Færslur: 2017 Febrúar

24.02.2017 22:53

Heldri borgarar í Hlíðinni.

 

Það var úrvals samkoma í efribænum síðastliðna helgi þegar móðursystkini mín komu þar saman.

Þau voru upphaflega 12 börn ömmu Hrafnhildar og afa Halls hér í Hlíðinni.

Fjögur eru nú látin og Ragnar sem nú dvelur í Brákarhlíð í Borgarnesi átti ekki heimangengt þaðan.

Á myndinni eru: Halldís, Anna Júlía (Lóa) Elísabet Hildur (Stella) og Sigfríður Erna (Fríða).

Þá Margrét Erla (Maddý) Sveinbjörn og Sigríður Herdís (Sirrý).

Látin eru: Einar, Magnús, Guðrún (Dúna) og Svandís mamma mín.

Meðalaldurinn er ca 80 + og óhætt er að segja að þessi hópur man nú tímana tvenna.

 

 

Þessir ræddu um smalamennskur og fleira.

Sveinbjörn var ánægður með Hall frænda sinn þegar hann straujaði til fjalla í ca 10 leit þetta haustið.

En frændinn kom fjárlaus heim svo ekki fækkaði því óheimta þann daginn.

 

 

Sveinbjörn og Jóel Bíldhólsbóndi hafa alltaf um nóg að ræða.

 

 

Hallur, Sveinbjörn og Halldís Bíldhólsfrú ræða málin.

 

 

Og enn eru málin rædd.................

 

 

Lóa og Maddý voru bara hressar og ræddu meira en prjónaskap.

 

 

Sirrý, Lóa og Maddý.

 

 

Þessar hafa nú tekið til hendinni í eldhúsinu áður og farist það vel úr hendi.

Fríða, Stella og Lóa.

 

 

Sirrý, Halldís og Maddý komnar í sófann.

 

 

Myndbandið frá því í fjöruferðinni í sumar er alltaf jafn vinsællt sjónvarpsefni.

Þarna er mannskapurinn alveg að verða dáleiddur af herlegheitunum.

Maddý, Lóa, Fríða og Hallur Pálsson.

 

Skemmtilegur dagur sem heppnaðist í alla staði vel og allir fóru glaðir heim.

Já kaffiboð eru stórlega vanmetin sérstaklega þegar meðal aldurinn er 80 +

Njótum lífsins og verum góð.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

19.02.2017 12:16

Mannlíf í myndum á vestlensku.......

 

Það var keppt í slaktaumatölti  í Vestulandsdeildinni á föstudaginn.

Bráðskemmtilegt mót með fullt af góðum hestum og færum knöpum.

Auðvita eru menn og hestar komnir mislangt í þjálfuninni en það er bara febrúar.

Já þeir sem sitja heima í fýlu og trúa ekki á vestlenska gæðinga verða bara að njóta fýlunnar sjálfir.

Því það var sannarlega gaman þetta kvöld.

 

 

Handbragðið hennar Drífu Dan er komið á deildina og var fallegt að sjá hvernig öllu var fyrir komið.

Þessar ungu dömur kynntu sér hvað var í boði ef að vel gengi í keppninni.

Þess má geta að þær eiga allar mæður og og sumar feður í deildinni.

 

 

Hér má sjá þá knapa sem röðuðu sér í efstu sætin eftir úrslitin.

Þar sem keppnin þetta kvöld var slaktaumatölt átti ég mér uppáhaldsknapa.

Að öllum öðrum ólöstuðum þá var það var hann Konráð Valur Sveinsson sem átti frábæra sýningu á slökum taumi.

Allir þessir knapar voru vel ríðandi og gaman að sjá sýningarnar hjá þeim.

Til hamingju með glæsilegan árangur.

 

 

 

 

Ég veit ekki hvort að Benni hefur verið að máta sig í dómarastarfið en allavega prófaði hann stólinn.

Af svipnum að dæma hefur Heida Dís verði að segja honum til syndanna.

 

 

Þarna bíða knaparnir eftir því að mótið hefjist.

 

 

Þau voru kát á bekkjunum þessi tvö og brostu hringinn þegar ég smellti af þeim mynd.

Ásdís í Hrísdal og Einar í Söðulsholti.

 

 

Það voru fleiri en ég að taka myndir.

 Þarna er hún María að taka mynd en ég er ekki viss hvort að Jón lendi inná myndinni.

 

 

Skagamenn í stuði eins og vera ber.

 

 

Þessar sætu skvísur brostu breitt Julianne og Brá, okkar dömur.

 

 

Dómarinn gerir sig kláran fyrir fjörið með brosmildan ritara sér við hlið.

Jonni og Gunnhildur voru númer 5.

 

 

Stefán, Guðríður, Auður Ásta og Óli voru að sjálfsögðu mætt.

