28.06.2019 20:34

Folaldafjör 2019.

 

 

Það er alltaf gaman þegar hryssurnar fara að kasta og vonir að fæðast.

Þetta vorið hefur folaldafjörið farið rólega af stað og einungis fædd þrjú folöld. 

Það er samt von á fleirum og nú bíða þrjár sem kastað geta fljóttlega.

Garparnir á myndinni hér fyrir ofan eru ekki náskyldir eins og ætla mætti en ég held að þeir teljist allaveg andlegir ættingjar.

Fimm dagar skilja þá að í aldri og hafa þeir frá fyrstu kynnum verið mjög samstíga.

Hestanafnanefnd búsins er að störfum og hljóta þeir viðeigandi nöfn við fyrsta tækifæri.

 

 

Hér er annar garpurinn sonur Snekkju frá Hallkelsstaðahlíð og Ramma frá Búlandi.

 

 

Og þá er það hinn hann er undan Kölskör frá Hallkelsstaðahlíð og Heiðri frá Eystra Fróðholti.

 

 

Var frekar upptekinn við klór.................................

 

 

............en leit upp um síðir.

 

 

Þarna njóta þau veðurblíðunnar og lífsins.

 

 

Þessi litli hestur fæddist þann 21 júní.

Móðir Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð og faðir Kveikur frá Stangarlæk.

 

 

Þeim elsta fannst hann bæði lítill og skrítinn en það getur nú átt eftir að breytast.

Margur er knár o.s.f.v..................

 

 

Já þeim fannst þetta allt mjög áhugavert og horfðu á með mikilli athygli.

Nú er bara að bíða og sjá hvað hinar hryssurnar hafa uppá að bjóða.

 

 

 

 

28.05.2019 13:27

Háskaför..........................

 

 

 

Það var snjófjúk og örlaði á hálku þegar ég brunaði suður Mýrarnar á pikkanum með fjögur hross á kerrunni.

Ég var að drífa mig og mátti engan tíma missa, hraðamælirinn sýndi hraða uppá 140 km/klst og ég var bara nokkuð sátt með þann hraða.

Pikkinn rann lipurt í gegnum beygjurnar og ég var glöð með að ekki voru margir ferðamenn á leið minni.

Skyndilega kom það uppí hugann hvort ég hefði tekið vitlaus hross á kerruna eða átti ég taka fimmta hrossið með ??

Það væru nú mistök dagsins ef að ég hefði nú klúðrað því, ekki væri nú gott að þufta snúa við.

Ég teygði mig eftir símanum sem lá í farþegasætinu, beltið var eitthvað svo stíft að það gaf ekki eftir.

Þetta var mesta basl og ætlaði ekki að hafast ég var komin hálf yfir í farþegasætið.

O þessi belti.

Náði loksins í símann og gjóaði augunum á hraðamælirinn sem enn stóð í 140 km/klst eins gott að tapa ekki tíma. 

Hringdi heim en enginn svaraði............. prófaði öll númerin............... stresskast í uppsiglingu.

Óskaði þess innilega að löggan væri ekki á Þurrstaðaafleggjaranum að nappa ökumenn.

Ég vissi ekki hvort ég ætti að hafa meiri áhyggjur af helv... nagladekkjunum eða þessum tveimur rauðvinsglösum sem ég drakk með kvöldmatnum.

Mælirinn góði sýndi ennþá 140 km/klst og engin þörf að hægja á nema við hringtorgið inní Borgarnes.

Það mundi samt tefja mig mikið.

 

En þá gerðist það ....................................... (helv....) blessuð vekjaraklukkan hringdi.

 

Úps þetta var þá bara draumur................... 

 

Það er sennilega spurning um að skoða svefnvenjur sauðfjárbænda áður en bætist enn frekar í draumasafnið.

 

 

 

15.05.2019 00:32

Sauðburður og vorið.

 

Þessa dagana er sauðburðurinn í hámarki og lífið snýst að mestu leiti um kindur og aftur kindur.

Vaktaskiptin ganga vel og sauðburðarljótan er ennþá nokkuð ásættanleg.  Verð þó að játa að ekki yngjast nú bændur og búalið á þessum árstíma nema sko í sálinni.

Þetta er svo sannarlega tíminn sem sálin nærist hvað mest, gott veður, fagur fuglasöngur og glaðsinna ungviði allt um kring. Stundum vildi ég bara geta sofið seinna.

Hér eru bændur flestir fullklæddir.............. ennþá en hver veit hvað það verður lengi ?

Þeir Húnversku gáfu tóninn svo að nú er betra að berja að dyrum ef að maður brunar af bæ. Maður veit aldrei hverju skemmtilegur sauðfjárbóndi tekur uppá.

 

Á myndinni hér fyrir ofan eru voða sætir gemlings tvílembingar sem þurfa ekkert á berum bónda að halda.

 

 

Upprennandi heiðurskindin Tálkna var alveg til í að pósa smá.

Mér finnst kindur með stóran persónuleika skemmtilegar og þannig er hún Tálkna klárlega.

 

 

Svona rétt eins og systir hennar sem að gerðist svo forhert að smella sér bara uppí gjafagrindina þegar plássið við hana var óásættanlegt.

Sko að hennar mati...........

 

 

Mógolsa varð líka að vera með enda ber hún einn úrvalslitinn sem íslenska sauðkindin býður uppá.

 

 

 

Hún Sína okkar er hér að kveðja kindina sína hana Krögu sem farin er í sumarfrí.

Þær eru í uppáhaldi hver hjá annari.

 

 

 

 

Við fengum úrvals aðstoðarfólk eins og svo oft áður.

Hér er Sveinbjörn með hressum dömum á fjárhúsvaktinni.

Já það er eins gott fyrir kappann að vera til friðs með þessa hersveit á kanntinum.

