15.02.2019 23:03

Snjóþota áhrifavaldur.

 

Það urðu heldur betur gleðifundir þegar hún Þota litla skilaði sér heim en hún hafði verið týnd í viku.

Þota er tæplega eins árs border collie tík frá Eysteinseyri í Tálknafirði en kom hingað í Hlíðina aðeins nokkurra vikna gömul.

Hún hefur unað sér vel aldrei stolist af bæ eða farið neitt langt frá bænum. En síðast liðinn laugardag brá svo við að þegar kallað var inn til morgunverðar eftir ca klukkustundar langan útivistartíma skilaði Þota sér ekki. Hófst þá leit sem stóð fram í myrkur en þá höfðu helstu staðir sem við töldum koma til greina verið skoðaðir í krók og kring. Húsfreyjan setti ákall á samfélagsmiðla og hringt var á næstu bæi til að kanna hvort að einhver hefði orði Þotu var.

Meira að segja var leit hafin að sporhundi sem hugsanlega gæti ráðið gátuna hvar Þota væri niðurkomin.

Næstu daga var svo leitað og leitað en ekkert kom í ljós sem gaf vísbendinngar um hvað af Þotu hefði orðið.  Mummi flaug drónanum hér fram og til baka þegar veður leyfði, brunað var á fjórhjólinu til fjalla, farið í göngutúra með hina hundana til að freista þess að láta þá finna Þotu.

Ýmsar voru tilgáturnar t.d hvort hún hefði farið í stóðið sem gefið er hér stutt frá og fengið högg í höfuðið, hvort hún hefði farið útá ísinn á Hlíðarvatni og farið niður, nú eða bara hlaupið á eftir skollans krumma sem stríðir oft hundunum. Meira að segja var farið að bera uppá eldri hundana sem stundum eru leiðir á hvolpalátunum að þeir hefðu vísvitandi komið henni fyrir kattarnef. Reiðtúrarnir voru hljóðir því alltaf var verið að hlusta eftir gelti.

Það voru ófá skiptin sem rokið var upp um miðja nótt þegar einhver þóttist hafa heyrst í hundi fyrir utan gluggann.

Og vonin dofnaði..................

........................en stundum gerist eitthvað sem fæstir eiga von á.

 

 

Tæpri viku eftir að Þota týndist kom hún heim að húsi svöng, mjóslegin og illa lyktandi.

Við höfðum öll farið til genginga um morguninn, Mummi skaust heim skömmu síðar til að taka á móti ferðamönnum.

Þegar hann kemur heim að húsi kemur Þota skríðandi á móti honum heldur fegninn að sjá lífsmark á bænum.

Vá hvað það var góð og skemmtileg tilfinninga að sjá hana aftur heila á húfi.

Það var ný fallinn snjór og því auðvelt að sjá förin í snjónum. Mummi var snöggur að smella drónanum á loft og fylgja förunum þá leið sem Þota hafði komið.

Rakti hann förin inn með Hlíðarvatni innað stað sem nefnd eru Horn.

Suður í Hornum eins og sagt er stendur kartöflugarðurinn í ca 15- 20 metra hæð fyrir ofan vatnið. Þegar litið er þar fram af á góðum sumardegi er ansi bratt niður að vatninu. Á þessum stað safnast of mikill snjór sem endar oft í fyrirferðamiklum hengjum sem falla fram af og útá ísilagt Hlíðarvatnið.

Drónanum hafði oft verið flogið að þessum stað og hengjan sem niður hafði fallið skoðuð vandlega. Erfitt var að meta hvort hengjan væri nýfallin eða hvort einhverjir dagar væru síðan.  Alla daga var skafrenningur og fljótt að fenna í för og hylja slóð.

Allir voru sammála um að lítill hundur gæti ekki verið á lífi undir þessu fargi. 

En annað kom í ljós, upp um lítið gat hafði Þota litla komist og hlaupið beinustu leið heim.

Ótrúlegt en satt hún hafði lent í snjóflóði legið þar undir í viku og lifað það af.

Já hún er sannkölluð Snjóþota hún Þota litla.

Til nánari útskýringa fylgja hér myndir sem sýna svolítið hvernig aðstæður voru.

 

 

 

Þarna sjáið þið kartöflugarðinn á brúninni, þar eru girðingastaurar í venjulegri stærð.

Niðri hægramegin á myndinni er fjarna og á miðri mynd er flóði sjálft.

 

 

 

 

Út um þetta gat komst Þota út og upp úr flóðinu.

 

 

 

Holan í nær mynd.

 

 

 

Af forvitnssökum fóru Mummi og Maron á staðinn til að skoða.

Þarna er Maron að skoða inní holuna en hún var þröng, köld og illa lyktandi enda hafði hún verið dvalarstaður Þotu í tæpa viku.

Ummerki sáust um að hún hafði grafið og krafsað sig upp langan veg og sennilega hefur ekkert verið í boði annað en að sleikja ísinn sér til bjargar.

 

 

 

Þarna sést hluti hengjunnar sem eftir er en gengið hefur fram.

 

 

 

Það hefði verið gaman að hafa eitthvað á myndinni til að sýna raunverulega stærðarhlutföll.

 

 

 

Þarna er drónanum flogið nær og sýnir hversu langa leið hengjan hefur náð.

Það rifjast líka upp fyrir mér af hverju það var stranglega bannað að renna sér á snjóþotu á þessu svæði.

Ég skildi það ekki þá en skil það núna eins og segir í góðum dægurlaga texta.

 

 

 

Enn meira af flóðinu.

 

 

 

 

 

Þessi er tekin beint fyrir ofan.

 

 

 

Kartöflugarðurinn er ca 400 metrum frá útihúsunum.

 

 

 

Hér sést svæðið myndin tekin úr mikilli hæð.

 

Já það er óhætt að segja að hún Þota litla hefur heldur betur átt viðburðaríka viku.

En hún hefur náð mjög eftirsóknarverðum markmiðum, allavega að sumra mati.

Á einni viku hefur henni tekist að ná mikilli athygli á samfélagsmiðlum. 

