30.08.2018 22:27

Jæja lömbin mín...............

 

Réttir - leitir - og allt.

 

Nú styttist í fjörið enda tími slökunnar og sumarfrís liðinn hjá flestum sauðum landsins

Fjallskilanefndir hafa keppst við að raða niður dagsverkum og fjallskilaseðlar berast sem aldrei fyrr.

Við erum svo heppin að nokkrir vaskir smalar hafa haft samband til að reka á eftir skipulaginu.

Það er því alveg orðið tímabært að smella á ykkur nokkrum vel völdum dagsetningum.

 

Miðvikudagurinn 12 september - smala inní Hlíð og útá Hlíð.

Fimmtudagurinn 13 september - smala Oddastaðaland og taka úr því ókunnugt.

Föstudagurinn 14 september - smala Hlíðar og Hafurstaðaland.

Laugardagurinn 15 september - Vörðufellsrétt.

Sunnudagurinn 16 september - rekið inn hér í Hlíðinni - dregið í sundur - keyrt niður í rétt - vigtað - og metið.

Mánudagurinn 17 september - sláturlömb rekin inn og yfirfarin.

Þriðjudagurinn 18 september - Slátulömb sótt - Mýrdalsrétt.

 

Þetta er planið í grófum dráttum, nú er bara að vonast eftir góðu veðri og skemmtilegu fólki.

Hlakka til að sjá ykkur.

 

Allar nánari upplýsingar hjá bændum og búaliði.

 

 

28.08.2018 17:30

Draumaferð ársins................

 

 

 

Það er gaman í vinnunni og þegar vinnan og leikur blandast saman verður stórkostlegt.

Já hún var hreint stórkostleg hestaferðin sem við fóru í um daginn.

Skemmtilegt fólk, góðir hestar og allt gekk svo ljómandi vel. Hvað er hægt að hafa það betra ?

Hér má sjá hópinn saman kominn í túnfætinum á Höfða en þarna erum við á leiðinni heim.

Einhver tæknisnillingurinn í ferðinni fann út að best væri að stilla myndavélin til þess að ná öllum saman.

Það gekk vel að mestu leiti aðeins einn snéri sér undan.................sko Freyja hundur.

Vika fór í ferðina sem farin var í stuttu máli milli fjalls og fjöru.

Hér á eftir gefur að líta myndir sem teknar voru í ferðinni og fanga bara stemminguna nokkuð vel.

Annað eins safn kemur síðar en nokkrir ljósmyndarar eiga heiðurinn af þessu.

 

 

 

 

Sólin á Kolbeinsstöðum er dásamleg enda nutu Mummi og Brá hennar vel.

 

 

 

Allir að verða klárir í hnakkinn Jonni, Erla og Elvan alveg með þetta.

 

 

 

Frú Auður með allt undir kontról.

 

 

 

Linda og Sabrina bíða eftir brottför frá Kolbeinsstöðum.

 

 

 

Það gera líka Maron. Skúli og Gróa.

 

 

 

Sennilega er Auður að senda Svenna skilaboð................ hann er svo langt í burtu.

 

 

 

Þessi Svenni yngdist upp um hálfa öld við að fá svona flottan einkabílstjóra.

Það er ekki nokkur ráðherrabílstjóri sem toppar þennan.

 

 

 

Það var glimrandi gangur þegar við fórum frá Kolbeinsstöðum að þessu sinni og enginn hestur með teljandi vandræði.

Svolítið annar bragur en síðast þegar við þurftum á hjálp íþróttaálfsins að halda.

 

 

 

Lestin þétt og allir í stuði.

 

 

 

Við komun heim á kvöldin og höfðum það gott, hér spjalla spekingar um daginn og veginn.

 

 

 

Þessar skuttlur úr Garðabænum áttu fyrsta kvöldið í eldhúsinu.

 

 

 

Og þessar nutu sín í blíðunni.

 

 

 

Já já við skulum vera spök............. þessi með allt á hreinu.

 

 

 

Blíðan við Laugargerði er heimsfræg og klikkað ekki að þessu sinni.

 

 

 

 

Gróa og Gróa.

 

 

 

Alltaf stuð í Kolviðarnesi, þarna má sjá kokkinn og lærlinginn. Nánar um það síðar.

 

 

 

Þessar dömur kátar.

 

 

 

Bakkabræður........... nei reyndar ekki en þetta eru klárlega stígvélabræður.

Þeir voru kátir með sig svona rétt áður en riðið var í árnar.

 

 

 

Og ekki skorti áhorfendurna................

 

 

 

............

 

 

 

Staðan tekin í Stakkhamarsnesinu, sokkarnir undnir og sumir þurftu að losa úr stígvélunum.