 

 

 

Sigurður nágranni kom og leit við í fjárhúsunum á leiðinni í kaffi til Svenna.

Þarna taka þeir stöðuna á jötubandinu.

 

 

 

Þessi mynd er tekin þegar vösk sveit var að hefjast handa við að gera aðstöðu fyrir óbornar ær inná gamla reiðsvæðinu í hlöðunni.

Þangað voru svo færðar rúmlega 300 ær sem hafa beðið á legudeildinni eftir að fá pláss á sér stofu þegar lömbin er komin í heiminn.

 

 

 

Þessi eru voða dugleg, já og ekki bara í símanum sko................

Snillingar bæði tvö þessar elskur.

 

 

 

Þessar dömur eru heldur betur liðtækar í fjörinu þarna eru þær að fara yfir lambamatarræðið.

 

 

 

Þó svo að sauðburður taki tíma er ýmislegt annað sem gera þarf í sveitinni á þessum árstíma.

Þarna eru Hrannar og Mummi að kanna stöðuna í haughúsinu en nú er áburðurinn kominn á þónokkur tún og skíturinn líka.

Sennilega hefur aldrei verið komið svona mikið gras á þessum árstíma hér í Hlíðinni.

Fyrstu lömbin mörkuð út í gær og ekki annað að sjá en það væri fullkomlega tímabært.

Já fyrstu gemlingarnir bæði einlemdir og tvílemdir fóru útá Steinholt í dag og spari kindurnar veturgömlu hrútarnir á túnið inní hlíð.

07.05.2019 22:12

Apríl var fínn og það verður maí líka............enda er hann kominn.

 

Þetta brosmilda lið stillti sér upp fyrir mig á dögunum þegar ég var orðin vonlaus um sigra á sviði ljósmynda.

Já það er ekki andskotalaust að ná viðunandi myndum af hrossum á ferð en þessi stóðu kyrr svo það auðveldaði málið.

Margir góðir og ánægjulegir dagar með skemmtilegum reiðtúrum og frábærum félagskap.

 

 

Hún Sína okkar er komin aftur en þarna er hún með henni Krögu bestu vinkonu sinni.

 

 

 

Hún Carolína okkar kom í páskafríinu sínu og stoppaði hjá okkur í hálfan mánuð.

Frábært að fá þessa yndislegu dömu í heimsókn.

Þarna er hún á uppáhaldinu sínu honum Darra.

Takk fyrir komuna Carolina alltaf svo gaman að fá þig í heimsókn.

 

 

Litli sauðfjárbóndinn mætti líka í páksaheimsókn til að taka út búsakpinn.

Já og hitta sjarnatröllið Vökustaur.

 

 

Þessar stelpur voru hressar enda ærið tilefni til þar sem að ein af þeim fagnaði 88 ára afmæli hér í sveitinni.

Iss það er nú ekkert mál að vera 89, 88 og 84 ára enda prjóna þær eins og enginn sé morgundagurinn.

Já og gera sko margt fleira.

 

 

En krakkar hann er kominn..................sko sauðburðurinn.

Hér á bæ áttu fyrstu kindur tal þann 9 maí en voru þetta árið bráðlátar.

Sauðburður hófst af ,,krafti,, þann 5 maí með því að átta stykki tvílemdir gemlingar báru.

Ég er mjög ánægð með þetta fyrirkomulag hjá þeim og get varla beðið eftir enn meiri blíðu til að smella þeim út í græna grasið.

Nú er kominn tími til að girða sig í brók, bretta upp ermar og taka á móti hátt í þúsund lömbum.

Þetta verður eitthvað.....................

20.04.2019 14:07

Afmæliskallatölt hjá Bjarna bónda í Skáney.

 

Það er óhætt að segja að Bjarni bóndi á Skáney hafi gert sér og öðrum glaðan dag á föstudaginn langa.

Fyrir stuttu síðan fagnaði hann góðum tímamótum þegar hann bætti við einu ári í safnið.

Einnig var þessi hátíð sem haldin var á Skáney sú fyrsta svona formlega séð sem haldin er í reiðhöllinni.

Já þetta var alveg tilefni til að hóa saman fjölmennum hópi kalla til að keppa í kallatölti.

Sko ekki karlatölti svo það sé nú á hreinu.

Keppt var í tveimur flokkum pollaflokki og ungmannaflokki. Til nánari skýringa þá var pollaflokkurinn fyrir 18-49 ára en ungmannaflokkurinn fyrir 50 +

Úrslit í flokki ungmanna fóru þannig að Bjarni bóndi bara sigur úr bítum og var þar enginn vafi á enda samræmi dómara með afbrigðum gott. 

Það er ekki oft sem svoleiðis samræmi og tölur fara á loft jafnvel hjá reyndustu dómurum. ( Sjá hér síðar á síðunni ).

1. Bjarni á Skáney.

2. Gunnar á Brimilsvöllum.

3. Jóhannes á Stafholtsveggjum.

4. Skúli í Hallkelsstaðahlíð.

5. Sveinbjörn Eyjólfsson.

Á myndinni hér fyrir ofan fagna menn góðum degi og hrópa ferfallt húrra fyrir Bjarna bónda.

 

 

Bjarni hafði allt undir stjórn, hress og kátur eins og vera ber á svona hátið.

 

 

Haukur og Randi opnuðu hátíðina með sýningu á glæsihrossum frá Skáney.

 

 

 

Bjarni hafði valið þrjár dömur til dómstarfa og þrjár dömur í ritarastörf þennan dag.

Ólafur Flosason var fljótur að ,,biðja um gott veður,, hjá þeim.

 

 

Ritarar í góðum gír, Marta og Kristín Eir alveg með þetta.

 

 

Og þessar voru kátar.

 

 

 

Við Kristín Eir að undirbúa okkur fyrir dómgæsluna.

 

 

 

Við áttu sko eftir að nota þessa fínu tíu sem við smelltum á loft fyrir myndasmiðinn.