Hún hefur fengið  yfir 500 like á fébókinni, brjálað áhorf á snappinu og marga fylgendur á instagram.

Og hún er eins og alvöru áhrifavaldur.............. getur allt og er auk þess búin að ná af sér ótrúlegri fitu á einni viku.

 

Við í Þotu vinafélaginu þökkum þeim sem aðstoðuðu okkur við leitina að Þotu.

Hún sendir ykkur bestu kveðjur hérðan úr Hlíðinni þar sem hún vinnur nú hörðum höndum að því að endurheimta fyrri líkamsfitu.

Spurning hvort hún nái ekki góðum samningum við ,,orku,, mikla hundafóðursframleiðendur ??

Kannski á Þota litla eftir að verða fyrirmyndar smalahundur eins og til var ætlast.

En hún er nú þegar orðin snjóflóða Snjóþota.

 

 

10.02.2019 22:44

Þorrablót 2019 smá sýnishorn.

 

Þorrablót Ungmennafélagsins Eldborgar 2019 heppnaðist með miklum ágætum.

Húsfyllir var þrátt fyrir heldur napurt vetrarveður sem reyndar æsti sig uppí öskubyl.

Það gerði að verkum að flestir voru rólegir og fór ekkert að huga að heimferð fyrr en hljómsveitin hafði slegið sinn síðasta tón.

Heimferðin gekk frekar seint hjá flestum og sumir þurftu að gista annars staðar en þeir í upphafi ætluðu.

Nei, nei ekkert vafasamt sko, heldur urðu flestar leiðir þungfærar og skafbylur mikill.

Hér á fyrstu myndinni má sjá glaðbeitta nefnd sem stóð sig með mikilli prýði við að koma blótinu á koppinn.

Mummi, Þórður í Mýrdal Rannveig á Hraunsmúla, Karen á Kaldárbakka og Jóhannes á Jörfa.

Takk fyrir skemmtilegt blót krakkar.

 

 

Við tókum enga sénsa og smelltum af okkur mynd áður en lagt var í ann að heiman.

 

 

 

Þóranna, Kolbeinn og Björg í venjulegu stuði.

 

 

 

Hrannar, Brá og Þóra taka stöðuna .......... nei Hrannar eitthvað að plata dömurnar.

Sé það á honum.

 

 

 

Hallur, Jón og Sigfríð mættu eldhress.

 

 

 

Ystu Garða hjónin alltaf jafn hress.

 

 

 

Þessir frændur voru eitthvað hugsi..............

 

 

 

Prakkarasvipur á þessum hjónum.

 

 

 

Kátir voru karlar................... á Kaldárbakka,.

 

 

 

..........og frúrnar ekki síður.

 

 

 

Árleg myndataka af Kolviðarnessystrum þeim Sesselju og Jónasínu.

 

 

 

Beðið eftir þorragóssinu.

 

 

 

Ungir og efnilegir ................... árleg myndataka af þessum sveinum.

 

 

 

..............og enn fleiri bráð ungir og efnilegir.

 

 

 

Tveir Lárusar já og meira að segja frændur, Skúli Lárus og Lárus Ástmar sem var veislustjóri á blótinu.

 

 

 

Brá og Þóra í stuði.

 

 

Kátar vinkonur í a.m.k 100 ár.

 

 

 

 

Kokkurinn stóð sig með prýði og bauð okkur uppá úrvals þorramat. Séstaklega var súrmaturinn æði.

Þarna eru hann og Mummi að ráða ráðum sínum.

 

 

 

Það er alltaf stuð á þorrablóti í Lindartungu en sumir eru þó í meira stuði en aðrir.

 

 

Það þarf ekki texta með þessari mynd..................

 

 

Hljómsveitin Meginstreymi hélt okkur við efnið á dansgólfinu en þarna eru þeir hinsvegar að hugsa um mat.

 

 

 

Nikkarinn á ættir sínar að rekja hingað í Hnappadalinn.

Heiðurshjónin á Heggstöðum þau Guðmundur og Ásta voru amma hans og afi.

Hann spilaði undir fjöldasöng...........

 

 

.........og Lárus stjórnaði og söng af miklum móð.

 

 

Það hefur skapast hefð að verðlauna Kolhrepping ársins á þorrablóti.

Þetta árið hlaut Ólafur Sigvaldason á Brúarhrauni veðlaunin.

Að mati þar til bærra manna sýndi hann skynsemi framar öðrum í sveitinni með því að hætta sauðfjárbúskap.

Kaldhæðni............ uuuuu....nei held ekki.

 

 

 

Að venju var sýnd eins og ein stórmynd í fullri lengd sem að þessu sinni eins og alltaf var stórfín.

Fólk fær misgóða útreið en enginn slæma sem nokkru nemur. Já sannarlega bara gaman að þessu.

Titill myndarinnar er ,, Á meðal Kolhreppinga,, og fer í sölu innan skamms eins og önnur snildar verk sem líkleg eru til að gera tilkall til Óskars nú eða Golden glób.

Alltaf dáist ég jafn mikið að fólkinu sem leggur heilmikið á sig til að skemmta okkur og gera grín.

Hér á myndinni eru flest þeirra sem komu að verkinu þó sakan ég nokkurra stórleikara sem ekki sáu sér fært að mæta á frumsýninguna.

Að öðrum ólöstuðum þá eru Arnar og Elísabet Haukatungubændur þau sem að hafa stýrt verkinu og eiga sennilega stæðstan þátt í því.

Takk þið öll sem færðuð okkur þessa skemmtun.

 

 

 

 

Hreppstjóradansinn var stiginn að vanda undir styrkri stjórn Gísla hreppsstjóra.

 

 

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er mannauðurinn hér í sveitunum mikill og hreint ekki ástæða til annars en mikillar bjartsýni hvað það varðar.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá nokkrar af ungu konunum í sveitinni.

Syðstu Garðar, Haukatunga, Miðgarðar, Hjarðafell, Grund, Hallkelsstaðahlíð og Haukatunga eru bæirnir sem þessar dömur munu prýða.

