08.08.2016 23:49

Nú er komið að því sem að ég lofaði ...............er reyndar nokkrum dögum á eftir áætlun en nú skal úr því bætt.
Dagur tvö hjá okkur í hestaferð var nokkuð sögulegur eins og við var að búast með 100 hesta hóp.
Þetta var fallegur dagur þar sem menn og hestar áttu þess kost að sýna sínar bestu hliðar í blíðunni.
Það er samt stundum þannig að þegar á reynir getur verið erfitt að standa undir væntingum.
Við mættum tímalega í Kolbeinsstaði þar sem að hestarnir höfðu notið hvíldar og góðra veitinga um nóttina.
Þegar þangað var komið fréttum við af stórum hestahópum sem voru að koma sömu leið og við ætluðum að fara.
Við biðum því átekta svo að allt gæti gengið sem best fyrir sig.
Síðan var lagt af stað niður veg, allt gekk nokkuð vel fyrst um sinn en þegar niður á flóann var komið brutust út mótmæli.
Já þetta voru afar kröftug mótmæli og þegar mótmælendurnir eru 100 og úr mörgum ,,flokkum.. þá er ekki von á góðu.
Upphófst þá mikil gandreið með kúrekaívafi sem minnti svolítið á víkingareið fyrri tíma. Kollhnísar og aðrar frískandi æfingar voru framkvæmdar en sem betur fer komu allir heilir frá þeim verknaði.
Nokkrar fótfráar hryssur fetuðu í fótspor okkar og stefndu hraðbyr á Eldborg. Frískir folar fíluðu flóann og afgangurinn reyndi af fremsta megni að gera eitthvað annað en rétt. Nokkrar góðar raddæfingar fóru fram og eins var tekin góð æfing og upprifjun á notkun blótsyrða. Já það er nauðsynlegt að viðhalda góðri íslensku.
Leiknum lauk svo heldur seinna en ætlað var sem gerði það að verkum að ferðaáætlunin var ekki alveg eins og fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Við riðum því bara í Kolviðarnes og nutum gestrisni Jóns bónda þar.

Dagur þrjú var svo dagurinn sem að við riðum frá Kolviðarnesi að Stakkhamri.
Þegar við mættum í Kolviðarnes hittum við þennan skemmtilega grís.
Hann leyfði kokkinum að vega sig og meta í þeirri trú að þeir ættu ekki eftir að hittast á einhvejum veitingastaðnum.

Þessum varð vel til vina og nú er bara næsta mál að fá þessa í garðinn í Garðabænum.

Þessa flottu mynd tók hann Guðbrandur Örn Arnarsson af hluta hópsins ríða í átt að Hausthúsum.
Þegar við lögðum af stað frá Kolviðarnesi var þó nokkur orka í hrossunum og þau alveg til í allt.
Það var því mikill hraði þegar við lögðum í hann og ekki laust við spennu í mannskapnum líka.
Mikil umferð var á fjörunum þennan dag og stutt á milli hópa.
Þegar við komum yfir Núpunesið tekur reksturinn á rás og stefndi á fullri ferð í land.
Á þeim tímapunkti var gott að hafa mikið af sprækum og velríðandi ferðafélögum með.

Þessi spræki ,,dalaprins,, kom eins og kallaður í fjörið og minnti helst á íþróttaálfinn sem gjarnan kemur fljúgandi þegar vinir eru í vanda.
Hann kom á fleygiferð frá öðrum hópi sem hafði misst einni gæðinginn í átt að landi.

Og þegar vandinn er leystur flýgur hann á brott.................með gull hattinn á bakinu.
Já þeir eru flottir kallarnir í dölunum.
|
|
|
|
Þegar komist var fyrir hópinn á syngjandi ferð og honum snúið til betri vegar lækkaði blóðþrýstingurinn til mikilla muna.
Það er þó alveg ógleymanlegt þegar við náðum að snúa hópnum við hvernig hann sveimaði í stóran hring.
Það var eins og hann væri að búa sig undir lendingu.
Já þetta var sannarlega vígalegasti baugur sem við höfum riðið.
En það er töff að ,,hringteyma,, 80 hross á svona flottu reiðsvæði.
Allt gekk síðan vel hjá okkur að Stakkhamri en þar voru hrossin í góðu yfirlæti um nóttina.

Það var nú meiri happafengurinn að fá hann Þorgeir með okkur í ferðina.
Þarna eru hann og Skúli að hugsa málið.

Þessar mægður eru alltaf svo flottar.

Og ekki eru þessar síðri brosa svo fallega með Baltasar vini sínum.

Þessi fjölskylda er alveg kominn í hópinn og teljast þau fullgildir félagar í ferðafélaginu ,,Beint af augum,,

Þarna var bara gaman hjá þessum.

Sigurður Miðhraunsbóndi með einum besta ljósmyndara sem ég kannast við.

Þorgeir og Sveinbjörn passa uppá að allt fari vel fram í ferðinni.

