13.03.2012 23:15

Listinn góði

Eins og ég sagði ykkur frá þá hefur verið birtur listi yfir þá knapa sem voru með lang fæsta áverka á síðasta ári úr tíu kynbótasýningum eða fleiri.
Það skal tekið fram að margir fleiri knapar náðu góðum árangri en hér er bara horft til þeirra knapa sem sýndu a.m.k tíu sýningar. Fjórir knapar eru ekki skráðir með neina áverka og tveir af þeim sýna yfir 30 hross og þar af voru nokkur í verðlaunasætum á Landsmóti.

Í stafrófsröð.

Nafn                                                Fjöldi                     Hæfileikar            Áverkar               Hlutfall
Anton Páll Níelsson                  10                             7,88                              1                          10%
Erlingur Ingvarsson                  10                             7,82                              1                          10%
Gísli Gíslason                                38                             7,73                              0                         0%
Hekla K Kristinsdóttir               10                             7,87                              0                         0%
Helga Una Björnsdóttir            10                             7,83                              1                          10%
Jakob S Sigurðsson                     86                            7,94                              7                           8,1%
Jóhann K Ragnarsson                21                             7,82                              1                           4,8%
Karen L Marteinsdóttir            10                              7,58                             0                           0%
Mette Mannseth                          30                             8,16                               0                           0%
Sara Ástþórsdóttir                     10                              8,09                             1                           10%
Steingrímur Sigurðsson           13                               8,09                             1                           7,7%
Vignir Siggeirsson                      10                              7,77                             1                            10%

Eins og þessi listi ber með sér eru fullyrðingar sem stundum hafa heyrst um að ekki verði komist hjá áverkum ef sýna eigi mörg hross til árangurs, hreinlega rangar.
Mín skoðun er sú að á hverju ári eigum við að birta lista yfir þá sem bestum árangri ná á þessu sviði. Það er hvatning til knapa um að leggja sig fram og góðar upplýsingar fyrir hrossaræktendur.
Að hampa því sem jákvætt er huggnast mér betur en að rífa niður og vellta mér upp úr því neikvæða.

Til hamingju knapar góðir þetta er góður listi.

10.03.2012 22:28

Það liggur svo makalaust ljómandi á mér............Ég hef fengið misjöfn viðbrögð við síðasta bloggi en þar rakti ég spennusögu sauðfjárbónda.
Ein góð vinkona mín úr landbúnaðargeiranum sá meira að segja ástæðu til að hringja í mig og kanna andlegt ástand mitt.  Auðvitað var það gott og húsfreyjan himinn lifandi enda ný kominn úr frábærum reiðtúr þegar síminn hringdi.
Og að sjálfsögðu held ég því fram að ég hafi ekki farið í fýlu síðan rétt eftir miðja síðustu öld eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Á myndinni erum við frændsystkynin Þóra, Hallur og ég sem var ekki í sérstöku fyrirsætu stuði eins og sjá má.

Við skelltum okkur á góðan fund suður að Hvanneyri í vikunni en þar voru þeir félagar Guðlaugur Antonsson, Kristinn Guðnason og Lárus Hannesson á ferð.
Þetta er árleg hringferð þeirra félaga en eins og einhverjir muna þá fór ég með þeim fyrir tveimur árum síðan. Ferðasagan er hér á blogginu með myndum og ferðalýsingu.
Í fyrra var það Haraldur Þórarinsson formaður LH sem fór með þeim en í ár er það formaður gæðingadómarafélgsins Lárus Hannesson sem er þriðja hjólið.
Margt fróðlegt kom fram og var m.a listi yfir helstu fyrirmyndarsýnendur kynbótahrossa gerður opinber. En það er listi yfir þá aðila sem sýna fleiri en 10 hross í kynbótasýningum ársins og eru til fyrirmyndar hvað áverka varðar.
Ég birti þennan lista hér fljóttlega því mér finnst sjálfsagt að kynna hvaða fólk þetta er sem nær þessum góða árangri.