Já það er gaman að sjá hvað unga fólkinu eru að fjölga, það gefur heldur betur von um t.d öflug þorrablót og hvað eina skemmtielgt.

 

 

 

Spekingar spjalla.............

 

 

 

Hrannar og Maron í stuði og Ósk fylgist með.

 

 

 

Gaman ????

Já mér sýnist það.

 

 

 

Það er eins gott að hafa bílstjórann góðan..................... sérstaklega þegar úti er bylur og ófærð.

 

 

 

Já og sumir leggja meira á sig en aðrir.............. þetta er sko snjómoksturmaður sem vert er að hafa góðan í svona tíðarfari.

 

 

 

Jón að tryggja hann komist heim fyrir vorið...............

Frábært þorrablót með skemmtilegu fólki, góðum mat og brjáluðu veðri.

Þarf eitthvað meira ? Nei.

 

 

30.01.2019 21:49

Góðir gestir.

 

 

Það er alltaf jafn gaman að fá góða gesti í heimsókn til okkar hér í Hlíðina.

Sumir koma bara til að sýna sig og sjá aðra en flestir sem koma eru annað hvort að skoða hesta nú eða fara á reiðnámskeið.

Hún Kristine okkar kom til að skoða hann Dúr og í hesthúsið. Það fór vel á með þeim Kristine og Dúr eins og sjá má á myndinni.

Dúr er núna á fjórða vetur, faðir hans er Konsert frá Hofi og móðir Snekkja Glotta og Skútudóttir frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

 

Feðginin hress og kát með Dúrinn á milli sín.

 

 

 

Þessi skemmtilegi hópur var hjá okkur í nokkra daga á reiðnámskeiði.

Þau komu hingað gistu í gestahúsunum og fengu kennslu í formi einkatíma.

Að undanförnu hafa komið hingað bæði hópar og einstaklingar í reiðtíma.

Það er frábært að geta boðið uppá kennslu og gistingu í einum pakka.

Ef að ykkur vantar nánari upplýsingar þar um þá endilega hafið samband.

[email protected] nú eða sími 7702025.

 

 

 

Einbeitingin er algjör.............. og mikið er gaman að geta lánað fólki hesta við hæfi hvers og eins.

 

 

 

Og mikið spáð og spekulegrað. 

Hryssan á myndinni heitir Dorrit og er snillingur eins og nafna hennar sem bjó eitt sinn á Bessastöðum.

Já það er ekki slæmt að eiga og hafa afnot af nokkurum afkomendum Gusts gamal frá Hóli þegar kenna þarf breiðum hópi nemenda.

 

 

 

Það var aldeilis gaman að fá þessi heiðurshjón í heimsókn til okkar.

Þau eiga hryssu frá okkur sem hefur reynst okkur afar góður ,,sendiherra,,

Það er gaman að segja frá því að það eru aðeins tvö ár síðan eigandinn hætti í stórum hestum og ákvað að fá sér íslenskan hest.

Þar sem að hann hefur fyllt átta tugi þá var ekki sjálfgefið að kynnast nýju hestakyni og njóta þess að læra nýja hluti.

En allt small saman hjá þeim og hafa þau gert það ansi gott saman m.a mætt á mót og sigrað þónokkuð marga keppinauta.

Það var því afar ánægjulegt að taka á móti þeim hjónum en þau dvökdu hjá okkur í gestahúsunum og hryssueigandinn  kom í marga reiðtíma.

Ekki skemmdi nú fyrir að frúin var um tíma sauðfjárbóndi í Ameríku og hafið mjög gaman af því að skoða í fjárhúsin hjá okkur.

Hún hafði aldrei séð svona marga sauðaliti eins og hér eru og hugsaði sér því gott til glóðarinnar í lopa kaupum.

 

 

 

 

Það var að sjálfsögðu tekinn bíltúr og stóðið skoðað.

Á myndinni má sjá bróðir hryssunar og núverandi eiganda hennar ,,spjalla,, saman.

 

Já heimurinn verður lítill og skemmtilegur þegar sameiginlegt áhugamál kemur fólki saman.

 

 

29.01.2019 21:05

Stelpustuð í sveitinni.

 

Ég laumaðist og tók myndir af einum nemanda í einkatíma um daginn.

Það voru svo sem allir kátir með það og alveg til í smá uppstillingu svona í byrjun.

 

 

Þessar stelpur mættu í sveitina og tóka allar smá gleðistund með honum Fannari.

 

 

 

 

Já hann Fannar er traustsins verður og hefur bara gaman af því að þjónusta flottar dömur.

 

 

 

Og taka þátt í áhættu atriðum.............. í miðri kennslustund hjá Mumma.

 

 

 

Það má vart á milli sjá hvort er glaðara daman eða Fannar.

 

 

 

 

Það þarf líka að hvetja þetta fólk og vera stuðningurinn á bekkjunum.

Í næstu heimsókn verður hún aðal knapinn.......... maður má nú ekki flýta sér um of í hestamennskunni.

 

 

 

Það var nú líka skemmtilegt að sameinast í flottum frænku hittingi í sveitinni.

 

 

 

 

Smá pós fyrir frænku sína.

 

 

 

Þessar eru miklar vinkonur og eru þarna að spjalla í rólegheitunum.

 

 

 

Ófeigur ellismellur var líka kátur með mikla athygli.

 

 

 

Já hann var hreint vaðandi í dömum þennan daginn............... og var svo glaður með það.

 

 

 

Innilit til Lóu og Svenna var lika málið og þá er sjálfsagt að smella mynd.

 

 

Svenni og skvísurnar slá á létta jólastrengi.

Já það er stuð í sveitinni.

 

 

03.01.2019 21:46

Já mörg eru þau tímamótin......

 

 

Gleðilegt ár kæru vinir og hafið þökk fyrir liðin ár.

Árið 2018 var ansi viðburðarríkt hjá okkur í Hlíðinni og einkenndist enn af framkvæmdum  og nægum verkefnum á öllum sviðum.

Draumar urðu að veruleika og margar dásamlegar minningar urðu til heima og heiman.  