Járningar eru helstu áhugamál þessara bræðra...............sko stundum.
|
|
|
Dagur fjögur var líka bjartur og fagur.
Við nutum okkar einhesta á fjörunum eftir að hafa komið stóra hópnum fyrir.
Það var líka gaman að fá góða gesti frá Ameríku sem komu með okkur og tóku góðan reiðtúr á fjörunum.
Við fengum líka skemmtilega heimsókn einmitt frá eigendum Framtíðarsýnar sem gátu nú loksins séð bæinn hennar.
Um kvöldið fór svo allur hópurinn í dekur á Hótel Eldborg en þar var tekið á móti okkur með glæsibrag.
Maturinn var frábær og öll þjónusta til mikillar fyrirmyndar.
Já það er alveg þess virði að fara í mat til hans Óla skal ég segja ykkur.

Dagur fimm var dagurinn sem við riðum frá Melum og að Hömluholti.
Áfram var blíða og nú gekk allt eins og best var á kosið, hrossin orðin stillt og prúð.

Eins og sjá má ....................

Slökun í áningu.

Svo er það hópreiðin, við erum rosalega að vanda okkur.............

Burtreiðar.............

Jonni.............mig langar svona.............mikið í hestakaup.
Já þó svo að þessir bræður hafi ekki enn verslað í ferðinni þá er það staðfest að a.m.k ein hestakaup hafa farið fram í ferðinni.

Einbeittir..............

|
Ung og flott hestastelpa.
Á morgun eru svo nýr dagur með enn fleiri ævintýrum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
06.08.2016 10:21

Það er boðið uppá blíðu i dag eins og vera ber í hestaferð.
|

En bloggið um dag tvö kemur í kvöld...............þó það sé dagur þrjú í dag.
Allt gekk slysalaust en fjörið var vel yfir meðallag.................hjá hrossunum.
Nánar um það síðar.
Einnig urðu tafir hjá bloggaranum þar sem sinna þurfti skemmtanalífinu.
Góður vinur fagnaði tímamótum með þessu líka flottu tónleikum.
Dagur tvö og þrjú koma hér á blogginu fyrr en varir...................
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
05.08.2016 00:26

Þar kom að því..................dagur eitt í hestaferð er staðreynd.
Eftir söguleg met í járningafjölda og óþarfa skipulagi var lagt af stað.
Hrossahópurinn taldi hvorki meira né minna en 100 hross en mannskapurinn eitthvað færri.
Þetta fyrsta kvöld var riðið frá okkur hér í Hlíðinni og niður að Kolbeinsstöðum.
Ferðin gekk mjög vel en ferðahraðinn var vel í efri mörkum eins og getur gerst þegar spenningurinn er mikill.

Já spenningurinn.............hann birtist í ótal myndum.
Á meðfylgjandi mynd sjáið þið þrjá kalla frekar spennta.........

Þeir eru í raun og veru yfir sig spenntir...........................en hvað veldur ????

Jú krakkar þessar elskur voru að segja tveimur fullfærum bílstjórum til við aksturinn.
Það getur tekið á að stjórna jeppakonum með hestakerrur.

Það er afar mikilvægt að fá staðgóðan kvöldverð þegar maður er í hestaferð.
Hann klikkaði ekki í kvöld þessi enda bauð hann uppá dýrindi Kænukjötsúpu af betri gerðinni.
Á morgun er kominn nýr dagur og þá verður riðið frá Kolbeinsstöðum að Hömluholti.
Nánar um það ...............á morgun.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
01.08.2016 20:43

Um helgina fór fram árleg kvennareið hjá kellunum í sveitinni og öðrum góðum konum.
Þema reiðarinnar var rautt og var því sjálfsagt að gramsa í fataskápnum og reyna að finna eitthvað við hæfi.
Hjá mér var ekki um mikið að moða en eina rauða flíkin var rifin út og að sjálfsögðu smelltum við á okkur varalit við hæfi.
Konurnar riðu frá Minni Borg að Söðulsholti með viðkomu hjá bændunum á Rauðkolsstöðum.

Það var líka herrareið sama dag en karlarnir voru að ég held ekki með neitt lita þema í gangi.
En ef svo hefur verið eru þeir væntanlega allir litblindir.
Það var heitt í veðri og logn á körlunum þó svo að konurnar hefðu aðra sögu að segja.
Karlarnir riðu frá Mýrdalsrétt í Laugargerði.
Á myndinni sést m.a Svanur bóndi í Dalsmynni svala þorstanum í sólinni.

|
Halldór í Söðulsholti og Óli hótel voru hressir að vanda. |

Þessir lögðu sitt af mörku við að bjarga heiminum, þarna eru þeir á lokasprettinum.
Brynjar í Bjarnarhöfn og Jón í Hítarnesi.
Ferðirnar heppnuðust vel og allir komust í kjötsúpu hjá Óla hótelhaldara á Hótel Eldborg.
|
|
|
|
|

Það voru danskir dagar hjá okkur í Hlíðinni um helgina en þá kom hún Dorte að heimsækja okkur.
Ýmislegt var til gaman gert m.a var farið í Gullborgarhella en þar er einmitt þessi mynd tekin.

