02.03.2018 22:23

Góður afmælisdagur.

 

Hún mamma mín hefði orðið 75 ára þann 25 ferbrúar og af því tilefni komum við fjölskyldan saman hér í Hlíðinni.

Hittingurinn var skipulegaður með mjög stuttum fyrirvara þar sem að veður hafa verið válind og lítið að treysta á spár.

Við systkini og ská systkini komum saman og borðuðum steik að hætti mömmu með ís og ávöxtum í desert.

Auðvita var svo kökuveisla löngu áður en steikin var búin að sjatna í mannskapnum. En svona var þetta gjarnan og engin ástæða til að breyta því. Ekki hefði hún viljað senda liðið svangt heim.

Reiðhöllin var skoðuð og auðvitað prófuð, tekin staðan í fjárhúsunum og bara haft gaman saman.

Hér á fyrstu myndinni erum við systur með Ragnar bróðir í baksýn. Íris Linda er svo á milli okkar.

 

 

Mummi tók unga frænkfólkið í smá reiðkennslu og naut aðstoðar Fannars eins og oft áður.

Þess má geta að þegar einni frænkunni var tilkynnt að hún væri að fara í sveitina var fagnað ægilega.

Fögnuðurinn var þó ekki yfir því að hitta okkur, ónei það var aðal málið að hitta snillinginn Fannar.

Svandís Sif og Fríða María að æfa jafnvægið.

 

 

Og auðvita verða foreldrarnir að mynda smá...................

 

 

 

Þessi var alsæl með vin sinn Fannar.

 

 

Það er stuð að tví menna.

 

 

Stelpustuð í reiðhöllinni.

 

 

Halldór smellti sér líka á bak og tók nokkra spretti.

 

 

Hér er beðið í röð eftir reiðtíma...................

 

 

Upprennandi knapar með öðlinginn Fannar.

 

 

Það var fleirum sem fannst gaman að prófa reiðhöllina.

 

 

Og það er frábært að taka smá eltingaleik inni.................

 

 

Hér eru spekingar að spjalla Mummi, Árni og Kolbeinn.

 

 

Bræður, frændur og skáfrændur.

 

 

Guðmundur, Skúli og Kolli spá í spilin.

 

 

Það gerðu líka Ragna og Þóranna.

 

 

Þessir feðgar nutu sín vel í sveitinni og voru eldhressir.

 

 

Enski bolti eða eitthvað álíka var í sjónvarpinu.........................

 

 

En þessir ræddu bara heimsmálin og reyndu að bjarga því sem bjargað verður.

 

 

Skvísu mynd af þessum Þóranna, Lóa sem er ný orðin 88 ára og Hrafnhildur.

Ég má örugglega bara segja hvað Lóa er gömul.............

En hún er ótrúleg prjónar sokka af því líkum krafti að hvað prjónávél sem er ætti að skammast sín.

Rok selur á sveitamarkaði og sendir reglulega sokka í kassavís í Rauða krossinn.

Hún er ekki ánægð nema þó nokkur pör séu klár eftir vikuna.

Já svona eiga 88 ára stelpur að vera.

 

 

Frænkur í stuði.

 

 

Skúli að gera þessar eðal systur óðar.

 

 

Þær voru kátar þessar dömur.

 

 

Smá mynda pós.

 

 

Halldór var að lesa fyrir hópinn.

 

 

Þessi sá um að smakka..................

 

 

Sá nú svolítið eftir molanum í systur sína.

 

 

Og til að rétta af hollustu mælirinn var tekið á því í salatinu................. eða sko jarðaberjunum í salatinu.

Já það má alveg týna jarðaberin úr hjá Sigrúnu frænku bara ef maður blikkar hana fyrst.

 

 

Hér eru það eldhúsdagsumræðurnar.

 

 

Og stofu spjall.

 

 

Beigaldabændur.

 

 

Þessir unnu verkin á meðan við spjölluðum við gestina.

 

 

Slakað á eftir matinn....................

 

 

 

Þessi náði í fjarstýringuna og kveikti á enska........................

 

 

Og varð ekkert smá kátur með sig.....................

,,Sjáið hvað ég gat ,,

 

Dagurinn heppnaðis afar vel með góðri samveru og skemmtun.

Mamma og Sverrir hafa örugglega fylgst með okkur úr sumarlandinu og fagnað 75 árunum eins og við.

Það er gott að ylja sér við góðar minningar.

Til hamingju með daginn þinn mamma mín svona hefðir þú örugglega viljað hafa hann.

Takk þið öll sem gerðuð daginn ógleymanlegan.