Það sem uppúr stendur frá árinu 2018 er sannarlega það hversu gott og gaman er að hafa reiðhöll.

Eftir 26 ár við tamningar í allavega veðrum er dásamlegt að fá stóra inni aðstöðu.

Já alveg draumi líkast.

Ekki það að ég sé að vanþakka 12x14 m2 sem björguðu miklu en....

Vinnuaðstaðan er svo allt önnur að því er ekki saman að jafna.

Þetta er ekki breyting þetta er bylting.

 

Á árinu tókum við í gagnið tvö smáhýsi sem staðsett eru á Steinholtinu við Hlíðarvatn og eru leigð út til ferðamanna, veiðimenna og þeirra sem koma á reiðnámskeið.

Útleigan lofar góðu og verður spennandi að sjá hver framvindan verður. 

Hikið ekki við að hafa samband við okkur ef að þið viljið vita eitthvað meira um húsin nú eða bara skellið ykkur inná Airbnb og skoðið þar.

 

Sauðfjárbúskapurinn er svo sannarlega á tímamótum og umhugsunarvert hvert skal stefnt.

Ekki er endalaust hægt að búast við því versta og vona það besta eins og nokkrar kynslóðir hafa gert.

Á meðan ég set niður staf um áramót skal ég alltaf taka smá rispu um íslenskan landbúnað.

Ekki veitir af.

Fyrir nokkrum árum síðan var gert mikið grín að því þegar fjöldinn allur af tamningamönnum drifu sig uppí flugvél og flugu til fjarlægra landa.

Þangað fóru þeir til að kenna erlendum hestamönnum fræðin um íslenska hestinn og reiðmennsku.

Gjarnan var sagt að Icelandair væri öflugasti ,,framleiðandi,, á reiðkennurum þessa tíma.

Það kom til af því að uppí flugvélina fóru menn misreyndir í hestafræðunum og jafnvel þeir sem mjög litla þekkingu höfðu á málefninu.

En þegar þeir stigu á erlenda grundu voru þeir sprenglærðir með ,,bevís,, uppá allt sem þurfti og snéru heim með fulla vasa fjár.

Margir voru skiljanlega argir útaf þessu og fannst að reiðkennurum væri gefinn puttinn með heldur óskemmtilegum máta.

Sem betur fer hefur þetta breyst og núna eru þeir fáir reiðkennararnir sem mennta sig eingöngu í millilandaflugi.

Þökk sé þeim sem nú útskrifa fjöldann allan af flottum reiðkennurum árlega.

 

En afhverju er ég að hugsa um þetta ??

Ójú þetta kom uppí huga minn þegar ég sat eitt drungalegt kvöldið og náði að horfa á kvöldfréttir RUV.

Karl G. Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalan lýsti þar áhyggjum af auknum innfluttningi á kjöti og öðrum landbúnaðarvörum.

Hann vitnaði í grein sem hann hafði nýlega ritað í Morgunblaði undir heitinu ,,Að fórna meiri hagsmunum fyrir minni,, 

Þar fjallar Karl um sýklalyfjaónæmi og vaxandi vandamál sem fylgja auknum óviðráðanlegum sýkingum í mannfólki um allan heim.

Vitnar Karl í nýbirta grein í læknatímaritinu Lancet þar sem sagt er frá sjúkdómsbyrði af völdum helstu sýklalyfjaónæmu bakteríanna í Evrópu. 

Til að gera langa sögu stutta þá voru niðurstöður þessara vísindarannsókna sláandi og sýndu svo ekki var um villst að Ísland er í fremstu röð hvað varðar hreinleika.

Einnig er landið með lang minnsta sjúkdómsbyrði af völdum helstu sýklalyfjaónæmu bakteríanna í Evrópu. 

Frábært..... en hvað gerum við Íslendingar ???

Jú, jú einmitt flytjum inn kjöt og landbúnaðarvörur í stórum stíl og látum eins og ekkert sé.  Þú ert púkó ef að þú segir eitthvað.

En að kjarna málsins og ástæðu þess að ég hóf þessi skrif.

Það næsta sem bar fyrir augun í þessum drungalega fréttatíma RUV var ,,sérfræðingur,, sem mætti í myndverið .

Já.......... ég veit að þið hafið verið fljót að geta ykkur til um hver hann er af hálfu RUV þegar þessi mál eru rædd.

Það kólnar ekki stóllinn hans Ólafs Þ. Stephensen  framkvæmdastjóra félags atvinnurekanda þegar málefni bænda eru rædd hjá RUV.

Þetta er með ólíkindum afhverju er ekki hægt að finna þessa sérfræðinga og prófesórar sem hann stöðugt vitnar í og fá þá svo sem eins og einu sinni í stólinn ???

Nei hann mætir sjálfur og veit ,,allt,, betur en próffessorinn um sýklafræði og bara allt. 

Hvar er fagmennska fréttastofu RUV þegar kemur að þessari umræðu ?

Ég er ekki að biðja um þöggun á vanda bænda en ég bið um fagmennsku við umfjöllun á þessum mikilvægum málum. Þetta mál er svo mikið meira en hjáróma upphrópanir, þetta snertir lýðheilsu þjóðarinnar og fólk á að geta fengið nauðsynlegar upplýsingar til að taka afstöðu.

Ólafur Stephensen og bændur eiga það sameiginlegt að eiga að sitja hjá og hlusta þegar sérfræðingarnir tjá sig. 

Þó svo að þetta snerti óþægilega hagsmuni verslunarinnar og óneitanlega afkomu bænda.

Ég er örugglega ekki ein um það að vilja fá að hlusta á fleiri sérfræðinga ræða þessi mál, mér finnst þau koma okkur öllum við.

Við eigum skilið að fá óháða umfjöllun um þessi mál ekki bara rakalausan eiginhagsmuna barning verslunarmanna.

Það eru til margir sérfræðingar sem geta sagt okkur allt um þessi mál og hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur.