Þarna er mannskapurinn kominn upp úr hellinum og baðar sig í sólinni.

Jacob kvaddi okkur og Ísland í dag eftir tvo mjög stutta mánuði.
Við eigum svo sannarlega eftir að sakan hans mikið en vonum að við sjáum hann sem fyrst aftur.

Glundroði minn er gestrisinn og kann vel að gera dömum til hæfis.
Enda fór vel á með honum og henni Dorte þegar þau tóku reiðtúr uppí fjall.

Jacob brá sér líka á hestbak og tók góðan útsýnistúr uppí fjall og þeim samdi líka vel honum og Fannari.
|
|
|
|
Takk fyrir samveruna Jacob og Dorte þetta var mjög skemmtilegur tími.
Að öðru...........
Hryssan Svaðaborg var svo óheppin í vetur að slasa sig illa á fæti.
En það var eitt kvöldið í svarta myrkri og byl þegar Skúli vað að gefa útigangshrossunum að hann tók eftir hryssunni sem stóð álengdar.
Þegar að var gáð kom í ljós að hún hafði skorið sig mikið á afturfæti og tillti ekki í löppina.
Nú voru góð ráð dýr þar sem að hryssan var töluverðan spotta frá vegi, ótamin og ekki sérlega líkleg til samvinnu.
En með þolinmæði og aðstoð góðra manna hafðist þetta allt og hryssan komst í hús.
|
|
|

Eins og sjá má á þessari mynd var ekki sjálfgefið að þetta færi vel.
Svaðaborg er mjög álitlegt tryppi og því var ákveðið að fella ekki stóra dóm heldur kalla til Hjalta dýralæknir.
Hann kom og skoðaði löppina og ég verð að játa að bjartsýnin skein nú ekki af honum þegar sá herlegheitin.
En eins og hans er von og vísa fór hann í málið þreif upp sárið og bjó um löppina.
Hryssan var svo meðhöndluð í nokkrar vikur og kom Hjalti reglulega til að skipta um umbúðir og fylgjast með.
Það skal sérstaklega tekið fram að við notuðum mikið af rækjuspreyi á sárið með góðum árangri.

Í dag lítur löppin svona út einungis smá rönd sem minnir á hrakfarirnar.
Hryssan stígur af fullum þunga í löppina og engin hellti eða neitt annað sem háir henni.
Hleypur af miklum krafti upp um holt og hæðir eins og enginn sé morgundagurinn.

Hún hefur alltaf hreyft sig af krafti og vonandi verður engin breyting þar á.
Þessi mynd er tekin af Svaðaborgu á folaldasýningu í Söðulsholti.
Hún er undan Ugga frá Bergi og Þríhellu frá Hallkelsstaðahlíð.
Já stundum gengur vel ....................
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
27.07.2016 22:55

Við hér í Hlíðinni höfum lang oftast verið ótrúlega heppin með krakkana ,,okkar,,
En í sumar held ég að öll met hafi verið slegin hvað það varðar, þvílíkir snillingar þessar elskur.
Þessi mynd lísir vel stemmingunni sem verið hefur í hópnum, bros og jákvæðni.
Við smelltum þeim í merktar peysur fyrir landsmótið.
Maron og Majbrit komu með okkur þangað en Jacob var bústjóri heima.
Já þegar ég hugsa til þeirra rúmlega 60 sem hafa verið hjá okkur þá get ég ekki gert uppá milli þeirra.
Hvert á sinn hátt hafa verið dásamleg.

Þarna sýna þau okkur bakhliðina á peysunum með viðeigandi tilþrifum.

Um tíma bast okkur svo liðsauki en þá kom hún Laura frá Danmörku til okkar.
Hún var einmitt með okkur þegar þessar myndir voru teknar en þá voru við að ganga á Eldborg.

Það hafði lengi staðið til að fara á Eldborgina og því gott að fá þrýsting frá dönunum okkar að drífa okkur af stað.
Eftir góðan og skemmtilegan laugardag í hestastússi og útreiðum með gestkvæmu ívafi var lagt af stað.
Á leiðinni niður að Eldborg voru ræstir út smalar sem nauðsynlega þurfa að vera í formi þegar haustar.
Ferðin var nokkuð lík svona hrossarekstrarferð, sumir þurftu að hlaupa með.
Dásemdar veður í fallegu umhverfi með skemmtilegu fólki, hvað þarf meira ?

Eins og sjá má fór tökumaðurinn (konan) ekki alveg fram á brúnina...........

|
Jacob var aðeins djarfari..................

Og þessi hvílir sig á toppnum...............
|
|
|
|
|

Þarna eru þær Laura og Majbritt með Tralla og Molla.

Maron og Gjafar bættust í hópinn.

