

 

Það er gott að stoppa í túnfætinum á Höfða rifja upp góðar minningar og borða nestið.

 

 

 

Fullt af veitingum í boði og allir slakir.

 

 

 

Og sumir meira slakir en aðrir.

 

 

 

Skúli og Maron að ræða eitthvað sem Klaka litla finnst frekar óspennandi.

 

 

 

Kristín Rut var í stuði alla ferðina, hér er það pabbaknús.

 

 

 

Fannar og Guðný Dís taka stöðuna.

Já þetta er smá sýnishorn frá dásamlegum dögum sem við áttu saman í hestaferð.

Fleiri myndir koma fljóttlega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

02.08.2018 08:39

Folöld árið 2018 og það á enn eftir að bætast við.

 

Þessi þarna nývaknaði er Kuggur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Goði frá Bjarnarhöfn og móðir Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Kuggur tekur ,,Möllers,, á hverjum degi.................

 

 

Og svo er að teyja............

 

 

Þetta er Fimmtugur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Þristur frá Feti og móðir Rák frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Fimmtugur er flottur og fínn. Hvað eru mörg F í því ??

 

 

Alfreð frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Kafteinn frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Blika frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Alfreð fékk nafn þegar fyrsti og besti leikur landsliðsins í fótbolta á HM fór fram.

Brá sem á folaldið var fljót að ,,grípa boltann á lofti,, og nefna hann Alfreð þegar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta markið.

Þetta er því Alfreð ekki Finnboga sem sést hér teygja úr sér.

 

 

Sporskur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Dúr frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Karún frá Hallkelsstaðahlíð.

Sposkur er skemmtilegur og er sannfærður um eigið ágæti sem er kostur ef maður er hestur.

 

 

Sjaldgæfur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Mugison frá Hæli og móðir Sjaldséð frá Magnússkógum.

Þegar ég brunaði með Sjaldséð undir Mugison var einbeittur vilji að rækta Framsóknar Gránu.

Ekki gengur allt eftir hvorki í pólitíkinni né hrossaræktinni. 

En ég er afar ánægð með skjóttan hesta sem þarna á myndinni er u.þ.b hálftíma gamall.

 

 

Snös frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Símon frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Þríhella frá Hallkelsstaðahlíð.

Myndin af Snös er tekin þegar hún og mamma hennar voru að fara í Dalina til að njóta sumarsins með honum Dúr.

 

 

Þessi hér er svo ennþá óköstuð og kemur vonandi með eitthvað skemmtilegt mjög fljóttlega.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

29.07.2018 15:50

Heim í heiðardalinn.

 

Föstudagurinn 27 júlí var afmælisdagur Ragnars heitins frænda míns en þá hefði hann orðið 85 ára.

Af því tilefni komum við nokkur úr fjölskyldunni saman og heiðruðum minningu hans.

Ragnar hafði fyrir löngu ákveðið að láta brenna sig og að öskunni yrði dreift á einum af uppáhaldsstöðum hans í Hafurstaðafjalli.

Það var því upplagt að gera það þennan fallegasta og besta dag sumarsins. Logn, sól og blíða, meira að segja allan daginn.

Á þessari mynd má sjá hluta þeirra sem mættu og fylgdu honum ,,heim,,

 

 

 

Svona til að flestir fái viðunandi mynd af sér er rétta að setja inn nokkrar.............

 

 

 

............og þá verða flestir flottir.

 

 

Bræðurnir Kolbeinn og Ragnar taka stöðuna.

 

 

Mummi og Ragnar spá í að bæta metið uppá Múla........... Mummi á það enn.......

 

 

Þessir voru ekkert að huga um svoleiðis met.

 

 

Rökræður................... 

 

 

Hver haldið þið að hafi unnið ??.....................

 

 

Allir út að skoða sólin ekki svo oft sem hún nú sést.

 
 
 
 

 

 

Sólarmegin.

 

 

Besta sætið.

 

 

Hér er mannskapurinn kominn suður að Hafurstöðum.

 

 

Skúli og Jóel eru orðnir óvanir að horfa á sólina.

 

 

Elsa Petra, Svandís Sif og Sverrir Haukur að kanna rústirnar á Hafurstöðum.

 

 

Halldís, Lóa og Stella njóta lífsins.

