Færslur: 2017 Ágúst

20.08.2017 23:48

Það eru að koma réttir.................

 

Tíminn flýgur og ég veit að leitir og réttir eru handan við hornið.

Það er því ekki seinna vænna að smella hér inn mikilvægum upplýsingum fyrir fjörið.

Eins gott að allir dásamlegu vinir okkar viti tímanlega við hverju er að búast.

 

Nánar um það hér.

Miðvikudagur 13 september smalað inní Hlíð og útá Hlíð.

Fimmtudagur 14 september smalað á Oddastöðum.

Föstudagur 15 september aðalsmalamennskan okkar hér í Hlíðinni. Smalað Hlíðar og Hafurstaðaland.

Laugardagur 16 september Vörðufellsrétt.

Sunnudagur 17 september rekið inn hér í Hlíðinni, dregið í sundur, vigtað og ókunnugt fé keyrt í safngirðinguna við Mýrdalsrétt.

Við byrjum að reka inn kl.9.00 að sjálfsögðu er fjallreiðasunnudagskjötsúpa á matseðlinum.

Mánudagur 18 september sláturlömb rekin inn og allt gert klárt fyrir ferðalagið í ,,grænu hagana hinu megin,,

Þriðjudagur 19 september sláturlömb sótt og Mýrdalsrétt.

 

Eins og þið sjáið er líf og fjör framundan hér í Hlíðinni.

Þrátt fyrir harðæri og hremmingar í sauðfjárræktinni skulum við njóta lífins og hafa gaman í réttunum eins og alltaf.

Sauðkindin er dásamleg og hún er svo sannarlega ekki vandamálið það er annara..............

Við hlökku til að hitta ykkur.

Bændur og búalið í Hallkelsstaðahlíð.

 

 
 

18.08.2017 22:58

Holland og hestar heilla húsfreyjuna.

 

Það var aldeilis þess virði að skella sér á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi.

Hestarnir, fólkið já og bara allt var eins og best verður á kosið þegar njóta á lífsins í sumarfríi.

Aðstaðan á mótssvæðinu var með því allra besta sem gerist og því upplifunin frá þessum dögum bara gleði.

Hápunktur keppninnar að mínu mati var úrslit í tölti en þar uppskáru íslendingar þrenn verðlaun.

Jakob Sigurðsson og Gloría sigruðu örugglega með stórglæsilegri sýningu þar sem saman fóru gæði, fagmennska og frábær samvinna manns og hests. Mín upplifun var að Gloría leggði sig alla fram af gleði og jákvæðni til að ná settu marki með knapa sínum sem að hún treysti 100%.

Frábærar fyrirmyndir og áminning til hestaheimsins um að stunda uppbyggilega þjálfun með gagnkvæmri virðingu að leiðarljósi.

,,Svo uppsker sem sáir,, átti svo sannarlega við um samvinnu þeirra Jakobs og Gloríu.

Vesturlands hjartað fylltist stollti á þessu móti þó svo að allir knaparnir frá Íslandi stæðu sig nokkuð vel.

Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi stóðu sig vel á mótinu og voru hvor öðrum til mikils sóma.

Það gerðu líka Faxa mennirnir Björn Haukur Einarsson og Konráð Valur Sveinsson.

Vignir Jónasson Snæfellingur kom líka sterkur inn í kynbótasýningum þó svo að hann keppti fyrir Svíþjóð í sportinu.

Vestlendingar lét svo ekki sitt eftir liggja í félagsmálaþættinum en þar voru í fremstu víglínu Gunnar Sturluson formaður Feif, Lárus Hannesson formaður Landssambands hestamanna og Jóna Dís Bragadóttir varaformaður LH.

Já það má stundum vera montin af góðum vestlendingum sem gera góða hluti.

 

 

Ferðafélagarnir voru ekki af verri endanum eldhress og skemmtileg eins og vera ber.

Þarna er hópurinn með uppáhalds leigubílstjóranum sem þjónustaði okkur allan tímann með miklum sóma.

 

 

Þessa flottu James Bonda hitti ég einn morguninn brosmilda og hressa eftir skemmtilegt djam.

