29.03.2016 22:03

Páskastuð

 

Það var fallegur dagur í Hnappadalnum þann 29 mars.

Litirnir sem náttúran bauð uppá voru einstaklega smekklegir.

Já það er hægt að gera margt á svona dögum.

Páskarnir fóru vel með okkur reyndar svo vel að listin á páskaeggjum og mat var orðin frekar lítil á annan dag páska.

Mummi smellti sér til Ameríku og er þar í vellystingum hjá Gosa og fleiri góðum vinum.

Við sem heima vorum nutum góðs af því að góður hluti stór fjölskyldunnar kom saman í ,,því efra,,

 

 

 

Þessar eðaldömur skemmtu okkur eins og venjulega.

 

 

Þær gátu líka hleypt stuði í mannskapinn og voru alveg til í myndatöku með verknemum og aðstoðarfólki.

 

 

Sennilega hafa selskapsdömurnar verið eitthvað þreytandi allavega sofnaði aðal stuðpinninn.

Meira segja í miðri bók...............

 

 

Það fór bara vel um þessar dömur sem spjölluðu og nutu lífsins.

Og hvorug með prjónana það er sjaldséð.

 

 

Þessar komu ekki um páskana en þær komu samt fyrir stuttu síðan fóru á hestbak, heilsuðu uppá kindurnar og ýmislegt fleira.

 

 

Hann Fannar hefur skemmt mörgum í gegnum tíðina og var það engin undantekning þegar dömurnar fengu sér smá reiðtúr.

 

 

Og auðvita var kallinn knúsaður í bak og fyrir eftir reiðtúrinn.

 

 

Sigurður lambhrútur var mjög áhugaverður og grandskoðaður.

 

 

Amman kom líka með og tók út búskapinn á bænum.

Já það getur verið stuð í sveitinni.

 

 

 

 
 

 

 
 
 

24.03.2016 11:18

Velheppnað í villta vestrinu.

Þrjú efstu liðin í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum árið 2016.

 

1.Snókur/Cintamani – 187 stig

Hanne Smidesang – liðsstjóri, Jakob Svavar Sigurðsson, Leifur Gunnarsson, Benedikt Þór Kristjánsson.

2.Leiknir – 167 stig

Randi Holaker - liðsstjóri, Haukur Bjarnason, Berglind Ragnarsdóttir, Konráð Valur Sveinsson.

3.Eques – 141 stig

Guðmundur M. Skúlason – liðsstjóri, Bjarki Þór Gunnarsson, Guðbjartur Þór Stefánsson, Pernille Lyager Möller.

4.Hjálmhestar – 130 stig

Máni Hilmarsson – liðsstjóri, Þorgeir Ólafsson, Julia Katz, Sigurður Sigurðarson.

5.Trefjar – 117 stig

Gunnar Halldórsson – liðsstjóri, Halldór Sigurkarlsson, Iðunn Silja Svansdóttir, Styrmir Sæmundsson.

6.Berg/Hrísdalur – 115 stig

Anna Dóra Markúsdóttir - liðsstjóri, Jón Bjarni Þorvarðarson, Siguroddur Pétursson, Lárus Ástmar Hannesson.

 

Lið Snóks/Cintamani fagnaði sigri í 4 af 5 greinum deildarinnar og vann nokkuð sannfærandi sigur en 20 stigum munaði á þeim og Liði Leiknis sem endaði í öðru sæti.

Það voru svo lið Trefja og Berg/Hrísdalur sem höfnuðu í tveim neðstu sætunum og missa því sæti sitt í deildinni fyrir næsta ár en gætu þó unnið sæti sitt aftur í gegnum úrtöku.

 

 

Það var keppt í tveimur greinum í gær flugskeiði og gæðingafimi.

Á myndinni eru 5 efstu knapar í skeiðinu.

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

1.Konráð Valur Sveinsson – Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu – Leiknir – 4.99

2.Þorgeir Ólafsson – Ögrunn frá Leirulæk – Hjálmhestar – 5.24

3.Styrmir Sæmundsson – Skjóni frá Stapa – Trefjar – 5.37

4.Jón Bjarni Þorvarðarson – Haki frá Bergi – Berg/Hrísdalur –5.38

5.Guðmundur M. Skúlason – Fannar frá Hallkelsstaðahlíð – Eques – 5.66

6.Benedikt Þór Kristjánsson – Niður frá Miðsitju – Snókur/Cintamani – 5.68

7.Haukur Bjarnason – Þórfinnur frá Skáney – Leiknir – 5.75

8.Máni Hilmarsson – Mjölnir frá Hvammi – Hjálmhestar – 5.75

9.Guðbjartur Þór Stefánsson – Prins frá Skipanesi – Eques – 5.85

10.Halldór Sigurkarlsson – Gná frá Borgarnesi – Trefjar – 6.03

11.Hanne Smidesang – Straumur frá Skrúð – Snókur/Cintamani – 6.06

12.Lárus Ástmar Hannesson – Magni frá Lýsuhóli – Berg/Hrísdalur – 6.18

13.Jakob Svavar Sigurðsson – Ívar frá Steinsholti – Snókur/Cintamani – 6.18

14.Julia Katz – Abraham frá Lundum II – Hjálmhestar – 6.24

15.Berglind Ragnarsdóttir – Nökkvi frá Lækjarbotnum – Leiknir – 6.48

16.Siguroddur Pétursson – Heiða frá Austurkoti -Berg/Hrísdalur – 6.67

17.Gunnar Halldórsson – Nótt frá Kommu – Trefjar – 6.70

18.Bjarki Þór Gunnarsson – Logi frá Syðstu-Fossum – Eques – 0.00

 

Og hér er fjórfætti sigurvegarinn kom með.