Í dag fór ég á árlegt endurmenntunarnámskeið gæðingadómara sem haldið var í Reykjavík.
Ágætis námskeið og alltaf gaman að hitta mannskapinn, þá er ég búin að fara á endumenntunarnámskeið bæði í íþrótta og gæðingadómum þetta árið.
Veðrið var ekki skemmtilegt á heimleiðinni og mátti eiginlega segja að ég fyki heim.
Ég var meira að segja svo hress eftir ferðalagið að ég rauk til og bakaði bæði snúða og skinkuhorn þegar heim var komið.
Svona getur húsmæðraveikin blossað upp, já rétt eins og flensan.

Aftekningar standa yfir þessa dagana svona þegar ekki er útreiðaveður og þar sem nóg hefur verið af umhleypingum þá er þetta bara að verða komið vel á veg. Eins gott að vera búin að taka af þegar Nossarinn okkar hann John kemur að sóna kindurnar.

Allt gott að frétta úr hesthúsinu og nú verð ég að fara að standa mig betur við að taka myndir af hrossunum sem eru í þjálfun. Þið verðið jú að geta fylgst með eða hvað?

Að lokum til að fyrirbyggja allan misskilning þá liggur ljómandi vel á mér þessa dagana.03.03.2012 21:54

Burtreið og kerlingatuð......Þetta er myndin ,,Baksvipur,, nú eða ,,Burtreiðin,,

Já ,já ég er alltaf að hugsa um hversu gaman er að ríða fjörurnar í góðum hópi.
Þegar ég skoða myndasafnið mitt og leita að myndum til að setja inn með blogginu þá eru myndirnar frá fjöruferðunum alltaf ofarlega á listanum.
En fjöruferðir bíða þar til í sumar nema náttúrulega ég finni einhvern í fjöru............

Það var vor í Hlíðinni í dag og frábært útreiðaveður sem að var vel nýtt hjá aðal tamningamanninum. Við hin fylgdum góðri heiðurskonu síðasta spölinn.

Síðustu vikur hefur sauðfjárbóndinn í mér rokið stundum upp í hressilegu stresskasti sem oftast hefur endað með ærlegu húsfreyjutuði af bestu gerð. (VERSTU)
Áhyggjurnar hafa verið margvíslegar..........
Ég hef verið sannfærð um að það verði kalt og vont vor með frosti fram í júní.
Ég hef verið örugg um að verða heylaus og því til staðfestingar mistalið rúllurnar margoft.
Ég hef séð fyrir mér að rollurnar væru geldar og ófrjósamar, gelmingarnir geldir og númerin færu bara í 750. Þessu til staðfestingar hefur mig dreymt gemlingana í hoppum og leik en rollurnar allar blámerktar.
Ég var líka sannfærð um að heyin væru svo lélega að þegar kæmi að því að taka snoðið af þá mundu kindurnar líta þannig út að ég yrði að hætta að taka á móti gestum.
Ýmislegt fleira sá ég fyrir mér sem ekki verður tíundað hér en verð þó að hugga sjálfan mig í það minnsta..........
Það er búið að klippa 70 kindur og þið eruð hjartanlega velkomin í heimsókn, vonandi verður allt hitt líka í rétta átt.
Gott vor, nóg af heyjum, frjósemi og fjör þegar líða fer á verturinn............
Já þessar kellingar geta heldur betur tekið rokur...........og óþarfa stressköst.


29.02.2012 22:07

Gaman að góðum GlotthildarfréttumGlotthildur frá Hallkelsstaðahlíð.

Núna býr Glotthildur erlendis eins og sagt er, þessi mynd er tekin þegar hún var ung og enn með stóðinu í fjallinu hér heima í Hlíðinni.
Ég hef reglulega fengið fréttir af Glotthildi og var nú heldur betur kát þegar ég fékk nýjustu fréttirnar frá tamningamanninum og eigandanum.
Bara gaman þegar vel gengur með hrossin hjá nýjum eigendum.