 

 

 

Alltaf svo gaman að koma til þeirra heiðurshjóna Gumma og Oddnýjar.

 

 

 

Höfðingjar heima að sækja.

 

 

 

Hér er dagleiðin gerð upp og spáð í þá næstu.

 

 

 

Sennilega er Hulda að lesa þessum herra pistilinn........ hann er allavega niðurlútur.

 

 

 

En það er bjart yfir þessum.

 

 

 

Góður staður til að hvíla lúin bein.

 

 

 

Guðný og Hafgola ræða málin á sinn hátt.

 

 

 

Guðný á marga góða vini hér eru nokkrir af þeim.

 

 

 

Gaman hjá þessum.

 

 

 

Og þessum líka.

 

 

 

 

Auður veit ekki að Freyja er í áfengisvarnarráði...............

 

 

 

Hvað þarf marga til að skipta um dekk ???

Þrjá kalla og enga konu.

 

 

 

Járningaþjónustan var opin.

 

 

 

Og sérfræðingar á hverju strái.

 

 

 

,,Mummi veistu hverjir eru bestir,, ??

 

 

 

Í trúnaði sagt.................við.

 

 

 

Svona eru matartímarnir í hestaferð.

 

 

 

Allir elska ömmu Stínu, þarf að vera með í hverri ferð. Dásamleg.

 

 

 

Það er gott að stoppa í túnfætinum á Höfða rifja upp góðar minningar og borða nestið.

 

 

 

Fullt af veitingum í boði og allir slakir.

 

 

 

Og sumir meira slakir en aðrir.

 

 

 

Skúli og Maron að ræða eitthvað sem Klaka litla finnst frekar óspennandi.

 

 

 

Kristín Rut var í stuði alla ferðina, hér er það pabbaknús.

 

 

 

Fannar og Guðný Dís taka stöðuna.

Já þetta er smá sýnishorn frá dásamlegum dögum sem við áttu saman í hestaferð.

Fleiri myndir koma fljóttlega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

02.08.2018 08:39

Folöld árið 2018 og það á enn eftir að bætast við.

 

Þessi þarna nývaknaði er Kuggur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Goði frá Bjarnarhöfn og móðir Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Kuggur tekur ,,Möllers,, á hverjum degi.................

 

 

Og svo er að teyja............

 

 

Þetta er Fimmtugur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Þristur frá Feti og móðir Rák frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Fimmtugur er flottur og fínn. Hvað eru mörg F í því ??

 

 

Alfreð frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Kafteinn frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Blika frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Alfreð fékk nafn þegar fyrsti og besti leikur landsliðsins í fótbolta á HM fór fram.

Brá sem á folaldið var fljót að ,,grípa boltann á lofti,, og nefna hann Alfreð þegar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta markið.

Þetta er því Alfreð ekki Finnboga sem sést hér teygja úr sér.

 

 

Sporskur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Dúr frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Karún frá Hallkelsstaðahlíð.

Sposkur er skemmtilegur og er sannfærður um eigið ágæti sem er kostur ef maður er hestur.

 

 

Sjaldgæfur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Mugison frá Hæli og móðir Sjaldséð frá Magnússkógum.

Þegar ég brunaði með Sjaldséð undir Mugison var einbeittur vilji að rækta Framsóknar Gránu.

Ekki gengur allt eftir hvorki í pólitíkinni né hrossaræktinni. 

En ég er afar ánægð með skjóttan hesta sem þarna á myndinni er u.þ.b hálftíma gamall.

 

 

Snös frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Símon frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Þríhella frá Hallkelsstaðahlíð.

Myndin af Snös er tekin þegar hún og mamma hennar voru að fara í Dalina til að njóta sumarsins með honum Dúr.

 

 

Þessi hér er svo ennþá óköstuð og kemur vonandi með eitthvað skemmtilegt mjög fljóttlega.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

29.07.2018 15:50

Heim í heiðardalinn.

 

Föstudagurinn 27 júlí var afmælisdagur Ragnars heitins frænda míns en þá hefði hann orðið 85 ára.

Af því tilefni komum við nokkur úr fjölskyldunni saman og heiðruðum minningu hans.

Ragnar hafði fyrir löngu ákveðið að láta brenna sig og að öskunni yrði dreift á einum af uppáhaldsstöðum hans í Hafurstaðafjalli.

Það var því upplagt að gera það þennan fallegasta og besta dag sumarsins. Logn, sól og blíða, meira að segja allan daginn.

Á þessari mynd má sjá hluta þeirra sem mættu og fylgdu honum ,,heim,,

 

 

 

Svona til að flestir fái viðunandi mynd af sér er rétta að setja inn nokkrar.............

 

 

 

............og þá verða flestir flottir.

