25.08.2015 22:07

Gaman saman.

 

Félagar og velunnarar Ungmennafélagsins Eldborgar í Kolbeinsstaðahreppi gerðu sér glaðan dag í tilefni af 100 ár afmæli félagsins.

Boðað var til kaffisamsætis í Lindartungu þann 22 ágúst s.l og að sjálfsögðu var brugðið á leik í tilefni dagsins. Farið var yfir sögu félagsins í stuttu máli og gafst gestum kostur á að skoða fundagerðabækur félagsins. Bækurnar eru mikill fjársjóður sem geyma upplýsingar um tíðaranda liðins tíma.

Ljóst er að þó svo að félagið hafi verið mjög virkt á tímabili þá hefur sú virkni ekki verið eins og fyrstu árin.

Í máli Kristjáns Magnússonar á Snorrastöðum sem fór yfir sögu félagsins kom m.a fram að fjöldi funda var með ólíkindum.

Um árabil var t.d siður að funda á gamlársdag en þess ber að geta að samgöngur og ferðamáti var verulega frábrugðinn því sem nú er. Já það hefur sennilega ekki verði skroppið sveitina á enda í einum grænum árið 1915.

 

 

Smá sýnishorn af bókunum góðu.

 

 

Þessar dömur muna nú tímana tvenna og mættu hressar og kátar í afmælið.

Lóa frænka mín í Hallkelsstaðahlíð, Inga frá Snorrastöðum og Inga á Kaldárbakka.

 

 

Þessir strákar voru að sjálfsögðu mættir, Sveinbjörn frændi minn og Lárus í Haukatungu.

 

 

Keppt var í ,,margþraut,, sem er flókin og erfið keppnisgein................

Á meðfylgjandi mynd eru Albert á Heggsstöðum og Ásbjörn í Haukatungu að reyna með sér í súludansi.

Formaður Ungmennafélagsins Þráinn í Haukatungu dæmir af mikilli innlifun.

 

Kolhreppingar gera sér gjarnan glaðan dag þegar þeir hittast. Þá er nokkuð sama hvort um þorrablót, jólaball nú eða smalamennsku er að ræða.

Þjóðhátíðardagurinn er dagurinn sem allir leika sér og þar hefur Ungmennafélagið Eldborg alltaf spilað stórt hlutverk. Ekki er hægt að nefna þessar uppákomur án þess að nefna hitt félagið okkar Kvenfélagið Björk.

Þar starfar hópur kvenna sem sér til þess að allir fari saddir heim. Þessi félög eru samfélaginu afar dýrmæt. Kynslóðabilið.............ja það er frá vöggu til grafar og því eru allir með.

 

 

Það voru góð tilþrif í boltareiðinni og má vart á milli sjá hjá hverjum fer betur.

Mummi og Steinar Haukur Traðarbóndi ryðjast fram völlinni.

 

 

Magnús á Snorrastöðum og Tumi í Mýrdal eru fótfráir.

 

 

Ljóst má vera eftir þennan góða dag í Lindartungu að einhverjir hreppsbúar geta valið úr atvinnutækifærum. Hvaða kvennalið þarf ekki á henni Áslaugu okkar í Mýrdal að halda ?

 

 

Nú eða landsliðsmarkvörðurinn hann getur bara pakkað saman..............

Kristján Snorrastaðabóndi sér bara um þetta, þvílík tilþrif.

 

 

Já þetta var skemmtilegur dagur og alveg ljóst að Kolhreppingar kunna svo sannarlega að hafa gaman saman.

Fleiri myndir eru væntanlegar í albúmið.

06.08.2015 09:13

Hryssudagar.

 

Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Gosi frá Lambastöðum og móðir Upplyfting frá Hallkelsstaðahlíð.

Þar er alltof sjaldan sem við smellum myndum af því sem hér er í gangi.

Tókum smá syrpu um daginn en betur má ef duga skal.

Hér koma nokkrar myndir af hryssum sem eru í þjálfun núna.

 

 

Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð í kvöldsólinni.

 

 

Lyfing á brokki.

 

 

Trilla frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Gaumur frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

 

 

Trilla Gaums.

 

 

Trilla......

 

 

Trilla sólarmegin.

 

 

 

Framtíðarsýn frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Gosi frá Lambastöðum og móðir Sunna frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Framtíðarsýn.

 

 

Framtíðarsýn upp og niður brekkur.