 

 

Nokkrir að ,,vestan,, já svo sem allir að vestan enda eðaldrengir allir sem einn.

 

 

Jakob Svavar sigraði gæðingafimina með glæsibrag.

Á myndinni eru 5 efstu í þeirri keppni.

Úrslit

1.Jakob Svavar Sigurðsson – Gloría frá Skúfslæk – Snókur/Cintamani – 7.67

2.Berglind Ragnarsdóttir – Frakkur frá Laugavöllum – Leiknir – 7.00

3.Randi Holaker – Þytur frá Skáney – Leiknir – 6.69

4.Pernille Lyager Möller – Álfsteinn frá Hvollsvelli – Eques - 6.65

5.Hanne Smidesang – Roði frá Syðri-Hofdölum – Snókur/Cintamani – 6.57

 

 

Þessi voru efst í stigakeppninni.

1.Jakob Svavar Sigurðsson – 28.5 stig

2.Berglind Ragnarsdóttir – 22 stig

3.Siguroddur Pétursson – 19 stig

Miklar vangaveltur voru um það í áhorfendastúkunni hvað Jakob hefði fengið í verðlaun frá Húsasmiðjunni.

Getgátur voru allt frá hjartastuðtæki til hrærvélar, engin niðurstaða kom fram sem trúverðug gæti talist.

Þannig að enn ríkir algjör óvissa um það.

 

 

Jakob hlaut einnig farandgrip sem gefin var af Söðulsholti e.h.f.

Verðlaun voru einkar glæsileg og deildinni til sóma.

 

Þau voru kát sigurliðið enda vel að sigrinum komin.

 

 

Þetta var samt klárlega uppáhalds liðið okkar.

 

 

Þau stóðu sig mjög vel þessir flottu krakkar í Eqeus.

 

 

Þessi komu galvösk úr Reykholtsdalnum, lið Leiknirs.

 

Mannlífið á þessum mótum var einkar gott, það er alltaf gaman þegar hestamenn hittast.

 

 

Þessi koma frá Söðulsholti hress og kát.

 

Beðið eftir úrslitunum.

 

Þessar eru alltaf í stuði, Harpan okkar og Karen sveitungi.

 

 

Keppnis.

 

Þessar skvísur voru kátar.

 

Þessi voru mætt á bekkina til að hvetja sitt lið.

Mig grunar að þau hafi átt sama uppáhalds lið eins og við. Enda voru sonurinn og tengdadóttirin að standa sig vel.

 

 

Þétt setið á bekkjunum.

 

 

Þessi voru kát og ánægð með sinn mann.

 

 

Maron kominn í góðan félagsskap með hressum dömum.

 

 

Oddsstaðhjónin skemmtu sér vel.

 

 

Brosmildar frá Danmörku.

 

 

Hress og kát að vestan............

 

 

Fulltrúar Lunda voru að sjálfsögðu mættir til að fylgjast með sinni dömu.

 

 

Þessar vor klæddar m.v aðstæður allavega þegar búið var að opna höllina í gegn.

Uppáhalds sparisjóðskellurnar mínar.

 

 

Fulltrúar úr Eyja og Miklaholtshreppi voru mættir.

 

 

Beðið eftir skeiðinu.

 

 

Það er gott að rétta úr sér í hléinu..........

 

Það er alveg ljóst að Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum er komin til að vera. Þeir sem eiga heiðurinn af því að koma þessari mótaröð á koppinn hafa staðið sig vel. Auðvita er það svo að eitthvað þarf að fínpússa en það er bara spennandi verkefni fyrir næsta ár.

Þegar mótaröðin fór af stað heyrðust þær raddir að þetta mundi skaða KB mótaröðina sem keppt hefur verið í undanfarin ár.

Ég er þeirrar skoðunar að báðar þessar deildir njóti góðs hver af annari og ekki í boði annað en að þær haldi báðar áfram.

Eitt er þó mikilvægt að muna á bak við svona skemmtun eru margir sem leggja ómælda sjálfboðavinnu á sig og þeim bera að þakka sérstaklega. Þeir fá sjaldnast þær þakkir sem þeim ber. Fallegt orðfæri um þeirra störf eru fjaðrir í hatt okkar hestamanna.

 

Mig er strax farið að hlakka til næstu mótaraðar hér hjá okkur á vesturlandi.

 

Takk fyrir allir þeir sem að þessum viðburðum komu.

Þetta var gaman.

 

 

 

 

 

 

21.03.2016 22:37

Skeiðsigrar og afmælistamningar

 

Fannar og Mummi gerðu góða ferð í Borgarnes þegar þeir tóku þátt í KBmótaröðinni fyrir stuttu.