 

 

Bræðurnir Kolbeinn og Ragnar taka stöðuna.

 

 

Mummi og Ragnar spá í að bæta metið uppá Múla........... Mummi á það enn.......

 

 

Þessir voru ekkert að huga um svoleiðis met.

 

 

Rökræður................... 

 

 

Hver haldið þið að hafi unnið ??.....................

 

 

Allir út að skoða sólin ekki svo oft sem hún nú sést.

 
 
 
 

 

 

Sólarmegin.

 

 

Besta sætið.

 

 

Hér er mannskapurinn kominn suður að Hafurstöðum.

 

 

Skúli og Jóel eru orðnir óvanir að horfa á sólina.

 

 

Elsa Petra, Svandís Sif og Sverrir Haukur að kanna rústirnar á Hafurstöðum.

 

 

Halldís, Lóa og Stella njóta lífsins.

 

 

Frú Björg er sólarmegin.

 

 

Hallur og Sveinbjörn njóta útsýnisins af Snoppunni.

 

 

Hjörtur og Heiðdís á röltinu.

 

 

Það rifjast margt upp..................

 

 

Lóa og minningarnar............... hátt í 90 ár hafa nú ýmislegt að geyma.

 

 

Ungar dömur taka á rás................

 

 

.............og frændi gefur ekkert eftir og tekur stefnuna.

 

 

Gaman saman við brunninn.

 

 

Hrannar, Halldís og Þóra.

 

 

 

 

Ragnar með Stellu og Lóu sér við hlið.

 

 

Frændurnir Halldór og Ragnar.

 

 

Það er nú það.

 

 

Lóa og Hallur á Naustum.

 

 

Þessi kunnu vel að meta fjallaloftið.

 

 

Líka þessi.

 

 

Það var alveg einstakt og mjög gaman að sjá þennan flotta heiðursvörð sem tók sér stöðu á brúninni fyrir ofan þann stað sem Raganr hafið valið.

Mjög viðeigandi á þessum fallega afmælisdegi að hestarnir kæmu við sögu.

 

 

Fallegt var veðrið þennan dag.

 

 

Og viðeigandi fyrir fjallaferðir..................

 

 

Þessi stóð vaktin í hliðinu þegar bílarnir fóru í gegn.

 

 

Eftir ferðina í Hafurstaðafjallið var viðeigandi að drekka saman kaffi og spjalla.

Og sjálfsagt að hafa með því rjómatertur með koktelávöxtum, brúntertu og hveitibrauð.

Þannig hefði nú Ragnar kunnað að meta það.

 

 

Mummi og Jóel slaka á eftir kaffið.

 

 

Sólskinsbros í sólinni, tja nema Hrannar........... svolítið skuggalegur.

 

 

Þessi síðasta mynd segir heilmikið um það hvernig dagurinn var.

Allir ánægðir með hvernig til tókst og veðrið sannarlega það besta sem í boði hefur verið í sumar.

Ég er sannfærð um að Ragnar hefur haft áhrif til að gera þennan dag svona vel heppnaðan.

Til hamingju með 85 ára afmælið, já og velkominn heim.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

23.07.2018 21:51

Það er blessuð blíðan eða þannig.....

 

Þau eru dásamleg kvöldin hér í Hlíðinni þegar almættið bíður uppá litadýrð af þessu tagi.

Ég stökk út með símann og smellti af mynd, ja svona í tilefni af því það var ekki rigning.

Annars er ég alveg að hætta tala illa um rigninguna svona í ljósi frétta af frændum okkar.

 

 

 

Miðnættið var líka flott.................

 

 

En svo kom þessi elska og læddist niður Hlíðarmúlann, svona eins og verið væri að breiða yfir fyrir nóttina.

Já veðrið hefur haft uppá margt að bjóða þetta árið.

 

En að öðru.......

Hér eru fædd fimm folöld og ef að allt gengur upp eiga að fæðast tvö í viðbót þetta árið.

Sposkur undan Dúr frá Hallkelsstaðahlíð og Karúnu.

Alferð undan Kafteini frá Hallkelsstaðahlíð og Bliku.

Kuggur undan Goða frá Bjarnarhöfn og Snekkju.

Fimmtugur undan Þristi frá Feti og Rák.

Snös undan Símoni frá Hallkelsstaðahlíð og Þríhellu.

Ókastaðar eru Sjaldséð sem var hjá Muggison frá Hæli og Létt sem var hjá Dúr frá Hallkelsstaðahlíð.

Kolskör mín lét í apríl folaldi undan Múla frá Bergi.

 

Það er strax farið að leggja drög að nýjum gripum á næsta ári og því var brunað með hryssur á stefnumót.

Gangskör fór til Kveiks frá Stangarlæk.