 

 

Ójá þegar Bjarni bóndi á Skáney brunaði um völlinn fóru þessar tölur á loft.

Og það sem meira var samræmið frábært og hann átti sko hverja kommu skilið.

 

 

Stóru tölurnar fóru oft á loft enda félagsskapurinn frábær og dagurinn hreint dásamlegur.

Ef ekki þá............... ???

 

 

 

Hér sjáið þið Fjeldsted frænkur önnur dæmdi hin ritaði og báðar brostu.

 

 

Þessari dömu fannst við frekar hástemdar í tölum og reyndi hvað hún gata að halda okkur niðri.

Klárlega dómari framtíðarinnar.

 

 

Svona fóru leikar í pollaflokki.

1. Haukur á Skáney.

2. Mummi í Hallkelsstaðahlíð.

3. Oddur Björn á Steinum.

4. Þórður Sigurðsson.

5. Einar á Gilsbakka.

Þess má þó geta að meðal hæð keppenda í þessum pollaflokki var sennilega í kringum 1.85 cm 

Sennilega óvenju hávaxnir pollar þarna á ferðinni.

 

 

 

 

Jón á Kópareykjum er þrautreyndur þulur og stóð sig með glæsibrag eins og ávallt.

Hef reyndar ekki séð hann bjóða mönnum í nefið fyrir úrslit eins og hann gerði þarna.

En þetta var heldur enginn venjulegur dagur.

 

 

 

Það fór vel hjá þessum.

 

 

 

 

Já og þessum líka enda yfirsmiðurinn hér á ferðinni sem þekkir hvern krók og kima í reiðhöllinni.

Sennilega búinn að undirbúa sig lengi hann Kolbeinn í Stóra Ási.

 

 

Gunnar á Brimilsvöllum hefur góð sambönd í Reykholtsdalnum og fékk þennan glæsigrip lánaðan.

Það fór vel á með þeim enda þekkjast þeir vel og hafa heldur betur verið samtíða.

 

 

Þessi dagur var einstakur líka fyrir Sveinbjörn Eyjólfsson því þennan dag fékk hann Óskarinn.

Já það fór vel á með þeim og lönduðu þeir verðlaunasæti.

 

 

 

Stemmingin maður stemmingin.

 

 

 

Þétt setin stúkan.

 

 

 

Þessir tóku stöðuna af fullri alvöru................

 

 

Annars var stemmingin svona glens og gaman.

 

 
 

Knapar fengu hjartastyrkjandi fyrir úrslit og var þjónustan frábær.

Bara borið í kallana sem kunnu greinilega vel að meta það.

 

 

 

Keppendur að kanna meðbyrinn í stúkunni.

 

 

Þessar glæsilegu mæðgur stóðu í ströngu enda allt skipulag og veitingar hreint frábærar.

Birna og Vilborg hressar að vanda.

 

 

Randi og Kolbeinn voru hress og kát.

 

 

Þessir voru flottir á bekknum.

 

 

Þessir eru að vestan................

 

 

Skáneyjar jarlinn kátur með daginn.

 

 

Bjarni og Skúli taka stöðuna.

 

 

Klárir í heimferð, Hvanneyri, Hurðabak og Grímsstaðir já allir samferða.

 

Og þessi líka.

 

 

Jóhannes hefur orðið.

 

 

 

Þessar dömur voru kátar eins og vant er, Birna og Guðrún á Ölvaldsstöðum.

 

 

 

Kallatölt er góð skemmtun eins og þessi mynd ber með sér.

Strákarnir úr uppsveitum kátir fyrir allan peninginn.

Fjölmenni, fjör og umfram allt gleði og góður andi.

Hvað þurfa hestamenn meira ?

Takk fyrir skemmtilegan dag Skáneyjarbændur.

14.04.2019 22:28

Bændagaman..............

 

 

Meðlimir í Félagi sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði komu í heimsókn til okkar í Hlíðina.

Föngulegur hópur sem var virkilega gaman að fá að hitta og spjalla við um allt milli himins og jarðar.

 

 

Við byrjuðum á að taka á móti þeim í reiðhöllinni og síðan var gengið um og skoðað.

Myndavélin var hinsvegar ekki með þegar sá gönugtúr var farinn.

 

 

Þessar elskur færðu okkur þennan fína páskablómvönd og var þessi mynd tekin við það tækifæri.

Hjónin í Lækjarbug og húsfreyjan á Stóra Kálfalæk.

Takið sérstaklega eftir þessum flottu lopapeysum.

 

Þessir strákar voru alveg til í að stilla sér upp fyrir myndatökur.

Jafnvel þó að þeir væru að gera veitingunum skil um leið og myndatakan fór fram.

 

Bændur spjalla.

 

 

Þessi voru einstaklega kát og hress eins og vera ber þegar menn gera sér glaðan dag.

 

 

Hestaskvísurnar í hópnum að taka út starfsemina í hesthúsinu.

 

 

Mummi í miðri sögu ...................... hún er sennilega um hesta......................

 

 

Það er alltaf voða gaman hjá okkur Magnúsi frænda mínum á Álftá þegar við hittumst.

Og það átti svo sannarlega við í gær þegar þessi mynd var tekin.

Við ræðum um hross og kindur, já og bara allt.

Algjör snillingur hann Mangi á Álftá.

 

 

Þarna er hann að segja mér eitthvað afar skemmtilegt..................

 

 

Og þá hlustar maður með athygli.

 

 

Bændaspjall.

 

 

Þessi tvö hlusta með andakt.

 

 

Spáð í spilin.

 

 

Hress og kát það var mottó dagsins.

 

 

Þessi tveir sáu um að tryggja fjölbreytileika í lopapeysum munstrum og brostu í kammpinn.

 

Takk fyrir komuna það var gaman að fá ykkur í heimsókn.