Mummi fór til Svíþjóðar um síðustu helgi og var þar með reiðnámskeið hjá góðu fólki, alltaf gaman að fara á nýjar slóðir.
Á þriðjudögum er hann svo með góðan hóp sem byrjaði í sínum fyrsta tíma í gær.
Nú er riðið út hér af mikilli elju enda fullt hús af skemmtilegum hestum sem gaman er að vinna með.

Skemmtilegu Hersveinssynirnir komu aftur til okkar í gær og í dag komu líka nýjir hestar í stað þeirra sem fóru heim til sín í gær. Já koma og fara, fara og koma það er gangurinn.26.02.2012 22:18

Hugmyndasnauð...........Þessi er tekin í febrúar...................af hlaðinu heima.Þessi er tekin í apríl.....
Þessi er tekin í nóvember..............Og þessi er tekin í júní............ þá er það ljóst að hugmyndaflug húsfreyjunnar er ekki mikið þegar kemur að myndatökum.

Annars er bara allt gott að frétta héðan úr Hlíðinni mikið riðið út, rekið og hvíldardagurinn algjörlega hundsaður. Það er bara ekki hægt að láta svona veður framhjá sér fara þegar mörg skemmtileg verkefni eru í boði.

Plús dagsins fær Sparisjóðurinn minn fyrir sérstaklega skemmtilegan rekstrartúr.
Litla mínusinn fær Hlíð mín Glymsdóttir sem var óþarflega sjálfstæð í rekstrinum í dag en kannske var hún bara skýjum ofar eftir sigurgöngu föðurs síns í gær:)

Stóra Mínus dagsins fær ungfrú Freyja (hundur) sem tætti hænsnafóðurpokann í smátt (verð að heiman þegar hænsnahirðirinn kemst að því) já það er ekki alltaf allt fengið með dugnaðinum............

23.02.2012 21:53

Gamalt og gottOg enn eru það gamlar myndir sem ég smelli hér inn...........
Þarna eru félagarnir Mummi og Snorri frá Borgarhóli en þeir voru ,,keppnisvinir,, um nokkurt skeið. Árangurinn af þeirri vináttu var bara nokkuð góður og eiga þeir sameiginlega á annan tug verðlaunagripa.
Snorri er kominn í ,,grænu hagana hinumegin,, og unir sér örugglega vel á nýjum slóðum.Þarna er mynd sem tekin er árið 1995 af mér og Frama frá Bakka sem var hér í Hlíðinni að sinna skyldustörfum. Eins og þið sjáið þá var þetta fyrir hjálmaöld en þó eftir stríð.......

Myndirnar sem ég tók af folöldunum á folaldasýningunni voru ekki góðar en ég vil benda ykkur á að á blogginu hans Svans eru myndir http://dalsmynni.123.is/blog/ 
Í gær voru folöldin tekin undan hryssunum og eru nú komin inn en hryssurnar komnar saman við stóðið. Sem sagt alvara lífsins framundan hjá litlu krúttunum.

21.02.2012 23:08

Gamalt og nýttHúsfreyjan og Tign frá Meðalfelli móðir hans Stolts litla, myndin er tekin fyrir ,,stuttu,, síðan.

Varð að deila með ykkur hláturskasti kvöldsins en ég er í óðaönn að skanna gamlar myndir. Sumar eru birtingahæfar aðrar ekki, eins og þið sjáið eru sumar hreint alveg á gráu svæði.
Á næstunni ætla ég svo að smella inn nokkrum gömlum góðum myndum sem teknar hafa verið við hin ýmsu tilefni.