Snekkja til Ramma frá Búlandi.

Kolskör til Heiðurs frá Eystra Fróðholti.

Þríhella til Dúrs frá Hallkelsstaðahlíð.

Á næstu dögum verður ákveððið hvaða fleiri stefnumót verða í boði.

 

Dúr er í girðingu á Lambastöðum og Sparisjóður á annríkt í girðingu hér heima, aldeilis gaman hvað hann fær af hryssum.

Aðrir garpar eru í þjálfun og verða bara að taka á móti hryssum með góðfúslegu leyfi þjálfaranna.

 

Það eru býsna margar fætur á járnum hér í Hlíðinni um þessar mundir og mikið riðið út.

Við erum að þjálfa söluhross, frumtemja og hreinlega hrossast alla daga. Bara gaman.

Mummi er einnig kominn á fullt í reiðkennslu hér heima og tekur á móti bæði hópum og einstaklingum.

Fer aldeilis líflega af stað í reiðhöllinni.

 

Nú styttist einnig í að við tökum gistihúsin í notkun og allt að verða klárt.

Við munum auglýsa þau frekar þegar nær dregur.

 

Þó svo að færri hafi komið á tjaldstæðin en síðasta ár þá hefur veiðin í Hlíðarvatni verið afar góð.

Þar sem að vatnið er með allra mesta móti vorum við ekki viss með það hvernig veiðin færi af stað í vor.

Það hefur hinsvegar komið í ljós að hún er með allra besta móti og jafnvel met síðari ára.

Svo að þið sem eruð í veiðihug verið hjartanlega velkomin.

 

Bændur og búalið smelltu sér á Landsmót hestamanna nutu góðra gæðinga og skemmtilegs fólks í viku.

Á meðan réðu hér ríkjum góðir vinir sem sáum um bústörf og annað sem til féll á meðan.

Aldeilis snild að fá svona þjónustu, takk fyrir okkur.

Ískalt mat á Landsmóti ................. ískalt, fjöldinn allur af gæðingum, úrval knapa sem í langflestum tilfellum voru sér og sínum til sóma.

Góð aðstað, flottir skemmtikraftar og skemmtilegt fólk sem mér fannst reyndar ekki alveg nógu margt, sko fólkið.

Það sem uppúr stendur svona í minningunni, ógleymanlegt par Kveikur frá Stangarlæk og Aðalheiður Anna og Spuni frá Vestukoti sem var frábær undir styrkri stjórn Þórarins Ragnarssonar.

 

Heyskapurinn potast þó svo að tíðin sé ekki alveg uppáhalds.

Við tókum þá ákvörðun að prófa samstarf við verktaka þetta árið og fá þjónustu við stóran part af heyskapnum.

Það hefur gengið vel og eru þegar þetta er skrifað komnar hátt í 500 rúllur og flatt á þónokkrum hektörum.

 

Já það er líf og fjör í sveitinni nánar um það síðar.

 

 

 
 
 

21.06.2018 22:13

Og það kom sól..............

 

Þó svo að myndgæðin séu kannski ekki 100% þá er gaman að taka myndir sem eldast vel.

Já eftir nokkur ár verður gaman að skoða þessa mynd og spá í hvert framhaldið verður með hvern grip.

Á myndinni er hún Kolskör mín með fjórar dætur sínar, hún er undan Dósent frá Brún og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð.

F.v Hafgola undan Blæ frá Torfunesi, Kolrún undan Arði frá Brautarholti, þá Kolskör sjálf, Gangskör undan Adam frá Ásmundarstöðum og Hlíð undan Glymi frá Skeljabrekku.

Allar þessar mæðgur í miklu uppáhaldi hjá mér.

Um að gera nota blíðuna til myndatöku jafnvel þó það sé bara með símanum.

 

 

Það er líka upplagt að mynda spjallandi kalla undir vegg á svona degi.

Þeir sátu þarna og ræddu heimsmálin en hálf fældust þegar ég smellti af þeim mynd.

Mummi, Skúli og meistari Hörður voru hressir.

 

 

Það gat ekki verið betra veður til að gelda en boðið var uppá í gær.

Hjalti mætti galvaskur í verkið og var fljótur að framkvæma verknaðinn.

 

 

Sumir bara komnir á stutterma............... já það getur hlýnað í Hlíðinni.

 

 

Slökun í sólinni eftir að folarnir voru búnir en þá var komið að því að ,,herraklippa,, meindýraeyða búsins.

Af einskærri tillitsemi birti ég ekki myndir af þeim enda frekar fram lágir eftir fyrsta ,,fyllirí,, lífsins.

 

Já sumir dagar færa okkur sól en aðrir ekki sól en svolítið af vætu.
 

13.06.2018 21:55

Húsin eru komin......