Þessi voru voða sæt saman og ánægð með hvort annað.
Það hefur verið líflegt hjá okkur undanfarið og nóg að gera á öllum vígstöðum.
Við erum með mjög margt á járnum, bæði tamningahross og ekki síður nokkurn fjölda af söluhrossum.
Það eru hross á mismunandi aldri og tamningastigum. Endilega hafið samband ef að þið eruð í hestaleit.
Einnig hafa komið margir hópar til okkar og umferðin um þær reiðleiðir sem liggja hér um verið mjög mikil.
Til dæmis eru mörg ár síðan svona margir hafa riðið yfir Klifshálinn en það er m.a leiðin frá okkur og yfir í Hítardalinn.

Nansy vinkona mín frá Ameríku kom um daginn með skemmtilegan hóp með sér.
Hópurinn fór m.a í skoðunarferð uppí fjall og hitti þar stóðið.
Við Proffi minn hittumst og vorum voða kát með hvort annað, vinur okkar frá Ameríku gladdist með okkur.

Ég hef verið svo heppin að fá að dæma þónokkur hestamannamót í vor og sumar.
Einnig var ég þulur á Íslandsmóti baran og unglinga í Borgarnesi.
Frábært að fá tækifæri til að fylgjast með og sjá flotta hesta og knapa spreyta sig.

Eftir landsmót var tekin létt málningarsveifla í hesthúsinu.
Menn og hestar eru ánægðir með árangurinn.
Á myndinni er séð fyrir endann á verkinu, þetta gula á gólfinu er ekki málningapensill.
Þetta er hún Snota mín sem hafði sérstakt eftirlit með herlegheitunum.
Ekkert fer framhjá hennar vökulu augum.

Heyskapurinn hefur gengið nokkuð vel og náðst hafa þurr og góð hey.
Þegar þetta er skrifað er verið að rúlla síðustu stykkjunum af fyrri slætti.
Margir bændur hafa lagt Krabbameinsfélaginu lið með því að kaupa bleikt rúlluplast.
Í mínum huga eru þessar rúllur til heiðurs mömmu minni og öðrum þeim hetjum sem standa í ströngu þessa dagana.
|
|
|
|
|
|
|
|

Veiðin hefur verið aldeilis góð í HLíðarvatni þetta sumarið.
Á myndinni er einn afbragðs veiðimaður með aflann sinn.
Myndinni var stoðið af fésbókasíðunni hans vonandi með góðfúslegu leyfi svona eftir á.

Þessir garpar veiddu líka vel og voru stolltir af því.
Eins og fyrr er þessi mynd illa fengin af fésbókinni þeirra.
Nýtingin á tjaldstæðunum hefur líka verið góð þar sem blíðan í sumar hefur verið alveg sérstök.
Núna búum við okkur undir að taka á móti gestum á tjaldstæðið um helgina en þá verður líf og fjör.
Svona til frekari fróðleiks fyrir nýja lesendur þá bjóðum við uppá tjaldstæði, veiðileyfi, reiðkennslu og hestaleigu.
Verið velkomin í Hlíðina.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
28.06.2016 11:14

Þetta er ónefndur hestur undan Kolskör og Þyti frá Skáney.

Aðeins að klóra sér................

Hann er á leiðinni suður á land með mömmu sinni sem á stefnumót við sjálfan Spuna frá Vesturkoti.
|
|
|
|
|
|

Karún mín nýköstuð þann 5 júní s.l ég var svo skjálfhennt þegar ég tók þessa mynd að það er mesta furða hvað hún er lítið hreyfð.
Já blóðþrýstingurinn fór aðeins úr böndunu þetta kvöld enda mikið í húfi. Ég var mætt á staðinn til að fylgjast með gömlu minni kasta og hugðist taka langt og ýtarlegt videó af viðburðinum. Allt gekk að óskum til að byrja með en svo fór gamanið að kárna. Folaldið var með aðra framlöppina ofan á hausnum og þeir sem hafa lent í því að draga folald frá hryssu vita að það er FAST. Þar sem klukkan var rétt að verða tvö að nóttu og ansi fáliðað heima fyrir voru góð ráð dýr. Eftir mikið fát og misheppnaðar hringingar var ekkert annað í stöðunni en smella sér á jörðina spyrna í bossann á gömlu og taka á af öllum kröftum. Sem betur fer tókst þetta hjá okkur Karúnu og myndar hryssa kom í heiminn.
Ég veit ekki hvor var dasaðri hryssan eða frúin. Folaldið var sprækt, stóð fljótt upp og komst á spena svo að allt leit vel út og ekki sjáanleg nokkur vandræði.
Frúin fór í háttinn alsæl með hvernig til tókst...............hún fær nú helst dramaköst yfir ferfættum sparigripum.
En fjörið var ekki búið.