Annars er bara allt gott að frétta héðan úr Hlíðinni og allt gengur sinn vana gang nema kannske veðrið sem við nennum ekkert að ræða.
Í gær voru það bollurnar en í dag að sjálfsögðu saltkjöt og baunir að hætti hússins.
Já já ég var bara nokkuð húsmóðurleg þegar saltkjötið og baunasúpan kraumaði í stóra pottinum.Og svona fyrst ég var að renna yfir gamlar myndir þá fann ég líka þess hér, Astrid og Ansu skemmta sér við uppvaskið. En Salómon svarti horfir ábyrgum augum á mig og skilur ekkert í þessum hlátri hjá þeim vinkonunum...........uppvaks er ekkert grín það veit hann.
En vel á minnst Astrid er að fara í smalapróf á morgun norður á Hólum, svo við hérna í Hlíðinni sendum henni okkar bestu strauma með von um gott gengi í prófinu.
Já og Ansu fær líka kveðju til Finnlands...........sjáumst á Landsmóti í sumar.Þessi voru já og eru nú sæt, þessar elskur Gróa Björg, Anna Gréta og Jóhann.

Já það finnast margar góðar í þykku möppunum skal ég segja ykkur og ég er rétt að byrja.

18.02.2012 21:44

Stoltblogg...........Varúð..........montblogg.

Já við gerðum góða ferð á folaldasýningu sem haldin var í Söðulsholti og erum bara svolítið montin skal ég segja ykkur. Það má nú svona stundum er það ekki???

Keppt var í tveimur kynjaskiptum flokkum og voru rétt um 50 folöld skráð til leiks og kepptu.
Fyrir dellufólk eins og mig er alltaf gaman að spá í ættir og þá sérstaklega ferðurna því nær alltaf þekki maður meira til þeirra en mæðranna.
Þarna voru folöld undan mörgun þekktum stóðhestum svo sem Sveini- Hervari, Arði frá Brautarholti, Sæ frá Bakkakoti, Dug frá Þúfu, Tinna frá Kjarri, Dofra frá Steinnesi, Ugga frá Bergi, Spuna frá Vestukoti, Hákoni frá Ragnheiðarstöðum, Kvisti frá Skagaströnd, Álfi frá Selfossi, Glymi frá Skeljabrekku og Fláka frá Blesastöðum.
Og að sjálfsögðu mörgum öðrum heiðurshestum sem ég tel ekki upp hér.
Frá okkur hér í Hlíðinni komust fjögur folöld í úrslit þau Stoltur, Krakaborg, Fleyta og Randi.
Við vorum himinnlifandi með það og sér í lagi þar sem við notuðum öskubylinn í gær til að reka folöldin inn og voru því ekki búin að raka þau eða meðhöndla á nokkurn hátt.
Eftir úrslitin var staðan þannig að Stoltur minn sigraði flokk hestfolalda, Krakaborg sigraði flokk merfolalda, Fleyta litla var í öðru sæti og Randi í 4-5 sæti.
Þetta var líka góð skipting á verðlaunum svona ,,heimilisfriðarlega,, séð..............
Ég á Stolt sem er undan Tign minni og Alvari frá Brautarholti, Skúli á Krakaborg sem er undan Þríhellu hans og Sporði frá Bergi, Mummi á Fleytu sem er undan Skútu hans og Stíganda frá Stóra-Hofi og að lokum á Sveinbjörn frændi minn Randi sem er undan Snör og Soldáni frá Skáney. Folatollinn undan Soldáni fékk Sveinbjörn í afmælisgjöf frá Randi og Hauk í Skáney, svo kallinn er heldur betur glaður með gjöfina fínu.F.v Sigríður á Hjarðarfelli sem átti þriðja sætið fyrir Herkúles, Borghildur Gunnarsdóttir, Hrísdal sem átti annað sætið fyrir Kjöl og síðan húsfreyjan sem er stolt af Stolti sínum í fyrsta sætinu.
Einar bóndi í Söðulsholti afhennti verðlaunin með góðri aðstoðarstúlku úr eigin ræktun.Þá er það flokkur merfolalda, þriðja sætið fékk Halldóra Einarsdóttir í Söðulsholti fyrir Kríu sína, annað sætið hlaut Guðmundur Margeir Skúlason fyrir Fleytuna sína, (mútta gamla tók við verðlaununum) og loks Skúli Skúlason sem hlaut fyrsta sætið fyrir Krakaborg sína.