Síðast liðin nótt var nýtt til að flytja nýju gistihúsin hingað í Hlíðina.

Húsin eru  tvö og var þeim fundinn góður staður á Steinholtinu þar sem þau munu hýsa gesti í framtíðinni.

 

 

Við nutum góðrar þjónustu þeirra feðga hjá fyrirtækinu Þorgeiri ehf á Rifi en þeir seldu okkur m.a steypuna í reiðhöllina í sumar.

Þarna er Árni Jón að taka beyjuna niður á Steinholtið sem var nú aldeilis í þrengri kanntinum.

Allt gekk eins og í sögu eins og við var að búast.

 

 

Veðrið lék við okkur og bauð uppá einn dýrðar dag.

 

 

Þarna má sjá annan bústaðinn komast á sinn stað...................

 

 

 

 

Þessir voru auðvita á kanntinum annar að taka myndir með dróna en hinn að fylgjast með að allt fari vel fram.

 

 

Þarna er það seinna að komast á sinn stað.

Þríhellurnar í Hlíðarmúlanum nutu sín vel og settu skemmtilegan svip á bakgrunninn.

 

 

Og að lokum voru bústaðirnir komnir niður en þjónustu húsið bíður átekta eftir að fá nánari staðsetningu.

Nú er bara að klára við að tengja, gera og græja svo að húsin geti farið sem fyrst í notkun.

Nánar um það síðar já og ítarlegri umfjöllun kemur fljóttlega.

 
 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

31.05.2018 11:35

Það er komið sumar......................fréttir úr ýmsum áttum.

Vorðboðinn ljúfi er mættur hér í Hlíðina enda ekki seinna vænna.

Já hér á bæ er það fyrsta folaldið sem er klárlega merki um vor og bjartari tíma.

Hún Karún mín kastaði brúnu hestfolaldi þann 29 maí.

Faðirinn er hann Dúr frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Snekkju Glotta og Konserti frá Hofi.

Dúr var nú ekki viðstaddur fæðinguna eins og flestir nútíma feður en vafalaust ríg montinn samt.

Karún sem nú er að verða 24 vetra gömul lítur út eins og ,,unglingur,, enda dekruð eins og heiðurs frú sæmir.

 

Á næstu dögum bætist við í folalda hópinn en nú eru 6 hryssur ókastaðar.

Eins og sést á myndinni fylgjist Blika vel með öllu enda er hún sennilega ein af þeim fyrstu.

Nú er bara næsta mál að velja kappa fyrir þá gömlu.

 

Annars er það helst í fréttum héðan úr Hlíðinni að maí sló öll met í leiðinda veðráttu.

Snjór, frost, rigning, rok og allt það leiðinlegasta var í boði þennan annars ágæta mánuð.

 

 

Svona var ástandið að kvöldi hvítasunnudags............. og átti bara eftir að versna um nóttina.

Þá var gott að eiga stór hús og aðeins 35 kindur úti.

 

 

Bæjarlækurinn tók brjálæðiskast einn maí daginn.

 

 

Og nýjar ár urðu til í Hlíðarmúlanum.

 

 

Þessi mynd segir nokkuð um ástand bænda og búaliðs þegar langt var liðið á sauðburð.

En sauðburðurinn hefur gengið vel og algjört met slegið hér á bæ í frjósemi en við fegnum mörg ,,bónus,, lömb.

Veðráttan hefur þó sett svip sinn á sauðburðinn og fjöldi fjár sem enn er inni er meiri en nokkru sinni fyrr.

Það stendur þó til bóta og þessa dagana er frúin í ham með markatöngina að vopni.

 

 

Þessi voru samt bara nokkuð hress og ræddu heimsmálin á jötubandinu.

Það er svo gott við fjárhúsin þar er ekkert kynslóðabil.

 

 

Hér er heilagur matartími...................

 

 

Flekka litla er samt ekki á matseðlinum.....

 

 

Um þessar mundir er víða verið að mynda meirihluta..............

Lubbi og Móra eru í störukeppni eins og víða viðgengst við þær aðstæður.

Móra er fæddur leiðtogi að eigin áliti og hefur ákveðið að hún verði aðal skítt með vilja hinna 680 kindanna.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 
 

11.05.2018 20:51

Sauðburðarstuð.

 

Sauðburður er í fullum gangi hér í Hlíðinni reyndar aðeins meiri en við óskuðum.

Á meðan ískalt er á nóttunni og strekkingur á daginn er lítið gaman að hafa svona kraft.

En þessar kindur nutu sólar í dag í skjóli við fjárhúsin og voru ekkert að drífa sig að bera.

 

 

Þessar hinsvegar nutu sín á gamla reiðsvæðinu okkar í bragganum en þar bíða þær óbornu.

