21.11.2021 20:04
Námskeið í máli og myndum.
Það var fjör hér í Hlíðinni síðustu helgina í október en þá héldu þau Dr Susanne Braun og Mummi saman námskeið. Nánar er hægt að kynna sér efni námskeiðsins hér á síðunni. Námskeiðið heppnaðis vel með áhugasömum og skemmtilegum nemendum. Afar líklegt er að framhald verði á þessum samstarfi og eitthvað spennandi verði í boði á næstunni.
|
Já skemmtileg helgi með góðu fólki og fullt af fróðleik.
Takk fyrir komuna.
29.10.2021 12:44
Fyrirlestur og sýnikennsla.
Nú styttist í fyrirlesturinn og sýnikennsluna hjá Susanne sem verður annað kvöld kl 20.00 hér í Hallkelsstaðahlíð.
Og auðvitað erum við orðin mjög spennt.
Susanne byrjar á því að hafa fyrirlestur. Síðan í framhaldi verður sýnikennsla þar sem hún sýnir hvernig hún sér og metur líkamsbeitingu hestsins.
Einnig mun hún sýna aðferðir til að auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun.
Rétt líkamsbeiting eykur endingu hjá reið og keppnishestinum.
Fyrirlesturinn höfðar til allra hestaáhugamanna sem hafa bæði gagn og gaman af.
Í ljósi aðstæðina höfum við fyrirlesturinn inní reiðhöllinni þannig að allir hafi nóg pláss.
Gott er að taka með sér tjaldstól og vera vel klæddur. Nú annars tökum við bara einn snúning og hlýjum okkur.
Að sjálfsögðu förum við varlega og því beinum við vinsamlegum tilmælum til gesta að smella upp grímunni þegar þeir mæta á svæðið.
Við ætlum svo sannarlega að gera margt skemmtilegt saman í vetur svo að við bara vöndum okkur.
Allir hjartanlega velkomnir.
Það verður posi á staðnum.
Aðgangseyrir er kr 1.500.-
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni nú eða bara að hafa samband við okkur.
Mummi 7702025
Sigrún 8628422
24.10.2021 08:29
Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun 29.-31. Október í Hallkelsstaðahlíð
Dr Susanne Braun.
|
19.10.2021 21:52
Stella okkar fagnaði 80 árum.
Hún Stella móðursystir mín fagnaði stórum áfanga þann 17 október s.l en þá varð hún 80 ára. Af því tilefni smelltum við í óvænta veislu henni til heiðurs hérna í Hlíðinni. Stella hefur staðið vaktina seint og snemma fyrir okkur öll svo að það var ekkert nema sjálfsagt að reyna að gera eitthvað skemmtilegt. Það var gaman að koma henni á óvart en Hildur og fjölskylda komu með hana vestur þegar að allt var orðið tilbúið. Það er skemmst frá því að segja að þetta heppnaðist allt eins vel og á var kosið. Myndirnar hér á eftir tala sínu máli en á fyrstu myndinni má sjá afmælisdömuna skera fyrstu sneiðina. Enn og aftur til hamingju Stella með árin 80.
|
Mummi sló í glas og bauð alla velkomna svo var auðvitað afmælissöngurinn tekinn með stæl.
|
27.09.2021 21:35
Réttarfjörið krakkar !
Skemmtilegir dagar að baki með góðu fólki og skemmtilegum verkefnum. Leitir, réttir og mikið fjör hefur einkennt síðustu vikurnar með smá dass af kosningafjöri. Já takk fyrir kæru vinir og ættingjar, þetta hefur verið dásamlegur tími. Á fyrstu myndinni má sjá Skúla og Ísólf taka ,,lögboðinn,, kaffi/bjórtíma í einni leitinni. Það var daginn sem appelsínugullt var þemað í klæðaburði.
|
Það er ekkert að því að fá svona veður þegar litið er til kinda.
Hér er hluti þeirra sem riðu til fjalla einn daginn. Gekk ekki vel að ná þeim saman, samt var samkomulagið bara gott. Hlynur, Ísólfur, Skúli, Brá og Thelma.
|
Svona kvöld er t.d alveg að mínu skapi. Bara dásamleg.
Enn og aftur kæru vinir takk fyrir alla hjálpina hún er okkur ómetanleg.
Og þið sem að hafið ekki náðst á mynd bíðið bara það kemur að ykkur.
Þetta var bara gaman eins og venjulega hjá okkur hér í Hlíðinni.
29.07.2021 21:35
Fjölskyldu sumar.
Það var gaman að hittast fagna lífinu, tilverunni og auðvita sumrinu saman með sínu fólki. Já við fegnum bara þokkalegt veður, meira að segja í tvo daga. Tilefnið var að margir í fjölskyldunni voru komnir með útilegu æði og þá verður að gera eitthvað í því. Svo var auðvita líka sjálfsagt að fagna með litla bóndanum sem varð tveggja ára um þetta leiti.
|
Þessi voru hress eins og alltaf spurning hvort þau krefjist inngöngu í grallarafélagið ?
|
Fannar er auðvita einn sá mikilvægasti í fjölskyldunni og fær alltaf dekur og knús.
|
11.04.2021 21:01
Þessi fallegi dagur og sauðburður hafinn.