 

 

Sauðfjárbændur eru margir hverjir afbragðs hestamenn og hafa oft gert góða hluti í hestamennskunni.

Ég hitti þessa glæsilegu fulltrúa sauðfjárbænda sem voru léttir í bragði þrátt fyrir hremmingarnar sem nú ganga yfir.

Já hún Kristín Lárusdóttir f.v heimsmeistari er ekki bara frábær knapi hún er líka sauðfjárbóndi.

 

 

Þessir eru nú alltaf hressir.

 

 

Já og þessi líka alltaf í stuði.

 

 

Þessir voru að plana næsta reiðtúr nú eða bara réttarfjörið hér í Hlíðinni.

 
 

 

Í Hollandi getur maður orðið þyrstur........................

 

 

Úti að borða með K og K................. báðar dásamlegar.

 

 

Og ekki eru þessar elskur nú síðri, alltaf svo yndislegar.

 
 
 

 

Ég heillaðist töluvert af þessari frú og gæðingnum hennar honum ,,stóra,, Grána.

Svona græjur þyrftum við Sparisjóður minn að eignast.

Gæti t. d ferðast svona á fjallskilanefndarfund............... nú eða til kirkju.............

 

 

Þessir voru flottir og heillandi.

 

 

Maturinn í Hollandi var góður og þar sem ég var ekki í aðstöðu þar til að minnka lambakjötsfjallið valdi ég froskalappir.

Þær voru ljómandi góðar og stóðu fyllilega undir væntingum en samanburðurinn var að sjálfsögðu íslenskar sviðalappir.

 

 

 

Þessir dagar sem við nutum lífsins í Hollandi voru  dásamlegir í alla staði.

Mig grunar að ég muni eiga erindi þangað aftur jafnvel fljóttlega.

 
 
 
 

09.08.2017 11:09

Hestagestir og ljúfa lífið.

 

Þessi flotti hópur kom ríðandi í heimsókn til okkar um helgina sem leið.

Alltaf svo gaman að fá hestahópa í heimsókn og í tilefni af því var smellt í mynd.

Takk fyrir komuna, þetta verður að endurtaka.

Eftir leikaraskap helgarinnar með skemmtilegu fólki já og hestum er lífið komið í skipulag.

Tamningar, rúllusmölun og byggingarvinna það er málið þessa dagana.

 

 

Hrannar mættur í grunninn og tekur á því við járnabindingar og uppslátt.

 

 

Aðdáendur hans bíða spenntir við timburstaflann og verða jafnvel að taka slökun með tilheyrandi jórtri.

Já Garðabæjar Golsa er eftirlitskind og það er sennilega þess vegna sem hún er mætt í túnið.............eða ekki.

 

 

 

Þessi hér stendur vaktina við grunninn og jórtrar af innlifun.

 

 

Reyndar þessi líka en hún fann fínan blett til að leggja sig líka.

 

 

 
 
 
 
 

06.08.2017 00:20

Gaman saman.

 

Það var glæsilegur hópur hestamanna sem tók þátt í árlegri samreið sem fram fór hér í Happadalnum í dag.

Eins og þeir vita sem til þekkja er fullkomið jafnvægi á milli kynja í hestamennskunni hér á vesturslóðum.

Það hefur því komist á sú hefð að bæði kynin njóti samvista og fari saman í árlegan reiðtúr.

Þetta árið var þátttakan frábær eða rúmleg 80 manns í hnakk.

 

 

Riðið var frá Mýrdalsrétt niður að Rauðamel yfir Haffjarðará (þrisvar til að þjóna öllum hrepparígskreddum)

yfir hjá Hrossholti og að Söðulsholti. En þar kom hópurinn saman og snæddi úrvals lambakjöt og meðlæti.

 

 

Hún Laura var kát og hress eins og hann Léttlindur besti vinur hennar.

 

 

Caloline var líka alveg ljómandi hress eins og höfðinginn Fannar.

Þarna brosa þau bæði.

 

 

Þessir voru í stuði en sá brúni var frekar hófsamur í drykkjunni, já eins og eigandinn.