11.04.2019 22:14

Tíðin maður tíðin.

 

 

Það er búin að vera einstök tíð að undanförnu og framboð af myndefni hreint ótrúlegt.

Ísinn er að hörfa og svo sannalega vor í lofti með allri sinni dýrð. Vonandi haustar ekki aftur í maí.

Það er á svona dögum sem mig langar til að gera allt og sofa seinna. Algjör forréttindi að upplifa þá stemmingu.

Þess má geta að það eru að verða þó nokkuð mörg ár síðan við höfum getað ríðið á ís á Hlíðarvatni.

Þó svo að vatnið hafi lagt í fyrra fallinu þá hefur frostið ekki haldist það lengi að fært verði útá vatnið.

 

 

 

Mitt endalausa myndefni Hnjúkarnir og Hlíðarvatnið alltaf tilbúin að ,,pósa,, fyrir mig.

 

 

Á svona dögum þarf maður ekki meira................

 

 

 

Svo ef að maður er að þvælast á fótum klukkan 5 að morgni þá er útsýnið svona.

Já það er alveg hægt að njóta þess. Myndin er svolítið sauðburðarleg enda styttist óðfluga í hann.

 

 

 

Við erum alltaf ljónheppin með okkar fólk jafnt vini, ættingja og verknema.

Þarna eru tvö hress og kát í góða veðrinu.

 

 

 

Já sauðburður það er eitthvað sem kemur fyrr en varir ............

Á myndinni má sjá hann Guðbrand á Skörðum undirbúa sig fyrir sónarskoðun á nokkur hundruð fjár.

Hann kom þann 15 mars og sagði okkur allan sannleikann um lanbafjölda þetta árið.

 

 

 

Það hefur um árabil verið ánægjulegt samstarf á milli bæja þegar sónarskoðun fer fram og svo var að sjálfsögðu líka núna.

Þarna má sjá Hraunholtabændur og Maron bíða eftir því að atið hefjist.

Það er skemmst frá því að segja að bændur á báðum bæjum voru kátir að kvöldi þessa dags.

Bændur sem hafa reynt einhverjar sviftingar og búsifjar eru alltaf kátir þegar árar vel í bústofninum.

Fyrstu ærnar eiga tal þann 9 maí svo líklega verður allt að fara á stað ca 7-8 maí.

Nánar um það síðar.

 

25.03.2019 21:06

Góðir dagar.

 
 

Þegar verðið bíður uppá fullmikinn fjölbreytileika er rétt að sækja sér smá sumarfíling .

Bráðum kemur vor með blóm í haga og öllu því bráð skemmtilega sem því fylgir.

Þessi mynd er tekin af snillingunum Christiane Slawik sem kom til okkar í sumar.

Hryssan Létt frá Hallkelsstaðahlíð með folaldið Depil sem er undan Dúr frá Hallkelsstaðahlíð.

 

Annars er það helst í fréttum hér á bæ að flest gengur sinn vana gang sem er gott.

Tamið, þjálfað og kennt er það sem fram fer í reiðhöllinni og já tekið á móti góðum gestum.

 

 

 

Þessi skemmtilegi hópur kom frá Danmörku og hafði gaman hér í Hlíðinni.

Já meira að segja var skroppið á hestbak............ eftir 25 ára hlé.

 

 

 

Þessi vinur okkar hafði ekki farið á hestbak í 25 ár þrátt fyrir að vera að þjónusta hestamenn alla daga.

En þarna var rétti tíminn, rétti hesturinn og rétti maðurinn.

Þeim samdi aldeilis vel þessum köppum og voru býsna flottir saman.

Hann Sparisjóður er gestrisinn og tekur vel á móti góðum gestum.

Takk fyrir komuna það var gaman að fá ykkur í heimsókn.

 

Dómstörf á hestamótum, endurmenntun og ýmislegt fleira hefur verið á döfinni hjá frúnni.

Alltaf svo gaman að skoða góða hesta og sjá hvað er í gangi hjá hestamönnum.

Framundan er heldur betur dagskrá í hestamennskunni og frekar erfitt að velja úr hvað gera skal.

 

 

03.03.2019 21:54

Gaman saman.

 

 

Þetta var góður dagur hér í Hlíðinni en við höldum í hefðirnar og höldum afmælisdag mömmu hátíðlegan.

Hann er reyndar þann 25 febrúar en þá hefði hún orðið 76 ára hefði hún lifað.

Við náðum nærri því öllum hópnum saman í dag en það vantaði bara einn af afkomendum þeirra mömmu og Sverris.

Myndin heppnaðis bara nokkuð vel en ljósmyndarinn er 89 ára og hafði held ég aldrei tekið mynd fyrr.

 

Mikið held ég að þau mamma og Sverrir hefðu verið glöð að vita af þremur ,,bumbulínum,, í hópnum.

En þessar glæsilegu dömur eiga allar von á barni á næstu mánuðum.

Æi ég gleymdi að mynda pabbana ................ sú mynd kemur síðar.

 

 

 

 

Við svona tækifæri er um að gera smella myndum.

Þarna erum við Svandísarbörn saman komin.

 

 

 

Og þetta eru Svandísar og Sverrisbörn.

 

 

 

Það fór fram páskaeggjaleit í reiðhöllinni og var mikið á sig lagt við að finna góssið.

 

 

 

Og hamingjan maður þegar eitthvað fannst.

 

 

 

Eins og það hefði fundist gull egg.

 

 

Þessi var fyrstur að finna egg.

 

Á þessari mynd er stór hluti ,,leitarflokksins,,

 

 

 

En það brutust út fagnaðalæti þegar leynigestur dagsins birtist.................

 

 

Það var auðvitað meistari Fannar sem var til þjónustu reiðubúinn eins og alltaf.

 

 

 

Sá sem vann páskaeggjaleitina var fyrstur á bak og síðan koll af kolli.