Þeir hafa verið margir dýrðardagarnir hér í Hlíðinni síðustu vikurnar.
Boðið hefur verið uppá blíðu, fegurð og frið sem endurnærir sál og líkama.
Það er erfitt að vera geðvondur og pirraður í svona veðri og á svona stað.
Enda ekki ástæða til því að við höfum það bara fínt og erum því hress og kát í sveitinni eins og ævinlega.
Allt gegnur sinn vana gang sem er kostur en gestir og ferðamenn eru færri en oftast áður.
Það hefur ekki oft gerst að vatnið hafi verið orðið autt en lagt aftur í apríl. Það gerðist nú í vikunni enda kom nokkuð snarpur hvellur með snjó og síðan roki. Síðustu dagar hafa samt verið eins og alvöru vor væri komið og boðið uppá blíðu af bestu gerð. |
Þverfellið skartaði sínu fegursta og speglaði sig í vatninu rétt eins og það væri að punta sig.
|
Sauðburður hófst formlega þann 9 apríl þegar hún Glaðasvört bar fallegri grárri gimbur.
Það verður þó að segjast að sauðburðurinn byrjaði með basli sem endaði þó vel.
Lambið sen nú hefur fengið nafnið Hnáta var mjög stórt og kom ekki alveg rétt að þannig að aðstoðar var þörf.
Enginn af okkur var komin í neina þjálfun fyrir burðarhjálp og ekki einu sinni farin að undirbúa sig andlega fyrir burð.
Það var því ekki um annað að ræða en ,,fjölmenna,, og setja sig í gírinn fyrir komandi átök.
Gættum þó að því að virða fjöldatakmörk enda ábúendur innan þeirra marka.
Hjúkrunarfræðingurinn á bænum sló okkur öllum við og bjargaði lambinu með glæsibrag.
Já svona byrjar sauðburðurinn þetta árið.
Einlemba sem þarf aðstoð en í fyrra var það fjórlemba sem skuttlaði þeim öllum í heiminn með miklum hvelli.
Hlé verður nú á fjörinu fram í maí svo að við höfum tíma til að hugsa okkar ráð.
Annars er það að frétta af frjósemi að hún er alveg fullkomlega næg þetta árið.
Spennandi sauðburður framundan og alveg ljóst nóg verður að gera þegar líður á maí.
23.01.2021 00:08
Sveitalífið......................
|
12.01.2021 10:10
Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð með Gísla og Svani.
Það var létt yfir mannskapnum þegar fyrsta ,,Smalahundakvöldið með Svani og Gísla" var haldið í kvöld.
Fullbókað var á þetta fyrsta námskeið og mikill áhugi í gangi. Þið skulið samt ekki örvænta það kemur annar þriðjudagur.
Gísli sá um kennsluna í kvöld og fórst það vel úr hendi eins og við var að búast. Hann mun annast kennsluna fyrst um sinn.
Hundar jafnt sem menn sýndu góð tilþrif og greinilegt að fólk leggur mikið á sig til að eignast góðan fjárhund.
Það er gaman að sjá hversu miklar breytingar til batnaðar verð á hundunum á þessum námskeiðum og auðvita fólkinu líka.
Kindurnar stóðu sig líka með mikilli prýði en á þessu fyrsta kvöldi var notast við tamdar kindur með þó nokkra reynslu.
Fremstar meðal jafningja voru að sjálfsögðu Vaka og Gjalfmild en þær systur stóðu vaktina í allan fyrra vetur.
Nemendurnir komu víða að þar á meðal Borgfirðingar, Mýramenn, Dalamenn og Snæfellingar.
Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að fylgjast með og eruð á fésbókinni þá er hópur þar sem heitir Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð með Svani og Gísla.
Þeim sem að ekki eru á fésbókinni en hafa áhuga er bent á að hafa samband við okkur í síma 7702025 eða á netfangið [email protected]
Hlökkum til að sjá ykkur.
04.01.2021 21:13
Og jólin breytast.