 

 

Jóa forustukind og vinkonur hennar voru slakar.

 

 

Við höfum fengið góða gesti og frábært aðstoðarfólk til okkar síðustu daga.

Þarna ræða kindin Villi Blökk og Guðný Dís málin.

 

 

Heimalingurinn Anton Skúlason naut þess að vera dekraður af ungum dömum.

Elva og Þorbjörg alveg með þetta.

 

 

Aðeins að skoða flekkótt..............

 

 

Eldhress að vanda Björg og Maron á góðri stundu.

 

 

Georg að spjalla við besta vin sinn í hesthúsinu.

 

 

Og Halldór í léttri sveiflu.

 

 

Auður fann lamb sem þurfti á hjúkrun að halda..........

 

 

Þessi eru góð saman á jötubandinu og ræða málin.

 

 

Ein að skoða efnilegt ungviði................ góður þessi Garðabæjarlitur..............

 

Fjárhúsbros á liðinu.

 

 

Við tókum auðvitað kaffispjall á kaffistofunni................og skipulögðum hestaferð.

Já og ræddum aðeins Guðrúnu frá Lundi líka.

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

08.05.2018 12:21

Svona var það í byrjun maí.......

 

Já það er fallegt á fjöllum og gæða stundir á milli élja............. en krakka í maí á ekki að vera svona.

Þessi mynd er tekinn þann 5 maí 2018.

Ég ákvað að gefa ykkur smá innsýni í sauðburðarveðrið það sem af er maí.

Mun þó alveg á næstunni smella inn fréttum af bændum og búaliði sem stendur í ströngu þessa dagana.

 

 

Já þetta er alveg fallegt en .........................

 

 

Svona var þetta þann 6 maí...................... hvað finnst ykkur ??

 

 

Já það varð bara slóð frá hesthúsi að reiðhöll, sko í maí.

 

 

 

Þessi er tekinn 29 apríl þá var aðeins snjóléttara.

Nánari fréttir af sauðburði og fleiru koma innan skamms.

 
 
 
 

03.05.2018 15:40

Ég hélt að vorið væri komið.

 

Þessi fallegi dagur var þann 28 apríl síðast liðinn og þá hélt ég í sakleysi mínu að vorði væri komið.

En nú er ég farin að efast smá.....................................

Fjöllin með fallega hvíta ábreiðu og landið að undirbúa sig fyrir sumarið.

 

 

Þessi mynd er tekin í átt að Sandfelli, Djúpadal og Hellisdal.

Hlíðarvatnið fallega blátt.

 

 

Já þetta var góður dagur til að taka á móti vorinu.

 

 

En svo kom annar dagur og við vöknuðum upp við snjó og vetur.

Já svona hefur ástandið verið full oft að undanförnu.

 
 
 
 
 

19.04.2018 23:06

Gleðilegt sumar.

 

Gleðilegt sumar kæru vinir, já og takk fyrir veturinn.

Það er ekki ofsagt að blíðan hefur leikið við okkur síðustu daga og gefið okkur fögur fyrirheit um gott vor.

Ég verð þó að leyfa mér að efast............. en bara í smá stund.

Eftir að hafa vaknað við fuglasöng undir öruggri stjórn stelksins er ég full bjartsýni og hlakka til að mæta góðu vori.

Lóan, tjaldurinn og stelkurinn ætla ekki að fá ,,seint í kladdann,, þetta vorið. Hrossagaukurinn og spóinn eru varkárari og taka sjensinn.

Eins og vera ber alin upp með Hrafnhildi ömmu er sumar dagurinn fyrst alltaf hátíðisdagur hér í Hlíðinni.

Góður matur og veglegt kaffi var málið og ekki mátti gleyma að fara í betri fötin til að taka nú vel á móti sumrinu.

Annað sem var mjög mikilvægt hjá henni ömmu minni var að fara ekki seint á fætur á sumar daginn fyrsta. Það gat hæglega gefið tóninn um ódugnað og sluks á komandi sumri. Það var bannað.

Hér á bæ var veturinn kvaddur með virtum, bústörf og hestastúss voru málið en þegar líða fór á daginn stakk húsfreyjan af og brunaði á hestamót. Það mót var þriðja mót Hestamannafélagsins Snæfellings á árinu sem hadið var í Grundarfirði. Hin tvö hafa verið haldin í Ólafsvík og Stykkishólmi.

Snildar mót sem hafa heppnast afar vel með góðri þátttöku félagsmanna. Mikið sem það er gaman hversu mikið líf er að koma aftur í hestamennskuna hér á Snæfellsnesinu.

Sumri var svo fagnað með góðum gestum sem mættu í húsin vel fyrir hádegi (hálfellefu) síðan var brunað í Norðurárdalinn.

