08.08.2016 23:49

Nokkrir dagar...........

 

Nú er komið að því sem að ég lofaði ...............er reyndar nokkrum dögum á eftir áætlun en nú skal úr því bætt.

Dagur tvö hjá okkur í hestaferð var nokkuð sögulegur eins og við var að búast með 100 hesta hóp.

Þetta var fallegur dagur þar sem menn og hestar áttu þess kost að sýna sínar bestu hliðar í blíðunni.

Það er samt stundum þannig að þegar á reynir getur verið erfitt að standa undir væntingum.

Við mættum tímalega í Kolbeinsstaði þar sem að hestarnir höfðu notið hvíldar og góðra veitinga um nóttina.

Þegar þangað var komið fréttum við af stórum hestahópum sem voru að koma sömu leið og við ætluðum að fara.

Við biðum því átekta svo að allt gæti gengið sem best fyrir sig.

Síðan var lagt af stað niður veg, allt gekk nokkuð vel fyrst um sinn en þegar niður á flóann var komið brutust út mótmæli.

Já þetta voru afar kröftug mótmæli og þegar mótmælendurnir eru 100 og úr mörgum ,,flokkum.. þá er ekki von á góðu.

Upphófst þá mikil gandreið með kúrekaívafi sem minnti  svolítið á víkingareið fyrri tíma. Kollhnísar og aðrar frískandi æfingar voru framkvæmdar en sem betur fer komu allir heilir frá þeim verknaði.

Nokkrar fótfráar hryssur fetuðu í fótspor okkar og stefndu hraðbyr á Eldborg. Frískir folar fíluðu flóann og afgangurinn reyndi af fremsta megni að gera eitthvað annað en rétt. Nokkrar góðar raddæfingar fóru fram og eins var tekin góð æfing og upprifjun á notkun blótsyrða. Já það er nauðsynlegt að viðhalda góðri íslensku.

Leiknum lauk svo heldur seinna en ætlað var sem gerði það að verkum að ferðaáætlunin var ekki alveg eins og fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir.  Við riðum því bara í Kolviðarnes og nutum gestrisni Jóns bónda þar.

 

 

Dagur þrjú var svo dagurinn sem að við riðum frá Kolviðarnesi að Stakkhamri.

Þegar við mættum í Kolviðarnes hittum við þennan skemmtilega grís.

Hann leyfði kokkinum að vega sig og meta í þeirri trú að þeir ættu ekki eftir að hittast á einhvejum veitingastaðnum.

 

Þessum varð vel til vina og nú er bara næsta mál að fá þessa í garðinn í Garðabænum.

 

Þessa flottu mynd tók hann Guðbrandur Örn Arnarsson af hluta hópsins ríða í átt að Hausthúsum.

Þegar við lögðum af stað frá Kolviðarnesi var þó nokkur orka í hrossunum og þau alveg til í allt.

Það var því mikill hraði þegar við lögðum í hann og ekki laust við spennu í mannskapnum líka.

Mikil umferð var á fjörunum þennan dag og stutt á milli hópa.

Þegar við komum yfir Núpunesið tekur reksturinn á rás og stefndi á fullri ferð í land.

Á þeim tímapunkti var gott að hafa mikið af sprækum og velríðandi ferðafélögum með.

 

 

Þessi spræki ,,dalaprins,, kom eins og kallaður í fjörið og minnti helst á íþróttaálfinn sem gjarnan kemur fljúgandi þegar vinir eru í vanda.

Hann kom á fleygiferð frá öðrum hópi sem hafði misst einni gæðinginn í átt að landi.

 

 

Og þegar vandinn er leystur flýgur hann á brott.................með gull hattinn á bakinu.

Já þeir eru flottir kallarnir í dölunum.

 
 

Þegar komist var fyrir hópinn á syngjandi ferð og honum snúið til betri vegar lækkaði blóðþrýstingurinn til mikilla muna.

Það er þó alveg ógleymanlegt þegar við náðum að snúa hópnum við hvernig hann sveimaði í stóran hring.

Það var eins og hann væri að búa sig undir lendingu.

Já þetta var sannarlega vígalegasti baugur sem við höfum riðið.

En það er töff að ,,hringteyma,, 80 hross á svona flottu reiðsvæði.

 

Allt gekk síðan vel hjá okkur að Stakkhamri en þar voru hrossin í góðu yfirlæti um nóttina.

 

 

Það var nú meiri happafengurinn að fá hann Þorgeir með okkur í ferðina.

Þarna eru hann og Skúli að hugsa málið.

 

 

Þessar mægður eru alltaf svo flottar.

 

 

Og ekki eru þessar síðri brosa svo fallega með Baltasar vini sínum.

 

 

Þessi fjölskylda er alveg kominn í hópinn og teljast þau fullgildir félagar í ferðafélaginu ,,Beint af augum,,

 

 

Þarna var bara gaman hjá þessum.

 

 

Sigurður Miðhraunsbóndi með einum besta ljósmyndara sem ég kannast við.

 

 

Þorgeir og Sveinbjörn passa uppá að allt fari vel fram í ferðinni.

 

 

Járningar eru helstu áhugamál þessara bræðra...............sko stundum.

 

 
 

Dagur fjögur var líka bjartur og fagur.

Við nutum okkar einhesta á fjörunum eftir að hafa komið stóra hópnum fyrir.

Það var líka gaman að fá góða gesti frá Ameríku sem komu með okkur og tóku góðan reiðtúr á fjörunum.

Við fengum líka skemmtilega heimsókn einmitt frá eigendum Framtíðarsýnar sem gátu nú loksins séð bæinn hennar.

Um kvöldið fór svo allur hópurinn í dekur á Hótel Eldborg en þar var tekið á móti okkur með glæsibrag.

Maturinn var frábær og öll þjónusta til mikillar fyrirmyndar.

Já það er alveg þess virði að fara í mat til hans Óla skal ég segja ykkur.

 

 

Dagur fimm var dagurinn sem við riðum frá Melum og að Hömluholti.

Áfram var blíða og nú gekk allt eins og best var á kosið, hrossin orðin stillt og prúð.

 

Eins og sjá má ....................

 

 

Slökun í áningu.

 

 

Svo er það hópreiðin, við erum rosalega að vanda okkur.............

 

 

Burtreiðar.............

 

 

Jonni.............mig langar svona.............mikið í hestakaup.

Já þó svo að þessir bræður hafi ekki enn verslað í ferðinni þá er það staðfest að a.m.k ein hestakaup hafa farið fram í ferðinni.

 

 

Einbeittir..............

 

 

Ung og flott hestastelpa.

 

Á morgun eru svo nýr dagur með enn fleiri ævintýrum.