26.02.2019 22:40

Upprennandi bændur á ferð..........

 

 

Við hér í Hlíðinni fengum skemmtilega heimsókn í dag þegar nemendur í búfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri komu til okkar.

Hressir og flottir krakkar sem vonandi eiga sé framtíð  í störfum fyrir íslenskan landbúnað.

 

 

 

Hressir og skemmtilegir gestir sem skoðuðu búfé, húsakost já og okkur bændur.

 

 

 

Við áttum nokkra sveitunga og nágranna í hópnum sem skemmdi nú ekki fyrir.

 

 

 

Bændur að blanda geði................

 

 

 

Já og það var bara mjög gaman í dag.

 

 

 

Húsakostur tekinn út frá öllum hliðum.

 

 

 

Brosmildar vestlenskar dömur.

 

 

 

Já það var bara röð í gestabókina og þar varð auðvita til vísa.

Hún er svona:

Fórum við í flotta ferð,

fjallaborgin blíð.

Höllin þar er heimagerð,

að Hallkelsstaðahlíð.

 

Þar sem ég fékk ekki leyfi höfundar til að birta vísuna skal bara tekið fram að hann titlar sig stórbónda, heitir tveimur nöfnum og er vestlendingur.

Takk fyrir flotta vísu.

 

 

 

Og spjallað..............

 

 

 

Þarna eru þeir feðgar Mummi og Skúli með kennarana á milli sín.

Flottur hópur sem örugglega er gaman að læra hjá.

 

 

 

Það var tekinn eins og einn leikur í Hvanneyrardeildinni.

 

 

 

 

Takk fyrir komuna kæru bændaefni og kennarar.

Það var gaman að taka á móti ykkur.