 

Ég er allavega ekki tilbúin að gleypa við öllu sem maður með stjórnendanám frá IESE Business School, 
MSc-próf í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics og BA-próf í stjórnmálafræði hefur að segja um sýklalyfjaónæmi.

Má ég þá miklu frekar biðja um góðan og skemmtilegan Icelandair reiðkennara.

 

Kæru lesendur hér lýkur þessum tuðkafla.

 

Nú um þessar mundir eru komin 10 ár frá því að við opnuðum þessa heimasíðu.

Margt hefur breyst en annað ekki, það sá ég greinilega þegar ég tók eins og eina kvöldstund í það renna yfir bloggið alveg frá upphafi.

Vá hvað ég fann margar skemmtilegar myndir hér á gömlum bloggsíðum. Þið ættuð nú bara að skoða við tækifæri.

Góðar stundir, minningar um fólk og fénað er aðalsmerkið en þó er líklega sýnileikinn mikilvægastur.

Það er nefninlega mikilvægt að gefa af sér til að njóta enn betri samskipta við gott og skemmtilegt fólk.

Mikið er rætt og ritað um skaðsemi samfélagsmiðla nú á tímum og sýnist sitt hverjum. Eitt er þó ljóst líf ca 90 % þjóðarinnar stjórnast mjög mikið af þeim.

Maður lærir býsna margt þegar svona síðu er haldið úti og  sá lærdómur er kannski mikilvægt innlegg í umræðuna um þessar mundir.

Þegar allt er í blóma og gengur sem best hefur maður um nóg að velja þegar kemur að efnisvali á síðuna. En þegar brekkan er brött og svitadroparnir eru margir þá er valið minna. 

Það breytir þó ekki því að það er gaman að hafa samband við ykkur í gengum þessa síðu og oft á tíðum er það ekki fýla sem veldur ritstíflu heldur tímaleysi húsfreyjunnar.  Já sem betur fer er enn líf í kellu og mörg eru þau áhugamálin sem bíða á kanntinum eða til efri áranna.

Til gamans má geta þess að mér hefur verið heilsað með nafni af ókunnugu fólki og þegar ég hef farið að reyna rifja upp hvaðan ég ætti að þekkja það kemur í ljós að það hefur bara kynnst okkur í gegnum síðuna.

Það er svo skemmtilegt.

Fréttir af snildar tryppum, skemmtilegu fólki og mikilvægum málum bíða enn um sinn.

 

 

03.01.2019 21:42

 

23.12.2018 11:18

Já það var þá.................

 

 

Það er vel viðeigandi í dag að rifja upp góða heimsókn til hans Ragnars á Brákarhlíð fyrir ári síðan.

Við Mummi fórum með gjafirnar til hans og áttum öll góða stund saman.

Mummi var með tölvuna með og sýndi Ragnari fullt af myndum frá reiðhallarbyggingu og öllum framkvæmdunum.

Eins vakti mikla lukku að sjá 15 mín langt videó frá hestaferð sumarsins. Það var eiginlega toppurinn enda átti Ragnar margar góðar minningar frá hestaferðunum okkar saman.

 

 

 

Já reiðhöllin fannst honum frábær og var hann afar áhugasamur um allt sem henni viðkom.

Þessi heimsókn er okkur afar eftirminnileg og þá sérstaklega hvað við hittum vel á Ragnar sem aðeins var farinn að dvelja í gamlatímanum.

En þarna var allt á hreinu hvort heldur það tengdist hrossum eða bara hrútaskránni góðu.

Nú heldur Ragnar jól á nýjum stað.

Ég er viss um að hann borðar vel kæsta skötu, mikið af brúnuðum kartöflum og alvöru rjómatertu hvítur botn með rjóma og coktelávöxtum.

Góðar minningar eru dýrmætar og gott að rifja upp.

 

21.12.2018 22:37

Vetrarsólhvörf ...............

 

Vetrarsólhvörf og fegurðin sem náttúran bauð uppá hér í Hlíðinni var mögnuð.

Bjart, svo langt sem það náði logn og algjör blíða. Já og svo er vatnið ísilagt nánast eins og spegill.

Mikið væri nú gaman að fá það helt eins og nokkrar vikur svo að hægt væri að ríða á því.

Árið 1995 lagði það rennislétt eins og núna þannig að við gátum riðið út á því í næstum sex vikur.

Ári síðar eða 1996 fengum við nokkra daga en síðna þá hefur ekkert verið í boði. Lítið frost og ísinn aldrei fullkomlega traustur og þá eigum við ekkert erindi útá hann.

Annars er það helst í fréttum að ástarlífið í fjárhúsunum er í miklum blóma um þessar mundir og eina ósk húsfreyjunnar að það beri góðan árangur.

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá á þetta sérstaklega við um sauðfjárhópinn en fyrstu hrútar hófu sinn jólaundirbúning þann 18 desember.

Allir fengu síðan jólaóskina uppfyllta þann 19 desember. Tuttugu hrútar og nokkur hundruð ær bera nú hitan og þungan af undirbúningi sauðburðar vorið 2019. Húsbændur og hjú vona það besta.

Þetta árið sæddum við ekki eina einustu kind og verður því að koma í ljós hvort við fljúgum til fj...  með það sama en þessi ákvörðun var tekin.

Fyrir þeirri ákvörðun eru tvær ástæður og báðar gildar að okkar mati.

Við hinsvegar keyptum 3 nýja hrúta sem okkur líst ljómandi vel á og teljum að geti gert ýmislegt gott.

Svona til upplýsinga fyrir ykkur þá eru nýju hrútarnir þeir Valberg frá Stóra Vatnshorni, Kjartan frá Dunki og Sigurður frá Krossholti.

Já þessi hópur á bara ekki eftir að klikka.

Við settum svo á nokkra sæðinga frá okkur og grisjuðum vel úr hrútastofninum.

Lífgimbrarnar þetta haustið voru færri en undanfarin ár en valið ívið strangara. 

Ég ætla samt að segja ykkur eitt alveg svona í trúnaði ............. veit það fer ekki lengra.

Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri mislitar gimbrar eru settar á en hvítar. Já og það hefur ekkert með litinn að gera trúið mér.

