VIÐ ERUM:

Sigrún Ólafsdóttir
Tamningamaður og bóndi
Sími: 862-8422 og 435-6697
Netfang: [email protected]

Sigrún hefur tekið virkan þátt í félagsmálum hestamanna um langa hríð.
Sat í stjórn Hestaíþróttasambands Íslands, sat í stjórn Landsambands hestamannafélaga lengst af sem gjaldkeri og var formaður Félags tamningamanna um nokkura ára skeið. Auk þess átti Sigrún sæti í Fagráði í hrossarækt þau ár sem hún var formaður Félags tamningamanna.
Var formaður Hestamannafélagsins Snæfellings um nokkurra ára skeið. 
Auk þess hefur hún setið í fjölmörgum nefndum og ráðum sem unnið hafa að hagsmunum hestamanna.
Sigrún er virkur gæðinga og íþróttadómari.

Skúli Lárus Skúlason
Tamningamaður og bóndi
Húsasmíðameistari
Sími: 862-8488 og 435-6697
Netfang: [email protected]

Skúli Lárus hefur lokið tamningaprófi Félags tamningamanna og er einnig menntaður húsasmíðameistari. Tamningar og bústörf hafa verið hans aðal starf síðan 1993. Smíðakunnáttunni hefur þó verið vel við haldið því við byggðum nýtt íbúðarhús sem flutt var í árið 2000. Auk þess hafa útihús verið endurbætt og þeim breytt, við það veitir ekki af fagmönnum og gott að hafa þá á heimilinu.

Guðmundur Margeir Skúlason
 Reiðkennari og tamningamaður.
Húsasmiður.

Sími: 770-2025
Netfang: [email protected]

Guðmundur Margeir ,,Mummi,, er útskrifaður reiðkennari og tamningamaður frá Háskólanum á Hólum og alinn upp við tamningar og bústörf. Hann var í verknámi í Steinsholti hjá Jakobi S. Sigurðssyni og tók þar tamninga og þjálfunarpróf FT. Áður en hann fór til náms á Hólum lærði hann húsasmíði sem sannast hefur á heimilinu að gott er að kunna með hestamennskunni. Mummi hefur verið virkur í keppni frá 6 ára aldri bæði í hestamennsku og frjálsum íþróttum.
Hann er hestíþróttadómari.


Við búum á jörðinni Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal þar sem við stundum hrossarækt, tamningar, sölu, kennslu og ýmsa þjónustu við hestamenn.
Auk þess rekum við 700 kinda sauðfjárbú og lítilsháttar hundarækt.
Hallkelsstaðahlíð er við Hlíðarvatn en þar er góð silungsveiði og einungis í u.þ.b 120 km frá Reykjavík.

Veiðileyfi og tjaldstæði eru einnig í boði.

Ég vil einnig benda á að við höfum gestahús til leigu (sjá hnapp á forsíðu).

Hesthús er fyrir 40 hross í eins og tveggja hesta stíum og auk þess er aðstaða fyrir folöld og trippi. Við erum með reiðhöll sem við nýtum til tamninga auk þess stórt reiðgerði og hringgerði. Við erum svo heppin að búa við hreint frábærar og fjölbreyttar reiðleiðir hér allt í kring um okkur, svo ekki sé nú talað um þegar að vatnið leggur og möguleiki er að ríða á ís dag eftir dag.

Skúli, Sigrún og Guðmundur Margeir starfa öll við tamningar og þjálfun auk þess eru hér eru gjarnan ungmenni sem aðstoða við störfin. Margir af þessum góðu krökkum hafa síðan farið í Háskólann á Hólum og lokið þar námi en önnur eru nú þar við nám. Það er ánægjulegt fyrir okkur að geta aðstoðað þau við að afla sér dýrmætrar reynslu áður en námið á Hólum hefst.
Ungmennin sem hafa dvalið hjá okkur hafa komið frá 9 þjóðlöndum.

Mummi fer reglulega erlendis til að sinna reiðkennslu, m.a til Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur. Auk þess tekur hann að sér reiðkennslu hér heima eða eftir samkomulagi.

Guðmundur Margeir bíður bæði uppá einkatíma svo og hópkennslu s.s kennslu í Knapamerkjum.