Eftir rúmlega sólarhring fárveikstist litla hryssan og var ansi tæpt að það tækist að bjarga henni.
En uppáhalds dýralæknirinn minn hann Hjalti var snöggur að breggðast við þó svo að hann væri í reiðtúr út á Löngufjörum.
Kom og meðhöndlaði folaldið sem hafði veikst svona hastarlega þegar hún kom ekki ,, folaldaskítnum ,, frá sér.
Litlan var svo meðhöndluð í rétt rúma viku, hresstist fjótt og er núna með móðir sinni hjá honum Kafteini Ölnirssyni.

Já þetta er Kafteinn Ölnirs og Skútuson, fjallmyndarlegur kappi sem mælist 141 cm á herðar einungis 2 vetra gamall.
Hann er í girðingu á Lambastöðum í Laxárdal.

Símon sjarmur sem varð 3 vetra nú í vor.
Hann er undan Arion frá Eystra Fróðholti og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð

Hann hefur aðeins verið að sinna hryssum hér heima í Hlíðinni.
|
|
|
|

Þarna er hún Andvaka sem er undan Ölni frá Akranesi og Karúnu minn.

Hallkell heitir sá jarpi undan Hersir frá Lambanesi og Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.
Sá skjótti er Lokkur undan Ölni frá Akranesi og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Við tökum stundum knús þar sem þessi er upphálds Hagur undan Skýr frá Skálakoti og Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.
Kveikja undan Stimpli frá Vatni og Þríhellu reynir að vera með.

Brekka litla dóttir Vita frá Kagaðarhóli og Þríhellu frá Hallkelsstaðahlíð og Hjaltalín dóttir Skútu og Álfarins frá Syðri Gegnishólum.
Segja Skúla eitthvað mikilvægt.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
23.06.2016 23:15

Sláttur hófst hér í Hlíðinni þann 22 júní.
Mummi rauk af stað í miklum ham eftir sigur okkar manna á EM í fótbolta.
Hólbrekkan og Hvammurinn urðu fyrir valinu en þessi tún voru alltaf talnin með tiltektinni í kringum gamla bæinn.
Dásamleg er lyktin af ný slegnu grasi og virkar eins og skotheld staðfesting á því að nú er sumarið komið.

Grænt og ilmandi.............við rifjum en sumir snúa eða jafnvel tætla.

Hér er lagt af stað í fystu rúlluna en ef að allt gengur að óskum verða þær vonandi vel á annað þúsundið.

Mummi og Jacob að taka hrollinn úr rúlluvélinni og koma öllu á skrið í heyskapnum.

Og þessi lét ekki sitt eftir liggja því þegar hann hafði rakað í múga var Hólbrekkan rökuð betur.
Já hún Fríða frænka mín í Hafnarfirði hefur oft tekið þessa sveiflu í kringum gamala bæinn.
Hún væri eflaust ánægð með að sjá til stráksa þarna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
19.06.2016 22:20

Það er orðinn árviss viðburður að við hér í Hlíðinni smellum okkur á Löngufjörur í kringum 17 júní.
Ferðin verður alltaf lengri og lengri svo það lítur út fyrir að þjóðhátíðardagurinn verði að þjóðhátíðarvikunni áður en langt um líður.
Að þessu sinni var hópurinn stór og afar skemmtilegur.
Hér á eftir kemur smá sýnishorn af því hvað það var gaman hjá okkur.
|

Þessar ungu dömur eru frábærlega hestfærar og geta riðið hvert sem er.

Þarna er hópurinn að leggja af stað eftir höfðinglegar móttökur á Mel.

Hjónin í Votumýri komu og riðu með okkur.

Þessi voru hress og kát.

Já, já og þessar líka.............. enda tilbúnar á hvítu fjörurnar.

Majbritt og Jakob stóðu sig vel enda harðduglegir danir þar á ferð.

Í svona ferð verður stundum að raða þétt, verknemarnir tóku því með bros á vör.

Áfram Danmörk.............þarna eru þau nýbúin að skoða myndarlegt kúabú.

Þessar fallegu frænkur eru alltaf brosmildar og skemmtilegar.

Nafna mín er stundum í símanum eins og fleiri Sigrúnar....................

Þarna erum við Brá flottir ,,íhaldsmenn,, en bara smá stund.

Maron og Molli áttu góða daga saman.

Þessi efnilega hestakona er ekkert að væla um aðstoð við til að bera hnakkinn.

En hann er nú samt næstum eins þungur og hún sjálf.

Upp fór hann og auðvita er rétt að láta pabbann halda í fyrir sig.
Svona hestakonur verða eitthvað..............

Þær voru margar efnilegar í þessari ferð, þarna er Þorbjörg að stilla múlinn og þar er gert af nákvæmni.

Brá og Fannari kemur einstaklega vel saman og brosa hér bæði út að eyrum.

Baltasar er mikið burstaður enda í smá uppáhaldi.

Voða sæt saman hann og Majbritt.

Kjarnakonur Guðný Dís sem verður fulltrúi okkar ferðafélaga á Landsmóti, Elva og Gunna vinkona þeirra.