Þar var opið hús í fjárhúsunum hjá Brekkubændum þeim Þórhildi, Elvari og börnum. Frábært framtak, gaman að skoða hjá kollegunum og hitta skemmtilegt fólk.

Takk fyrir góða mótttökur og ánægjustundir Brekkubændur.

Þegar heim var komið biðu bústörf og kröfuharður búpeningur sem hafði engan skilning á bæjarrápi og seinkun á gjöfum. Við vorum 0 stjörnu bændur að þeirra mati og áttum fátt gott skilið.

 

Annars gengur lífið sinn vana gang með dásemdar stundum í reiðhöllinni já og útá vegi.

Tamningar og þjálfun í fullum gangi og allt eins og til er ætlast.

Ja nema kannski tíminn hann fer alltaf minkandi hvað sem hver segir.

 

 

 

 

04.04.2018 22:06

Ráðherra, rafmagn og frjálsar ástir.

 

Við hér í Hlíðinni fengum góða heimsókn í dag þegar Ásmundur Einar félagsmálaráðherra kom með fríðu föruneyti.

Þegar hann kom hér síðast var verið að reisa fyrstu sperruna í húsinu svo það hefur ýmislegt gerst síðan.

Að sjálfsögðu sýndum við þeim reiðhöllina og búfénaðinn en okkur sást yfir að bjóða þeim að leggja á og taka hring í höllinni.

Það verður gert í næstu heimsókn nú eða þegar formleg vígsla fer fram.

 

 

Páska hátíðin var vel nýtt hér í Hlíðinni en þá fengum við þá Guðgjöf að hemja rafvirkjan hjá okkur.

Og eins og við var að búast voru afrekin þó nokkur og erum við því vel upplýst eftir hátíðina.

Þrjár af fjórum ljósalínum komnar upp og birtan dásamleg.

Á myndinni má sjá hluta af umsvifunum sem voru í gangi.

 

En það hafa verið fleiri viðburðir hér á síðustu dögum og einn af þeim er framhald á sauðburði sem hófst í fyrra fallinu.

Það var sem sagt þann 9 mars sem að lambakóngarnir fæddust og hlutu nöfnin Blakkur og Hrappur.

Ekkert er vitað um faðernið en ljóst að Villi-Blökk mamma þeirra hefur hitt draumaprinsinn vel fyrir hrútaútgöngu bann.

 

 

Það var svo í dag stuttu eftir ráðherraheimsóknina sem hún Litla Flekka bar myndar tvílembingum.

Faðernið á þeim er alveg á hreinu.

Forystu hrúturinn Gísli hreppstjóri hafði stutta viðkomu í fjárhópnum á leið sinni úr fjallinu og inní hús.

Ekki lengi að því sem lítið er............... og þó þetta eru vænstu lömb.

Þessi litfögru lömb hafa verið nefnd og að sjálfsögðu eru þetta Ásmundur Einar og Framsókn.

Já það er ekki bara byggingin sem ráðherra þarf að líta á í næstu ferð .................

Samkvæmt því sem að Guðbrandur lambateljari sagði okkur er von á að tvær kindur í viðbót beri fyrir hefðbundinn sauðburð.

Hrúturinn Gísli hreppstjóri ber ábyrð á annari en hin hefur notið sín í frelsinu á Skógarströndinni.

Já það er líf í Hnappadalum.

 
 
 

26.03.2018 20:00

Það lítur vel út með ,,pakkana,, þetta árið...............

 

Það er alltaf spennandi þegar hann Bubbi kindasónari er væntanlegur til að framkvæma árlegu kindamæðraskoðunina.

Þessar biðu spenntar eftir honum alveg eins og við.

Frá því um árið er það spenningur í bland við kvíða sem fyllir hugann þegar þetta verkefni er framundan.

Að þessu sinni var léttir að talningu lokinni en útkoman var betri en oftast áður jafnvel sú besta.

Fjárstofninn mun því stækka verulega hér í Hlíðinni þegar líða fer á maí.

 

 

Minn draumur er að sem flestar eldri ærnar séu með hvorki fleiri né færri en tvö stykki og gemlingarnir með eitt stykki.

Það finnst mér hæfilegt. Ærnar sýndu þessum draumum mínum all góðan skilning en gemlingarnir hafa eitthvað misskilið.

Fjöldi tvílemdra var ríflegur og sem betur fer voru fleiri þannig en geldir......

 

 

Það er hátíðar stemming þegar talning fer fram og góðir grannar hjálpast að með herlegheitin.

Að sjálfsögðu mæta aldnir höfðingar í húsin og fylgjast með.

Já það lítur út fyrir krefjandi sauðburð með miklum lambafjölda og fjöri.