 

 

Guðrún, Guffý og Guðrún í þungum þönkum....................

 

 

Leifur, Valdi og Ragga mætt á svæðið.

 

 

Sigurður Oddur fylgdist með sínum manni sem stóð sig með prýði.

 

 

Af svipnum má ráða að eitthvað sé í gangi.................... á bekkjunum.

 

 

Arnar deildarstjóri tekur margt með trompi.......................

Nú hefur hann tekið ,,undan faxi,, raksturinn alla leið á hann sjálfan.

Já flestir fórna sér einhversstaðar í hestamennskunni.

 

 

Árný, Sveinn og Sigbjörn taka stöðuna.

 

 

Þessir voru brattir Oddur Björn og Kolbeinn Stór Ás bóndi fylgjast með.

 

 

Það er ángæjulegt hvað fólk mætir og hvetur sitt lið.

 

 

Mæðgurnar á Ölvaldsstöðum í góðum félagsskap.

 

 

Benni stóð sig vel að vanda og var í verðlaunasæti og hlaut að launum blómvönd.

 

 

Og þar sem að konudagurinn var handan við hornið.................gladdi hann Tobbu sína.

 

 

Þessi brunar frá Fákshólum á mótin og stendur sig alltaf vel, brosmildur Þorgeir í góðum félagsskap.

 

Nú er bara að láta sig hlakka til næsta móts sem er eftir hálfan mánuð.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

18.02.2017 09:14

Kvöldstund með tamningameistara.

 

Það eru fáir sem eiga eins gott með að koma orðum að hlutunum eins og hann Benni Líndal.

Hann var með afar frólega sýningu sem að hann kallaði vinnustund í Borgarnesi fyrir stuttu.

Þar fór hann létti yfir þær aðferðir sem hann hefur notað við tamningar og þjálfun á löngum og farsælum ferli.

Þegar Benni talar hlusta viðstaddir og það er svo gaman að sjá hversu fljótur hann er að lesa bæði menn og hesta.

Ég hef farið á fjölmörg námskeið hjá Benna og alltaf komið betri manneskja heim.

 

 

Hans fólk var á kanntinum og aðstoðaði hann, hér á myndinni sjáið þið þau Siggu og Ævar.

 

 

Já það eru ekki allir reiðkennarar svo heppnir að hafa sjálfan Ævar vísindamann á hliðarlínunni.

Kannski getur hann bara látið vandamálin hverfa svona hókus pókus ????

Allavega fór vel á með þeim feðgum.

 

 

Benni var með fimm hesta með sér í sýningunni auk þess sem einn aðstoðarmaður reið með honum.

 

 

Það er ekki á öllum svona sýnikennslum sem maður sér tamningamanninn í alvöru aksjón.

Já það var allt undir stjórn jafnt lausir hestar sem áhorfendur.

 

 

Við áttu frábæra kvöldstund sem var bæði skemmtileg og fróðleg.

Að auki erum við ákaflega ánægð með að fá þessa hæfileikaríku og flottu fjölskyldu aftur til okkar á vesturlandið.

Velkomin heim Benni, Sigga og fjölskylda.

 
 
 
 
 
 

14.02.2017 12:34

Og enn meira af uppáhalds þorrablótinu.

 

Sumir eru bara betri í línunni en aðrir....................... íha.............

 

 

Hrannar er í heimanámi í línudansi................... verður sennilega í fjarnámi á næstunni.

 

 

Ég held að hann sé að forða sér af gólfinu.................

 

 

Þessi sæta skvísa mætti á sitt fyrsta þorrablót á Íslandi.

 

 

Og fannst bara gaman.

 

 

Brandarakallar.

 

 

Þessir í djúpum þönkum nú eða störukeppni, Atli Dalsmynnisbóndi og Halldór í Söðulsholti.

 

 

Það var stuð á Kolviðarnessystrum á blótinu þarna eru þær Jónasína og Sesselja.

 

 

Kaldárbakkaborðið.................

 

 

Áslaug í Mýrdal og tengdadóttirin í stuði.

 

 

Haukatunguhópurinn og unga frúin á Skiphyl.

 

 

Við Kolhreppingar getum treyst á prestinn okkar þegar kemur að þorrablóti.

Hann mætir alltaf og tekur gríni af miklu æðruleysi, það er nú ekki sjálfgefið.

Eins og myndin ber með sér skemmtu hann og Snorrastaðahjónin sér vel.

 

 

Þessar dömur voru kátar að vanda Þóra og Björg mæta alltaf á þorrablót.

 

 

Ekki lá síður vel á þessum dömum.

Sigríður Hraunholtafrú og Friðborg fyrrverandi samstarfskona okkar Siggu úr gamla góða Sparisjóði Mýrasýslu.

 

 

Lalli og Steini í stuð eins og vera ber. Skál fyrir því...................

