25.03.2019 21:06

Góðir dagar.

 
 

Þegar verðið bíður uppá fullmikinn fjölbreytileika er rétt að sækja sér smá sumarfíling .

Bráðum kemur vor með blóm í haga og öllu því bráð skemmtilega sem því fylgir.

Þessi mynd er tekin af snillingunum Christiane Slawik sem kom til okkar í sumar.

Hryssan Létt frá Hallkelsstaðahlíð með folaldið Depil sem er undan Dúr frá Hallkelsstaðahlíð.

 

Annars er það helst í fréttum hér á bæ að flest gengur sinn vana gang sem er gott.

Tamið, þjálfað og kennt er það sem fram fer í reiðhöllinni og já tekið á móti góðum gestum.

 

 

 

Þessi skemmtilegi hópur kom frá Danmörku og hafði gaman hér í Hlíðinni.

Já meira að segja var skroppið á hestbak............ eftir 25 ára hlé.

 

 

 

Þessi vinur okkar hafði ekki farið á hestbak í 25 ár þrátt fyrir að vera að þjónusta hestamenn alla daga.

En þarna var rétti tíminn, rétti hesturinn og rétti maðurinn.

Þeim samdi aldeilis vel þessum köppum og voru býsna flottir saman.

Hann Sparisjóður er gestrisinn og tekur vel á móti góðum gestum.

Takk fyrir komuna það var gaman að fá ykkur í heimsókn.

 

Dómstörf á hestamótum, endurmenntun og ýmislegt fleira hefur verið á döfinni hjá frúnni.

Alltaf svo gaman að skoða góða hesta og sjá hvað er í gangi hjá hestamönnum.

Framundan er heldur betur dagskrá í hestamennskunni og frekar erfitt að velja úr hvað gera skal.