Færslur: 2016 Febrúar

20.02.2016 11:59

Líflands fimmarinn.

 

 

Líflands fimmgangurinn í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum fór fram í gær.

Þessar tvær dömur röðuðu sér í efstu sætin, algjörlega verðskuldað. Pernille Lyager Möller og Álfsteinn frá Hvolsvelli sigruðu en í öðru sæti urðu Randi Holaker og Þytur frá Skáney.

Á myndinni er fulltrúi Líflands í Borgarnesi hún Guffý okkar með stelpunum.

 

 

Verðlaunahafar í 5 efstu sætum eftir frekar söguleg úrslit.

 

 

Lið Snóks/Cintamani stóð sig vel og hlaut liðaverðlaunin þetta kvöldið.

Á myndinni eru tveir liðsmenn þess Henne liðstjóri sem veitti plattanum viðtöku og Jakob Svavar.

 

 

Þetta par var að vonum ánægt með árangurinn. Til hamingju bæði tvö.

 

 

Strákarnir í liðinu voru heldur betur ánægðir með stelpuna og brostu hringinn.

 

 

Lið Eques er þannig skipað:

Guðmundur M. Skúlason, Hallkelsstaðahlíð – liðsstjóri

Bjarki Þór Gunnarsson, Oddsstöðum.

Guðbjartur Þór Stefánsson, Skipanesi.

Pernille Lyager Möller, Hárlaugsstöðum.

 

Krúttpar kvöldsins.

 

Fleiri myndir og hugleiðingar síðar.

 
  • 1