Við erum nokkuð sátt með heimtur og eru þær með allra besta móti m.v síðustu ár. En auðvita vildi maður alltaf fá fullheimt það er önnur saga.

 

 

 

08.12.2018 13:36

Það er svo ánægjulegt.

 

 

Það er svo ánægjulegt þegar við fáum fréttir af því hvað gengur vel með vini okkar sem nýlega hafa skipt um eigendur.

Já þegar hestarnir eru komnir til annara landa og aðlagast nýjum eigendum er dýrmætt að allt gangi sem best.

Glaðir eigendur gera lífið svo miklu betra.

 

 

 

Það fer líka vel á með þessu tveim í sólinni vestan hafs.

 

 

 

Þau mættu líka á námskeið til Mumma og voru bara býsna kát með hvort annað.

30.11.2018 22:50

Hoppandi...............

 

Þau eru nokkur stökkin sem við hér í Hlíðinni höfum tekið síðustu misserin.

Eins og myndin ber með sér þá er hann Símon minn enginn undantekning þar á.

Þetta flott stökk náðist á mynd einn góðan dag í sumar og er sambland af hormónum og hamingju.

Hormónum sem kjörið er að nýta á fallegum og góðum degi með dass af hamingju og stuði.

Söng ekki Bubbi sumarið er tíminn ??? Símon hefur örugglega heyrt það.

 

Annars gengur allt sinn vana gang þessa dagana hjá okkur í Hlíðinni.  Tamningar og hestastúss með smá rolluívafi.

Mörg spennandi tryppi í frumtamningu og lengra komin í söluþjálfun.

Það er alveg ástæða til bjartsýni þegar unnið er með svona skemmtilegan hóp.

Jákvæðni, bjartsýni og falleg framkoma er mikils virði nú sem endra nær.

Flest þessara tryppa geta státað af þessu öll, meira en hægt er að segja um alla.

 

 

 

En það eru líka nokkrar uppáhalds enn í fríi og njóta þess. Auðséð og Hafgola eru þar á meðal.

Mummi smellti sér um síðustu helgi út til Danmerkur og hitt þar nokkra úrvals nemendur.   

Hann hefur verið þónokkuð á ferðinni þetta árið eins og svo sem nokkur önnur.

Góðir gestir koma í gistihúsin og taka gjarnan reiðtíma á meðan þeir stoppa.

Við erum afar ánægð með það hvernig þetta virkar allt saman og vonum auðvita að á því verði framhald.

En við gerðum fleira t.d brunuðum við einn daginn í dalina til að sækja hann Dúr Snekkju og Konsertsson. 

Hann eyddi sumrinu í vellystingum á Lambastöðum með hryssum sér til dægrastyttingar.

 

 

 

Þarna er Dóra Lambastaðabóndi með Perlu Gustsdóttur.

 

 

 

...........og Klöru Hlynsdóttur en báðar þessar hryssur voru með folöld undan Kafteini Ölnirssyni.

 

 

 

Við hittum fleiri í þessari dalaferð okkar. Þessi heiðurhjón á Bíldhóli voru að smala þegar við fóru framhjá.

Já það er alltaf gaman að taka sér ferð í dalina skoða hross og hitta skemmtilegt fólk.

 

 

 

Eina góða helgi í haust vera rokið til að smíða grindverkið innan á reiðhöllina.

Á þessari mynd eru spýturnar aðeins blautar svo að ég verð að taka aðra mynd fljóttlega til að sýna ykkur.

 

 

 

Eins og oft áður fengum við ómetanlega hjálp við verkefnið en Atli og Elfa mættu galvösk úr Ólafsvíkinni.

Hér má sjá hluta þeirra sem að verkinu komu.

Takk fyrir hjálpina.

 

 

 

 

 

 

21.11.2018 22:36

Gleðidagur.

 

 

Það var einstaklega gaman að fara á úthlutunarhátíð Uppbyggingasjóðs Vesturlands í dag.

Þangað fór ég sem fulltrúi okkar hér í Hlíðinni til að taka á móti styrk úr sjóðnum.

Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem styrki hlutu úr sjóðnum.

 

 

 

Við hér í Hlíðinni höfum staðið í mikilli uppbyggingu og erum alls ekki hætt.

Þessi styrkur var því ágætis hvatning til frekari framkvæmda.

 

 

 

Við Ólöf Guðmundsdóttir vorum lengi sessunautar í Sparisjóði Mýrasýslu.

Það var fyrir örfáum árum....................

Hér eum við aftur á móti kátar með okkar nýjasta samstarf og afraksturs þess.

 

 

 

Já það var alveg ljóst að frúin var frekar sátt og hér er hún í ágætis gervi trúðs.

Takk fyrir myndina Svala Svavarsdóttir.

 

 

 

 

19.10.2018 09:05

Tryppa......tími.

 

Það er einmitt svona sem að okkur hér í Hlíðinni líður núna þegar við förum að rýna í tryppahópinn okkar.

Afar spennandi tímar framundan þegar frumtamningar eru að fara á fulla ferð. Þessi spennandi verkefni eru þegar byrjuð að týnast inn og fjölgar svo hratt eftir næstu viku.

Það er alltaf spennandi að fá afkvæmi nýrra hesta þ.e.a.s sem við höfum ekki tamið undan áður.

Nú erum við t.d með tryppi undan hestum sem við höfum ekki kynnst áður.

Kyljan frá Steinnesi, Þröstur frá Efri Gegnishólum eru þar á meðal, svo eru væntanleg afkvæmi Skýrs frá Skálakoti, Vita frá Kagaðarhóli, Loka frá Selfossi, Konserts frá Hofi svo eitthvað sé nefnt. Bara spennandi tímar framundan.

 

Tryppin sem eru á meðfylgjandi mynd eru ekki alveg komin á aldur en fyrr en varir verða þau mætt í frumtamningu.

