24.07.2015 23:32

Vippaði mér í Borgarfjörðinn

 

Ég notaði góða veðrið til að smella mér í Borgarfjörðinn með þrjár hryssur sem áttu þar plönuð stefnumót. Höfðinginn Þytur frá Skáney tók á móti þeim Kolskör og Þríhellu eins og sönnum ,,séntilhesti,, sæmir.

Hann bauð þær velkomnar á sinn hátt en ég held að hann hafi verið dauðfeginn að þær óskuðu ekki eftir þjónustu í þessum hita.

 

 

Þristur frá Feti var ekki mættur í sitt hólf svo að Sjaldséð og Burtséð nutu bara sólarinnar og létu sig dreyma.

Ég trúi nú ekki öðru en að það komi eitthvað efnilegt og gjaldgengt í Skjónufélaði út úr þessu ferðalagi.

Fyrst ég fékk skjótta hryssu undan Sjaldséð og Loka frá Selfossi þá ætti þetta ekki að klikka.

 

 

Nú er hún Carolina okkar farinn en hún var hér hjá okkur í rúman mánuð og stóð sig með mikilli prýði.

Skólinn hjá henni í Danmörku að bresta á og þá finnst manni svolítið að koma haust.

 

 

Mamma prjónaði peysu á dömuna svo að henni verði ekki kalt í Danmörku.

Hahaha............ er ekki annars 20 stiga hiti í Danmörku en 6 stig hér.

 

Heyskapurinn er í fullum gangi og liggur nú flatt á ca 20 hekturum.

Allt er komið í plast og heim af Melunum en bara í plast á Kolbeinsstaöðum, Rauðamel og Vörðufelli.

Nú er bara að vona að þurkurinn verði alla helgina og þetta náist allt saman, ilmandi hey með dásamlegri lykt.

 

 

Sumir eru bara sætari en aðrir..............

 

 

Svartur með hvítar loppur og ein mórauð dama.

 

 

Þessir ofurduglegu fjárhús og hesthúskettir eru að leita að góðu fólki sem getur nýtt starfskrafta þeirra.

Þeir eru líka kassavanir og yfirmáta snyrtilegir svo þeir koma líka sterkir inn sem hefðarkettir í heimahúsum.

Endilega hafið samband við umboðskonuna þeirra............