 

 

Heimasætan á Kaldárbakka kom með og var brosmild eins og ævinlega.

 

 

Leiðin var dásamleg.

 

 

Og ekki var nú félagsskapurinn síðari.......................

 

 

Lagt á ráðin fyrir næsta áfanga.

 

 

Lárus og Gísli þungt hugsi...................

 

 

Já og þessi líka.

 

 

Dömurnar voru kátar Rósa frænka, Iðunn og Íris.

 

 

Já þarna eru fararstjórarnir og þeir voru kátir. Auðunn Rauðkolsstaðabóndi og Svanur Dalsmynnisbóndi.

Ég bauð þeim aðstoð mína við að taka á móti barninu nú eða mjólka...............

Þeir riðu eins og ljósmóðir til konu í barnsnauð nú eða eins og bóndi sem hefur syndgað á mjaltatíma.

Dásamlegir þessir strákar.

 

 

Þessi heiðurshjón voru kámpakát og lífguðu uppá ferðina.

 

 

Áning...............

 

 

Halldóra og Grétar brosa breytt enda full ástæða til þess á svona góðum degi.

 

 

Miðhraunshjón í stuði.

 

 

Dásemd..............

 

 

Eitthvað glott í gangi þarna................

 

 

Hanna og Hemmi mættu að sjálfsögðu.

 

 

Og Sólin skein.

 

 

Notalegt.

 

 

Nei hann er ekki að biðjast fyrir þessi vaski sveinn..............hann er að lemja til skeifu.

 

 

Og þessir kappar járnuðu, Jón Bjarni og Mummi að störfum.

 

 

Enn lemur Jenni.................... og skeifan varð fín.

 

 

Glatt á hjalla.

 

 

Þessi gáfu sér tíma til að líta upp úr sögustundinni.

 

 

Gaman.

 

 

Svanur fararstjóri fer yfir málin.

 

 

Þessi hlusta.

 

 

Með athygli.................

 

 

Skemmtileg kvöldstund með góðu og skemmtilegu fólki er dásamleg.

Þarna er Einar bóndi í Söðulsholti að segja mér sögu.

 

 

....................sem var skemmtileg eins og sjá má á kappanum.

 

Takk fyrir frábæran dag kæru ferðafélagar þetta var ógleymanlegur dagur.

Auðvitað verður þetta endurtekið á sama tíma að ári.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 
 
 
 
 
 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 
 
 
 
 
 

02.08.2017 22:37

Stelpurnar okkar.

 

Við erum svo heppin að fá til okkar frábær ungmenni sem gjarnan koma í verknám nú eða bara eyða sumarfríinu sínu hjá okkur.

Eins og sjá má þá er oft glatt á hjalla hér í Hlíðinni og afar alþjóðlegt við matarborðið.

Á þessari mynd sjáið þið dásamlegar dömur klárar í að borða saltað hrosskjöt með uppstúfi.

Ramm íslenskt nema hvað.

 

 

Þarna eru þessar skemmtilegu steplur kampakátar enda nýbúnar að prófa Sparibrúnku mín.

Já maður kveður með virtum þá sem standa sig óðafinnanlega.

 

 

 

Þessar eru afar fallegar saman eins og þið sjáið.

 
 
 

 

Alltaf kátar og hressar, það er svo gaman að vinna með svoleiðis fólki.

 

 

Það var nú aldeilis gleði hjá þeim systkynum í gamla bænum þegar hún Majbrit kom í heimsókn.

Dregin fram myndaalbúm, hlegið, spjallað og spilað.

 

 

Sveinbjörn frændi minn er nú ekki mikið fyrir myndatökur en á svona degi var það allt í fína lagi.

Lóa, Majbrit og Sveinbjörn.

 

 

Þarna er stund milli stríða hjá dömunum en þær voru ansi liðtækar við steypu stuðið sem var á mánudaginn.

Og brosa..............

Myndir af strákunum verða bara að koma seinna...................

 

 

Já hún Alva er ekki bara dugleg hún er líka rosalega sterk.

 

Takk fyrir samveruna flottu dömur þið eruð frábærar.

 

 
 
  • 1