Þetta eru Léttlind undan Létt og Glaumi frá Geirmundarstöðum, Aðgát undan Karúnu og Skýr frá Skálakoti, Krossbrá undan Snekkju og Kafteini frá Hallkelsstaðahlíð, Vandséð undan Sjaldséð og Káti frá Hallkelsstaðahlíð og síðan er það Sólstafur undan  Létt og Ási frá Hofsstöðum.

Þessi hópur var forvitin að skoða hana Christiane Slawik þegar hún var að mynd hjá okkur í sumar.

Og svona svo því sé haldið til haga þá fer síðasti lambahópurinn frá okkur í næstu viku. Það liggur því fyrir að velja endanlega líflömb og kindur eftir helgina.

Við höfum verði að heimta kindur af og til síðustu viku en þó er slatti eftir.

Vonandi bætist við í flotann fyrir þessa síðustu ferð.

07.10.2018 22:19

Málefnaágreiningur og smalagrín.

 

 

Það er ekki bara í mannheimum sem tekist er á um mikilvæg málefni og tilfinningar látnar í ljós.

Á þessum myndum er sótt hart að honum Jarpi mínum Glottasyni sem þarna fær svo sannarlega ,,orð í eyra,, 

Öðlingurinn Fannar heldur sínu striki og Einstakur sá ljósi lætur sér fátt um finnast.

 

 

 

Skrefin hjá Jarpi verða stærri og það verður líka opni munnurinn á vini hans........

 

 

 

Hér er þar komið sem að niðurstaðan verður þöggun..........annar hallar höfði og hinn bítur saman tönnum.

En svona til fróðleiks þá er það alveg á hreinu að hann Jarpur var ekki að tapa fyrir neinum.

Já þær eru margar skemmtielgar myndirnar frá henni Christiane Slawik.

 

Síðustu dagar hafa mikið til farið í seinni leitir og annað kindastúss sem þó fer að sjá fyrir endann á.

Heimtur eru að verða þokkalegar svona m.v árstíma, þegar lambafjöldin er kominn niður fyrir 50 og rollufjöldin undir 40.

Það þýðir þó ekki að hér verði látið staðar numið og treyst á Gvöð og lukkuna hvað heimtur varðar.

Á næstunni eru það sterku gleraugun, dróninn og smalaskórnir. Sett sem getur ekki klikkað með góðu veðri og skemmtilegu fólki.

Já nú skal leitað og fundið.

Verð þó að segja ykkur svona í trúnaði að hún Pálína forustukind er enn óheimt.............

En örvæntið ekki hún er í sjónlínu héðan úr stofuglugganum alla daga. Mig grunar að henni líði ekki vel svona andlega allavega.

Aðferðin frá því í fyrra við að ná henni heim er nefninlega enn í fullu gildi, já hún er ljót. Sko aðferðin.

Hér eru nefninlega allir samstíga í því að sjá hana alls ekki og veita henni enga athygli.

Það er slæmt ef að maður er forustukind sem gjarnan vill hasar og stórbrotnar smalamennskur.

Mig grunar að þetta verði eins og í fyrra en þá gerði þetta ömurlega afskiptaleysi það að verkum að Pálína kom heim um opið hlið og smellti sér saman við hinar kindurnar á túninu. Hún lét svo eins og hún hefði að sjálfsögðu ákveðið þetta alveg sjáf og gjörsigrað alla vonlausa smala.

Já Pálína er engum lík.

Við erum búin að farga hátt í 800 lömbum og erum bara nokkuð sátt með vigt.

Næsta mál í fjárstússinu er svo að fara í gegnum kindahópinn og velja endanlega líflömbin.

 

 

 

29.09.2018 22:01

Hestafjör............ móttaka og kveðjustund.

 

 Við hér í Hlíðinni vorum svo heppin að fá til okkar í heimsókn Christiane Slawik hestaljósmyndara og eiginmann hennar Thomas Fantl.

Horses of Iceland verkefnið bauð þeim í tíu daga ljósmyndaferð til Íslands og fengum við þann heiður að taka á móti þeim í nokkra daga.

Christiane er frá Þýskalandi og hefur 40 ára reynslu í hestaljósmyndun. Hún hefur ferðast um allan heim og myndað hross af mörgum kynjum.

Það var stórkostlegt að fá tækifæri til að kynnast þeim hjónum og ekki síður verða vitna af því hvernig svona vinna fer fram.

Eins og sjá má þá er fysta myndin á þessu bloggi tekin af Christiane en þessir flottu krakkar komu til okkar í fyrirsætustörf við þetta tækifæri.

Á næstunni munu koma hér inn á síðuna myndir sem teknar voru þessa daga hér í Hlíðinni.

Ég vil benda ykkur á heimasíðu Horses of Iceland en þar má m.a finna margar myndir sem teknar voru meðan á heimsókninni stóð.

https://www.horsesoficeland.is/is/islenski-hesturinn

Eins vil ég benda ykkur sem eruð á fésókinni á að við hér í Hallkelsstaðhlíð erum með facebook síðu á nafninu Hallkelsstaðahlíð.

Þar inni má finna fleiri myndir og einnig videó. Endilega kíkið á okkur þar og splæsið á okkur einu like.

Takk fyrir þið sem hjálpuðu okkur við þetta skemmtielga verkefni.

Á þessari mynd eru Gróa frá Hallkelsstaðahlíð og Gísli Sigurbjörnsson einnig Fannar frá Hallkelsstaðahlíð og Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir.

 

 

 

 

Þau Gísli og Hafdís smellut sér svo á bak þegar ,,alvöru,, fyrirsætu störfunum lauk og ég smellti af þeim nokkrum myndum.

Þarna eru þau systkinin á systkinunum Léttlind og Gróu en þau eru bæði unda Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Léttlindur er sonur Hróðs frá Refsstöðum og Gróa unda Glymi frá Skeljabrekku.

Þær myndir komu sér nú aldeilis vel þegar kom að því að segja ykkur næstu fréttir.

Nú í vikunni kvöddum við nokkur hross sem eru að flytja til nýrra eigenda þar á meðal voru bæði Gróa og Léttlindur.

Það vildi svo skemmtilega (nú eða ekki ) til að síðasta daginn sem rukkað var í Hvalfjarðargönginn fór frúin 4 ferðir þar í gegn.

