20.04.2019 14:07

Afmæliskallatölt hjá Bjarna bónda í Skáney.

 

Það er óhætt að segja að Bjarni bóndi á Skáney hafi gert sér og öðrum glaðan dag á föstudaginn langa.

Fyrir stuttu síðan fagnaði hann góðum tímamótum þegar hann bætti við einu ári í safnið.

Einnig var þessi hátíð sem haldin var á Skáney sú fyrsta svona formlega séð sem haldin er í reiðhöllinni.

Já þetta var alveg tilefni til að hóa saman fjölmennum hópi kalla til að keppa í kallatölti.

Sko ekki karlatölti svo það sé nú á hreinu.

Keppt var í tveimur flokkum pollaflokki og ungmannaflokki. Til nánari skýringa þá var pollaflokkurinn fyrir 18-49 ára en ungmannaflokkurinn fyrir 50 +

Úrslit í flokki ungmanna fóru þannig að Bjarni bóndi bara sigur úr bítum og var þar enginn vafi á enda samræmi dómara með afbrigðum gott. 

Það er ekki oft sem svoleiðis samræmi og tölur fara á loft jafnvel hjá reyndustu dómurum. ( Sjá hér síðar á síðunni ).

1. Bjarni á Skáney.

2. Gunnar á Brimilsvöllum.

3. Jóhannes á Stafholtsveggjum.

4. Skúli í Hallkelsstaðahlíð.

5. Sveinbjörn Eyjólfsson.

Á myndinni hér fyrir ofan fagna menn góðum degi og hrópa ferfallt húrra fyrir Bjarna bónda.

 

 

Bjarni hafði allt undir stjórn, hress og kátur eins og vera ber á svona hátið.

 

 

Haukur og Randi opnuðu hátíðina með sýningu á glæsihrossum frá Skáney.

 

 

 

Bjarni hafði valið þrjár dömur til dómstarfa og þrjár dömur í ritarastörf þennan dag.

Ólafur Flosason var fljótur að ,,biðja um gott veður,, hjá þeim.

 

 

Ritarar í góðum gír, Marta og Kristín Eir alveg með þetta.

 

 

Og þessar voru kátar.

 

 

 

Við Kristín Eir að undirbúa okkur fyrir dómgæsluna.

 

 

 

Við áttu sko eftir að nota þessa fínu tíu sem við smelltum á loft fyrir myndasmiðinn.

 

 

Ójá þegar Bjarni bóndi á Skáney brunaði um völlinn fóru þessar tölur á loft.

Og það sem meira var samræmið frábært og hann átti sko hverja kommu skilið.

 

 

Stóru tölurnar fóru oft á loft enda félagsskapurinn frábær og dagurinn hreint dásamlegur.

Ef ekki þá............... ???

 

 

 

Hér sjáið þið Fjeldsted frænkur önnur dæmdi hin ritaði og báðar brostu.

 

 

Þessari dömu fannst við frekar hástemdar í tölum og reyndi hvað hún gata að halda okkur niðri.

Klárlega dómari framtíðarinnar.

 

 

Svona fóru leikar í pollaflokki.

1. Haukur á Skáney.

2. Mummi í Hallkelsstaðahlíð.

3. Oddur Björn á Steinum.

4. Þórður Sigurðsson.

5. Einar á Gilsbakka.

Þess má þó geta að meðal hæð keppenda í þessum pollaflokki var sennilega í kringum 1.85 cm 

Sennilega óvenju hávaxnir pollar þarna á ferðinni.

 

 

 

 

Jón á Kópareykjum er þrautreyndur þulur og stóð sig með glæsibrag eins og ávallt.

Hef reyndar ekki séð hann bjóða mönnum í nefið fyrir úrslit eins og hann gerði þarna.

En þetta var heldur enginn venjulegur dagur.

 

 

 

Það fór vel hjá þessum.

 

 

 

 

Já og þessum líka enda yfirsmiðurinn hér á ferðinni sem þekkir hvern krók og kima í reiðhöllinni.

Sennilega búinn að undirbúa sig lengi hann Kolbeinn í Stóra Ási.

 

 

Gunnar á Brimilsvöllum hefur góð sambönd í Reykholtsdalnum og fékk þennan glæsigrip lánaðan.

Það fór vel á með þeim enda þekkjast þeir vel og hafa heldur betur verið samtíða.

 

 

Þessi dagur var einstakur líka fyrir Sveinbjörn Eyjólfsson því þennan dag fékk hann Óskarinn.

Já það fór vel á með þeim og lönduðu þeir verðlaunasæti.

 

 

 

Stemmingin maður stemmingin.

 

 

 

Þétt setin stúkan.

 

 

 

Þessir tóku stöðuna af fullri alvöru................

 

 

Annars var stemmingin svona glens og gaman.

 

 
 

Knapar fengu hjartastyrkjandi fyrir úrslit og var þjónustan frábær.

Bara borið í kallana sem kunnu greinilega vel að meta það.

 

 

 

Keppendur að kanna meðbyrinn í stúkunni.

 

 

Þessar glæsilegu mæðgur stóðu í ströngu enda allt skipulag og veitingar hreint frábærar.

Birna og Vilborg hressar að vanda.

 

 

Randi og Kolbeinn voru hress og kát.

 

 

Þessir voru flottir á bekknum.

 

 

Þessir eru að vestan................

 

 

Skáneyjar jarlinn kátur með daginn.

 

 

Bjarni og Skúli taka stöðuna.

 

 

Klárir í heimferð, Hvanneyri, Hurðabak og Grímsstaðir já allir samferða.

 

Og þessi líka.

 

 

Jóhannes hefur orðið.

 

 

 

Þessar dömur voru kátar eins og vant er, Birna og Guðrún á Ölvaldsstöðum.

 

 

 

Kallatölt er góð skemmtun eins og þessi mynd ber með sér.

Strákarnir úr uppsveitum kátir fyrir allan peninginn.

Fjölmenni, fjör og umfram allt gleði og góður andi.

Hvað þurfa hestamenn meira ?

Takk fyrir skemmtilegan dag Skáneyjarbændur.