 

 

Ósk frá Miðhrauni.

Faðir Eldjárn frá Tjaldhólum og móðir Von frá Miðhrauni 2.

 

 

Ósk í stuði.

 

 

 

Bára frá Lambastöðum.

Faðir Arður frá Brautarholti og móðir Tinna frá Lambastöðum.

 

 

Bára.

 

 

Bára.

 

 

Bára.

 

 

Bára

 

Og enn af Bárunni.

 

29.07.2015 11:59

Sumardagar

Þessi mynd er tekin af Steinholtinu.

Síðustu dagar hafa verið einstaklega fallegir hér í Hlíðinni og Hnappadalnum öllum. Allt hey er komið í plast og einungis eftir að slá það sem við köllum inní hlið. Gæðin eru mjög góð en magnið síðra. Þetta verður sennilega ágætis blanda við fyrningarnar frá því í fyrra sem eru heldur leiðinlega blautar. Nú er bara að vona við fáum rigningu í hófi til að vökva hánna.

 

Það er gott útsýni af Þverfellinu.

 

Þarna sést í bæði vötnin Hlíðarvatn og Oddastaðavatn.

 

 

Svolítið töff finnst mér.

 

Hlíðin og Álftatanginn laumar sér inná myndina.

 

 

Þessi er tekin af Hermannsholtinu.

 

 

Og önnur af Hermannsholtinu.

 

 

Sátan kúrir á sínum stað og tangarnir alltaf fallegir.

 

 

Margar flugur í einu höggi......................

Hnjúkarnir með Gullborg til hægri og Eldborgin gæist upp á milli þeirra.

 

 

Svo sumarlegt.

 

 

Aðdráttarlinsur geta verið skemmtilegar.

Hlíðarvatni, Neðstakast, Grafarkast, Brúnir, Miðsneið, Háholt og allt hitt.

 

 

Geirhnjúkurinn er ríkur af snjó ennþá þó svo það sé að koma ágúst.

 

 

Svarti skútinn og Þverfellið.

 

 

Það er líka mikill snjór á Hellisdalnum og ferkar stutt síðan skaflinn fór af Klifshálsinum.

 

 

Djúpidalurinn verður örugglega ekki snjólaus þetta árið.

Það verður gaman að bera þessar myndir saman við samskonar á næsta ári nú eða því þar næsta.

 

 

 

24.07.2015 23:32

Vippaði mér í Borgarfjörðinn

 

Ég notaði góða veðrið til að smella mér í Borgarfjörðinn með þrjár hryssur sem áttu þar plönuð stefnumót. Höfðinginn Þytur frá Skáney tók á móti þeim Kolskör og Þríhellu eins og sönnum ,,séntilhesti,, sæmir.

Hann bauð þær velkomnar á sinn hátt en ég held að hann hafi verið dauðfeginn að þær óskuðu ekki eftir þjónustu í þessum hita.

 

 

Þristur frá Feti var ekki mættur í sitt hólf svo að Sjaldséð og Burtséð nutu bara sólarinnar og létu sig dreyma.

Ég trúi nú ekki öðru en að það komi eitthvað efnilegt og gjaldgengt í Skjónufélaði út úr þessu ferðalagi.

Fyrst ég fékk skjótta hryssu undan Sjaldséð og Loka frá Selfossi þá ætti þetta ekki að klikka.

 

 

Nú er hún Carolina okkar farinn en hún var hér hjá okkur í rúman mánuð og stóð sig með mikilli prýði.

Skólinn hjá henni í Danmörku að bresta á og þá finnst manni svolítið að koma haust.

 

 

Mamma prjónaði peysu á dömuna svo að henni verði ekki kalt í Danmörku.

Hahaha............ er ekki annars 20 stiga hiti í Danmörku en 6 stig hér.

 

Heyskapurinn er í fullum gangi og liggur nú flatt á ca 20 hekturum.

Allt er komið í plast og heim af Melunum en bara í plast á Kolbeinsstaöðum, Rauðamel og Vörðufelli.

Nú er bara að vona að þurkurinn verði alla helgina og þetta náist allt saman, ilmandi hey með dásamlegri lykt.

 

 

Sumir eru bara sætari en aðrir..............

 

 

Svartur með hvítar loppur og ein mórauð dama.

 

 

Þessir ofurduglegu fjárhús og hesthúskettir eru að leita að góðu fólki sem getur nýtt starfskrafta þeirra.

