25.02.2019 23:26

Dagurinn hennar mömmu.

 

 

Hún mamma mín hefði orðið 76 ára í dag hefði hún fengið lengri tíma með okkur.

Ég hugsa til hennar alla daga og hef einsett mér að lifa með og þakka fyrir allt það góða og skemmtilega sem einkenndi okkar ríflega 50 ára samveru.

 

 

 

Þarna er mamma með mágkonu sinni henni Gullu.

Þær voru góðar vinkonur og áttu það t.d sameiginlegat að eiga frekar samrýmdar dætur.

 

 

 

Þarna er mamma með Settu í Hraunholtum en myndin er tekin í afmælisveislu hjá Ragnari frænda mínum.

Setta og mamma áttu eins og Gulla og mamma dætur sem hafa verið vinkonur í ríflega hálfa öld.

 

 

 

Þóranna, Fríða María og mamma á sólríku degi.

 

 

 

Mamma  með Emilíu frænku sína sem er heldur þung á brún.

 

 

 

Þessi mynd er í sérstöku uppáhaldi hjá mér en þarna labba þær nöfnur Svandís og Svandís Sif heim úr fjárhúsunum.

Myndin segir allt sem segja þarf , svona var mamma alltaf að leiða og sinna öðrum.

Við systkinin höldum daginnn hennar hátíðlegan með því að hittast og hafa gaman saman.

Nú bar daginn uppá mánudag sem er ekki heppilegur til samkomu halds og er því stefnan tekin á næstu helgi.

Mömmur eru dýrmætar og það er ekki sjálgefið að þær verði til staðar um alla eilífð.

Verði góð og munið að gefa ykkur tíma til að njóta og safna fullt af góðum minningum.