Tamning og þjálfun.

 

 

 

 

 


Í Hallkelsstaðahlíð höfum við rekið heilsárs tamningastöð frá árinu 1992.

Við höfum átt góð samskipti við fjöldan allan af fólki vítt og breitt um landið. Frá byrjun höfum við haldið dagbók yfir tamningahrossin í henni kemur fram nafn, eigandi, aldur, litur og tímabilið sem hesturinn hefur verið hjá okkur. Þessar upplýsingar eru okkur dýrmætar, gaman að skoða og rifja upp þegar frá líður. Tamningahrossin eru á þessu tímabili komin vel á annað þúsund.

Við erum öll félagar í Félagi tamningamann - FT og teljum mikilvægt að vera þar virkir félagsmenn.

Við höfum reynt að vera dugleg við að ná okkur í fróðleik, fara á námskeið og fylgjast með nýjungum.
Guðmundur Margeir sonur okkar hefur útskrifast sem tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.

Hjá okkur hafa dvalið og starfað fjöldinn allur af góðu fólki, fólki sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á hestum og hestamennsku. Flestir hafa komið héðan frá Íslandi, en þó þegar að er gáð þá hafa verið hjá okkur fólk frá mörgum löndum. Löndin eru: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Þýskaland, Skotland, Belgía, Ítalía, Swiss, Slóvenía, Kína og stóra Ameríka.

Við bjóðum uppá reiðkennslu, tamningar og þjálfun árið um kring.
Verið hjartanlega velkomin að hafa samband í síma 862-8422
 eða 7702025
eða á netföngin: [email protected] , [email protected][email protected].