30.08.2018 22:27

Jæja lömbin mín...............

 

Réttir - leitir - og allt.

 

Nú styttist í fjörið enda tími slökunnar og sumarfrís liðinn hjá flestum sauðum landsins

Fjallskilanefndir hafa keppst við að raða niður dagsverkum og fjallskilaseðlar berast sem aldrei fyrr.

Við erum svo heppin að nokkrir vaskir smalar hafa haft samband til að reka á eftir skipulaginu.

Það er því alveg orðið tímabært að smella á ykkur nokkrum vel völdum dagsetningum.

 

Miðvikudagurinn 12 september - smala inní Hlíð og útá Hlíð.

Fimmtudagurinn 13 september - smala Oddastaðaland og taka úr því ókunnugt.

Föstudagurinn 14 september - smala Hlíðar og Hafurstaðaland.

Laugardagurinn 15 september - Vörðufellsrétt.

Sunnudagurinn 16 september - rekið inn hér í Hlíðinni - dregið í sundur - keyrt niður í rétt - vigtað - og metið.

Mánudagurinn 17 september - sláturlömb rekin inn og yfirfarin.

Þriðjudagurinn 18 september - Slátulömb sótt - Mýrdalsrétt.

 

Þetta er planið í grófum dráttum, nú er bara að vonast eftir góðu veðri og skemmtilegu fólki.

Hlakka til að sjá ykkur.

 

Allar nánari upplýsingar hjá bændum og búaliði.