 

 

 

Samningaviðræður voru hafnar um hvort stíga ætti af baki eður ei..............

 

 

 

Sá stutti hafði betur og bauð bara frænku sinni fara fyrir aftan.

 

 

 

Þessi slakar bara á og Fannari finnst það ekki slæmt.

 

 

 

Allir hafa hjálm og gera allt samkvæmt áætlun rétt eins og júró hatararnir.

 

 

 

Þessi tvö voru svo ánægð með að hittast aftur að það má vart á milli sjá hvort brosir meira.

 

 

 

Það er líka stuð á áhorfendabekknum..................

 

 

 

Eins gott að lesa málsháttinn úr páskaegginu.

 

 

 

Þessar voru mættar í fjörið.

 

 

 

Upprennandi aðstoðarmaður í sauðburði.............sko ekkert hræddur.

 

 

 

Hestakvíslarinn að störfum.

 

 

 

Hrúturinn Vökustaur tekur alltaf vel á móti gestum en vill fá greitt í gotteríi.

 

 

 

Búfjáreftirlitið.

 

 

Vökustaur finnst rautt naglalakk flott.

 

 

Stuð í gömlu fjárhúsunum.

 

 

 

Maður verður stundum þreyttur á vaktinni í fjárhúsunum.

 

 

 

En þá er bara að brosa og njóta dagsins.

 

 

 

Mæðgur í slökun.

 

 

 

 

Spekingar spjalla.

 

 

Stelpurnar í partýinu..................

 

 

 

Unglingurinn í hópnum og upprennandi gelgjur.

 

 

 

Borðað í sterio...................

 

 

 

Hann Ófeigur er gestrisinn og tekur því bara vel að vera kallaður Óþefur.

Nafnið hans skolaðist eitthvað til við fyrstu kynni og því hefur ungdómurinn bara haldið sig við það nafn.

 

 

 

Sumir brosa breiðara en aðrir.

 

 

 

Frábær dagur að baki, sannarlega afmælisdagur í anda mömmu minnar og Sverris.

Það var mikið tekið af myndum og þetta bara smá sýnishorn.

Takk fyrir daginn þetta var yndislegt.

 


 

 

 

 

 

 

 

26.02.2019 22:40

Upprennandi bændur á ferð..........

 

 

Við hér í Hlíðinni fengum skemmtilega heimsókn í dag þegar nemendur í búfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri komu til okkar.

Hressir og flottir krakkar sem vonandi eiga sé framtíð  í störfum fyrir íslenskan landbúnað.

 

 

 

Hressir og skemmtilegir gestir sem skoðuðu búfé, húsakost já og okkur bændur.

 

 

 

Við áttum nokkra sveitunga og nágranna í hópnum sem skemmdi nú ekki fyrir.

 

 

 

Bændur að blanda geði................

 

 

 

Já og það var bara mjög gaman í dag.

 

 

 

Húsakostur tekinn út frá öllum hliðum.

 

 

 

Brosmildar vestlenskar dömur.

 

 

 

Já það var bara röð í gestabókina og þar varð auðvita til vísa.

Hún er svona:

Fórum við í flotta ferð,

fjallaborgin blíð.

Höllin þar er heimagerð,

að Hallkelsstaðahlíð.

 

Þar sem ég fékk ekki leyfi höfundar til að birta vísuna skal bara tekið fram að hann titlar sig stórbónda, heitir tveimur nöfnum og er vestlendingur.

Takk fyrir flotta vísu.

 

 

 

Og spjallað..............

 

 

 

Þarna eru þeir feðgar Mummi og Skúli með kennarana á milli sín.

Flottur hópur sem örugglega er gaman að læra hjá.

 

 

 

Það var tekinn eins og einn leikur í Hvanneyrardeildinni.

 

 

 

 

Takk fyrir komuna kæru bændaefni og kennarar.

Það var gaman að taka á móti ykkur.

25.02.2019 23:26

Dagurinn hennar mömmu.

 

 

Hún mamma mín hefði orðið 76 ára í dag hefði hún fengið lengri tíma með okkur.

Ég hugsa til hennar alla daga og hef einsett mér að lifa með og þakka fyrir allt það góða og skemmtilega sem einkenndi okkar ríflega 50 ára samveru.

 

 

 

Þarna er mamma með mágkonu sinni henni Gullu.

Þær voru góðar vinkonur og áttu það t.d sameiginlegat að eiga frekar samrýmdar dætur.

 

 

 

Þarna er mamma með Settu í Hraunholtum en myndin er tekin í afmælisveislu hjá Ragnari frænda mínum.

Setta og mamma áttu eins og Gulla og mamma dætur sem hafa verið vinkonur í ríflega hálfa öld.

 

 

 

Þóranna, Fríða María og mamma á sólríku degi.

 

 

 

Mamma  með Emilíu frænku sína sem er heldur þung á brún.

 

 

 

Þessi mynd er í sérstöku uppáhaldi hjá mér en þarna labba þær nöfnur Svandís og Svandís Sif heim úr fjárhúsunum.

Myndin segir allt sem segja þarf , svona var mamma alltaf að leiða og sinna öðrum.

Við systkinin höldum daginnn hennar hátíðlegan með því að hittast og hafa gaman saman.

Nú bar daginn uppá mánudag sem er ekki heppilegur til samkomu halds og er því stefnan tekin á næstu helgi.

Mömmur eru dýrmætar og það er ekki sjálgefið að þær verði til staðar um alla eilífð.

Verði góð og munið að gefa ykkur tíma til að njóta og safna fullt af góðum minningum.

15.02.2019 23:03

Snjóþota áhrifavaldur.

 

Það urðu heldur betur gleðifundir þegar hún Þota litla skilaði sér heim en hún hafði verið týnd í viku.