Vitið þið ekki örugglega um duglega sauðburðaraðstoð fyrir okkur ???

 

 

 
 
 
 

02.03.2018 22:23

Góður afmælisdagur.

 

Hún mamma mín hefði orðið 75 ára þann 25 ferbrúar og af því tilefni komum við fjölskyldan saman hér í Hlíðinni.

Hittingurinn var skipulegaður með mjög stuttum fyrirvara þar sem að veður hafa verið válind og lítið að treysta á spár.

Við systkini og ská systkini komum saman og borðuðum steik að hætti mömmu með ís og ávöxtum í desert.

Auðvita var svo kökuveisla löngu áður en steikin var búin að sjatna í mannskapnum. En svona var þetta gjarnan og engin ástæða til að breyta því. Ekki hefði hún viljað senda liðið svangt heim.

Reiðhöllin var skoðuð og auðvitað prófuð, tekin staðan í fjárhúsunum og bara haft gaman saman.

Hér á fyrstu myndinni erum við systur með Ragnar bróðir í baksýn. Íris Linda er svo á milli okkar.

 

 

Mummi tók unga frænkfólkið í smá reiðkennslu og naut aðstoðar Fannars eins og oft áður.

Þess má geta að þegar einni frænkunni var tilkynnt að hún væri að fara í sveitina var fagnað ægilega.

Fögnuðurinn var þó ekki yfir því að hitta okkur, ónei það var aðal málið að hitta snillinginn Fannar.

Svandís Sif og Fríða María að æfa jafnvægið.

 

 

Og auðvita verða foreldrarnir að mynda smá...................

 

 

 

Þessi var alsæl með vin sinn Fannar.

 

 

Það er stuð að tví menna.

 

 

Stelpustuð í reiðhöllinni.

 

 

Halldór smellti sér líka á bak og tók nokkra spretti.

 

 

Hér er beðið í röð eftir reiðtíma...................

 

 

Upprennandi knapar með öðlinginn Fannar.

 

 

Það var fleirum sem fannst gaman að prófa reiðhöllina.

 

 

Og það er frábært að taka smá eltingaleik inni.................

 

 

Hér eru spekingar að spjalla Mummi, Árni og Kolbeinn.

 

 

Bræður, frændur og skáfrændur.

 

 

Guðmundur, Skúli og Kolli spá í spilin.

 

 

Það gerðu líka Ragna og Þóranna.

 

 

Þessir feðgar nutu sín vel í sveitinni og voru eldhressir.

 

 

Enski bolti eða eitthvað álíka var í sjónvarpinu.........................

 

 

En þessir ræddu bara heimsmálin og reyndu að bjarga því sem bjargað verður.

 

 

Skvísu mynd af þessum Þóranna, Lóa sem er ný orðin 88 ára og Hrafnhildur.

Ég má örugglega bara segja hvað Lóa er gömul.............

En hún er ótrúleg prjónar sokka af því líkum krafti að hvað prjónávél sem er ætti að skammast sín.

Rok selur á sveitamarkaði og sendir reglulega sokka í kassavís í Rauða krossinn.

Hún er ekki ánægð nema þó nokkur pör séu klár eftir vikuna.

Já svona eiga 88 ára stelpur að vera.

 

 

Frænkur í stuði.

 

 

Skúli að gera þessar eðal systur óðar.

 

 

Þær voru kátar þessar dömur.

 

 

Smá mynda pós.

 

 

Halldór var að lesa fyrir hópinn.

 

 

Þessi sá um að smakka..................

 

 

Sá nú svolítið eftir molanum í systur sína.

 

 

Og til að rétta af hollustu mælirinn var tekið á því í salatinu................. eða sko jarðaberjunum í salatinu.

Já það má alveg týna jarðaberin úr hjá Sigrúnu frænku bara ef maður blikkar hana fyrst.

 

 

Hér eru það eldhúsdagsumræðurnar.

 

 

Og stofu spjall.

 

 

Beigaldabændur.

 

 

Þessir unnu verkin á meðan við spjölluðum við gestina.

 

 

Slakað á eftir matinn....................

 

 

 

Þessi náði í fjarstýringuna og kveikti á enska........................

 

 

Og varð ekkert smá kátur með sig.....................

,,Sjáið hvað ég gat ,,

 

Dagurinn heppnaðis afar vel með góðri samveru og skemmtun.

Mamma og Sverrir hafa örugglega fylgst með okkur úr sumarlandinu og fagnað 75 árunum eins og við.

Það er gott að ylja sér við góðar minningar.

Til hamingju með daginn þinn mamma mín svona hefðir þú örugglega viljað hafa hann.

Takk þið öll sem gerðuð daginn ógleymanlegan.