Færslur: 2020 Júlí
02.07.2020 14:58
Veiðin og blíðan ..........það er fín blanda.
Veiðin hér í Hlíðarvatni í Hnappadal hefur verið með afbrigðum góð það sem af er sumri. Þrátt fyrir að veðurguðinn hafi boðið uppá full fjölbreyttan veðurseðil þá eru menn kátir. Margir stóri urriðar og vænar bleikjur hafa komið á land veiðimönnum til mikillar ánægju. Tjaldstæðin hafa verði nýtt og fólk notið þess að vera í kyrrð og ró laust við ys og þys.
|
Já kvöldkyrrðin hér í Hlíðinni er dásamleg og ekki skemmir útsynið nú fyrir.
Einmitt...........ég er alveg hlutlaus.
Svo að maður tali nú ekki um morgnana.................... Verið velkomin til okkar í Hlíðinni, Hlíðarvatn í Hnappadal stendur alltaf fyrir sínu. Ef að þið óskið eftir frekari upplýsingum þá er um að gera að hafa samband.
Sigrún 8628422 og [email protected] Mummi 7702020 og mummi @hallkelsstadahlid.is
|
- 1