 

 

Frú Björg er sólarmegin.

 

 

Hallur og Sveinbjörn njóta útsýnisins af Snoppunni.

 

 

Hjörtur og Heiðdís á röltinu.

 

 

Það rifjast margt upp..................

 

 

Lóa og minningarnar............... hátt í 90 ár hafa nú ýmislegt að geyma.

 

 

Ungar dömur taka á rás................

 

 

.............og frændi gefur ekkert eftir og tekur stefnuna.

 

 

Gaman saman við brunninn.

 

 

Hrannar, Halldís og Þóra.

 

 

 

 

Ragnar með Stellu og Lóu sér við hlið.

 

 

Frændurnir Halldór og Ragnar.

 

 

Það er nú það.

 

 

Lóa og Hallur á Naustum.

 

 

Þessi kunnu vel að meta fjallaloftið.

 

 

Líka þessi.

 

 

Það var alveg einstakt og mjög gaman að sjá þennan flotta heiðursvörð sem tók sér stöðu á brúninni fyrir ofan þann stað sem Raganr hafið valið.

Mjög viðeigandi á þessum fallega afmælisdegi að hestarnir kæmu við sögu.

 

 

Fallegt var veðrið þennan dag.

 

 

Og viðeigandi fyrir fjallaferðir..................

 

 

Þessi stóð vaktin í hliðinu þegar bílarnir fóru í gegn.

 

 

Eftir ferðina í Hafurstaðafjallið var viðeigandi að drekka saman kaffi og spjalla.

Og sjálfsagt að hafa með því rjómatertur með koktelávöxtum, brúntertu og hveitibrauð.

Þannig hefði nú Ragnar kunnað að meta það.

 

 

Mummi og Jóel slaka á eftir kaffið.

 

 

Sólskinsbros í sólinni, tja nema Hrannar........... svolítið skuggalegur.

 

 

Þessi síðasta mynd segir heilmikið um það hvernig dagurinn var.

Allir ánægðir með hvernig til tókst og veðrið sannarlega það besta sem í boði hefur verið í sumar.

Ég er sannfærð um að Ragnar hefur haft áhrif til að gera þennan dag svona vel heppnaðan.

Til hamingju með 85 ára afmælið, já og velkominn heim.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

23.07.2018 21:51

Það er blessuð blíðan eða þannig.....

 

Þau eru dásamleg kvöldin hér í Hlíðinni þegar almættið bíður uppá litadýrð af þessu tagi.

Ég stökk út með símann og smellti af mynd, ja svona í tilefni af því það var ekki rigning.

Annars er ég alveg að hætta tala illa um rigninguna svona í ljósi frétta af frændum okkar.

 

 

 

Miðnættið var líka flott.................

 

 

En svo kom þessi elska og læddist niður Hlíðarmúlann, svona eins og verið væri að breiða yfir fyrir nóttina.

Já veðrið hefur haft uppá margt að bjóða þetta árið.

 

En að öðru.......

Hér eru fædd fimm folöld og ef að allt gengur upp eiga að fæðast tvö í viðbót þetta árið.

Sposkur undan Dúr frá Hallkelsstaðahlíð og Karúnu.

Alferð undan Kafteini frá Hallkelsstaðahlíð og Bliku.

Kuggur undan Goða frá Bjarnarhöfn og Snekkju.

Fimmtugur undan Þristi frá Feti og Rák.

Snös undan Símoni frá Hallkelsstaðahlíð og Þríhellu.

Ókastaðar eru Sjaldséð sem var hjá Muggison frá Hæli og Létt sem var hjá Dúr frá Hallkelsstaðahlíð.

Kolskör mín lét í apríl folaldi undan Múla frá Bergi.

 

Það er strax farið að leggja drög að nýjum gripum á næsta ári og því var brunað með hryssur á stefnumót.

Gangskör fór til Kveiks frá Stangarlæk.

Snekkja til Ramma frá Búlandi.

Kolskör til Heiðurs frá Eystra Fróðholti.

Þríhella til Dúrs frá Hallkelsstaðahlíð.

Á næstu dögum verður ákveððið hvaða fleiri stefnumót verða í boði.

 

Dúr er í girðingu á Lambastöðum og Sparisjóður á annríkt í girðingu hér heima, aldeilis gaman hvað hann fær af hryssum.

