02.08.2018 08:39

Folöld árið 2018 og það á enn eftir að bætast við.

 

Þessi þarna nývaknaði er Kuggur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Goði frá Bjarnarhöfn og móðir Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Kuggur tekur ,,Möllers,, á hverjum degi.................

 

 

Og svo er að teyja............

 

 

Þetta er Fimmtugur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Þristur frá Feti og móðir Rák frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Fimmtugur er flottur og fínn. Hvað eru mörg F í því ??

 

 

Alfreð frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Kafteinn frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Blika frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Alfreð fékk nafn þegar fyrsti og besti leikur landsliðsins í fótbolta á HM fór fram.

Brá sem á folaldið var fljót að ,,grípa boltann á lofti,, og nefna hann Alfreð þegar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta markið.

Þetta er því Alfreð ekki Finnboga sem sést hér teygja úr sér.

 

 

Sporskur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Dúr frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Karún frá Hallkelsstaðahlíð.

Sposkur er skemmtilegur og er sannfærður um eigið ágæti sem er kostur ef maður er hestur.

 

 

Sjaldgæfur frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir er Mugison frá Hæli og móðir Sjaldséð frá Magnússkógum.

Þegar ég brunaði með Sjaldséð undir Mugison var einbeittur vilji að rækta Framsóknar Gránu.

Ekki gengur allt eftir hvorki í pólitíkinni né hrossaræktinni. 

En ég er afar ánægð með skjóttan hesta sem þarna á myndinni er u.þ.b hálftíma gamall.

 

 

Snös frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Símon frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Þríhella frá Hallkelsstaðahlíð.

Myndin af Snös er tekin þegar hún og mamma hennar voru að fara í Dalina til að njóta sumarsins með honum Dúr.

 

 

Þessi hér er svo ennþá óköstuð og kemur vonandi með eitthvað skemmtilegt mjög fljóttlega.