Þota er tæplega eins árs border collie tík frá Eysteinseyri í Tálknafirði en kom hingað í Hlíðina aðeins nokkurra vikna gömul.

Hún hefur unað sér vel aldrei stolist af bæ eða farið neitt langt frá bænum. En síðast liðinn laugardag brá svo við að þegar kallað var inn til morgunverðar eftir ca klukkustundar langan útivistartíma skilaði Þota sér ekki. Hófst þá leit sem stóð fram í myrkur en þá höfðu helstu staðir sem við töldum koma til greina verið skoðaðir í krók og kring. Húsfreyjan setti ákall á samfélagsmiðla og hringt var á næstu bæi til að kanna hvort að einhver hefði orði Þotu var.

Meira að segja var leit hafin að sporhundi sem hugsanlega gæti ráðið gátuna hvar Þota væri niðurkomin.

Næstu daga var svo leitað og leitað en ekkert kom í ljós sem gaf vísbendinngar um hvað af Þotu hefði orðið.  Mummi flaug drónanum hér fram og til baka þegar veður leyfði, brunað var á fjórhjólinu til fjalla, farið í göngutúra með hina hundana til að freista þess að láta þá finna Þotu.

Ýmsar voru tilgáturnar t.d hvort hún hefði farið í stóðið sem gefið er hér stutt frá og fengið högg í höfuðið, hvort hún hefði farið útá ísinn á Hlíðarvatni og farið niður, nú eða bara hlaupið á eftir skollans krumma sem stríðir oft hundunum. Meira að segja var farið að bera uppá eldri hundana sem stundum eru leiðir á hvolpalátunum að þeir hefðu vísvitandi komið henni fyrir kattarnef. Reiðtúrarnir voru hljóðir því alltaf var verið að hlusta eftir gelti.

Það voru ófá skiptin sem rokið var upp um miðja nótt þegar einhver þóttist hafa heyrst í hundi fyrir utan gluggann.

Og vonin dofnaði..................

........................en stundum gerist eitthvað sem fæstir eiga von á.

 

 

Tæpri viku eftir að Þota týndist kom hún heim að húsi svöng, mjóslegin og illa lyktandi.

Við höfðum öll farið til genginga um morguninn, Mummi skaust heim skömmu síðar til að taka á móti ferðamönnum.

Þegar hann kemur heim að húsi kemur Þota skríðandi á móti honum heldur fegninn að sjá lífsmark á bænum.

Vá hvað það var góð og skemmtileg tilfinninga að sjá hana aftur heila á húfi.

Það var ný fallinn snjór og því auðvelt að sjá förin í snjónum. Mummi var snöggur að smella drónanum á loft og fylgja förunum þá leið sem Þota hafði komið.

Rakti hann förin inn með Hlíðarvatni innað stað sem nefnd eru Horn.

Suður í Hornum eins og sagt er stendur kartöflugarðurinn í ca 15- 20 metra hæð fyrir ofan vatnið. Þegar litið er þar fram af á góðum sumardegi er ansi bratt niður að vatninu. Á þessum stað safnast of mikill snjór sem endar oft í fyrirferðamiklum hengjum sem falla fram af og útá ísilagt Hlíðarvatnið.

Drónanum hafði oft verið flogið að þessum stað og hengjan sem niður hafði fallið skoðuð vandlega. Erfitt var að meta hvort hengjan væri nýfallin eða hvort einhverjir dagar væru síðan.  Alla daga var skafrenningur og fljótt að fenna í för og hylja slóð.

Allir voru sammála um að lítill hundur gæti ekki verið á lífi undir þessu fargi. 

En annað kom í ljós, upp um lítið gat hafði Þota litla komist og hlaupið beinustu leið heim.

Ótrúlegt en satt hún hafði lent í snjóflóði legið þar undir í viku og lifað það af.

Já hún er sannkölluð Snjóþota hún Þota litla.

Til nánari útskýringa fylgja hér myndir sem sýna svolítið hvernig aðstæður voru.

 

 

 

Þarna sjáið þið kartöflugarðinn á brúninni, þar eru girðingastaurar í venjulegri stærð.

Niðri hægramegin á myndinni er fjarna og á miðri mynd er flóði sjálft.

 

 

 

 

Út um þetta gat komst Þota út og upp úr flóðinu.

 

 

 

Holan í nær mynd.

 

 

 

Af forvitnssökum fóru Mummi og Maron á staðinn til að skoða.

Þarna er Maron að skoða inní holuna en hún var þröng, köld og illa lyktandi enda hafði hún verið dvalarstaður Þotu í tæpa viku.

Ummerki sáust um að hún hafði grafið og krafsað sig upp langan veg og sennilega hefur ekkert verið í boði annað en að sleikja ísinn sér til bjargar.

 

 

 

Þarna sést hluti hengjunnar sem eftir er en gengið hefur fram.

 

 

 

Það hefði verið gaman að hafa eitthvað á myndinni til að sýna raunverulega stærðarhlutföll.

 

 

 

Þarna er drónanum flogið nær og sýnir hversu langa leið hengjan hefur náð.

Það rifjast líka upp fyrir mér af hverju það var stranglega bannað að renna sér á snjóþotu á þessu svæði.

Ég skildi það ekki þá en skil það núna eins og segir í góðum dægurlaga texta.

 

 

 

Enn meira af flóðinu.

 

 

 

 

 

Þessi er tekin beint fyrir ofan.

 

 

 

Kartöflugarðurinn er ca 400 metrum frá útihúsunum.

 

 

 

Hér sést svæðið myndin tekin úr mikilli hæð.

 

Já það er óhætt að segja að hún Þota litla hefur heldur betur átt viðburðaríka viku.

En hún hefur náð mjög eftirsóknarverðum markmiðum, allavega að sumra mati.

Á einni viku hefur henni tekist að ná mikilli athygli á samfélagsmiðlum. 

