17.08.2022 19:53

Hestaferð 2022 fyrsti hluti.

 

 

Það var alveg kominn tími á hestaferð, já alvöru rekstrarferð með slatta af hrossum og góðum vinum.

Lagt var af stað úr Hlíðinni með flotann og ferðinni heitið beint af augum.  Ferðafélagið heitir jú Ferðafélagið beint af augum.

Fyrsti áfanginn var að Kolbeinsstöðum og gekk ferðin ljómandi vel en hraðinn á rekstrinum svona í meira lagi.

Þar hvíldu hrossin eina nótt og mannskapurinn fór heim í Hlíðina og undirbjó sig fyrir skemmtilega daga.

Næsti áfangi var að Staðarhrauni frábær leið og dásamlegt veður.

 

 

Eftir að skriðan féll í Hítardal hefur áin heldur betur breyst.

Auðvelt er að ganga á yfir gamla árfarveginn jafnvel á gúmískóm (dreifbýlistúttum)

En Tálminn hefur tekið við og var bara nokkuð vatnsmikill þegar við vorum á ferðinni.

 

 

Mummi fór í gott fótabað og sú brúna stóð sig ljómandi vel í sullinu.

 

 

Hópurinn buslar yfir Tálmann.

 

 

................ með alvöru buslugangi.

 

 

Það getur verið gott að vera á stórum hesti þegar svona vatnsföll eru riðin.

 

 

Enda gekk þetta ljómandi vel.

 

 

Ungdómurinn stóð sig líka afar vel.

 

 

Alveg eins og þessi sem brunaði yfir eins og ekkert væri.

 

 

Lokkur var kátur með þvottinn enda ekkert sniðgust við að vera hvítur í moldrykinu.

 

 

Sjáið bara hvað baðið gerir gott.

 

 

Sumir eru ekki svo stórir......................

 

 

Og enn fleiri í baði.

 

 

Æðruleysi er gott veganesti.

 

 

Skjóttadeildin.

 

 

Sjaldséður æfir brokk í Tálmanum með tilheyrandi skvettum.

 

 

Systir hans Vandséð líka.

 

 

Hagur kannar dýftina á öðrum stað.

 

 

Og enn fleiri.

 

 

Öss öss alveg að komast í land.

 

 

Og ró kemst á rennslið í Tálma.

 
 
 

Og allir komust yfir bæði menn og hestar.

 

 

Þá var það nestið og síminn.

 

 

Garðabær átti að sjálfsögðu sína fulltrúa.

 

 

Eins og Borgarnes..............

 

 

Þessi er hugsi enda í ábyrðarstöðu hjá okkur nú sem fyrr.

 

 

Sumir týndu skeifum og þá þarf að járna í einum grænum til að halda áfram ferðinni.

 

 

Þá reynir á járningamennina................... sem taka til hendinni eins og þarf.

 

 

Slá til skeifur og gera klárt.

Já það er dásamlegt að vera í hestaferð.

Nánar í næsta hluta.