Þeir eru líka kassavanir og yfirmáta snyrtilegir svo þeir koma líka sterkir inn sem hefðarkettir í heimahúsum.

Endilega hafið samband við umboðskonuna þeirra............

 

 

14.07.2015 22:13

Sumarið er tíminn.

 

Einn sólbjartan dag í sumar fengum við hér í Hlíðinni góða gesti frá Danmörku.

M.a nemendur sem verið hafa á reiðnamskeiðum hjá Mumma.

 

 

Þarna voru á ferðinni áhugasamir hestamenn sem komu til að sjá Hlíðina, menn og hesta.

 

 

Hópurinn fór í smá skoðunarferð og að lokum var það reiðsýning og létt spjall.

 

 

Það er nú alltaf gaman með þessum, Bryndís og Ove í stuði.

 

 

Fannar var prófaður, já og fimmti grínn var alveg að virka. Skeið, skeið og skeið.

 

 

Veðrið var sérstaklega gott og gaman að skoða hross og spjalla jafnvel fram á nótt.

 

 

Það var gaman að fá þessa góðu gesti sem vonandi eiga eftir að koma aftur hingað í Hlíðina.

Takk fyrir komuna.

13.07.2015 11:33

Erfið kveðjustund.

 

Elsku hjartans Salómon kvaddi okkur þann 2 júlí eftir rúmlega 16 ára samveru.

Átakanlega erfitt að kveðja þennan gleðigjafa sem með stórbrotnum persónuleika hefur glatt okkur ómetanlega.
Ég ætla ekki að reyna að segja ykkur hvað hans verður sárt saknað.

Salómon var einstakur snillingur sem í mínum huga enginn getur toppað.

Ekkert var betra en dúnamjúkt kisaknús.
Nú er bara að þerra tárin og njóta þess að rifja upp alla þá gleði sem þessi elska veitti okkur.

Lúinn kisi leggst til hvílu á fallegan stað hér í Hlíðinni en andinn fylgir okkur alla tíð.
Takk fyrir allt elsku Salli sæti.

Hér á síðunni verður honum gert hátt undir höfði og minningu hans haldið vel á lofti.

Nú stendur yfir mikil myndasöfnun af kappanum og verða þær myndir notaðar þegar við á.

24.06.2015 22:09

Folaldafréttir

 

Þessi flotta hryssa vakti mikla lukku þegar hún kom í heiminn, hún er undan Sjaldséð og Loka frá Selfossi.

Liturinn er flottur en á eftir að breytast í grátt þegar fram líða stundir.

Hryssan hefur ekki enn hlotið nafn en það stendur til bóta.

 

 

Þessi kappi heitir Dúr frá Hallkelsstaðahlíð, hann er undan Snekkju og Konsert frá Hofi.

 

 

Hér eru litskrúðugar mæðgur þær Létt og litla Léttlind sem er undan Glaumi frá Geirmundarstöðum.

Á myndinni er hún nokkura klukkustunda gömul.

 

 

Þessi er slakur og lætur sig dreyma um gull og græna haga...........

Þetta er Hagur frá Hallkelsstaðahlíð undan Skýr frá Skálakoti og Kolskör minni.

 

 

Úpppssss..........og ég sem ætlaði að vera stóðhestur.

Þetta er hún Brekka frá Hallkelsstaðahlíð undan Þríhellu og Vita frá Kagaðarhóli.

 

 

Að lokum er hér mynd af einum ,,glænýjum,, hann er undan Rák og Ramma frá Búlandi.

Hann var kominn á sprettinn um leið og hann stóð á fætur.

Betri myndir og nánari upplýsingar við fyrsta tækifæri.

08.06.2015 22:29

Vorið er komið...............

 

Vorið kom í gær þann 7 júní og ekki orð um það meir.

Eða...................ef að þið efist þá var rok og rigning í allan dag svo þetta er staðreynd.

Já vorið er komið og grundirnar gróa.........enda kominn tími til.

Það var orðið full einfallt mál að telja stráin og því var það kærkomið að sjá græna litinn breiðast út eftir rigninguna.

Örfáar kindur eru eftir óbornar en þó nokkuð er enn eftir af fé inni. Það er ekki einfallt mál að sleppa mörg hundruð lambám út á tún þegar gróður er lítill og láta allt ganga upp.