Að sjálfsögðu fannst okkur þetta góður dagur og erum kát með úrslitin þó svo að þetta sé bara til gamans gert. Það er jú gott markmið að hafa gaman af lífinu og þetta er hluti af því.

16.02.2012 21:55

Folaldasýning á næstu grösumEnginn tími hefur gefist síðustu daga til að skrifa eitthvað hér á síðuna en núna kemur smá.

Mummi var með reiðnámskeið í Grundarfirði um síðustu helgi og fer þangað aftur um þá næstu.
Ég smellti mér á endurmenntunnarnámskeið íþróttadómara á sunnudaginn síðasta.
Ágætis námskeið og fyrirlesturinn hjá honum Einari Öder var algjör snild, bæði skemmtilegur og fræðandi.
Mikið hefur verið riðið út í vikunni enda veðrið með besta móti og því dagarnir í hesthúsinu afar langir og fjölbreyttir.
Fyrirmyndahestar vikunnar eru Tryggð Blæs, Silla Sólons og Stjarna Hryms.
Eigendur hafa komið að líta á gripina sína og en aðrir bara í heimsókn.
Smá örmerkileiðangur var tekinn í aðrar sveitir um leið og litið var í  afmæliskvöldkaffi.
Við endurheimmtum líka gripi sem stungið höfðu af og ferðast á eiginn vegum í algjöru óleyfi.
Já og ýmsar aðrar uppákomur hafa á dagana drifið þessa vikuna sem ekki verða tíundaðir hér.

En framundan er folaldasýning í Söðulsholti á laugardaginn og er stefnan tekin þangað ef að veður leyfir. Ég er afar veðurhrædd þegar kemur að því að ferðast með folölin okkar.
En vonandi verður gott veður á laugardaginn svo að ég þurfi ekki að tuða um að heima sé best.

11.02.2012 22:41

HrísdalsfundurStjórn LH boðaði til fundar með hestamönnum á vesturlandi og var fundurinn haldinn í hesthúsinu í Hrísdal. Á meðfylgjandi mynd má m.a sjá Harald Þórarinsson formann LH sem að hélt tölu og kynnti þau mál sem efst eru á baugi hjá Landsambandinu.Gunnar Örn formaður hestamannafélagsins Faxa kom með fyrirspurnir til formannsins en á þessari mynd er engu líkara en að hann sé að bresta í söng.Jökull Helgason okkar gamli Snæfellingur sýndi stórkostleg tilþrif og átti örugglega bestu ,,hreppsstjórasnýtuna,, á fundinum, enda vanur rokinu í Staðarsveitinni.Þarna eru það örugglega dómaramálin sem eru til umræðu Sigurður Ævarsson, Einar Öder og fleiri í alvarlegum samræðum.

Fleiri myndir og nánari fréttir koma fljóttlega enda margt í gangi þessa helgina, námskeið, dómarendurmenntun og margt fleira.

07.02.2012 18:27

Sitt lítið af...........Þetta er hún Freyja litla fjárhundur sem dreymir um kindur bæði í svefni og vöku.
Kannske rætast draumarnir og fjörug smalaævintýri með krassandi fjöri á næsta leiti ?

Það er hálfgert vor hér í Hlíðinni var a.m.k 10 stiga hiti í morgun og blíða en fór að hvessa með látum þegar leið á daginn. Ég er ekki frá því að það hafi verið vor í nokkrum hrossum sem höfðu mikla hreyfiþörf þegar þau komu út. Allt fór samt vel fram og menn og hestar urðu undantekningalaust samferða í þeim ferðum sem farnar voru í dag.Folöldin hafa mikinn áhuga á að fylgjast með þegar riðið er framhjá stóðinu og þarna hefur eitthvað mjög mikilvægt verið í gangi.
Þetta eru frænkurnar Stekkjaborg og Krakaborg en á bakvið sperrir Stoltur litli sig.Fyrstu reiðtúrarnir eru oft skemmtilegir þó svo að ,,barnabragð,, sé af heildarmyndinni.
Á þessari mynd er gripurinn í fyrsta sinn fyrir utan gerði og inniaðstöðu.
Það er alltaf svo gaman að spá í spennandi tryppi sem eru að byrja í tamningu.