Að sjálfsögðu var kvöldvaka og þar fór fram handstöðu keppni.
Skúli og Elva sigruðu enda þræl spræk en ekki alveg jafn gömul...............

Þarna er sigurvegarinn í flokki húsmæðra.............en þessi getur allt og þetta líka.

Þessar eru eðal en vita held ég ekkert af því.............. Erla og Auður á góðri stundu.

Talandi um eðal, Stína og Jonni hress og kát eftir velheppnaðan dag á fjörunum.

Auðvita er svo sungið eins og vera ber, þarna eru Sigrún og Mummi í léttri sveiflu.
Já aldeilis frábær ferð með góðu fólki.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
03.06.2016 07:28

Þegar sólin var að brjótast í gegnum morgunþokuna kom þessi litli hestur í heiminn.
Þetta er hann Sólstafur frá Hallkelsstaðahlíð, undan Ási frá Hofsstöðum og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.
Þegar húsfreyjan varð eldri á síðasta ári fékk hún eina 5 folatolla í afmælisgjöf, nokkrir af þeim verða folöld í ár.
Já afmælistollarnir mínir breytast nú óðfluga í gæðingsefni.
Get ekki lýst því hvað það er gaman að verða 50+

Þar sem að faðirinn er 9,5 töltari varð sá litli að byrja æfingar hið snarasta.
Æfingarnar fóru samt mest fram á brokki...............

Þernu litla Skýrs lét sér fátt um finnast og var frekar syfjuleg enda ekkert kominn fótaferðatími hvorki fyrir hana eða mig.

Þessi hryssa sem birtist úr fjallinu í gær var steinsofandi og það var ekki fyrr en ég potaði í hana sem að hún rauk úr draumalandinu.

Það var svo sem ljótt að trufla þennan væra svefn.

Þessi hryssa er undan Aljóni frá Nýja Bæ og Rák frá Hallkelsstaðahlíð.
Nú er bara að finna gott nafn á hana sem fyrst.

Rák þurfti aðeins að fara úr mynda uppstyllingunni og klóra sér smá.

Sú litla líka enda er best að gera eins og mamman.

Og svo Kolskör mín líka..............allir að klóra sér og teyja í morgunsárið.
Kolskör bíður spennt eftir afkvæmi Þyts frá Skáney eins og ég.

Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn og hryssurnar allar sáttar með að vera komnar í köstunarhólfið sitt.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
31.05.2016 12:13

|
Sumarið er tíminn.............
Þessi var alsæl með grænu grösin og hafði sýnilega ekki miklar áhyggjur af snjónum í fjöllunum.
Það höfum við ekki heldur enda er hann nauðsynlegur til að viðhalda góðum skilyrðum bæði í vatnsbúskapnum og gróðurfarinu.
Nú eru bara rétt rúmlega 20 kindur eftir að bera og unnið að því hörðum höndum að marka út og klára sauðburðarstúss.
Það verður kærkomið að kasta kveðju á síðustu kindina um leið og hún fer í gegnum hliði og uppí fjall. Hvenær sem það nú verður.

|
Allir voru í sátt og samlyndi að njóta vorsins en Karún mín lætur bíða eftir sér og er ekki ennþá köstuð.

|
Litla Snekkjudóttirin sem hefur stillt sér upp í tíma og ótíma var ekki í nokkru stuði til módelstarfa.
Mig grunar að hún vilji ekki myndatökur fyrr en eigandinn hefur fundið á hana gott nafn.

|
Sendi mér samt eitt gott blíkk um leið og hún losnaði við mig og myndavélina.

|
Við hér í Hlíðinni kunnum alveg að meta blíðuna.

Svartkolla á draum......................eða kannski drauma.

|
.........................um girðingalaust tún.

|
Rollan í fjörunni.........................

|
Að lokum eru hér myndir sem að ég tók kl 4 í nótt rétt áður en ég fór að sofa.
Þarna er sólin að byrja skína á fjallatoppana hjá nágrönnum okkar í Eyjahreppnum.

|
Sólin var líka byrjuð að skína í Hellisdalinn og á Tindadalina.

Allt var svo kyrrt og hljótt, dásamlegur tími vorið.
Mikið væri gott að þurfa ekkert að sofa á þessum árstíma.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
27.05.2016 13:16

|
Þó svo að oftast sé nú blíða hér í Hlíðinni eru nú til undantekningar á því.
Það var allavega ekki gott í ,,sjóinn,, þennan morguninn og sennilega hefði sjóveikin tekið öll völd ef lagt hefið verið í ann.
Lambféð stendur í skjóli og freistar þess að bíða af sér veðrið en þegar veðrið hefur staðið í á þriðja sólarhring verður að skjótast á beit.
Bæjarlækurinn er orðinn frekar ljótur og eins gott að engum detti í hug að rjúka yfir hann.
Það jákvæða er að það grænkar og grænkar það er jú draumur bóndans á þessum tíma.