Annars hefur sauðburðurinn gengið vel að öllu leiti nema hvað gras og hita varðar.

Verð þó að segja að þessi sauðburður hefur verið nokkuð strembinn þar sem hann fór skart af stað og því varð allt pláss fljótt uppurið. Við erum svo gamaldags að við látum helst ekki út fyrr en atlætið er orðið nokkuð sæmilegt. Það krafðist mikillar vinnu og vökutíma þetta vorið að halda öllu í standi.

Það er því alveg hægt að skrifa allar auka hrukkur, grá hár og styrt skap á brasið.

En sauðburður er samt eitt það skemmtilegasta sem til er.

 

 

Þetta er uppáhaldið mitt hún Svört, snillingur undan Kveik frá Hesti. Hún hefur verið einstaklega farsæl og oftast þrílemd en var sónuð með tveimur þetta árið. Þegar styttist í sauðburð ljókkaði hún ansi skart og var ekki sjálfri sér lík. Ég reyndi eftir fremsta megni að gera vel við hana en það bar heldur lítinn árangur.

Á endanum bar hún svo fyrir tímann en það voru ekki tvö lömb sem fæddust heldur komu þau fjögur úr henni. Ekki tókst að bjarga lömbunum en Svört fær vonandi að njóta sumarsins þegar þar að kemur.

Kosta gripur sem á allt það besta skilið enda á hún sennilega hátt í 70 afkomendur á lífi.

 

 

Lestur og æfingar í Knapamerkjanáminu standa yfir hjá duglega vinnufólkinu okkar.

Þarna er hún Helga að nema fræðin.

 

Jenny og Maron í djúpum þönkum.

 

 

Og svo er það skyndipróf..................já það rífur í að mennta sig.

Skemmtilegir krakkar að leggja sig fram.

27.05.2015 19:06

Sitt lítið...............

 

Sauðburðurinn hefur gengið vel en það sama er ekki að segja um grassprettuna.

Hitastigið er ekki eins og best verður á kosið jafnvel niður undir frostmark á nóttunni og úrkoman ísköld eftir því. Ekki gaman að marka út undir þeim kringumstæðum enda er mikill fjöldi ennþá inni.

Óbornar eru komnar niður undir 50 og stór hluti af þeim gemlingar.

 

Þessar komu til að líta á sauðburðinn já og okkur líka.

Elsa Petra og Svandís Sif fylgjast með burðinum.

 

Litla daman hitti líka ,,séra,, Mókollu sem var heldur ógestrisin og dónaleg.

 

Hann var aftur á mót gestrisinn þessi ungi hestur og sýndi allar sýnar bestu hliðar.

Þetta er bróðir hennar Gangskarar sem er á myndinni hér með síðasta bloggi.

Aldeilis upprennandi uppáhalds undan Kolskör minni og Skýrr frá Skálakoti. Hann kom í heiminn eina nóttina sem bauð uppá krap og kulda. Að sjálfsögðu er gert vel við kappann og hann hefur ekki þurft að híma í ónotunum.

Þríhella kastað brúnni hryssu undan Vita frá Kagaðarhóli, hún hefur hlotið nafnið Brekka frá Hallkelsstaðahlíð. Nafnið á hinum kappanum er ekki komið á hreint en er í vinnslu.

Nú fer einnig að styttast í að þær Snekkja, Létt og Rák komi heim á fæðingablettin.

 

 

Þessi er nú stundum ansi lík nöfnu sinni og ömmu, sérstaklega þegar hún beitir kústinum.

 

 

Ragnar kom að líta á sauðburðinn sem er alltaf hans helsta áhugamál.

Þarna á myndinni eru hann og Þóra að meta fallega Golsu af eðal kyni.

 

Vorverkin eru komin á fullt búið að bera á skít, slóðadraga og valta túnin, næst er það áburðurinn.

Girðingarnar taka líka drjúgan tíma og sérstaklega þegar bæta á við nýjum.

Á myndinni sem tekin var þann dag sem góða veðrið (gluggaveðrið) var má sjá Mumma og Kolbein dekra við gamla, gamla valtarann. Stendur fyrir sínu þó kominn sé á efri ár.

 Annars var Mummi að koma heim eftir vel heppnaða ferð til Danmerkur þar sem hann var að kenna.

Við höfum haft gott fólk okkur til aðstoðar bæði í hesthúsi og sauðburði já það er gott að eiga góða að.