Annars gengur allt sinn vanagang og nóg um að vera sérstaklega í hesthúsinu.

Í síðustu viku voru ýmis afrek unnin svo sem keyrður út skítur sem var að verða til vandræða þar sem veður og færð höfðu ekki verið hliðholl okkur.
Við vorum orðin full værukær hvað tíðarfarið varðaði enda síðustu ár ekki gefið tilefni til annars. Þetta verður sennilega betra næsta vetur því eftir slæmt vor árið 2011 reikna ég algjörlega með því að vorið 2012 verði harðindavor.

Stjórn Félags tamningamanna fundaði líka í síðustu viku enda mörg erindi til að afgreiða.
Góður fundur og ýmislegt framundan hjá félaginu sem er athygglivert.

Brunað var eitt kvöldið á leikritið Skugga Svein sem sýnt var í Lyngbrekku. Aldeilis frábær skemmtun með góðum leikurum og sumum hreinlega frábærum.
Hefði örugglega verið til í að fara aftur ef það hefði verið í boði.

05.02.2012 22:08

Já já svolítið meira frá þorrablótinuVeislustjórinn á þorrablótinu kynnti ýmsa gagnlega hluti svona á milli atriða, hér er það búnaðurinn sem gæti hjálpað ,,hægdrykkumönnum,, við drykkjuna.Þetta aftur á móti kemur sér vel fyrir þá sem vilja ná upp sæmilegum dampi við drykkjuna.Hér eru kátir nágrannar úr Miklaholtshreppnum ómissandi fólk á þorrablótið.Ekki er ég viss um hvort að Hraunholtafrúin ætlaði að skála við Bergsfrúnna eða taka af henni glasið ????..................en Dúddý sá um að allt færi þokkalega fram.Hér er farið að líða á kvöldið...............
Mig grunar að hér hafi verið pólutískar umræður í gangi og þess vegna sé myndin svona.........það er ekki allt á hreinu  í stjórnmálaheiminum í dag. Eða hvað????
Sigurður Hraunholtabóndi og Einar ,,Bónusbóndi,, ræða málin.

04.02.2012 21:56

Þorrablót 2012Það var þröngt á þingi og mikið fjör þegar árlegt þorrablót í Lindartungu fór fram í gær.Margt var til gamans gert en þó er það oftast maður sem er manns gaman á svona samkomum.Hljómsveitin var góð enda uppáhalds hljómsveitagæinn minn í henni.......Einar frændi minn.Enginn trommari var í hljómsveitinni en það hafði valdið Albert á Heggsstöðum áhyggjum um langa hríð. Veislustjórinn Kristján bóndi á Snorrastöðum var samt klár á ,,kanntinum,, ef að illa færi hjá hljómsveitinni. Já þeir sjá fyrir öllu þessar elskur.Og að sjálfsögðu voru þessi heiðurshjón mætt eins og venjulega.Það fór vel á með þessum dömum eins og meðfylgjandi mynd sýnir glöggt.Og ekki var samkomulagið síðra hjá þessum.Björg og Ingvi Már skemmtu sér vel en þetta var þorrablótsfrumraun Ingva Más sem lét ýmislegt yfir sig ganga svo sem að tjútta við gamla frænku svo eitthvað sé nefnt.Sumir taka ,,virðulegan,, snúning á meðan aðrir taka sveiflu með stæl......................Þessi mynd gæti nú alveg heitið hláturskastið......................mikla í Lindartungu.Þarna var kominn svefngalsi í sumar enda búið að tjútta fyrir allan peninginn.Ég held að hér hafi u.þ.b verið að ganga frá skemmtidagskrá næsta ættarmóts...............frændurnir.Frekar eru þeir spekingslegir þessir kappar svona í þorrablótslok...................hvað ætli sé í gangi..............líklega körfubolti eða bilaðir traktorar.Þarna er ein í lokin af þeim Sveinbirni og Þóru sem voru sessunautar á blótinu.