Við hér í Hlíðinni óskum ykkur gleðilegs árs með kæru þakklæti fyrir það liðna. Jólahátíðin fór vel með okkur og var einkar ljúf en öðruvísi en venjulega. Það vantaði fleira fólk. Fyrst skal nú nefna að hér í Hlíðinni hafa móðursystkini mín haldið jólin hátíðleg frá því 1927. Nú var sem sagt breyting þar á og sú kynslóð fjærri góðu gamni og hélt jólin annars staðar. Covid gerði það að verkum að bæði Sveinbjörn og Lóa héldu sín jól á Brákarhlíð í Borgarnesi. Einar móðurbróðir minn sem var elstur 12 systkina og fæddur árið 1927 hélt alltaf sín jól hér. Það gerðu líka þau systkini sem hér bjuggu um lengri eða skemmri tíma en þau voru fædd frá árinu 1927 til 1945. Þannig að þessi jól voru öðruvísi og heldur færri sem settust við matarborðið að þessu sinni. Já tímarnir breytast og mennirnir víst líka með. Á myndinni hér fyrir ofan eru þau systkinin Lóa og Sveinbjörn saman á Brákarhlíð. Þau voru hress og bara kát þó svo að þau hefðu viljað komast heim í gamla húsið. Hún á að baki 90 jól og nærri öll haldin í Hlíðinni og Sveinbjörn 80 sem öll hafa verið haldin þar.
|
02.12.2020 21:43
Kári er kominn í aðventugírinn.
Þegar þetta er skrifað hvín og syngur hér í öllu með tilheyrandi hamagangi. Já, Kári kallinn er greinilega kominn í aðventugírinn en vonandi verður hann ekki jafn djarfur eins og í fyrra. Þó svo að haustið hafi verið að mörgu leiti gott þá höfum við alveg fengið að finna fyrir því öðru hvoru. ÞAð er dásamlegt í svona tíðafari að geta unnið í blíðu inní reiðhöll. Á fyrstu myndinni eru feðgarnir einmitt að leika sér í vinnunni. Við erum komin vel af stað og ört hefur fjölgað í hesthúsinu síðustu vikurnar. Annars hafa nokkur hross flogið á vit nýrra ævintýra og flutt til nýrra eigenda. En plássin hafa fyllst og ný hross fyllt í þeirra skarð. Ef að allt fer á besta veg og veiran verður til friðs höfum við skipulagt nokkra viðburði í vetur. Námskeið, mót og ýmislegt annað skemmtilegt og spennandi. En númer eitt er að fara öllu með gát og taka stöðuna þegar nær dregur.
|
Talandi um góða haustdaga.
Þessi mynd er næstum því eins og hún væri tekin á tunglinu en svo er nú reyndar ekki.
Myndin er tekin með dróna yfir hrossarekstri fyrir sunnan Sandfell einn fagran haustdag.
Hesthúsið fékk smá upplyftingu eða svona létt ,,makeup,,
Okkur sem munum tímana tvenna veitir ekkert af því svona öðru hvoru.
Sko, húsfreyjunni og hesthúsinu.
|
||||||||
|
.
Og ekki síðra þegar leið á og birti.
|
01.11.2020 12:02
Drífum það í gang...............
Hér í Hlíðinni erum við að sjá fyrir endann á öllu fjárstússi og því sem fylgir því að vera lífstílsbóndi. Nú er komið að því að pakka því dressi niður (skjótast reynar í það öðru hverju) og vippa sér í hestagallann. Okkur er ekki til setunnar boðið nú skal tamið og þjálfað af kappi. Framundan er góður tími með skemmtilegum verkefnum í hesthúsinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá nýjasta hestamanninn þungan á brún. Sennilega hafa foreldrarnir eitthvað verið að skipta sér af þjálfunaráætlun hans og Fannars. Allur útbúnaður kappans er sérvalinn til þjálfunar á snillingnum Fannari. Peysan prjónuð af Stellu langömmusystur, sokkarnir frá Lóu langömmusystur, reiðbuxurnar frá ömmu og afa. Og ekki má gleyma hjálminum sem að hún Sara vinkona hans færði honum. Já það er eins gott að hafa stílinn á hreinu.
Það verður gaman þegar allt kemst á fullt í hesthúsinu eftir haustverkin. Hesthúsið nýmálað, yfirfarið og dekrað gólf í reiðhöllinni með fullt af spennandi hestum. Já þetta verður bara góður vetur.
|
18.10.2020 22:16
Svona dagar...............
Það tilheyrir haustinu að fara í eftirleitir aftur og aftur, jafnvel ennþá aftur og aftur. Þá er gott að hafa góðan sérfræðing með í för sem hefur gott ,,nef,, fyrir kindum og smalamennsku. Hún Julla Spaðadóttir lítur þarna yfir svæðið, slakar á með eigandanum og tekur stöðuna. Þær smalasystur þrjár frá Eysteinseyri hafa staðið sig nokkuð vel í haust og sparað sporin. Mig grunar að hugur þeirra og eigandanna standi til að endurtaka velheppnuð hundakvöld í vetur.
|
Alvöru hundar komast í Paradís þegar þeir mæta í smalamennskur...............
En þarna er Julla í Paradís sko þessari sem heitir það samkvæmt örnefnaskrá.
Séð yfir Hlíðarvatn ofan úr Hafurstaðafjalli.
|
Við höfum verið í eftirleitum síðustu tvo laugardaga og fengið hreint dásamlegat veður.
Séð niður að Hafurstöðum og lognið á vatninu algjört.
Sandfellið og við njótum veðurblíðunnar.
|