Færslur: 2017 Desember

29.12.2017 22:48

Þykkur kafli úr dagbók húsfreyju...............

Það voru unnin afrek hér í Hlíðinni þennan daginn þegar klárað var að klæða járn á vestuhliðina á reiðhöllinni.

Já afrek, allavega ættu þeir sem efast um það að hafa verið með þessu vaska liði sem dúðaði sig og hló að kuldanum.

Þegar frostið er 8 stig og norðaustan blástur með er ekkert sérstaklega hlýtt en það fékk þessi duglegi hópur að reyna í dag.

Það var sem sagt ,,herdeildin,, úr Ólafsvík sem mætti á staðinn og gerði heldur betur vel.

Takk fyrir hjálpina þið eruð snillingar.

 

 

Hún Gudda lyfta er líka snillingur og hefur alveg bjargað okkur þegar að menn þurfa að vera hátt uppi.

Við hreinlega elskum Guddu gömlu.

 

 

Breki var mættur og fékk alveg að reyna kuldann í Hlíðinni.

 

 

En þessi er orðinn býsna vanur enda búinn að koma oft í haust og hjálpa okkur ómetanlega.

 

 

Já þetta er bara nokkuð algeng sjón Atli og Mummi hátt uppi á Guddu.

 

 

Margar hendur vinna létt verk.......... en kalt.

Mummi, Atli, Breki og Maron.

 

 

Brá og Elfa í léttri sveiflu, vippuðu einangruninni um eins og ekkert væri.

 

 

Og voru bara hressar.

 

 

Samvinnan maður samvinnan............... og Ófeigur veitir andlegan stuðning.

 

 

Það var gott að eiga eitthvað eftir af jólabakkelsinu enda mikið skemmtilegra að borða það núna en þegar allir eru saddir af jólasteikinni.

Já það er frábært hvað er að hafast af í reiðhallarbyggingunni.

 

 

En við litum upp frá amstrinu eina kvöldstund í desember og smelltum okkur á tónleika með Baggalúti

Hreint frábær skemmtun og dásamleg kvöldstund.

 

 

Við gerðum alvöru menningarferð úr þessu og fórum saman út að borða.

Þarna eru þessi voða fín og sæt Mummi, Brá og Maron.

Hinir ferðafélagarnir festust ekki á mynd.................

 

 

Á Þorláksmessu er skötuveisla hjá okkur en við eigum dásamlega vini á vestfjörðum sem senda okkur skötu.

Algjörlega ómissandi og skatan þetta árið var alveg frábær vel kæst og smá hósti eftir fyrsta bitann.

Við sendum kveðjur vestur með kæru þakklæti fyrir okkur.

 

 

Síðan að Ragnar frændi minn flutti á Brákarhlíð og hætti að komast heim um jólin er það árvisst að koma þangað á Þorláksmessu.

Mummi fór með tölvuna og sýndi honum nýjustu myndir og videó af reiðhallarframkvæmdum.

Ragnar líst mjög vel á þessar framkvæmdir og var spenntur að skoða og sjá hvað þetta væri komið langt.

Svo voru auðvitað nokkrar rollumyndir með í tölvunni sem hressa, bæta og kæta.

 

 

Mjög spennandi og gaman að geta sýnt honum frá gangi mála.

 

 

Við stálumst til að skoða jólakortin og þau voru sum skemmtileg.

 

 

Auðvita litum við líka við hjá honum Valda en hann flutti á Brákarhlíð í haust.

Við tókum líka bíósýningu hjá honum og hann var ekki síður áhugasamur um framkvæmdirnar.

 

 

Við í Hlíðinni erum ljónheppin og fengum skemmtilegar jólaskvísur í gamla bæinn.

Þarna eru þær að engjast um af forvitni, það er alltaf verið jafn lengi að vaksa upp á aðfangadag.

 

 

Foreldrarnir og amman komu líka og þarna eru þau að skanna gjafirnar.

Ég verð að játa leti við myndatökur þessi jól en um þau síðustu var ég bara nokkuð dugleg.

Þar sem að við höfum ekkert fríkkað frá síðustu jólum smellti ég bara inn nokkrum myndum frá því í fyrra.

Ég er svo bara að spá í að nota þær næstu 50 árin eða svo..............

 

 

Virðuleg................eða ekki.

 

 

Þessi eru nú bara flott og þyrftu nú ekki að nota gamla mynd en hún flýtur samt með frá jólum 2016.

 

 

Þanra eru þau að bíða eftir nýju ári held að það hafi ekki verið komið miðnætti eða 2017.

 

 

Sveinbjörn tekur stöðuna með ,,bakland,, eins og frambjóðandi.

 

 

Já það er betra seint en aldrei og það á líka við um jólamyndirnar árið 2016.

 

Nú er það bara áramótahugleiðing sem kemur þegar hennar tími er kominn.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

25.12.2017 16:08

Jólakveðja 2017.

 

22.12.2017 23:57

Og það tókst.............

 

Það hefur verið lítið um tíma fyrir bloggskrif síðustu vikurnar enda hefur hér staðið yfir kapphlaup af bestu gerð.

Kapphlaup já............ svo sannarlega verið kapp í mannskapnum hér í Hlíðinni síðustu vikurnar já og svo sem allt herrans árið 2017.

En í stuttu máli er staðan á reiðhallarbygginu þannig að þegar þetta er skrifað er búið að loka höllinni. 

Loka já ..........þ.e.a.s krossviður utan á allt, þakjárn og báruplast komið á sinn stað, allt járn á austur hliðina og hurðirnar á sinn stað.

