27.07.2016 22:55
Sumarsæla í sveitinni.
Við hér í Hlíðinni höfum lang oftast verið ótrúlega heppin með krakkana ,,okkar,, En í sumar held ég að öll met hafi verið slegin hvað það varðar, þvílíkir snillingar þessar elskur. Þessi mynd lísir vel stemmingunni sem verið hefur í hópnum, bros og jákvæðni. Við smelltum þeim í merktar peysur fyrir landsmótið. Maron og Majbrit komu með okkur þangað en Jacob var bústjóri heima. Já þegar ég hugsa til þeirra rúmlega 60 sem hafa verið hjá okkur þá get ég ekki gert uppá milli þeirra. Hvert á sinn hátt hafa verið dásamleg.
|
||||||||||||||||||||||||||||||
28.06.2016 11:14
Svolítið af tryppunum.
Karún mín nýköstuð þann 5 júní s.l ég var svo skjálfhennt þegar ég tók þessa mynd að það er mesta furða hvað hún er lítið hreyfð. Já blóðþrýstingurinn fór aðeins úr böndunu þetta kvöld enda mikið í húfi. Ég var mætt á staðinn til að fylgjast með gömlu minni kasta og hugðist taka langt og ýtarlegt videó af viðburðinum. Allt gekk að óskum til að byrja með en svo fór gamanið að kárna. Folaldið var með aðra framlöppina ofan á hausnum og þeir sem hafa lent í því að draga folald frá hryssu vita að það er FAST. Þar sem klukkan var rétt að verða tvö að nóttu og ansi fáliðað heima fyrir voru góð ráð dýr. Eftir mikið fát og misheppnaðar hringingar var ekkert annað í stöðunni en smella sér á jörðina spyrna í bossann á gömlu og taka á af öllum kröftum. Sem betur fer tókst þetta hjá okkur Karúnu og myndar hryssa kom í heiminn. Ég veit ekki hvor var dasaðri hryssan eða frúin. Folaldið var sprækt, stóð fljótt upp og komst á spena svo að allt leit vel út og ekki sjáanleg nokkur vandræði. Frúin fór í háttinn alsæl með hvernig til tókst...............hún fær nú helst dramaköst yfir ferfættum sparigripum. En fjörið var ekki búið.
|
||||||||||||||||||||||||
23.06.2016 23:15
Sláttur hafinn hér í Hlíðinni.
Sláttur hófst hér í Hlíðinni þann 22 júní. Mummi rauk af stað í miklum ham eftir sigur okkar manna á EM í fótbolta. Hólbrekkan og Hvammurinn urðu fyrir valinu en þessi tún voru alltaf talnin með tiltektinni í kringum gamla bæinn. Dásamleg er lyktin af ný slegnu grasi og virkar eins og skotheld staðfesting á því að nú er sumarið komið.
|
||||||||
19.06.2016 22:20
Árleg þjóðhátíðarferð á Löngufjörur.
Það er orðinn árviss viðburður að við hér í Hlíðinni smellum okkur á Löngufjörur í kringum 17 júní. Ferðin verður alltaf lengri og lengri svo það lítur út fyrir að þjóðhátíðardagurinn verði að þjóðhátíðarvikunni áður en langt um líður. Að þessu sinni var hópurinn stór og afar skemmtilegur. Hér á eftir kemur smá sýnishorn af því hvað það var gaman hjá okkur. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
03.06.2016 07:28
Sólarupprás með honum Sólstafi.
Þegar sólin var að brjótast í gegnum morgunþokuna kom þessi litli hestur í heiminn. Þetta er hann Sólstafur frá Hallkelsstaðahlíð, undan Ási frá Hofsstöðum og Létt frá Hallkelsstaðahlíð. Þegar húsfreyjan varð eldri á síðasta ári fékk hún eina 5 folatolla í afmælisgjöf, nokkrir af þeim verða folöld í ár. Já afmælistollarnir mínir breytast nú óðfluga í gæðingsefni. Get ekki lýst því hvað það er gaman að verða 50+
|
||||||||||||||||||
31.05.2016 12:13
Já sumarið.
|
||||||||||||||||||||
Sumarið er tíminn............. Þessi var alsæl með grænu grösin og hafði sýnilega ekki miklar áhyggjur af snjónum í fjöllunum. Það höfum við ekki heldur enda er hann nauðsynlegur til að viðhalda góðum skilyrðum bæði í vatnsbúskapnum og gróðurfarinu. Nú eru bara rétt rúmlega 20 kindur eftir að bera og unnið að því hörðum höndum að marka út og klára sauðburðarstúss. Það verður kærkomið að kasta kveðju á síðustu kindina um leið og hún fer í gegnum hliði og uppí fjall. Hvenær sem það nú verður.
|
27.05.2016 13:16
Rigningin maður rigningin.
|
||||||||
Þó svo að oftast sé nú blíða hér í Hlíðinni eru nú til undantekningar á því. Það var allavega ekki gott í ,,sjóinn,, þennan morguninn og sennilega hefði sjóveikin tekið öll völd ef lagt hefið verið í ann. Lambféð stendur í skjóli og freistar þess að bíða af sér veðrið en þegar veðrið hefur staðið í á þriðja sólarhring verður að skjótast á beit. Bæjarlækurinn er orðinn frekar ljótur og eins gott að engum detti í hug að rjúka yfir hann. Það jákvæða er að það grænkar og grænkar það er jú draumur bóndans á þessum tíma.
|
26.05.2016 12:49
Fyrsta folaldið 2016 hér í Hlíðinni.
|
||
Aðfaranótt 25 maí þegar bæði var hífandi rok og rigning kom þessi jarpa hryssa í heiminn. Móðir er Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð og faðir Skýr frá Skálakoti. Ég var nýkomin heim af kvöldvakt og varla vakandi nema á öðru auga þegar mér var litið út og sá að eitthvað hvítt lá fyrir aftan hryssuna. Þar sem engar líkur voru á ljósu folaldi rauk ég útí bíl og stundaði ofsaakstur út á tún. Sem betur fer stóð hryssan upp í tæka tíð og allt fór vel. Eftir margar stilltar og fallegar vornætur valdi Snekkja þessa skuggalegu nótt. Eigandinn Mummi hefur ekki enn valið nafn á hryssuna.
|
22.05.2016 02:08
Vorið.
Mynd Kolbeinn Sverrisson. Nú fer að síga á seinni hlutann á sauðburðinum hér í Hlíðinni. En samkvæmt nýjustu tölum eru rétt rúmlega 100 eftir að bera. Burður hefur gengið nokkuð jafnt og þétt uppá síðkastið eftir líflega byrjun.
|
13.05.2016 14:03
Rollurnar rokka.
|
||||||||||||||
Þessi fallegi dagur. Sauðburðarljótan vex hraðar en fylgji nokkurs forsetaframbjóðanda svo það var ekki val um sjálfsmynd hér í upphafi frétta. Sauðburður er kominn á fulla ferð og sennilega um helmingur borinn þegar þetta er skrifað. Ég hafði háleit markmið um að setja hér inn fréttir daglega en tíminn sem vantar í sólarhringinn var ákkúrat sá tími. Við fengum lömb undan öllu þeim hrútum sem að við notuðum í sæðingunum í vetur. Mörg falleg sæðingslömb fæddust þetta árið m.a undan Kornilíusi, Salamon, Roða og fl. Fyrstu lömbin voru sett út í gær og fullorðnir hrútar standa nú í rúllu og njóta lífsins áhyggjulausir um sauðburð. Þeir komast sennilega ekki í félag ábyrgra feðra því einhvern veginn finnst mér þeim vera slétt sama um allt nema desemberfjörið.
|
04.05.2016 22:20
Vorið er komið.
Meðfylgjandi mynd sýnir Mumma og Gangskör í léttri sveiflu með vindinn og kuldann sem ferðafélaga. |
||||||||||
Jæja það er víst floginn einn mánuður eða svo bloggið orðið heldur betur útundan. Nú er eins gott að halda því fram að eitthvað gagnlegt og gáfulegt hafi verið afrekað þessar vikur. Það er allavega þannig stemming núna að ekki hefði veitt af svo sem einum mánuði í viðbót þennan veturinn. Til að byrja einhversstaðar á fréttunum þá gerðum við góða ferð í Búðardal um daginn. Ferðin var bæði nýtt til að sýna sig og sjá aðra. Mummi tók þátt í opnu íþróttamóti Glaðs og nældi sér í gull í töltinu. Húsfreyjan var afar kát með það þar sem að hann var á spari Brúnku minni henni Gangskör. Hann keppti einnig á Fannari í 5 gangi og varð þar í 3 sæti og hafnað í 2 sæti í skeiðinu.
|
29.03.2016 22:03
Páskastuð
|
||||||||||||||||||||||
Það var fallegur dagur í Hnappadalnum þann 29 mars. Litirnir sem náttúran bauð uppá voru einstaklega smekklegir. Já það er hægt að gera margt á svona dögum. Páskarnir fóru vel með okkur reyndar svo vel að listin á páskaeggjum og mat var orðin frekar lítil á annan dag páska. Mummi smellti sér til Ameríku og er þar í vellystingum hjá Gosa og fleiri góðum vinum. Við sem heima vorum nutum góðs af því að góður hluti stór fjölskyldunnar kom saman í ,,því efra,,
|
24.03.2016 11:18
Velheppnað í villta vestrinu.
Þrjú efstu liðin í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum árið 2016.
1.Snókur/Cintamani – 187 stig Hanne Smidesang – liðsstjóri, Jakob Svavar Sigurðsson, Leifur Gunnarsson, Benedikt Þór Kristjánsson. 2.Leiknir – 167 stig Randi Holaker - liðsstjóri, Haukur Bjarnason, Berglind Ragnarsdóttir, Konráð Valur Sveinsson. 3.Eques – 141 stig Guðmundur M. Skúlason – liðsstjóri, Bjarki Þór Gunnarsson, Guðbjartur Þór Stefánsson, Pernille Lyager Möller. 4.Hjálmhestar – 130 stig Máni Hilmarsson – liðsstjóri, Þorgeir Ólafsson, Julia Katz, Sigurður Sigurðarson. 5.Trefjar – 117 stig Gunnar Halldórsson – liðsstjóri, Halldór Sigurkarlsson, Iðunn Silja Svansdóttir, Styrmir Sæmundsson. 6.Berg/Hrísdalur – 115 stig Anna Dóra Markúsdóttir - liðsstjóri, Jón Bjarni Þorvarðarson, Siguroddur Pétursson, Lárus Ástmar Hannesson.
Lið Snóks/Cintamani fagnaði sigri í 4 af 5 greinum deildarinnar og vann nokkuð sannfærandi sigur en 20 stigum munaði á þeim og Liði Leiknis sem endaði í öðru sæti. Það voru svo lið Trefja og Berg/Hrísdalur sem höfnuðu í tveim neðstu sætunum og missa því sæti sitt í deildinni fyrir næsta ár en gætu þó unnið sæti sitt aftur í gegnum úrtöku.
|
21.03.2016 22:37
Skeiðsigrar og afmælistamningar
|
Fannar og Mummi gerðu góða ferð í Borgarnes þegar þeir tóku þátt í KBmótaröðinni fyrir stuttu. Þ.e.a.s þegar keppt var í flugskeiði í gegnum höllina. Þeir félagarnir sigruðu þá keppni og á meðfylgjandi mynd eru þeir að vega og meta verðlaunagripinn. Mummi fór einnig með Gangskör sem endaði í 5 sæti í tölt. Það er líflegt hér í Hlíðinni eins og svo sem alltaf. Góða vinnufólkið okkar stendur sig með mikilli prýði og um þessar mundir erum við svo heppin að vera með verknema frá Danmörku. Og svo er hún Beký okkar í heimsókn líka en hún var einu sinni að vinna hjá okkur í Hlíðinni. Já mikið fjör og mikið hlegið hér á bæ. Góða veðrið er alltaf skemmtilegt og sennilega fær maður aldrei nóg af því. Það er verst hvað maður ætlar alltaf að gera mikið þegar það stendur. En með aldri og þroska venst maður því að ekki er endilega víst að alltaf hafist af. Við Mara sparitík ætlum að gefa í og vera sérlega duglegar að læra til smala-ofurhunds í apríl. Mara er frá Marinó og Freyju bændum á Eysteinseyri við Tálknafjörð. Sennilega er best að námið hjá okkur hér heima hefjist 1 apríl. Þetta verður eins og þegar snillingar hefjast handa við að læra til prests. Við munum leggja hart að okkur við námið en svo kemur í ljós hvort við fáum ,,brauð,, eða förum bara að harka í einhverri annari atvinnugrein. Ferðaþjónustan kemur sterk inn ef ekkert gengur í bransanum. Við gætu kannski passað uppá að norðuljósafarar færu sér ekki að voða. Ferðamannaforráðar væri kannski eitthvað fyrir okkur Möru ? En ég átti alltaf eftir að segja ykkur frá því að þegar húsfreyjan varð 50 ára (sem hefur bara gerst einu sinni) fékk hún margar skemmtilegar gjafir. Þar á meðal var gjöf frá Svani og Höllu í Dalsmynni sem sagt tamningatímar á Möru. Mér þótti afar vænt um þessa gjöf þar sem ég ákvað að túlka hana þannig að Svanur hefði allavega trú á annari hvorri okkar. Það var svo einn fagran dag sem ég mætti með Möru mína til Svans. Þar sem húsfreyjan var ný orðin fimmtug og reynslunni ríkar fór hún betur með spenninginn en Mara. Hún hafði frekar litla reynslu af bílferðum og nýjum bæjum. Kom reyndar í pappakassa frá Eysteinseyri en það var sennilega grafið og gleymt. Þegar Mara kom útúr bílnum á hlaðinu í Dalsmynni réði hún sér vart fyrir fögnuði og forvitni. Hún sem er róleg, ljúf og meðfærileg heima fyrir breyttist skyndilega í ofvirkan krakka sem aldrei hefur heyrt um Rídalín. Það var eins gott að bleika hálsólin sem keypt var í KS fyrir margt löngu var sterk. Ekki var síður heppilegt að pundið í húsfreyjunni vegur svolítið og því varð skoðunarferðin um Dalsmynnisland heldur styttri en Mara hefði kosið. Eftir örskoðun á smalahólfi og sauðfé var Möru boðin gisting á fína hundaóðalinu hans Svans. Húsfreyjan drakk kaffi og brunaði síðan heim með krosslagða fingur og von í brjósti um þokkalega hegðun Möru. Þegar liðið var vel á aðra viku var tímabært að sækja gripinn. Við útskrif var auðvitað farið með Möru í kindur til að sýna hvernig staðan væri á henni. Ekki var annað að sjá en þeim Svani og Möru hefði samið þokkalega enda var það fyrir mestu. Eins og á alvöru tamningastöðum er mikið um að vera og þegar Svanur og Mara höfðu sýnt hvað í þeim bjó var næsti hundur kominn á hliðarlínuna. Var því ekkert að vandbúnaði að leggja af stað heim með gripinn. Þá var bara að smella kossi á hundatemjarann og halda heim frekar hressar í bragði............. báðar tvær. Nú er það bara okkar Möru að finna út á hvorri hann hafi trúnna........... Verkefni fram undan er hinsvegar að venja saman tík og húsfreyju með það að markmiði að þær verði nothæfar til smalamennsku. Geldu gemlingarnir eru vonandi til reiðu eins og til var ætlast. Góðar stundir. |
17.03.2016 20:47
Fósturtalning 2016
|
||||
Fósturtalning fór fram í gær þegar Guðbrandur í Skörðum kom og kíkti í ,,jólapakkana,, hjá okkur. Hér á bæ er alltaf svolítill kvíði fyrir þessum degi en líka spenningur. Að þessu sinni getum við bara vel við unað og erum mjög ánægð með útkomuna á eldra fénu. Gemlingarnir sem komu afar vel út í fyrra hafa ekki lagt línurnar fyrir komandi kynslóð. Eða með öðrum orðum gemlingar þessa árs eru ekki að standa sig jafn vel og gemlingarnir í fyrra. Það er þó ljóst að við eigum von á fjölda lamba og alveg þess virði að láta sig hlakka til sauðburðarins í vor. Þrí og fjórlembur hafa nú fengið sérstakan sess í fjárhúsunum og njóta dekurs, eins er gert sérlega vel við tvílemdu gemlingana. Já það borgar sig að standa sig.
|