Eftir leiðinda veður er ekki laust við að húsfreyjan sé farin að bíða eftir betri tíð með blómum í haga með mikilli eftirvæntingu.

 

Þessi brosmilda dama hún Jenny ríður út og aðstoðar okkur í hesthúsinu.

Á myndinni er hún sérstaklega brosmild og ánægð með reiðtúrinn á Fannari.

Nú er bara vona að veðrið fari að lagast og grasið að vaxa þá væri nú mikið fengið.

 
 
 

 

18.05.2015 19:04

Það sem léttir lund og snjórinn í fjöllunum.

 
 

Þessi hryssa kemur mér alltaf í gott skap, það er sama hvort ég er í reiðtúr nú eða bara að skoða mynd af henni.

Já Gangskör mín er uppáhalds hjá húsfreyjunni.

Á myndinni eru Gangskör og Mummi að leika sér í Búðardal.

Snillingurinn hann Toni tók myndina, takk fyrir afnotin af myndinni.

Það veitir ekki af að ylja sér við eitthvað notalegt og láta sig dreynma um sól, blíðu og gras.

Síðast liðna nótt var kuldalegt og úrkoman var krap en þegar stytti upp var hitastigið ansi nálægt frostmarkinu. Enn er beðið með að setja lambfé út en þrengslin eru orðin þannig að nú er ekki undankomu auðið.

Burðurinn gengur jafnt og þétt sennilega eru u.þ.b 240 óbornar.

 

 

Það er full mikill snjór á Djúpadalnum svona m.v stöðuna á sauðburðinum.

En þetta snjómagn gerir veiðimennina káta, gott að þessi hvíti gleður einhvern.

 

 

Það væri sennilega betra að vera á skaflajárnuðu ef að ferðinni væri heitið yfir Klifsháls þessa dagana.

En þarna sért hvernig snjórinn er á Hellisdalnum og uppá Klifshálsi.

 

Eftir að hafa skoðað veðurspá flestra miðla og horft á spekingslegan veðurfræðing í sjónvarpinu er sennilega rétt að pússa markatöngina.

 

 

 

 

 

16.05.2015 13:37

Í fréttum er þetta helst......

 

Hamingjan er hér gæti þessi mynd heitið en þarna er hún Kristín Rut að burðast með litla flekku.

Sauðburðurinn byrjaði með stæl og hélt mannskapnum alveg við efnið.

Þegar hvað líflegast var báru 86 á sólarhring og þann næsta urðu þær 72. Það er einum of þegar ekkert var hægt að setja út og plássið ja svona næstum ekkert.

En allt tókst þetta ljómandi vel með hjálp okkar góða fólks eins og svo oft áður. Ég þori varla að segja það en sauðburðurinn hefur gengið vel og ánægjulega fyrir sig.

Nú er bara að telja stráin og bíða eftir því að geta farið að marka út.

 

 

Kindakvíslarinn Björg var himinlifandi með nýju Móru sína og kom brunandi úr bænum til að líta á gripinn.

 

 

Þetta eru aðal pela sérfræðingarnir og standa sig með stakri prýði.

 

 

Þessi hefur tekið næturvaktirnar síðustu nætur og hefur það gengið með glæsibrag.

 

 

Garðabæjar Golsa bara glæsilegum lömbum og að sjálfsögðu kom hennar lið brunandi til að skoða gripina.

Á þessari mynd er Golsa að trúa vinkonum sínum fyrir stóru leyndarmáli.

 

 

Og svo gerast líka ævintýri um sauðburðinn..................

Þetta er hún Dropa kellingin hún kom ekki af fjalli í haust og hefur því verið tekin af lífi í sauðfjárheftinu.

En ljóslifandi stóð hún við rúllustaflann einn morguninn og virtist als ekki vera afturgengin.

Hnakkakert og stollt stóð hún og horfði á þessa aumu smala sem ekki höfðu haft hendur í hári (ull) hennar í haust.

 

 

Eftir líflegan bardaga lögðust þau Maron og Dropa í rúllustaflann og blésu mæðinni.

 

 

Þessi tvö voru á vaktinni þegar ,,gestinn,, bar að garði. Maron og Þóra.

Þarna eru þau sigri hrósandi með aflann.

 

Þessir tóku létt morgunspjall á meðan hasarinn úti stóð sem hæst.