|
Það hefur stór hækkað í vatninu síðasta sólarhringinn og hér má sjá mórauðn lit sem gefur til kynna miklar leysingar.

|
Öðru hvoru moldskefur vatnið og gusurnar ná langt uppá land.

|
Flest er vænt sem vel er grænt...........
Túnin hafa tekið vel við sér og skíturinn sem fór á í apríl er greinilega að vinna heimavinnuna sína.

|
Og til að hressa sig aðeins við í rokinu er gott að sjá þessar flottu frænkur sem komu að líta á sauðburðinn.
Moðkarið var staðurinn fyrir fund í bleikudeildinni.
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
26.05.2016 12:49

|
Aðfaranótt 25 maí þegar bæði var hífandi rok og rigning kom þessi jarpa hryssa í heiminn.
Móðir er Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð og faðir Skýr frá Skálakoti.
Ég var nýkomin heim af kvöldvakt og varla vakandi nema á öðru auga þegar mér var litið út og sá að eitthvað hvítt lá fyrir aftan hryssuna.
Þar sem engar líkur voru á ljósu folaldi rauk ég útí bíl og stundaði ofsaakstur út á tún. Sem betur fer stóð hryssan upp í tæka tíð og allt fór vel. Eftir margar stilltar og fallegar vornætur valdi Snekkja þessa skuggalegu nótt.
Eigandinn Mummi hefur ekki enn valið nafn á hryssuna.

|
Það er gott að knúsast í vonda veðrinu og fá yl í kroppinn.
Vonandi kemur blíða einn daginn og þá verða teknar betri myndir.
Nú er hún Karún mín næst á köstunarlistanum svo það er eins gott að vera á vaktinni.
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
22.05.2016 02:08
 |
Mynd Kolbeinn Sverrisson.
Nú fer að síga á seinni hlutann á sauðburðinum hér í Hlíðinni.
En samkvæmt nýjustu tölum eru rétt rúmlega 100 eftir að bera.
Burður hefur gengið nokkuð jafnt og þétt uppá síðkastið eftir líflega byrjun.

Mynd Kolbeinn Sverrisson
|
Eins og sjá má hefur heldur betur fækkað í réttinni en það var biðstofan á fæðingadeildina.
Hjá alvöru listamönnum heita verkin alltaf eitthvað og það á svo sannarlega við þessar fínu myndir frá honum Kolla.
Sú efri heitir Lausafé og sú neðri Fjáraustur.

|
Við höfum verið svo lánsöm að fá vaskan hóp af frábæru aðstoðarfólki til að hjálpa okkur í sauðburðinum.
Þarna eru nokkrir kvenskörungar að halda Kolbeini við efnið.
Það hefur verið eins gott að hafa þetta góða aðstoðarfólk bæði í fjárhúsunum og ekki síður heima við til að fóðra liðið.
Mummi flaug í síðustu viku út í danaveldi að kenna en kemur eftir helgina heim.
Takk fyrir alla hjálpina.

|
............og þær eru greinilega ánægðar með hvernig til tókst við verkefnið.
Þær eru öflugar þessar kellur, Þóranna, Björg og Brá.

|
Majbritt hafði líka góða aðstoð í hesthúsinu þar sem að Halldór og Emilía fylgdu henni eins og skugginn.
Þarna eru þau með Leik Spunason en Fleyta Stígandadóttir fylgjist með að allt fari vel fram.

|
Leikur hafði reyndar sérstakt dálæti á Emilíu og vildi helst fara ofaní vasann til að fá sem mesta athygli.

|
Majbritt og Baltasar eru sérstakir vinir og brosa alltaf út í eitt þegar þau hittast.

|
Sveinbjörn lítur við til að vita hvað er um að vera í hesthúsinu.
Þarna eru hann og Majbritt að taka stöðuna, sá grái lætur sér fátt um finnast.

|
Þessar tvær Snekkja og Karún eru komnar í köstunarhólfið báðar fylfullar eftir Skýr frá Skálakoti.
Þær voru afar ánægðar með steinefnastampinn og skiptu honum bróðurlega á milli sín.
Nú er bara að bíða og vona að allt gangi vel þegar þær fara að kasta.

|
Síðustu daga hefur þetta verið verkfærasett húsfreyjunnar og verður svo eitthvað áfram.
Númerabókin, vorbókin, penninn, markatöngin og selenpumpan.
Þó svo að við höfum markað mikið út þá er drjúgur hópur eftir sem sér manni alveg fyrir verkefnum.
Góðar stundir.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
13.05.2016 14:03

|
Þessi fallegi dagur.
Sauðburðarljótan vex hraðar en fylgji nokkurs forsetaframbjóðanda svo það var ekki val um sjálfsmynd hér í upphafi frétta.
Sauðburður er kominn á fulla ferð og sennilega um helmingur borinn þegar þetta er skrifað. Ég hafði háleit markmið um að setja hér inn fréttir daglega en tíminn sem vantar í sólarhringinn var ákkúrat sá tími. Við fengum lömb undan öllu þeim hrútum sem að við notuðum í sæðingunum í vetur. Mörg falleg sæðingslömb fæddust þetta árið m.a undan Kornilíusi, Salamon, Roða og fl.
Fyrstu lömbin voru sett út í gær og fullorðnir hrútar standa nú í rúllu og njóta lífsins áhyggjulausir um sauðburð.
Þeir komast sennilega ekki í félag ábyrgra feðra því einhvern veginn finnst mér þeim vera slétt sama um allt nema desemberfjörið.

