28.06.2016 11:14

Svolítið af tryppunum.

 

Þetta er ónefndur hestur undan Kolskör og Þyti frá Skáney.

 

Aðeins að klóra sér................

 

 

Hann er á leiðinni suður á land með mömmu sinni sem á stefnumót við sjálfan Spuna frá Vesturkoti.

 
 
 

 

Karún mín nýköstuð þann 5 júní s.l ég var svo skjálfhennt þegar ég tók þessa mynd að það er mesta furða hvað hún er lítið hreyfð.

Já blóðþrýstingurinn fór aðeins úr böndunu þetta kvöld enda mikið í húfi. Ég var mætt á staðinn til að fylgjast með gömlu minni kasta og hugðist taka langt og ýtarlegt videó af viðburðinum.  Allt gekk að óskum til að byrja með en svo fór gamanið að kárna. Folaldið var með aðra framlöppina ofan á hausnum og þeir sem hafa lent í því að draga folald frá hryssu vita að það er FAST. Þar sem klukkan var rétt að verða tvö að nóttu og ansi fáliðað heima fyrir voru góð ráð dýr. Eftir mikið fát og misheppnaðar hringingar var ekkert annað í stöðunni en smella sér á jörðina spyrna í bossann á gömlu og taka á af öllum kröftum. Sem betur fer tókst þetta hjá okkur Karúnu og myndar hryssa kom í heiminn.

Ég veit ekki hvor var dasaðri hryssan eða frúin. Folaldið var sprækt, stóð fljótt upp og komst á spena svo að allt leit vel út og ekki sjáanleg nokkur vandræði.

Frúin fór í háttinn alsæl með hvernig til tókst...............hún fær nú helst dramaköst yfir ferfættum sparigripum.

En fjörið var ekki búið.

 

 

Eftir rúmlega sólarhring fárveikstist litla hryssan og var ansi tæpt að það tækist að bjarga henni.

En uppáhalds dýralæknirinn minn hann Hjalti var snöggur að breggðast við þó svo að hann væri í reiðtúr út á Löngufjörum.

Kom og meðhöndlaði folaldið sem hafði veikst svona hastarlega þegar hún kom ekki ,, folaldaskítnum ,, frá sér.

Litlan var svo meðhöndluð í rétt rúma viku, hresstist fjótt og er núna með móðir sinni hjá honum Kafteini Ölnirssyni.

 

 

Já þetta er Kafteinn Ölnirs og Skútuson, fjallmyndarlegur kappi sem mælist 141 cm á herðar einungis 2 vetra gamall.

Hann er í girðingu á Lambastöðum í Laxárdal.

 

Símon sjarmur sem varð 3 vetra nú í vor.

Hann er undan Arion frá Eystra Fróðholti og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð

 

 

Hann hefur aðeins verið að sinna hryssum hér heima í Hlíðinni.

 
 

 

 

Þarna er hún Andvaka sem er undan Ölni frá Akranesi og Karúnu minn.

 

 

Hallkell heitir sá jarpi undan Hersir frá Lambanesi og Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

Sá skjótti er Lokkur undan Ölni frá Akranesi og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Við tökum stundum knús þar sem þessi er upphálds Hagur undan Skýr frá Skálakoti og Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

Kveikja undan Stimpli frá Vatni og Þríhellu reynir að vera með.

 

 

Brekka litla dóttir Vita frá Kagaðarhóli og Þríhellu frá Hallkelsstaðahlíð og Hjaltalín dóttir Skútu og Álfarins frá Syðri Gegnishólum.

Segja Skúla eitthvað mikilvægt.