Aðrir garpar eru í þjálfun og verða bara að taka á móti hryssum með góðfúslegu leyfi þjálfaranna.

 

Það eru býsna margar fætur á járnum hér í Hlíðinni um þessar mundir og mikið riðið út.

Við erum að þjálfa söluhross, frumtemja og hreinlega hrossast alla daga. Bara gaman.

Mummi er einnig kominn á fullt í reiðkennslu hér heima og tekur á móti bæði hópum og einstaklingum.

Fer aldeilis líflega af stað í reiðhöllinni.

 

Nú styttist einnig í að við tökum gistihúsin í notkun og allt að verða klárt.

Við munum auglýsa þau frekar þegar nær dregur.

 

Þó svo að færri hafi komið á tjaldstæðin en síðasta ár þá hefur veiðin í Hlíðarvatni verið afar góð.

Þar sem að vatnið er með allra mesta móti vorum við ekki viss með það hvernig veiðin færi af stað í vor.

Það hefur hinsvegar komið í ljós að hún er með allra besta móti og jafnvel met síðari ára.

Svo að þið sem eruð í veiðihug verið hjartanlega velkomin.

 

Bændur og búalið smelltu sér á Landsmót hestamanna nutu góðra gæðinga og skemmtilegs fólks í viku.

Á meðan réðu hér ríkjum góðir vinir sem sáum um bústörf og annað sem til féll á meðan.

Aldeilis snild að fá svona þjónustu, takk fyrir okkur.

Ískalt mat á Landsmóti ................. ískalt, fjöldinn allur af gæðingum, úrval knapa sem í langflestum tilfellum voru sér og sínum til sóma.

Góð aðstað, flottir skemmtikraftar og skemmtilegt fólk sem mér fannst reyndar ekki alveg nógu margt, sko fólkið.

Það sem uppúr stendur svona í minningunni, ógleymanlegt par Kveikur frá Stangarlæk og Aðalheiður Anna og Spuni frá Vestukoti sem var frábær undir styrkri stjórn Þórarins Ragnarssonar.

 

Heyskapurinn potast þó svo að tíðin sé ekki alveg uppáhalds.

Við tókum þá ákvörðun að prófa samstarf við verktaka þetta árið og fá þjónustu við stóran part af heyskapnum.

Það hefur gengið vel og eru þegar þetta er skrifað komnar hátt í 500 rúllur og flatt á þónokkrum hektörum.

 

Já það er líf og fjör í sveitinni nánar um það síðar.

 

 

 
 
 

21.06.2018 22:13

Og það kom sól..............

 

Þó svo að myndgæðin séu kannski ekki 100% þá er gaman að taka myndir sem eldast vel.

Já eftir nokkur ár verður gaman að skoða þessa mynd og spá í hvert framhaldið verður með hvern grip.

Á myndinni er hún Kolskör mín með fjórar dætur sínar, hún er undan Dósent frá Brún og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð.

F.v Hafgola undan Blæ frá Torfunesi, Kolrún undan Arði frá Brautarholti, þá Kolskör sjálf, Gangskör undan Adam frá Ásmundarstöðum og Hlíð undan Glymi frá Skeljabrekku.

Allar þessar mæðgur í miklu uppáhaldi hjá mér.

Um að gera nota blíðuna til myndatöku jafnvel þó það sé bara með símanum.

 

 

Það er líka upplagt að mynda spjallandi kalla undir vegg á svona degi.

Þeir sátu þarna og ræddu heimsmálin en hálf fældust þegar ég smellti af þeim mynd.

Mummi, Skúli og meistari Hörður voru hressir.

 

 

Það gat ekki verið betra veður til að gelda en boðið var uppá í gær.

Hjalti mætti galvaskur í verkið og var fljótur að framkvæma verknaðinn.

 

 

Sumir bara komnir á stutterma............... já það getur hlýnað í Hlíðinni.

 

 

Slökun í sólinni eftir að folarnir voru búnir en þá var komið að því að ,,herraklippa,, meindýraeyða búsins.

Af einskærri tillitsemi birti ég ekki myndir af þeim enda frekar fram lágir eftir fyrsta ,,fyllirí,, lífsins.

 

Já sumir dagar færa okkur sól en aðrir ekki sól en svolítið af vætu.
 

13.06.2018 21:55

Húsin eru komin......

Síðast liðin nótt var nýtt til að flytja nýju gistihúsin hingað í Hlíðina.

Húsin eru  tvö og var þeim fundinn góður staður á Steinholtinu þar sem þau munu hýsa gesti í framtíðinni.

 

 

Við nutum góðrar þjónustu þeirra feðga hjá fyrirtækinu Þorgeiri ehf á Rifi en þeir seldu okkur m.a steypuna í reiðhöllina í sumar.

Þarna er Árni Jón að taka beyjuna niður á Steinholtið sem var nú aldeilis í þrengri kanntinum.

Allt gekk eins og í sögu eins og við var að búast.

 

 

Veðrið lék við okkur og bauð uppá einn dýrðar dag.

 

 

Þarna má sjá annan bústaðinn komast á sinn stað...................

 

 

 

 

Þessir voru auðvita á kanntinum annar að taka myndir með dróna en hinn að fylgjast með að allt fari vel fram.

 

 

Þarna er það seinna að komast á sinn stað.

Þríhellurnar í Hlíðarmúlanum nutu sín vel og settu skemmtilegan svip á bakgrunninn.

 

 

Og að lokum voru bústaðirnir komnir niður en þjónustu húsið bíður átekta eftir að fá nánari staðsetningu.

Nú er bara að klára við að tengja, gera og græja svo að húsin geti farið sem fyrst í notkun.

Nánar um það síðar já og ítarlegri umfjöllun kemur fljóttlega.

 
 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

31.05.2018 11:35

Það er komið sumar......................fréttir úr ýmsum áttum.

Vorðboðinn ljúfi er mættur hér í Hlíðina enda ekki seinna vænna.

Já hér á bæ er það fyrsta folaldið sem er klárlega merki um vor og bjartari tíma.

Hún Karún mín kastaði brúnu hestfolaldi þann 29 maí.

Faðirinn er hann Dúr frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Snekkju Glotta og Konserti frá Hofi.

Dúr var nú ekki viðstaddur fæðinguna eins og flestir nútíma feður en vafalaust ríg montinn samt.

Karún sem nú er að verða 24 vetra gömul lítur út eins og ,,unglingur,, enda dekruð eins og heiðurs frú sæmir.

 

Á næstu dögum bætist við í folalda hópinn en nú eru 6 hryssur ókastaðar.

Eins og sést á myndinni fylgjist Blika vel með öllu enda er hún sennilega ein af þeim fyrstu.

Nú er bara næsta mál að velja kappa fyrir þá gömlu.

 

Annars er það helst í fréttum héðan úr Hlíðinni að maí sló öll met í leiðinda veðráttu.

Snjór, frost, rigning, rok og allt það leiðinlegasta var í boði þennan annars ágæta mánuð.

 

 

Svona var ástandið að kvöldi hvítasunnudags............. og átti bara eftir að versna um nóttina.

Þá var gott að eiga stór hús og aðeins 35 kindur úti.

 

 

Bæjarlækurinn tók brjálæðiskast einn maí daginn.

 

 

Og nýjar ár urðu til í Hlíðarmúlanum.

 

 

Þessi mynd segir nokkuð um ástand bænda og búaliðs þegar langt var liðið á sauðburð.

En sauðburðurinn hefur gengið vel og algjört met slegið hér á bæ í frjósemi en við fegnum mörg ,,bónus,, lömb.

Veðráttan hefur þó sett svip sinn á sauðburðinn og fjöldi fjár sem enn er inni er meiri en nokkru sinni fyrr.

Það stendur þó til bóta og þessa dagana er frúin í ham með markatöngina að vopni.

 

 

Þessi voru samt bara nokkuð hress og ræddu heimsmálin á jötubandinu.

Það er svo gott við fjárhúsin þar er ekkert kynslóðabil.

 

 

Hér er heilagur matartími...................

 

 

Flekka litla er samt ekki á matseðlinum.....

 

 

Um þessar mundir er víða verið að mynda meirihluta..............

Lubbi og Móra eru í störukeppni eins og víða viðgengst við þær aðstæður.

Móra er fæddur leiðtogi að eigin áliti og hefur ákveðið að hún verði aðal skítt með vilja hinna 680 kindanna.