 

 

Þessi mynd er tekin við borðið þar sem spekingar spjalla.

Andrés Ystu - Garðabóndi, Albert á Heggstöðum og Kristján á Stóra Hrauni.

 

 

Hermann ,,þingmannsfrúin,, okkar var kátur.

 

 

Ölver og Ragnhildur í Ystu - Görðum mættu líka á þorrablót.

 

 

Ystu - Garðahjónin hafa gaman með þeim Alberti og Kristjáni.

 

 

Hulda Kaldárbakkafrú og Jón Zimsen á Innra - Leiti.

 

 

Garðabændur hressir á þorrablóti.

 

 

Hljómsveitin Meginstreymi stóð sig með miklum ágætum og hélt fólki vel við dansgólfið.

 

Hér hafið þið fengið smá innsýn í fjörið á þorrablóti 2017.

Aldeilis frábær skemmtun.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 

08.02.2017 22:48

Þorrablótsfjör fyrsti hluti.......af mörgum.

Eins og reikna mátti með var mikið stuð og frábær stemming á þorrablótinu í Lindartungu.

Fullt hús af skemmtilegu fólki, góður matur og skemmtiatriðin dæmalaus eins og við var að búast.

Húsfreyjan fékk alveg sinn skammt og ríflega það, en er að sjálfsögðu kampakát með dæmið.

Élísabet skemmtanastjórafrú lék mig með þvílíkum tilþrifum að ég verð ekki nema svipur hjá sjón á næstunni.

Hún er mikið betri ég en ég...............

Það er alveg ljóst að nú get ég valið úr hvar ég mæti í eigin persónu á næstunni.

Afar hentug að hafa auka eintak sem er miklu betra en ég til að senda á mikilvæga staði.

Ertu ekki annars alveg klár Elísabet ?

Myndin hér að ofan sýnir hugarástand blótsgesta.

 

 

Þóra og Björg mættu eins og vera ber.

 

 

Þarna eru Juliane og Maron, dásamlegt aðstoðarfólk sem líka er gaman að skemmta sér með.

 

 

Þessir voru á léttu nótunum og ræddu saman með mígrafón við hönd.

Jóel á Bíldhóli og Magnús á Snorrastöðum.

 

 

Þau voru hress fjölskyldan úr Laugargerði.

 

 

Þessi eru voða sæt, Þórður okkar frá Mýrdal með sína frú.

 

 

En þessi þau eru ennþá meira sæt................. hreppstjórinn okkar og frú í Mýrddal.

 

 

Á þorrablóti er um að gera smakka eitthvað gott, Jónas á Jörfa á góðri stundu.

 

 

Sigurður Hraunholtabóndi vað auðvita mættur á blótið.

 

 

Mæðgurnar Lilja og Stína skemmtu sér vel á þorrablótinu.

 

 

Já já og líka Jóngeir hann var bara hress kallinn.

 

 

Þetta er Skógastrandarborðið það var hópferð frá Bílduhóli.

 

 

Ásta Stakkhamarsfrú og Anna Erla frænka mín voru kátar.

 

 

Fulltrúar Eyja og Miklaholtshrepps komu m.a frá Minni Borg og Hofsstöðum.

 

 

Allt undir kontról.

 

 

Sögustund í boði Árna, Gísli og Ásbjörn fylgjast með eins og Karina.

 

 

Þarna tapaði hreppstjórinn söguþræðinum og leysti upp sögustundina.

 

 

 

Þessir voru hressir Hörður Ívars og Nettódrengurinn okkar allra hann Kristján.

 

 

Talandi um hressir.................... þessir tveir eru hér u.þ.b að bjarga heiminum.

Samherjar í skólaakstri í margra ára Gestur á Kaldárbakka og Eggert á Hofsstöðum.

 

 

Þau eru hugsi þarna Dalsmynnissystkyni og makar þeirra.

 

 

Eldhressir Grundarbændur voru að sjálfsögðu mættir og útí sínu horni eins og vant er.

Björgvin og Magga kát.

 

 

Þetta er krakkarnir á Stóra Hrauni en orðin svolítið stór og fullorðið fólk.

Jón Þór og Kristín Halldóra.

 

 

Þingmaðurinn okkar í góðum gír en hún verður alltaf þingmaðurinn okkar hvort sem hún er á þingi eða ekki.

Hanna María Miðgarðabóndi í góðum félagsskap.

 

Fleiri myndir birtast fljóttlega hér á blogginu einnig vil ég benda ykkur á að ég setti inn nokkur ný sölu hross hér á síðuna undir flipanum ,,söluhross,,

Þið væruð dásamleg ef að þið vilduð ,,like,, og deila fyrir mig þessum upplýsingum.

Bestu kveðjur úr Hlíðinni.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  • 1