02.09.2018 22:11

Mannlífið í Kaldárbakkarétt.

 

Fyrsta fjárrétt ársins allavega hér um slóðir fór fram í dag þegar réttað var í Kaldárbakkarétt.

Eins og sjá má var blíðskaparveður og allt fór fram eins og til var ætlast.

Smalamennskan í gær gekk vel þrátt fyrir nýtt landslag í Hítardal en skriðan fræga setur óneitanlega svip á landið.

 

 

Þessar kindur virtust bara ánægðar með að vera komnar í dilkinn sinn enda er útsýnið úr honum með betra móti.

 

 

 

Húsfreyjurnar á Hraunsmúla og í Mýrdal voru kampakátar eins og vera ber.

 

 

Það voru líka bændur í Ystu Görðum þau Þóra og Andrés.

 

 

 

Benni og Óli spá í spilin.

 

 

 

Kristján og Dísa Magga á Snorrastöðum voru að sjálfsögðu mætt.

Dísa er sennilega að fara yfir útvarpsvitalið hjá Kristjáni bónda...........

 

 

 

Ungir bændur.is

 

 

 

Frændur ræða málin.

 

 

Þessir kallar voru kátir alveg eins og á að vera í réttunum.

 

 

 

Já og þessir líka.

 

 

Anna Dóra á Bergi og Ingunn í Lækjarbug fylgjast með.

Aldeilis glæsileg kindapeysan hjá henni Ingunni, sannkallaður réttarbúningur.

 

Þessir tveir muna tímana tvenna og tóku spjall alveg eins og við eldhúsborðið.

 

 

 

Hreppstjórinn okkar er hugsi og fær sér bara sæti á réttarveggnum.

 

 

 

Kristín í Krossholti hefur mætt oft í Kaldárbakkaréttina og lét sig ekki vanta núna.

Þarna ræðir hún við fjölskylduna á Kálfalæk.

 

 

 

Staðan tekin, Sigurður í Krossholti og Bogi á Kálfalæk líta á safnið.

 

 

 

Staðarhraunsfeðgar kátir að vanda.

 

Góður dagur í Kaldárbakkarétt og þá er haustið formlega komið.