Sigurður Hraunholtabóndi og Sveinbjörn sem mætir galvaskur í eftirlitið kl 6.00 á hverjum morgni.

 

Eins og áður sagði hefur sauðburðurinn gengið vel en hratt og í gær númeraði ég lamb númer 700 en það hefur ekki verið gert svona snemma hér á bæ fyrr. Rólegheit hafa verði í burðinum í nótt og morgun, eflaust eru kindurnar að bíða eftir tunglinu.

Hryssurnar hafa haldið í sér en tvær eru komnar á tíma þær Kolskör og Þríhella. Kolsör er fylfull eftir Skýrr frá Skálakoti en Þríhella eftir Vita frá Kagaðarhóli. Lengra er í Snekkju, Sjaldséð og Létt en Snekkja er fylfull eftir Konsert frá Hofi, Létt eftir Glaum frá Geirmundarstöðum og Sjaldséð eftir Loka frá Selfossi.

Karún mín lét í vetur en hún var fylfull eftir Múla frá Bergi. Nú stendur yfir leitin endalausa hjá húsfreyjunni að hesti sem góður væri fyrir uppáhaldið.

 

 

30.04.2015 21:31

Og meira svona afmælis

 

Þessi voru í aðal partýhorninu.

 

 

............framhald úr aðal horninu.

 

 

Það myndaðist smá biðröð í veitingarnar en allt kom þetta þó að lokum.

 

 

Nágrannar mínir fyrir innan fjall voru slakir.

 

 

Það var stuð á Borgarnesdeildinni.

 

 

Allt að gerast.............

 

 

Þessi fallega frú var kát og hress.

 

 

Og fleiri skemmtilegir Borgnesingar og Caroline okkar.

 

 

Þessi voru voða stillt í röðinni.

 

 

Kokkurinn kannar hvort það sé ekki allt í góðu.

 

 

Gaman saman.

 

 

Þessar sætu dömur voru líka í stuði.

 

Næst koma svo myndir frá söngnum, dansinum og öllu hinu.

Það er af nægu að taka og þá ætla ég líka að segja ykkur aðeins frá frábærum gjöfum sem kella fékk.

Nú er hinsvegar sófinn næstur enda búinn að vera góður dagur og mikið riðið út.

Ég er komin með svæsna skeiðdellu eftir sprett dagsins sem var rosalega skemmtilegur.

Mig dreymir örugglega vel í nótt.................leggja, leggja.................

28.04.2015 21:37

Fimmtug og orðlaus............

 

Kæru vinir hvað get ég sagt ?

Jú, takk fyrir að gera fimmtugsafmælið mitt algjörlega ógleymanlegt.

Ég hafði miklar væntingar fyrir kvöldið en ég er 100 % ánægðari en mig nokkurn tímann dreymdi um.

Þið eruð dásamleg og ég er ykkur óendanlega þakklát.

Kærar þakkir fyrir komuna, kveðjurnar, stórkostlegar gjafir og bara fyrir það að eiga ykkur að.

Dásamlegt.

Það er efni í margar bloggfærslur að tíunda það sem fram fór en til að byrja með ætla ég að smella inn nokkrum myndum.

 

Allt að fara af stað.............

 

 

Það var þétt setið en þröngt mega sáttir sitja.

 

 

Langafi og langamma á veggnum sáu að allt fór vel fram.

 

 

Þessar elskur báru ábyrgð á öllu sem fram fór í eldhúsinu, Jonni Kænuvert og stóri Hallur frændi minn.

Á matseðlinum var sjálfsögðu dýrindis Kænu - Jonna -humarsúpa og gúllassúpa með Hnappadalsbragði. Meðlætið var brauð með Guðdómlegum Tálknfirsku sjávarfangi.

Þessu var svo skolað niður með alskyns drykkjum og þar ber helst að nefna ,,heilsudrykk hestamannsins,, sem var afar vinsæll.

Já þessir strákar eru ekki bara flottir í réttunum.

 

 

Þessi er ekki bara góða við að brynna búfé.

Ónei hún stóð vaktina með heilsudrykk hestamannsins allt kvöldið.

 

 

Þessi voru hress að vanda, dásamlegu stelpurnar mínar í góðum félagsskap.

 

 

Kátir voru karlar á.......................

Krossholtsbóndinn og Gunnlaugsstaðabóndinn á góðri stundu.

 

 

Þessir fínu frændur mínir voru hressir, þarna eru þeir örugglega eitthvað að bralla.