Sem sagt markmiðið tókst en það var að klára að loka fyrir jól. Nú er liðið komið á fullt í jólaundirbúining sem er góð tilbreyting frá smíðunum.

Húsfreyjan ofreynir hrærivélina, gengur nærri þvottavélinni og lætur eins og allt sé undir control. Aðrir heimilismeðlimir dusta rykið af hreingerningagræjunum og slást við jólaseríur á milli þess sem þeir fóðra rollur og hross.

Já jólin maður jólin þau eru að koma.

Næsta markmið er að njóta lífsins og fara að máta hross í reiðhöllinni.

Það var eins í þessari síðustu lotu eins og hinum að við nutum aðstoðar dásamlegs fólks sem mætti hingað í Hlíðina og hjálpaði okkur.

Takk fyrir hjálpina þið eruð frábær og ómetanlega fyrir okkur.

 

En það hefur ýmislegt annað en byggingaverkefni rekið á fjörurnar hjá okkur frá því síðast ég skrifaði.

Við náðum að sæða heilan helling af kindum og notuðum marga spennandi hrúta, nánar um það síðar.

Það tekur alltaf drjúgan tíma að númeralesa kindurnar og flokka undir hrútana en við vorum búin að sleppa hrútum í allar kindurnar þann 18 desember. Gemlingar og sæðingsrollur verða ,,samferða,, inní sauðburðinn og koma til með að eiga tal allt að fimm dögum fyrr en aðal hópurinn. Um síðustu mánaðamót gáfum við allri hjörðinni ormalyf og vítamínstauta en það tekur mikinn tíma með þennan fjölda.

Hér á eftir koma nokkrar myndir sem teknar hafa verið nú í desember.

 

Andrés í Ystu Görðum kom og hjálpaði okkur að setja hurðirnar í.

Þarna er hann með feðgunum að smella stóru hurðinni á sinn stað.

 

 

Hún Gudda lyftari er nú meira þarfa þingið en þarna er hún í notkun hjá Mumma og Steinari Hauki.

 

 

Það er nú alveg dásamleg tilfinning að sjá þetta ............ járnið komið á austu hliðina.

 

 

Himnastiginn húkir hálf einmanna og verkefnalaus eftir að Gudda kom á svæðið.

 

 

Þegar verið er að byggja er gott veður gull, þennan daginn var gull.

 

 

Já og þennan dag líka.............. við höfum verið afar heppin með tíðarfarið í sumar og haust.

 

 

Og í lokin ein af háttvirtum músamálaráðherra búsins Lubba lubbatrúss.

Hann situr hér í heyvagninum og passar að allt fari vel fram.

 
 
 
 
 
 
 

04.12.2017 22:26

Reiðhöll og sauðfjárviðskipti.

 

Það þarf að gera fleira en að byggja og því fannst okkur stelpunum upplagt að opna smá viðskiptahorn í fjárhúsunum.

Þessi mynd er tekin eftir að fram hafa farið hrútakaup, gimbrarverslun og hrútaleigusamningar.

Allar bara nokkuð kátar en svolítið missyfjaðar enda klukkan orðin ansi margt þegar öllu var lokið.

 

 

Hér er Kristín Eir með forustuhrútinn Gísla hreppstjóra sem nú er kominn í Reykholtsdalinn.

Þar mun gripurinn vonandi kynbæta forustufjárstofninn áður en að hann kemur heim í jólafrí.

Ekkert frí er þó hjá kappanum því hann þarf að sinna eins og 2 ám áður en hann fer í herraklippinu hjá Hjalta dýralækni.

Haukur og Mummi fengu að fylgjast með en reyndar á Mummi Gísla hreppstjóra svo að hann var sem sagt leigusalinn.

 

 

 

Sauðfjárbóndinn Kristín Eir fékk að velja sér gimbur úr hópnum og vandaði sig vel við verkið.

Þrátt fyrir ,,pólustískar,, ábendingar foreldranna um að velja móbotnótta gimbur var dömunni ekki haggað.

Þessi var auðþekkjanleg og að mati dömunnar sú allra eigulegasta enda ættuð úr Borgarfirðinum.

Gimbrin er sæðingur undan Jónasi frá Miðgarði.

 
 
 

 

Enda var nú eins gott að velja vel þegar gripurinn átti að ganga uppí spari gripinn Grána.

Gráni er uppruninn í Kolbeinsstaðahreppnum meira að segja af Haukatungu kyni rétt eins og ég.

Hann hefur reynsta afar vel í Skáney og hafa þau fengið marga flotta gripi undan honum.

Snildar eintak sem vonandi á eftir að reynast vel eins og gimbrin hennar Kristínar.

Já rollukaup eru hreint ekki síðri en hestakaup.............

 
 

 

Af reiðhöllinni er það að frétta að síðasta krossviðsplatan fór á  þann 3 desember.

Þá er eftir að setja járnið á hliðarnar, plastið á þakið og hurðirnar í.

Þetta er sem sagt að verða hús.

Á þessari mynd eru Mummi og Atli að klára gaflinn og vippa upp síðustu stóru plötunum.

 

 

Sjáið þið............... dásamlegt allt að lokast.

 
 

 

Þessi vaski hópur tók á því um helgina, takið sérstaklega eftir því hvað Snotra er ánægð með verkið.

Skúli, Hrannar, Björg, Mummi, Atli, Elva , Maron og Snotra.

Takk fyrir alla hjálpina, þið eruð dásemdin ein.

 
 
  • 1