Hún hefur fengið  yfir 500 like á fébókinni, brjálað áhorf á snappinu og marga fylgendur á instagram.

Og hún er eins og alvöru áhrifavaldur.............. getur allt og er auk þess búin að ná af sér ótrúlegri fitu á einni viku.

 

Við í Þotu vinafélaginu þökkum þeim sem aðstoðuðu okkur við leitina að Þotu.

Hún sendir ykkur bestu kveðjur hérðan úr Hlíðinni þar sem hún vinnur nú hörðum höndum að því að endurheimta fyrri líkamsfitu.

Spurning hvort hún nái ekki góðum samningum við ,,orku,, mikla hundafóðursframleiðendur ??

Kannski á Þota litla eftir að verða fyrirmyndar smalahundur eins og til var ætlast.

En hún er nú þegar orðin snjóflóða Snjóþota.

 

 

10.02.2019 22:44

Þorrablót 2019 smá sýnishorn.

 

Þorrablót Ungmennafélagsins Eldborgar 2019 heppnaðist með miklum ágætum.

Húsfyllir var þrátt fyrir heldur napurt vetrarveður sem reyndar æsti sig uppí öskubyl.

Það gerði að verkum að flestir voru rólegir og fór ekkert að huga að heimferð fyrr en hljómsveitin hafði slegið sinn síðasta tón.

Heimferðin gekk frekar seint hjá flestum og sumir þurftu að gista annars staðar en þeir í upphafi ætluðu.

Nei, nei ekkert vafasamt sko, heldur urðu flestar leiðir þungfærar og skafbylur mikill.

Hér á fyrstu myndinni má sjá glaðbeitta nefnd sem stóð sig með mikilli prýði við að koma blótinu á koppinn.

Mummi, Þórður í Mýrdal Rannveig á Hraunsmúla, Karen á Kaldárbakka og Jóhannes á Jörfa.

Takk fyrir skemmtilegt blót krakkar.

 

 

Við tókum enga sénsa og smelltum af okkur mynd áður en lagt var í ann að heiman.

 

 

 

Þóranna, Kolbeinn og Björg í venjulegu stuði.

 

 

 

Hrannar, Brá og Þóra taka stöðuna .......... nei Hrannar eitthvað að plata dömurnar.

Sé það á honum.

 

 

 

Hallur, Jón og Sigfríð mættu eldhress.

 

 

 

Ystu Garða hjónin alltaf jafn hress.

 

 

 

Þessir frændur voru eitthvað hugsi..............

 

 

 

Prakkarasvipur á þessum hjónum.

 

 

 

Kátir voru karlar................... á Kaldárbakka,.

 

 

 

..........og frúrnar ekki síður.

 

 

 

Árleg myndataka af Kolviðarnessystrum þeim Sesselju og Jónasínu.

 

 

 

Beðið eftir þorragóssinu.

 

 

 

Ungir og efnilegir ................... árleg myndataka af þessum sveinum.

 

 

 

..............og enn fleiri bráð ungir og efnilegir.

 

 

 

Tveir Lárusar já og meira að segja frændur, Skúli Lárus og Lárus Ástmar sem var veislustjóri á blótinu.

 

 

 

Brá og Þóra í stuði.

 

 

Kátar vinkonur í a.m.k 100 ár.

 

 

 

 

Kokkurinn stóð sig með prýði og bauð okkur uppá úrvals þorramat. Séstaklega var súrmaturinn æði.

Þarna eru hann og Mummi að ráða ráðum sínum.

 

 

 

Það er alltaf stuð á þorrablóti í Lindartungu en sumir eru þó í meira stuði en aðrir.

 

 

Það þarf ekki texta með þessari mynd..................

 

 

Hljómsveitin Meginstreymi hélt okkur við efnið á dansgólfinu en þarna eru þeir hinsvegar að hugsa um mat.

 

 

 

Nikkarinn á ættir sínar að rekja hingað í Hnappadalinn.

Heiðurshjónin á Heggstöðum þau Guðmundur og Ásta voru amma hans og afi.

Hann spilaði undir fjöldasöng...........

 

 

.........og Lárus stjórnaði og söng af miklum móð.

 

 

Það hefur skapast hefð að verðlauna Kolhrepping ársins á þorrablóti.

Þetta árið hlaut Ólafur Sigvaldason á Brúarhrauni veðlaunin.

Að mati þar til bærra manna sýndi hann skynsemi framar öðrum í sveitinni með því að hætta sauðfjárbúskap.

Kaldhæðni............ uuuuu....nei held ekki.

 

 

 

Að venju var sýnd eins og ein stórmynd í fullri lengd sem að þessu sinni eins og alltaf var stórfín.

Fólk fær misgóða útreið en enginn slæma sem nokkru nemur. Já sannarlega bara gaman að þessu.

Titill myndarinnar er ,, Á meðal Kolhreppinga,, og fer í sölu innan skamms eins og önnur snildar verk sem líkleg eru til að gera tilkall til Óskars nú eða Golden glób.

Alltaf dáist ég jafn mikið að fólkinu sem leggur heilmikið á sig til að skemmta okkur og gera grín.

Hér á myndinni eru flest þeirra sem komu að verkinu þó sakan ég nokkurra stórleikara sem ekki sáu sér fært að mæta á frumsýninguna.

Að öðrum ólöstuðum þá eru Arnar og Elísabet Haukatungubændur þau sem að hafa stýrt verkinu og eiga sennilega stæðstan þátt í því.

Takk þið öll sem færðuð okkur þessa skemmtun.

 

 

 

 

Hreppstjóradansinn var stiginn að vanda undir styrkri stjórn Gísla hreppsstjóra.

 

 

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er mannauðurinn hér í sveitunum mikill og hreint ekki ástæða til annars en mikillar bjartsýni hvað það varðar.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá nokkrar af ungu konunum í sveitinni.