26.01.2012 21:36

Ræktun..........Bara ein setning um veðrið....................það varð ekki næstum eins slæmt og veðurfræðingarnir spáðu svo það er ekki einu sinni ófært hingað til okkar í Hlíðinni.

Ég átti örugglega eftir að segja ykkur undan hverju folöldin sem væntanlega fæðast hér í vor eru. Það er kannske glannalegt að tala um það sem ófætt er en ég læt vaða hér með.

Létt fór undir Frakk frá Langholti.
Karún fór undir Spuna frá Vestukoti.
Kolskör fór undir Arð frá Brautarholti.
Skúta fór undir hann Sparisjóð minn.
Rák fór undir Dyn frá Hvammi.
Dimma fór undir Loga frá Ármóti.
Upplyfting undir Gosa frá Lambastöðum.

Undan þessum hryssum öllum nema Rák eru núna tryppi á fjórða vetur sem flest eru komin inn til tamningar.

Léttlindur undan Létt og Hróðri frá Refsstöðum.
Jarpur undan Karúnu og Glotta frá Sveinatungu.
Blástur undan Kolskör og Gusti frá Hóli.
Snekkja undan Skútu og Glotta frá Sveinatungu.
Sigling undan Dimmu og Sólon frá Skáney.
Lyfting undan Upplyftingu og Gosa frá Lambastöðum.

Fimm af þessum hryssum eru núna með folöld sem eru undan eftirfarandi hestum.

Létt er með Léttstíg sem er undan Sporði frá Bergi.
Karún er með Lífeyrissjóð sem er undan Alvari frá Brautarholti.
Kolskör missti undan Arði frá Brautarholti.
Skúta er með Fleytu sem er undan Stíganda frá Stóra-Hofi.
Dimma er með Stekkjaborg sem er undan Hlyn frá Lambastöðum.
Rák er með Fjarka undan Þristi frá Feti.


Svo komu nokkrar hryssur tómar frá stóðhestum sumarið 2011 og undir nokkra fáum við að koma aftur.
Já það er alltaf gaman að spá og spekulegra í þessum málum.

Fyrirmyndarhestar dagsins...............já já ég ætla bara að hafa það fyrir mig núna en ég er ánægð með MINN.

23.01.2012 23:09

Meira fé meira fé meira féFegurðin á fjöllum á þessum árstíma er fyrir löngu orðin þekkt í það minnsta hjá þeim sem kunna að meta kyrrð og ró.

Í dag fóru vaskir sveinar héðan úr sveitinni inní Stóra-Langadal til að kanna hvort einhverjar eftirlegukindur væri þar að finna. Kapparnir fóru á snjósleðum, fjórhjólum og bílum. Ferðin var svo sannarlega ekki til einskis því þeir náðu þar sex kindum. Á leiðinni heim brunuðu svo Mummi og Ásberg í Hraunholtum sem að báðir voru á snjósleðum um fjöllin og fundu fjórar kindur í viðbót á Sátudalnum. Við hér í Hlíðinni áttum eina veturgamla kind í hópnum þannig að nú höfum við heimt lamb og rollu sitthvorn daginn.
Ekki væri nú slæmt að heimta hrút á morgun...........fyrst þetta er nú komið í gang.
Það er góð tilfinning nú þegar spáð er vitlausu veðri að tíu kindur séu komnar á hús í dag.Sátan hefur nú stundum verið hlýlegri þegar ég hef riðið yfir Flatirnar á sumrin en falleg var hún engu að síður í dag. Þau eru ekki mörg stráin sem að uppúr hafa staðið fyrir kindurnar að bíta við Sátuna en hópurinn leit bara vel m.v árstíma og aðstæður.Stóri-Langidalurinn var ansi hvítur þó svo að þar sé nú yfirleitt beit fyrir nokkra svanga munna.Þarna er svo Hraunholtabóndinn Ásberg sem var ferðafélagi ljósmyndarans í dag.