|
Burðurinn hefur gengið vel en alltaf kemur eitthvað upp sem þarfnast natni og samviskusemi til að allt gangi upp.
Þarna eru Maron og Snotra að sinna nýfæddum og nota til þess afmælisgjöfina frá Þóru sem kom að góðum notum.

|
Garðarbæjar Golsa og Petrína taka því rólega og bíða eftir því að vinir þeirra úr höfuðborinni mæti á svæðið.

|
Þoka gamla er hinsvegar orðin frekar þreytt á biðinni eftir lömbunum þremur og er ekki líkleg til langhlaupa eins og er.

|
Rellu Rafts er líka farið að lengja eftir sumri og sól með minkandi bumbu.

|
Prinsessa biður fyrir kveðjur í danska herinn þar sem að eigandi hennar bíður eftir fréttum af lömbum.

|
Þarna er hún Majbritt með litla mógolsu sem er algjört krútt. Það er búið að vera ansi líflegt í fjárhúsunum og mikið að gera.
Krakkarnir þau Majbritt og Maron hafa staðið sig með mikilli prýði og eru frábærir ,,rollubændur,,
|

|
Geldir gemlingar stunda sjálftöku og viðhafa nokkuð góða ,,borðsiði,, við það.
Húsfreyjan er klár með markatöngina í vasanum og nú verður eitthvað að skoða veðurblíðuna í dag.
Njótið dagsins, ég hef fulla trú á að föstudagurinn 13 sé málið.
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
04.05.2016 22:20

Meðfylgjandi mynd sýnir Mumma og Gangskör í léttri sveiflu með vindinn og kuldann sem ferðafélaga.
|
Jæja það er víst floginn einn mánuður eða svo bloggið orðið heldur betur útundan.
Nú er eins gott að halda því fram að eitthvað gagnlegt og gáfulegt hafi verið afrekað þessar vikur.
Það er allavega þannig stemming núna að ekki hefði veitt af svo sem einum mánuði í viðbót þennan veturinn.
Til að byrja einhversstaðar á fréttunum þá gerðum við góða ferð í Búðardal um daginn.
Ferðin var bæði nýtt til að sýna sig og sjá aðra.
Mummi tók þátt í opnu íþróttamóti Glaðs og nældi sér í gull í töltinu. Húsfreyjan var afar kát með það þar sem að hann var á spari Brúnku minni henni Gangskör. Hann keppti einnig á Fannari í 5 gangi og varð þar í 3 sæti og hafnað í 2 sæti í skeiðinu.

|
Á þessari mynd eru það skeiðkapparnir að taka við verðlaunum.
Fannar er að einbeita sér að sirkusæfingum, ein löpp á lofti og eitt eyra útá hlið. Líkamsræktinn alveg að gera sig.
Þórarinn í Hvítadal stóð í ströngu í kuldanum og veitti verðlaun eins og enginn væri morgundaguinn.

|
Það er alltaf gaman að koma í dalina og þá sérstaklega þegar mótin eru haldin.
Þessir voru að handsala eitthvað....................sennilega feit hestakaup................allavega búralegir á svip.
Styrmir Gufudalsbóndi og Mummi.

|
Það voru margir góðir dagar í apríl þar sem blíðan var með eindæmum.
Einn svoleiðis dag hitti ég þennan sjarm sem var að viðra sig.
Þessi verður tveggja vetra í vor, faðirinn er Ölnir frá Akranesi og móðir Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.
Eitt auga dökkt annað með hring, sjarmur.

|
Geirhjúkurinn er ekkert orðinn sumarlegur en sólin gerir sitt besta til að bræða kallinn.

|
Nú er vorið alveg að koma enda eins gott þessar frænkur voru farnar að bíða fyrir löngu síðan.
Emilía ,,sauðfjárbóndi,, og Lóa sóla sig á meðan sumarið gerir sig klárt.
Eins og staðan er í dag eru 4 kindur bornar, tvær voru sæddar með Salamon ein sædd með Roða og sú fjórða lifði frjálsum ástum hjá Alberti nágranna okkar.
Niðurstöður..... þrjár hvítar gimbrar, einn hvítur hrútur, tvær svartar gimbrar, ein svartbotnótt og einn svartbotnóttur hrútur.
Fallegustu lömbin ???? Fer eftir smekk en ég er svög fyrir Salamonsafkvæmunum undan þeim Dúnu og Randibotnu Útskriftardóttur.
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir