24.12.2021 09:29

 

 

21.11.2021 20:04

Námskeið í máli og myndum.

 

 Það var fjör hér í Hlíðinni síðustu helgina í október en þá héldu þau Dr Susanne Braun og Mummi saman námskeið.

Nánar er hægt að kynna sér efni námskeiðsins hér á síðunni.

Námskeiðið heppnaðis vel með áhugasömum og skemmtilegum nemendum. 

Afar líklegt er að framhald verði á þessum samstarfi og eitthvað spennandi verði í boði á næstunni.

 

 

Hópurinn var skemmtilegur og alveg til í að bregða á leik fyrir myndatöku.

 

 

Það var einstaklega fróðlegt og gaman að fylgjast með kennslunni og sérstaklega að sjá Susanne skoða og meðhöndla hrossin.

 

 

Eins og fyrr sagði var námskeiðið þannig byggt upp að fyrst fóru nemendur með hestana sína til Susanne. 

Eftir að hún hafði skoðað hrossin, rætt við nemendur og metið stöðuna komu nemendur í reiðtíma til Mumma.

Þá höfðu þau Mummi og Susanne borið saman bækur sínar og metið hvað hentaði hverjum og einum best.

Hér á myndinni fyrir ofan er engu líkara en verði sé að æfa dansspor enda er reiðmennska jú háfgerður dans.

 

 

Hér er spáð í spilin.

 

 

Þessi tvö eru einbeitt á svip og tilbúin í slaginn.

 

 

Undirbúningur fyrir næsta nemanda........

 

 

Þessi tvö að gera klárt fyrir tímann sinn.

 

 

Og þá er bara að leggja í ann.............

 

 

Nei, nei þetta er ekki skammarkrókurinn ............enda ætti þessi brosmilda dama ekki heima þar.

Það var fjör í öllum hornum líka í hnakkageymslunni.

 

 

Og knaparnir æfa sig undir öruggri leiðsögn Dr Susanne.

 

 

Það var gaman hjá þessum.

 

 

Og hreint ekki síður hjá þessum, það mætti halda að þau væru í framboði.

 

 

Innlifun og vangaveltur gæti þessi mynd heitið.

 

 

Spáð í fína Skjóna.

 

 

Frúin komin á bak.

 

 

Það var vel fylgst með á hliðarlínunni.

 

 

Þessir ljóshærðu strákar voru alveg til í smá myndatöku.

 

 

Staðan tekin.

 

 

Stund milli stríða.........................

 

 

Þessi mynd heitir faxprúður koss.

 

 

Ljóst og dökkt.

 

 

Svo sæt saman þessi.

 

 

Góður hópur.

 

 

Fyrirlesturinn á laugardagskvöldinu var fróðlegur og eins og sjá má varð að lækka ljósin til að sjá á skjáinn.

Við ákváðum að hafa hann í reiðhöllinni en ekki inní sal svona til að hafa meira pláss og gæta eins og kostur var að sóttvörnum.

 

 

Fróðlegt og vel upp sett hjá Susanne eins og við mátti búast.

 

 

Hér sýnir hún okkur hvernig hún skoðar og fer yfir hrossin.

 

 

Vangadans af bestu gerð.

 

 

Og enn meiri fróðleikur.

 

 

Áhugasamir nemendur.

 

Ljósin slökkt og framhaldið.

 

 

Fólki gafst kostur á að sjá og prófa hnakka frá Hilbar hjá Susanne.

 

 

Þarna stilla þau sér upp eftir velheppnaðan fyrirlestur.

 

 

Ný ábreiða .......................nei ekki svona í alvöru en skjávarpinn smellti þessum fínheitum á meistara Kaftein.

 

 

Já skemmtileg helgi með góðu fólki og fullt af fróðleik.

Takk fyrir komuna.

 

 

 

29.10.2021 12:44

 

Fyrirlestur og sýnikennsla.

 

 

 

 

Nú styttist í fyrirlesturinn og sýnikennsluna hjá Susanne sem verður annað kvöld kl 20.00 hér í Hallkelsstaðahlíð.

Og auðvitað erum við orðin mjög spennt.

Susanne byrjar á því að hafa fyrirlestur. Síðan í framhaldi verður sýnikennsla þar sem hún sýnir hvernig hún sér og metur líkamsbeitingu hestsins.

Einnig mun hún sýna aðferðir til að auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun.

Rétt líkamsbeiting eykur endingu hjá reið og keppnishestinum.

Fyrirlesturinn höfðar til allra hestaáhugamanna sem hafa bæði gagn og gaman af.

 

Í ljósi aðstæðina höfum við fyrirlesturinn inní reiðhöllinni þannig að allir hafi nóg pláss.

Gott er að taka með sér tjaldstól og vera vel klæddur. Nú annars tökum við bara einn snúning og hlýjum okkur.

Að sjálfsögðu förum við varlega og því beinum við vinsamlegum tilmælum til gesta að smella upp grímunni þegar þeir mæta á svæðið.

Við ætlum svo sannarlega að gera margt skemmtilegt saman í vetur svo að við bara vöndum okkur.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Það verður posi á staðnum.

Aðgangseyrir er kr 1.500.-

Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni nú eða bara að hafa samband við okkur.

Mummi 7702025

Sigrún 8628422

 

 

24.10.2021 08:29

Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun 29.-31. Október í Hallkelsstaðahlíð

 

Dr Susanne Braun.

 

Mummi /Guðmundur Margeir Skúlason.

 

Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun

29.-31. Október í Hallkelsstaðahlíð

Kennarar:

Guðmundur M. Skúlason (Mummi) Reiðkennari frá Hólaskóla.

Dr Susanne Braun, fagdýralæknir fyrir hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor

 

Markmið:

-Uppbygging þjálfunar í upphafi vetrar.

-Einstaklings miðað mat á markmiðum fyrir hest og knapa.

-Auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun.

- Boðið verður upp á fyrirlestur og sýnikennslu.

-Sýnt verður hvernig hægt er að greina skekkju eða læsingu í hestunum.

-Hvernig og hvar hnakkurinn á að liggja á hestbaki og hvaða upplýsinga við getum fengið út frá vöðvafyllingu á hestinum.

Uppbygging námskeiðs.

Föstudagskvöld:

30 min reiðtími með Mumma og Susanne þar sem nemandi og kennarar meta verkefni sem unnið verður í yfir helgina.

Laugardagur.

08:00-17:00

Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Susanne þar sem farið verður yfir þjálfunarplanið. Heilbrigðisskoðun, æfingar og jafnvel meðhöndlun ef þurfa þykir.

Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Mumma.

Um kvöldið kl 20:00 verður opin fyrirlestur með Dr Susanne Braun, fagdýralækni hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor

Á milli hests og knapa - hvaða skilaboð leynast í útliti og líkamsbeitingu hestsins?

Susanne hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaraðferðum en meðfram hefðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum.

Susanne segir að hnykkingar reyni frekar á tækni en krafta. Til að losa læsta liði þurfi snöggt átak. Það er því ekki eins mikið mál og það virðist vera fyrir fínlega konu að hnykkja hest. Tilgangurinn með hnykkingum er sá að jafna hreyfigetuna í hryggjaliðum.

Í fyrirlestrinum kynnir hún hnykkingameðferð og svarar spurningum, til dæmis:

-Hvað gera hnykkingar fyrir hestinn?

-Hvað gera taugarnar fyrir líkamsstöðuna?

-Hvað orsakar læsingar?

-Hvaða einkenni sýnir hestinn sem er með læsta liði?

Verð fyrir fyrirlesturinn er kr 1.500.- en er innifalinn fyrir þátttakendur á námskeiðinu.

Sunnudagur

09:00-17:00

1x 45 mín reiðtími með Mumma.

Susanne verður með kynningu og fræðslu um hnakka fyrir nemendur.

Oft er erfitt fyrir knapann að átta sig á hvar hnakkurinn á að vera staðsettur.

-Passar hnakkurinn fyrir hestinn ?

-Skiptir yfirlína og bygging hestsins miklu máli ?

-Skaðast hesturinn ef að hnakkurinn liggur ekki á réttum stað ?

 

Skráning og allar nánari upplýsingar hjá Mumma

Sími: 7702025

e-mail: [email protected]

 

 

 

19.10.2021 21:52

Stella okkar fagnaði 80 árum.

 

Hún Stella móðursystir mín fagnaði stórum áfanga þann 17 október s.l en þá varð hún 80 ára.

Af því tilefni smelltum við í óvænta veislu henni til heiðurs hérna í Hlíðinni.

Stella hefur staðið vaktina seint og snemma fyrir okkur öll svo að það var ekkert nema sjálfsagt að reyna að gera eitthvað skemmtilegt.

Það var gaman að koma henni á óvart en Hildur og fjölskylda komu með hana vestur þegar að allt var orðið tilbúið.

Það er skemmst frá því að segja að þetta heppnaðist allt eins vel og á var kosið.

Myndirnar hér á eftir tala sínu máli en á fyrstu myndinni má sjá afmælisdömuna skera fyrstu sneiðina.

Enn og aftur til hamingju Stella með árin 80.

 

 

Mummi sló í glas og bauð alla velkomna svo var auðvitað afmælissöngurinn tekinn með stæl.

 

 

Hér hefur Stella nappað okkur í landhelgi sem að fórum fremstar í undirbúningnum.

Hún er ekki vön því að vera ekki kölluð til þegar eitthvað stendur til í fjölskyldunni.

Hugmyndin kviknaði í réttunum og varð síðan að snildar veislu.

Og auðvitað voru margir fleiri sem að lögðu sitt af mörkum við undirbúninginn.

Takk fyrir það.

 

Eldhúsdagsumræðurnar fór fram eins og við var að búast og þá var að smella af mynd.

Elsa, Kolbeinn, Hrafnhildur, Þórarnna, Þóra og Björk.

 

 

Það eru bara fimm af tólf Hlíðarbörnum eftir, þau mættu að sjálfsögðu öll.

Halldís. Stella, Sveinbjörn, Lóa og Maddý.

Þau voru miklu hressari í veislunni heldur en þessi mynd gefur til kynna.

 

 

Hér var það pólutíska hornið................ sjáið þið hvað þeir eru ánægðir ................kannski með kosningarnar ?

 

 

Bóndinn og verkneminn gæti þessi mynd heitið........................

Alltaf gaman að fá þessa í heimsókn.

 

 

Þó svo að maður sé komin á tíræðisaldurinn þá er sjálfsagt að ,,pósa,,

Lóa og Ragnar alveg með þetta...............Ragnar er samt ekki kominn á tíræðisaldurinn.

 

 

Sigfríð og Þóra taka á alvarlegu málunum.

 

 

Þessir voru í stuði enda eðal nágrannar þarna á ferðinni.

 

 

Eldhúsráðið mjög ábyrgt að sjá ........................eða ekki.

 

 

Þessi eru nú alltaf góð saman og voru það þarna líka.

 

 

Fallegar dömur í hundagæslu.

 

 

Og enn fleiri fallegar dömur.

 

 

Hallur með tvo af sínum hópi, þau eru miklu kátari með myndatökuna en hann.

 

Það er alltaf stuð hjá þessum að hitta Björk og Inga frænda sinn.

 

Þessi hér komu frá Danmörku og voru kát og hress eins og alltaf.

 

 

Skvísur að spjalla Hrafnhildur og Stella í stuði.

 

 

Þessi eru nú alltaf hress og kát, kindahvíslarahjónin okkar.

 

 

Refir, rjúpur, smalamennskur.............afar líklegt umræðuefni hjá þessum köppum.

 

 

Spjall dagsins.

 

 

Bræður í þungum þönkum yfir kaffibollunum.

 

 

Góðir grannar til margra áratuga hafa örugglega drukkið saman 1000 kaffibolla.

 

 

Hressar frænkur í stuði, Þóranna og Björk.

 

 

Þessar eru alltaf góðar saman Stella og Bryndís kátar með hittinginn.

 

 

Þessi eru líka alltaf hress þegar þau hittast.

Sjáið þið þarna flýgur svartur húmor og mikið gaman hjá þeim.

Þórdís og Svenni hafa alltaf gaman.

 

 

Þessi er eins og frændi hans afar ánægður með Dísu og fagnaði henni vel.

Það eru ekki allir sem fá svona Dísuknús.

 

 

Frændurnir góðir saman Svenni og Magnús Hallsson.

 

 

Hallur og Maddý hress og kát með daginn.

 

 

Flottir feðgar á ferð.

 

 

Hjónakornin Arnheiður og Jóhann.

 

 

Þessar mæðgur mættu eldhressar að vanda, voru næstum farnar af stað í fjöruferð.

Það klikkar ekki næsta sumar.

 

 

Það er einhver grallarasvipur á þessum grönnum.

Jóel og Sigríður Jóna í brandarastuði.

 

 

Þóra og Björk brosleitar að vanda.

 

 

Francisko og Elsa alltaf sæt og fín.

 

 

Fjör hjá þessum Ósk, Gréta og Björg í stuði.

 

 

Brá og Lóa ræða málin.

 

 

Gaman hjá þessum.

 

 

Frænkur að spjalla Hrafnhildur Pálsdóttir og Stella.

 

 

Fallegar frænkur að skoða reiðhöllina.

 

 

Frænkur með flottan myndasvip.

 

 

Töffari dagsins í partýi hjá ömmu.

 

 

Lóa og ,,litli,, Hallur.

 

 

Tveir brattir........................hafa sennilega verið að ræða hreindýr, veiði nú eða smalamennskur.

 

 

Þessir hafa sennilega frekar verið að ræða bernskubrek en veiðar.

Frændurnir Mummi og Ragnar .

 

 

Stóra systir og litli bróðir Magnúsarbörn.

 

 

Það var gaman hjá þessum ............... sennilega verið að skipuleggja annað partý.

 

 

Styrmir með afasystur sinni henni Lóu.

 

 

Álfrún og Stella afasystir hennar.

 

 

Halldór og Stella afmælisdama alveg til í að pósa fyrir myndatöku.

 

 

Flottar þessar skvísur, eldhressar og kátar.

 

 

Þessi tvö hér gætu nú rifjað upp heilan helling að góðum sögum úr Hnappadalnum.

Hún kom ung í sveitina hún Bryndís og hefur haldið dásamlegri tryggð við alla hér og ekki síst þau Hlíðarsystkini.

 

Dásamlegur dagur hjá okkur öllum sem náðum að fagna með Stellu afmælisdömu.

Það voru hinsvegar ekki allir sem höfðu tök á því sem að vildu, þeir smella sér bara í kaffi til hennar síðar.

Takk fyrir allir þeir sem að gerðu þennan dag ógleymanlegan.

 

27.09.2021 21:35

Réttarfjörið krakkar !

 

 Skemmtilegir dagar að baki með góðu fólki og skemmtilegum verkefnum.

Leitir, réttir og mikið fjör hefur einkennt síðustu vikurnar með smá dass af kosningafjöri.

Já takk fyrir kæru vinir og ættingjar, þetta hefur verið dásamlegur tími.

Á fyrstu myndinni má sjá Skúla og Ísólf taka ,,lögboðinn,, kaffi/bjórtíma í einni leitinni.

Það var daginn sem appelsínugullt var þemað í klæðaburði.

 

Þessi vaski hópur rauk til fjalla frá Hafurstöðum.

Hvaða her sem er hefði rifnað úr stollti af þessum fersku landgönguliðum.

Og sjáið hvað þau fengu gott veður í byrjun leitar enda eins gott þar sem að hún varð löng.

 

 

Það er ekkert að því að fá svona veður þegar litið er til kinda.

 

 

Hér er hluti þeirra sem riðu til fjalla einn daginn.

Gekk ekki vel að ná þeim saman, samt var samkomulagið bara gott.

Hlynur, Ísólfur, Skúli, Brá og Thelma.

 

 

Þessir kappar hér voru ferskir að vanda enda harðsvírað fjórhjólagengi.

Jón, Steini og Stefán.

 

 

Þessi maður hér ,,tapaði,, af fjórhjólinu en þá var bara að virkja mömmu og gefa í.

Isss hún var líka þetta fína fjórhjóladrif þegar rekið var inn af túninu.

 

 

Það var ekki bara litli sjarmurinn sem fékk sér far með einhverjum hjólfáki. Ó nei.

Ein kindin gáði ekki að sér át bara og tjillaði allt sumarið, gafst svo upp og þurfti far.

Kolli gerðist bílfreyja og hélt henni félagsskap á leiðinni heim afleggjarnn.

 

 

Og fleiri kindur fréttu af þessum lúxus eins og þið sjáið í speglinum.

Brá brá sér í bílfreyjuhlutverkið með Kolla og allir komust hressir heim.

 

 

Harðsvírað lið tilbúið í fjörið.................sundurdráttur og ýmislegt í boði.

 

 

Það var bara gaman hjá þessum köppum.

 

 

Spekingar spjalla....................auðvitað eitthvað mjög gáfulegt.

 

 

Ég nennti ekki að taka myndir af blautu fé en hér kemur samt ein svona uppá grín.

 

 

Fyrst var dregið í Vörðufellsrétt síðan var myndavélin sótt.

Vaskur hópur að loknum sundurdrætti.

Já, já það var fullt af kindum.

 

 

Jóel réttarstjóri og Herdís systir hans voru að sjálfsögðu mynduð.

 

 

Vaskir réttarmenn frá Emmubergi að loknu dagsverki.

 

 

Kátir voru karlar....................

Allt undir kontról hjá þessum Andrés, Jóel og Ólafur taka stöðuna.

 

 

Þessi voru bara mjög hress í Vörðufellsréttinni.

 

 

Allt búið hvar eru kindurnar ???

 

 

Flestir brosa aðrir ekki, enda þarf nú ekki alltaf að vera bros.

 

 

Áhugi sumra á stórum traktorum og fjárvögnum er mjög mikill.

Hér er Atli afi að taka út gripina með nafna sínum.

 

 

Auðvita fengum við flottar skvísur í réttirnar til okkar, hér er hluti af þeim.

 

 

Það þarf nú að jafna sig eftir kjötsúpuna og taka stöðuna í símanum.

 

 

Þessi hér voru kát og alveg til í að pósa fyrir myndavélina já og mig.

 

 

Þessar eru kátar að vanda.

 

 

Hluti af ,,norðan,, smölunum okkar, þeir stóðu sig vel að vanda.

 

 

Stella var að sjálfsögðu mætt og hjálpaði okkur ómetanlega við eldamennskuna.

Hún var nú með hugmynd um að hafa þetta í síðasta skiptið sem að hún eldaði kjötsúpuna.

Þá var hún að miða við að hún verður 80 ára í næsta mánuði og komin tími til að slaka á.

En sem betur fer kvaddi hún okkur með þeim orðum að það gæti nú alveg breyst.

Kannski verður það skvísa á níræðisaldri sem eldar fyrir okkur á næsta ári.

Ræðum það betur í afmælisveislunni .

Takk alveg sérstaklega Stella fyrir alla hjálpina hún er ómetanleg.

 

 

Tja veðrið um réttirnar...................

Það hefur verið fjölbreytt allavega koma fyrsti snjórinn en við fengum líka dásamlega blíðu daga.

 

 

Svona kvöld er t.d alveg að mínu skapi. Bara dásamleg.

 

Enn og aftur kæru vinir takk fyrir alla hjálpina hún er okkur ómetanleg.

Og þið sem að hafið ekki náðst á mynd bíðið bara það kemur að ykkur.

Þetta var bara gaman eins og venjulega hjá okkur hér í Hlíðinni.

 

29.07.2021 21:35

Fjölskyldu sumar.

 

Það var gaman að hittast fagna lífinu, tilverunni og auðvita sumrinu saman með sínu fólki.

Já við fegnum bara þokkalegt veður, meira að segja í tvo daga.

Tilefnið var að margir í fjölskyldunni voru komnir með útilegu æði og þá verður að gera eitthvað í því.

Svo var auðvita líka sjálfsagt að fagna með litla bóndanum sem varð tveggja ára um þetta leiti.

 

 

Gaman að æsa frænkurnar aðeins upp og hafa fjör.

 

 

Þessi unga dama var að kanna heygæðin hjá bændum hér í Hlíðinni.

 

 

Það fórst eitthvað fyrir að taka systkynamynd með öllum í einu en það verður að vera í forgangin næst.

Þessi tvö tóku að sér fyrirsætustörfin fyrir hönd hinna. Þetta eru litlu mín Hrafnhildur og Ragnar.

 

 

Feðgar í stuði enda fullt tilefni til.

 

 

Fótboltadaman að taka markspyrnu.

 

 

Þarna er stjórn grallarafélagsins mætt á svæðið..........sennilega fundur á döfinni.

 
 

 

Það er töff að verða tveggja og pósa með mömmu og pabba.

 

 

Þessi voru hress eins og alltaf spurning hvort þau krefjist inngöngu í grallarafélagið ?

 

 

Það hefur ekki alltaf verið hægt að sóla sig í sumar en þarna var það gott.

 

 

Mæðgur og aðrar mæðgur.

 

 

 

Svo eru það systur, Stella og Halldís mættu að sjálfsögðu.

 

 

Útilegu fínar þessar tvær.

 

 

Og ekki síður þessar mæðgur sem voru eldhressar.

 

 

Frænkuknús er æði svo það er um að gera að nota það þegar það má.

Svandís og Stella kátar með hittinginn.

 

 

Systur bíða eftir að veislan hefjist.

 

 

Flott feðgin í útileguskapi.

 

 

Auðvitað náði svo fjörið alla leið á Brákarhlíð en Lóa og Svenni fengu þessa fínu heimsókn.

Það skal tekið fram að þessi hittingur var á meðan allt var í lagi með covidfjandann.

 

 

Fannar er auðvita einn sá mikilvægasti í fjölskyldunni og fær alltaf dekur og knús.

 

 

Hann er mjög mikið myndaður og eftirsóttur ,,selfí,, hestur.

 

 

Sverrir Haukur tók auðvitað reiðtúr á kappanum.

 

 

Og fyrirsætustörfin halda áfram hjá Fannari og félögum.

 

 

Sjáið þið hvað hann er kátur með þetta allt saman ? Hann veit að hann er aðal.

 

 

Þeir eru ekki allir háir í loftinu knaparnir á Fannari.

Svipurinn segir allt sem þarf.

 

11.04.2021 21:01

Þessi fallegi dagur og sauðburður hafinn.

 

 

Þeir hafa verið margir dýrðardagarnir hér í Hlíðinni síðustu vikurnar.

Boðið hefur verið uppá blíðu, fegurð og frið sem endurnærir sál og líkama.

Það er erfitt að vera geðvondur og pirraður í svona veðri og á svona stað.

Enda ekki ástæða til því að við höfum það bara fínt og erum því hress og kát í sveitinni eins og ævinlega.

Allt gegnur sinn vana gang sem er kostur en gestir og ferðamenn eru færri en oftast áður.

 

 

Það hefur ekki oft gerst að vatnið hafi verið orðið autt en lagt aftur í apríl.

Það gerðist nú í vikunni enda kom nokkuð snarpur hvellur með snjó og síðan roki.

Síðustu dagar hafa samt verið eins og alvöru vor væri komið og boðið uppá blíðu af bestu gerð.

 

 

Þverfellið skartaði sínu fegursta og speglaði sig í vatninu rétt eins og það væri að punta sig.

 

 

Hún Káta litla naut blíðunnar þegar ég skoðaði útiganginn og sannfærði mig um að þau fengju nóg að éta.

Eins go glöggt má sjá þá átti hún desertinn eftir og geymdi hann á bakinu á Pramma vini sínum.

Nánari hrossafréttir í næsta bloggi.

 

 

Sauðburður hófst formlega þann 9 apríl þegar hún Glaðasvört bar fallegri grárri gimbur.

Það verður þó að segjast að sauðburðurinn byrjaði með basli sem endaði þó vel.

Lambið sen nú hefur fengið nafnið Hnáta var mjög stórt og kom ekki alveg rétt að þannig að aðstoðar var þörf.

Enginn af okkur var komin í neina þjálfun fyrir burðarhjálp og ekki einu sinni farin að undirbúa sig andlega fyrir burð.

Það var því ekki um annað að ræða en ,,fjölmenna,,  og setja sig í gírinn fyrir komandi átök.

Gættum þó að því að virða fjöldatakmörk enda ábúendur innan þeirra marka.

Hjúkrunarfræðingurinn á bænum sló okkur öllum við og bjargaði lambinu með glæsibrag.

Já svona byrjar sauðburðurinn þetta árið. 

Einlemba sem þarf aðstoð en í fyrra var það fjórlemba sem skuttlaði þeim öllum í heiminn með miklum hvelli.

Hlé verður nú á fjörinu fram í maí svo að við höfum tíma til að hugsa okkar ráð.

Annars er það að frétta af frjósemi að hún er alveg fullkomlega næg þetta árið. 

Spennandi sauðburður framundan og alveg ljóst nóg verður að gera þegar líður á maí.

 

 

 

 

 

 

 

23.01.2021 00:08

Sveitalífið......................

 

Það var kuldalegt í Hlíðinni þennan daginn og veturinn sannarlega við völd.

Sólin reyndi að gera gott úr þessu öllu saman og yljaði í stuttan tíma.

Ef að þið skoðið myndin vel sjáið þið að frúin var að reka hross en stalst til að taka mynd í leiðinni.

Hrossin voru kát með að fá föstudagsfjörið sitt og tóku vel á því á leiðinni út eftir og undan vindi.

En róðurinn var aðeins þyngri á leiðinni heim með vindinn í fangið og nokkra kílómetra að baki.

Já á fullri ferð því þau voru nú ekkert að spara sig þegar frelsið var framundan.

Við rekum alltaf hrossin í tvennu lagi þ.e.a.s geldinga sér og hryssur sér.

Stóðhestarnir eru síðan teymdir nú eða stundum reknir. 

Allir eiga það sameiginlegt að njóta þess að spretta úr spori og viðra sig.

 

 

Þó svo að það sé gott að geta rekið á svona vetrardögum þá er líka dásamlegt að hafa góða inniaðstöðu.

Þar inni er logn, blíða og sumar þó svo að vindurinn hamist fyrir utan.

Þessi mynd er tekin þegar að Kolrassa mín var að taka fyrstu sporin undir manni.

Mig grunar að þau séu bara asskoti ánægð hvort með annað Mummi og hún.

Kolrassa er undan Spuna frá Vestukoti og Kolskör minni, hún er afrakstur frábærrar afmælisgjafar.

Ljónheppin að hafa átt stórafmæli þarna um árið frúin og eiga svona frændfólk og vini.

Já það er líf og fjör í hesthúsinu og nóg af spennandi verkefnum þar.

 

 

Smalahundakvöldin halda áfram og þarna má sjá þá sem að mættu á kvöld númer tvö.

Næsta smalahundakvöld verður svo n.k þriðjudagskvöld.

Ef að þið viljið einhverjar frekari upplýsingar um þennan viðburð þá hikið ekki við að hafa samband.

 

 

Af sauðfjárbúskapnum er það að frétta að nú er allt með kyrrum kjörum, frið og spekt.

Við erum búin að taka hrútana frá kindunum og setja þá í frí fram að næsta fengitíma.

Þeir eru í þeim hópi sem eru hreint ekki sáttir við styttingu ,,vinnuvikunnar,, og mótmæltu harðlega þegar þeir voru skikkaði í frí.

Á meðfylgjandi mynd er hrúturinn Valberg frá Stóra Vatnshorni og ærnar að njóta síðust samverustundanna þennan veturinn.

Næsti stórviðburður í sauðfjárstússinu er rúningur á snoði og síðan sónarskoðun vegna fóstutalningar.

Ærnar hafa ekki oft verið orðnar svona loðnar á þessum tíma.

Þær minna óneitanlega á okkur hin þegar ekki mátti hafa hárgreiðslustofur opnar fyrr í vetur.

Nema þeim er slétt sama og velta sér ekkert uppúr því þó eitt og eitt grátt hár stingi upp kollinum.

Spá meira í það hvort ekki sé kominn gjafatími.

 

 

Hrútnum Móstjarna voru skaffaðar 40 eðalkollur sem sérvaldar voru fyrir hann.

Það fannst honum ekki nóg og ákvað að líta aðeins á þær hyrndu hinumegin við milligjöriðna.

Hann eins og Valberg vinur hans urðu samt þann 21 janúar að sætta sig við styttingu á vinnuskyldu.

Já það er ekkert grín að vera hrútur.

 

 

Talandi um vinnuskyldu..........................

Þessi harðduglegi hefðarköttur er kominn á samning og tekur það mjög alvarlega.

Hann er sem sagt orðinn áhrifavaldur og á barmi heimsfrægðar.

Á milli þess sem hann sefur fast og laust auglýsir hann Furuflís af miklu kappi.

Já það er ekki um að ræða styttingu vinnuviku í hans fjöruga lífi.

 

 

 

 

 

12.01.2021 10:10

Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð með Gísla og Svani.

 

 

Það var létt yfir mannskapnum þegar fyrsta ,,Smalahundakvöldið með Svani og Gísla"  var haldið í kvöld.

Fullbókað var á þetta fyrsta námskeið  og mikill áhugi í gangi. Þið skulið samt ekki örvænta það kemur annar þriðjudagur.

Gísli sá um kennsluna í kvöld og fórst það vel úr hendi eins og við var að búast. Hann mun annast kennsluna fyrst um sinn.

Hundar jafnt sem menn sýndu góð tilþrif og greinilegt að fólk leggur mikið á sig til að eignast góðan fjárhund.

Það er gaman að sjá hversu miklar breytingar til batnaðar verð á hundunum á þessum námskeiðum og auðvita fólkinu líka.

Kindurnar stóðu sig líka með mikilli prýði en á þessu fyrsta kvöldi var notast við tamdar kindur með þó nokkra reynslu.

Fremstar meðal jafningja voru að sjálfsögðu Vaka og Gjalfmild en þær systur stóðu vaktina í allan fyrra vetur.

Nemendurnir komu víða að þar á meðal Borgfirðingar, Mýramenn, Dalamenn og Snæfellingar.

Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að fylgjast með og eruð á fésbókinni þá er hópur þar sem heitir Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð með Svani og Gísla.

Þeim sem að ekki eru á fésbókinni en hafa áhuga er bent á að hafa samband við okkur í síma 7702025 eða á netfangið [email protected]

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

 

04.01.2021 21:13

Og jólin breytast.

 

Við hér í Hlíðinni óskum ykkur gleðilegs árs með kæru þakklæti fyrir það liðna.

Jólahátíðin fór vel með okkur og var einkar ljúf en öðruvísi en venjulega. Það vantaði fleira fólk.

Fyrst skal nú nefna að hér í Hlíðinni hafa móðursystkini mín haldið jólin hátíðleg frá því 1927.

Nú var sem sagt breyting þar á og sú kynslóð fjærri góðu gamni og hélt jólin annars staðar.

Covid gerði það að verkum að bæði Sveinbjörn og Lóa héldu sín jól á Brákarhlíð í Borgarnesi.

Einar móðurbróðir minn sem var elstur 12 systkina og fæddur árið 1927 hélt alltaf sín jól hér.

Það gerðu líka þau systkini sem hér bjuggu um lengri eða skemmri tíma en þau voru fædd frá árinu 1927 til 1945.

Þannig að þessi jól voru öðruvísi og heldur færri sem settust við matarborðið að þessu sinni.

Já tímarnir breytast og mennirnir víst líka með.

Á myndinni hér fyrir ofan eru þau systkinin Lóa og Sveinbjörn saman á Brákarhlíð.

Þau voru hress og bara kát þó svo að þau hefðu viljað komast heim í gamla húsið.

Hún á að baki 90 jól og nærri öll haldin í Hlíðinni og Sveinbjörn 80 sem öll hafa verið haldin þar.

 

 

Okkar lukka var hinsvegar að fá að hafa þessi hér með okkur um jólin.

Litli grallarinn var hress og kátur enda kom mikið af bílum og traktorum úr pökkunum.

 

 

Á jólunum er tíminn til að slaka á og hafa það gott í sófanum, þessi þarna voru bara slök.

Ég er ánægð með að myndin af Snotru minni laumaði sér í sófann líka.

Listakonan Sigríður Ævarsdóttir málaði myndina af Snotru og gerði það líka svona lista vel.

Ef að ykkur vantar málverk þá er hún Sigga klárlega að gera góða hluti.

 

 

Þessi fékk að opna einn pakka svona í ,,forrétt" og viti menn það var þessi fíni Claas.

 

 

Sjónvarpsdagskráin var held ég bara fín um jólin...................

Veit ekki hvort að þessir tveir voru að horfa á barnatímann eða veðurfréttirnar.

Eitthvað var það allavega spennandi sem að þeir sáu.

 

 

Þessi vörpulegi jólasveinn er handverk Mumma þegar að hann var á sama aldri og Atli Lárus.

Hann var unninn við eldhúsborðið hjá henni Ingu sem var dagmamma Mumma í æsku.

Síðan var hann jólagjöf til okkar foreldranna árið 1987, hefur verið vel geymdur en mætir þó í vinnuna á hverju ári.

Klárlega dýrsta jólaskrautið á bænum. Unnin af alúð og mettnaði.

Jólatréð er hinsvegar jólagjöfin hans Atla Lárusar til foreldranna og unnið af nákvæmlega sömu alúðinni.

Nú er bara að vita hvort það stendur af sér 33 jólahátíðir í fullri vinnu.

 

Já, jólin eru okkar það er alveg klárt.

 

 

24.12.2020 14:57

 

 

 

02.12.2020 21:43

Kári er kominn í aðventugírinn.

 

Þegar þetta er skrifað hvín og syngur hér í öllu með tilheyrandi hamagangi.

Já, Kári kallinn er greinilega kominn í aðventugírinn en vonandi verður hann ekki jafn djarfur eins og í fyrra.

Þó svo að haustið hafi verið að mörgu leiti gott þá höfum við alveg fengið að finna fyrir því öðru hvoru.

ÞAð er dásamlegt í svona tíðafari að geta unnið í blíðu inní reiðhöll.

Á fyrstu myndinni eru feðgarnir einmitt að leika sér í vinnunni.

Við erum komin vel af stað og ört hefur fjölgað í hesthúsinu síðustu vikurnar.

Annars hafa nokkur hross flogið á vit nýrra ævintýra og flutt til nýrra eigenda.

En plássin hafa fyllst og ný hross fyllt í þeirra skarð.

Ef að allt fer á besta veg og veiran verður til friðs höfum við skipulagt nokkra viðburði í vetur.

Námskeið, mót og ýmislegt annað skemmtilegt og spennandi.

En númer eitt er að fara öllu með gát og taka stöðuna þegar nær dregur.

 

 

Talandi um góða haustdaga.

Þessi mynd er næstum því eins og hún væri tekin á tunglinu en svo er nú reyndar ekki.

Myndin er tekin með dróna yfir hrossarekstri fyrir sunnan Sandfell einn fagran haustdag.

 

 

Hesthúsið fékk smá upplyftingu eða svona létt ,,makeup,, 

Okkur sem munum tímana tvenna veitir ekkert af því svona öðru hvoru.

Sko, húsfreyjunni og hesthúsinu.

 

 

 

Úr sauðfjárdeildinni er það helst að frétta að heimtur fara að verða þokkalegar.

Þó værum við mjög hamingjusöm með að fá nokkra hausa í viðbót.

Fjárfjöldinn er á sama róli og í fyrra, við ákváðum að halda í horfinu og fækka ekki.

Eins og síðast liðna áratugi höldum við sauðfjárbændur að afkoman geti ekki versnað.

Það er því sjálfgefið að halda áfram og telja sér trú um að allt sé á uppleið og botninum náð.

Hvað gerir maður ekki fyrir gleðina ?

Þríeykið hefur marg oft sagt að við verðum að halda í gleðina þrátt fyrir allt.

 

Myndin hér að ofan er tekin í einni af eftirleitum vetrarins.

 

 

Þetta er hún Krummasvört sem mætti hér heim að pípuhliði einn daginn.

Hún var búin að fá nóg af útiverunni og baðst gistingar með lambið sitt og eina vinkonu sína frá Hraunholtum.

Henni var slétt sama um það þó að hún fengi seint í kladdann.

 

 

Þetta er Rönd hún fær líka seint í kladdann og það er engin afsökun að hafa verið að heimsækja hreppstjórann.

Öðru nær hreppstjórinn var í fullum rétti við handtökuna á henni og dótturinni.

Nú er hrútaskráin aðal lesefnið og fengitíminn handan við hornið.

Búið að gefa öllu fénu ormalyf, setja fullorðinsmerkin í gemlingana og forðastauta í allan flotann.

 

 

 

 
Svona var útsýnið stórbrotið einn morguninn.

.

 

Og ekki síðra þegar leið á og birti.

 

 

Nú er sólin hætt að sjást hjá okkur og byrjar ekki að sjást fyrr en 14 janúar 2021.

Þessa mynd tók ég þegar hún var að kveðja áður en hún skrapp í jólafríið.

Já það verða sko bakaðar pönnukökur þann 14 janúar.

01.11.2020 12:02

Drífum það í gang...............

 

Hér í Hlíðinni erum við að sjá fyrir endann á öllu fjárstússi og því sem fylgir því að vera lífstílsbóndi.

Nú er komið að því að pakka því dressi niður (skjótast reynar í það öðru hverju)  og vippa sér í hestagallann.

Okkur er ekki til setunnar boðið nú skal tamið og þjálfað af kappi.

Framundan er góður tími með skemmtilegum verkefnum í hesthúsinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nýjasta hestamanninn þungan á brún. 

Sennilega hafa foreldrarnir eitthvað verið að skipta sér af þjálfunaráætlun hans og Fannars.

Allur útbúnaður kappans er sérvalinn til þjálfunar á snillingnum Fannari.

Peysan prjónuð af Stellu langömmusystur, sokkarnir frá Lóu langömmusystur, reiðbuxurnar frá ömmu og afa.

Og ekki má gleyma hjálminum sem að hún Sara vinkona hans færði honum.

Já það er eins gott að hafa stílinn á hreinu.

 

Það verður gaman þegar allt kemst á fullt í hesthúsinu eftir haustverkin.

Hesthúsið nýmálað, yfirfarið og dekrað gólf í reiðhöllinni með fullt af spennandi hestum.

Já þetta verður bara góður vetur.

 

 

 

18.10.2020 22:16

Svona dagar...............

 

Það tilheyrir haustinu að fara í eftirleitir aftur og aftur, jafnvel ennþá aftur og aftur.

Þá er gott að hafa góðan sérfræðing með í för sem hefur gott ,,nef,, fyrir kindum og smalamennsku.

Hún Julla Spaðadóttir lítur þarna yfir svæðið, slakar á með eigandanum og tekur stöðuna.

Þær smalasystur þrjár frá Eysteinseyri hafa staðið sig nokkuð vel í haust og sparað sporin.

Mig grunar að hugur þeirra og eigandanna standi til að endurtaka velheppnuð hundakvöld í vetur.

 

 

Fjórhjól má einnig nota sem ,,lasyboystól,, þegar útsýnið er skoðað í nokkur hundruð metra hæð.

 

 

Alvöru hundar komast í Paradís þegar þeir mæta í smalamennskur...............

En þarna er Julla í Paradís sko þessari sem heitir það samkvæmt örnefnaskrá.

 

 

Séð yfir Hlíðarvatn ofan úr Hafurstaðafjalli.

 

 

Við höfum verið í eftirleitum síðustu tvo laugardaga og fengið hreint dásamlegat veður.

 

 

Séð niður að Hafurstöðum og lognið á vatninu algjört.

 

 

Sandfellið og við njótum veðurblíðunnar.

 

Eins og náttúran öll.

 

 

Til að gera langa sögu stutta þá hefur okkur gengið nokkuð vel og náð heim öllu því sem við höfum séð.

En trúlega verða ferðirnar inní fjall þetta haustið nokkrar í viðbót.