Syðstu Garðar, Haukatunga, Miðgarðar, Hjarðafell, Grund, Hallkelsstaðahlíð og Haukatunga eru bæirnir sem þessar dömur munu prýða.

Já það er gaman að sjá hvað unga fólkinu eru að fjölga, það gefur heldur betur von um t.d öflug þorrablót og hvað eina skemmtielgt.

 

 

 

Spekingar spjalla.............

 

 

 

Hrannar og Maron í stuði og Ósk fylgist með.

 

 

 

Gaman ????

Já mér sýnist það.

 

 

 

Það er eins gott að hafa bílstjórann góðan..................... sérstaklega þegar úti er bylur og ófærð.

 

 

 

Já og sumir leggja meira á sig en aðrir.............. þetta er sko snjómoksturmaður sem vert er að hafa góðan í svona tíðarfari.

 

 

 

Jón að tryggja hann komist heim fyrir vorið...............

Frábært þorrablót með skemmtilegu fólki, góðum mat og brjáluðu veðri.

Þarf eitthvað meira ? Nei.

 

 

30.01.2019 21:49

Góðir gestir.

 

 

Það er alltaf jafn gaman að fá góða gesti í heimsókn til okkar hér í Hlíðina.

Sumir koma bara til að sýna sig og sjá aðra en flestir sem koma eru annað hvort að skoða hesta nú eða fara á reiðnámskeið.

Hún Kristine okkar kom til að skoða hann Dúr og í hesthúsið. Það fór vel á með þeim Kristine og Dúr eins og sjá má á myndinni.

Dúr er núna á fjórða vetur, faðir hans er Konsert frá Hofi og móðir Snekkja Glotta og Skútudóttir frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

 

Feðginin hress og kát með Dúrinn á milli sín.

 

 

 

Þessi skemmtilegi hópur var hjá okkur í nokkra daga á reiðnámskeiði.

Þau komu hingað gistu í gestahúsunum og fengu kennslu í formi einkatíma.

Að undanförnu hafa komið hingað bæði hópar og einstaklingar í reiðtíma.

Það er frábært að geta boðið uppá kennslu og gistingu í einum pakka.

Ef að ykkur vantar nánari upplýsingar þar um þá endilega hafið samband.

[email protected] nú eða sími 7702025.

 

 

 

Einbeitingin er algjör.............. og mikið er gaman að geta lánað fólki hesta við hæfi hvers og eins.

 

 

 

Og mikið spáð og spekulegrað. 

Hryssan á myndinni heitir Dorrit og er snillingur eins og nafna hennar sem bjó eitt sinn á Bessastöðum.

Já það er ekki slæmt að eiga og hafa afnot af nokkurum afkomendum Gusts gamal frá Hóli þegar kenna þarf breiðum hópi nemenda.

 

 

 

Það var aldeilis gaman að fá þessi heiðurshjón í heimsókn til okkar.

Þau eiga hryssu frá okkur sem hefur reynst okkur afar góður ,,sendiherra,,

Það er gaman að segja frá því að það eru aðeins tvö ár síðan eigandinn hætti í stórum hestum og ákvað að fá sér íslenskan hest.

Þar sem að hann hefur fyllt átta tugi þá var ekki sjálfgefið að kynnast nýju hestakyni og njóta þess að læra nýja hluti.

En allt small saman hjá þeim og hafa þau gert það ansi gott saman m.a mætt á mót og sigrað þónokkuð marga keppinauta.

Það var því afar ánægjulegt að taka á móti þeim hjónum en þau dvökdu hjá okkur í gestahúsunum og hryssueigandinn  kom í marga reiðtíma.

Ekki skemmdi nú fyrir að frúin var um tíma sauðfjárbóndi í Ameríku og hafið mjög gaman af því að skoða í fjárhúsin hjá okkur.

Hún hafði aldrei séð svona marga sauðaliti eins og hér eru og hugsaði sér því gott til glóðarinnar í lopa kaupum.

 

 

 

 

Það var að sjálfsögðu tekinn bíltúr og stóðið skoðað.

Á myndinni má sjá bróðir hryssunar og núverandi eiganda hennar ,,spjalla,, saman.

 

Já heimurinn verður lítill og skemmtilegur þegar sameiginlegt áhugamál kemur fólki saman.

 

 

29.01.2019 21:05

Stelpustuð í sveitinni.

 

Ég laumaðist og tók myndir af einum nemanda í einkatíma um daginn.

Það voru svo sem allir kátir með það og alveg til í smá uppstillingu svona í byrjun.

 

 

Þessar stelpur mættu í sveitina og tóka allar smá gleðistund með honum Fannari.

 

 

 

 

Já hann Fannar er traustsins verður og hefur bara gaman af því að þjónusta flottar dömur.

 

 

 

Og taka þátt í áhættu atriðum.............. í miðri kennslustund hjá Mumma.

 

 

 

Það má vart á milli sjá hvort er glaðara daman eða Fannar.

 

 

 

 

Það þarf líka að hvetja þetta fólk og vera stuðningurinn á bekkjunum.

Í næstu heimsókn verður hún aðal knapinn.......... maður má nú ekki flýta sér um of í hestamennskunni.

 

 

 

Það var nú líka skemmtilegt að sameinast í flottum frænku hittingi í sveitinni.

 

 

 

 

Smá pós fyrir frænku sína.

 

 

 

Þessar eru miklar vinkonur og eru þarna að spjalla í rólegheitunum.

 

 

 

Ófeigur ellismellur var líka kátur með mikla athygli.

 

 

 

Já hann var hreint vaðandi í dömum þennan daginn............... og var svo glaður með það.

 

 

 

Innilit til Lóu og Svenna var lika málið og þá er sjálfsagt að smella mynd.

 

 

Svenni og skvísurnar slá á létta jólastrengi.

Já það er stuð í sveitinni.