Já það var dagurinn sem að hrossin fóru í læknisskoðun og síðan er flogið til framandi landa.

 

 

 

Glaumgosi frá Hallkelsstaðahlíð sonur Gosa frá Lambastöðum og hennar Glettu okkar.

 

 

 

Skurður frá Hallkelsstaðahlíð undan Vetri frá Hallkelsstaðahlíð og Gefn frá Borgarholti.

 

 

 

Gróa og Sviftingur bíða eftir að það komi að þeim.

 

 

 

Vinirnir Léttlindur og Blástur hafa oft svitnað undan sama hnakki eins og sagt var áður fyrr.

Það táknaði gott samband og vináttu.

Blástur er undan höfðingjanum Gusti frá Hóli og Kolskör minni. Bara svona okkar á milli þá var svolítið erfitt að kveðja þessa kappa.

 

 

 

Fangi og Svarta Sunna eru svolítið hugsi þegar þau kveðja Hlíðina í síðasta sinn nú eða kannski var það bara samferðakona þeirra sem var það.

Fangi er undan Þór frá Þúfu og Andrá frá Hallkelsstaðahlíð en Svarta Sunna er undan Sparisjóði og Bráðlát frá Hallkelsstaðahlíð.

Við óskum nýjum eigendum til hamingju með gripina, óskum þeim góðrar ferðar og vonum að hrossin verði sjálfum sér og okkur til sóma.

 

 

 

Það var ekki nóg með að ég brunaði þessar ferðir í bæinn með söluhross þennan fallega fimmtudag. 

Ó nei við Sabrína aðstoðardama brunuðum líka austur fyrir fjall til þess að sækja hana Snekkju en hún heimsótti höfðingjann Ramma frá Búlandi.

Á myndinni má sjá snillinginn frekar stolltan yfir því að skila hryssunni frá sér með rúmlega tveggja mánaða fyli.

Nú bíður Mummi bara og vonast örugglega eftir hryssu næsta vor en Snekkja átti hestfolald undan Goða frá Bjarnarhöfn í vor.

Hann hlaut nafnið Kuggur og hafði heldur betur stækkað á suðurlandinu í sumar.

 

Gott í bili en flottu myndirnar fara nú alveg að sýna sig.

20.09.2018 21:10

Réttafjör seinni hluti.

 

 

Veðrið lék við okkur þessa daga sem að atið var sem mest og allt gekk vel.

Þá er engin ástæða til annars en brosa og hafa gaman, það hressir, bætir og kætir.

 

 

Þessi brostu og tóku inn D vítamín í sólinni á Ströndinni.

 

 

 

Halldís að segja frændum sínum speki.

 

 

 

 

 

Mummi og Emmubergsbændur.

 

 

 

Þeir hafa séð eitthvað alvarlegt í dilknum þessir, Stella lítur bara undan.

 

 

 

Kátir voru karlar .......... á réttarveggnum í Vörðufellsrétt.

Kolbeinn, Jóel, Hallur og Hjörtur Vífill.

 

 

 

Þegar heim var komið úr Vörðufellsrétt var tekin létt eftirleit sem bar tilætlaðan árangur.

Að því loknu var mætt í veislu í því ,,efra,, eins og við köllum gamla húsið.

Á meðfylgjandi mynd er Brá að gera desertinn og Mumminn með faglegar ábendingar.......eða ekki.

 

 

 

Hugleiðsla fyrir partýið...........

 

 

 

Gulla með tvo krakka.

 

 

 

Ef að maður fer að verða 90 ára bráðum þá er maður að sjálfsögðu í stuði í réttunum.

Mummi og Lóa í góðum gír.

 

 

 

Og ekki versnaði nú félagsskapurinn við þessa ungu dömu.

 

 

 

Svo var komið að fjörinu í því ,,neðra,, hjá okkur.

 

 

 

Mæðginin í stuði , Magnús Hallsson og Ósk.

 

 

 

Yngri deildin.

 

 

 

Eldhúsdagsumræðurnar.

 

 

 

.............voru fínar.

 

 

 

Kolli og Hallur skáluðu og skemmtu sér.

 

 

 

Sætar frænkur.

 

 

 

Slökun.

 

 

 

Sumar þreyttari en aðrir.

 

 

 

Spilamenn í stuði með söngfugla að sunnan.

 

 

 

Innlifun..........

 

 

 

Sabrína tók vel valið óskalag og spilaði með strákunum.

 

 

 

Alltaf stuð við eldhúsborðið.

 

 

 

Húsfreyjur úr Garðabænum voru í stuði eins og sjá má.

 

 

 

Og ekki var nú dúettinn úr Hafnarfirði og Kópavogi síðri.

 

 

 

Erlan með  flottu hestadömurnar sem nutu sín vel í sveitinni.

 

 

 

Skál í boðinu dömur mínar.

 

 

 

Hlustað á sögur.

 

 

 

Skvísur að sunnan.

 

 

 

Og svo var það kjötsúpan þegar réttarfjörið var í hámarki á sunnudaginn.

 

 

 

Hestastelpu sófinn.

 

 

 

Erlan tekur á því í fjárraginu og dregur af krafti.

 

 

 

 

Þessir voru við öllu búnir.

 

 

Stelpustuð í sveitinni.

 

 

 

Þá er það Mýrdalsrétt en þarna er mættur skilamaður þeirra dalamanna Arnar bóndi á Kringlu.

 

 

 

Guðjón í Lækjarbug og Gísli á Helgastöðum.

 

 

 

Nágrannar þeir Albert á Heggstöðum og Gísli í Mýrdal.

 

 

 

Bændaspjall.

 

 

 

Halldís og Arnar taka stöðuna.

 

 

 

Blíða eins og alltaf í Mýrdalsrétt.

 

 

 

Samvinnan í fyrirrúmi Gísli í Mýrdal og Jónas á Jörfa með væna kind.

 

 

 

Og enn er gaman í réttunum eins og sést hér á mínum góðu sveitungum.