Eins og kom svo í ljós þegar leið á kvöldið..........................nánar um það síðar.

 

 

....................fast þeir sóttu sjóinn suðurnesjamenn....................

Nei þetta eru að sjálfsögðu suðurnesjadömur þær Hulda Geirs og Björg með Pétur minn uppáhalds smala með sér.

 

Alltaf svo létt yfir hestamönnum.

 

 

Hún Freyja var klárlega best klædda frúin í þessari veislu, þau hjónin létu sig ekki muna um að fara um langan vel til að vera með okkur þetta kvöld.

Þetta er bara byrjunin ég á helling af góðum myndum frá þessu frábæra kvöldi.

Eins á ég von á að tveir vinir mínir sem að mynduðu í gríð og erg láti mig njóta góðs af.

Myndum af skemmtiatriðum, dansi og öllu hinu..................

Ég bæti í myndasafnið við fyrsta tækifæri.

 

25.04.2015 11:57

Það verður fjör.................

 

Þá er komið að því.

Þar sem húsfreyjan er oðrin hálfrar aldar gömul er ekki seinna vænna að fagna því.

Af því tilefni verður fagnað í Félagsheimilinu Lindartungu í kvöd 25 apríl kl 19.00

Léttar veitingar, stuð og stemming. Óvæntar uppákomur og algjörlega fyrirséðar í bland.

Þeir sem vilja fagna með frúnni eru hjartanlega velkomnir.

Kæru vinir hlakka til að sjá ykkur.

Sigrún

22.04.2015 22:31

Hálfnuð í hundrað.

 

Dásamlegar minningar frá samverunni á herbergi 315 í Laugargerðisskóla.

F.v Helga frá Heggstöðum sem ber ábyrgð á þessari mynd, Sigríður Jóna í Hraunholtum, húsfreyjan fimmtuga í Hallkelsstaðahlíð og Arnfríður frá Breiðabólsstað á Skógarströnd.

Þegar þetta er skrifað hefur húsfreyjan verið hálfraraldar gömul í svona fimm tíma eða svo.

Kom í heiminn átta mínútur fyrir sex á sumardaginn fyrsta sagði mamma mér í gær.

Skrítin tilfinning að vera komin á sextugsaldurinn en þó svo yndisleg og ekki öllum gefið.

Dagurinn var góður eins og flestir mínir dagar. Salómon svarti vakti mig með söng sem sennilega var ekki afmælissöngurinn heldur nett skipun um að koma mér fram úr sem fyrst. Það var svo algjör tilviljun að honum langði í mat einmitt á þessum tíma.

Sól skein í heiði hér í Hlíðinni og fuglarnir sungu tónverk af bestu gerð.

Deginum var svo vel varið við bústörf og önnur verk sem telst til forréttinda að fá að framkvæma. Yfirsnúningur er eftirlæti afmælisbarnsins en með meiri reynslu af lífinu er kannske rétt að velja sér annað uppáhald.

Þegar dásemdar íslenska lambakjötsins var notið hafið klukkan tifað óhóflega og nálgaðist óðum níu.

Ef að tíminn flýgur þá er gaman, munið það kæru vinir.

Dagurinn var kryddaðu með nokkrum tugum af skemmtilegum símtölum sem innihéldu árnaðaróskir í tilefni dagsins. En þegar ég settist við tölvuna og sá að hátt í fimmhundruð manns höfðu gefið sér tíma til að senda mér línu................þá fékk ég bara sand í augun.

Nú er næsta verkefni að lesa allar þessar fallegu kveðjur. Þetta eru kveðjur úr nokkrum heimsálfum.

Kveðjur frá vinnufólkinu mínu, frændfólki, vinum og meira að segja nokkrar frá hestunum mínum.

Skemmtilegir húmoristar fá að njóta sín og einn vinnumaðurinn var sennilega að díla um launahækkun því hann óskaði mér til hamingju með 30 árin.

Þetta er dásamlega gaman sennilega væri rétt að verða oftar fimmtug.

Þann 25 apríl ætla ég svo að fagna þessum áfanga í Félagsheimilinu Lindartungu kl 19.00

Léttar veitingar, stuð og stemming.

Þeim sem langar að fagna með mér og eiga góða kvöldstund eru hjartanlega velkomnir.

Njótið lífsins kæru vinir, lífið er núna.