Þ.e.a.s þegar keppt var í flugskeiði í gegnum höllina.

Þeir félagarnir sigruðu þá keppni og á meðfylgjandi mynd eru þeir að vega og meta verðlaunagripinn. Mummi fór einnig með Gangskör sem endaði í 5 sæti í tölt.

Það er líflegt hér í Hlíðinni eins og svo sem alltaf. Góða vinnufólkið okkar stendur sig með mikilli prýði og um þessar mundir erum við svo heppin að vera með verknema frá Danmörku. Og svo er hún Beký okkar í heimsókn líka en hún var einu sinni að vinna hjá okkur í Hlíðinni.

Já mikið fjör og mikið hlegið hér á bæ.

Góða veðrið er alltaf skemmtilegt og sennilega fær maður aldrei nóg af því. Það er verst hvað maður ætlar alltaf að gera mikið þegar það stendur. En með aldri og þroska venst maður því að ekki er endilega víst að alltaf hafist af.

Við Mara sparitík ætlum að gefa í og vera sérlega duglegar að læra til smala-ofurhunds í apríl.

Mara er frá Marinó og Freyju bændum á Eysteinseyri við Tálknafjörð.

Sennilega er best að námið hjá okkur hér heima hefjist 1 apríl.

Þetta verður eins og þegar snillingar hefjast handa við að læra til prests. Við munum leggja hart að okkur við námið en svo kemur í ljós hvort við fáum ,,brauð,, eða förum bara að harka í einhverri annari atvinnugrein. Ferðaþjónustan kemur sterk inn ef ekkert gengur í bransanum.

Við gætu kannski passað uppá að norðuljósafarar færu sér ekki að voða.

Ferðamannaforráðar væri kannski eitthvað fyrir okkur Möru ?

En ég átti alltaf eftir að segja ykkur frá því að þegar húsfreyjan varð 50 ára (sem hefur bara gerst einu sinni) fékk hún margar skemmtilegar gjafir. Þar á meðal var gjöf frá Svani og Höllu í Dalsmynni sem sagt tamningatímar á Möru.

Mér þótti afar vænt um þessa gjöf þar sem ég ákvað að túlka hana þannig að Svanur hefði allavega trú á annari hvorri okkar.

Það var svo einn fagran dag sem ég mætti með Möru mína til Svans. Þar sem húsfreyjan var ný orðin fimmtug og reynslunni ríkar fór hún betur með spenninginn en Mara. Hún hafði frekar litla reynslu af bílferðum og nýjum bæjum. Kom reyndar í pappakassa frá Eysteinseyri en það var sennilega grafið og gleymt.

Þegar Mara kom útúr bílnum á hlaðinu í Dalsmynni réði hún sér vart fyrir fögnuði og forvitni. Hún sem er róleg, ljúf og meðfærileg heima fyrir breyttist skyndilega í ofvirkan krakka sem aldrei hefur heyrt um Rídalín.

Það var eins gott að bleika hálsólin sem keypt var í KS fyrir margt löngu var sterk. Ekki var síður heppilegt að pundið í húsfreyjunni vegur svolítið og því varð skoðunarferðin um Dalsmynnisland heldur styttri en Mara hefði kosið.

Eftir örskoðun á smalahólfi og sauðfé var Möru boðin gisting á fína hundaóðalinu hans Svans. Húsfreyjan drakk kaffi og brunaði síðan heim með krosslagða fingur og von í brjósti um þokkalega hegðun Möru.

Þegar liðið var vel á aðra viku var tímabært að sækja gripinn. Við útskrif var auðvitað farið með Möru í kindur til að sýna hvernig staðan væri á henni. Ekki var annað að sjá en þeim Svani og Möru hefði samið þokkalega enda var það fyrir mestu.

Eins og á alvöru tamningastöðum er mikið um að vera og þegar Svanur og Mara höfðu sýnt hvað í þeim bjó var næsti hundur kominn á hliðarlínuna. Var því ekkert að vandbúnaði að leggja af stað heim með gripinn.

Þá var bara að smella kossi á hundatemjarann og halda heim frekar hressar í bragði............. báðar tvær.

Nú er það bara okkar Möru að finna út á hvorri hann hafi trúnna...........

Verkefni fram undan er hinsvegar að venja saman tík og húsfreyju með það að markmiði að þær verði nothæfar til smalamennsku.

Geldu gemlingarnir eru vonandi til reiðu eins og til var ætlast.

Góðar stundir.

17.03.2016 20:47

Fósturtalning 2016

 

Fósturtalning fór fram í gær þegar Guðbrandur í Skörðum kom og kíkti í ,,jólapakkana,, hjá okkur.

Hér á bæ er alltaf svolítill kvíði fyrir þessum degi en líka spenningur.

Að þessu sinni getum við bara vel við unað og erum mjög ánægð með útkomuna á eldra fénu.

Gemlingarnir sem komu afar vel út í fyrra hafa ekki lagt línurnar fyrir komandi kynslóð.

Eða með öðrum orðum gemlingar þessa árs eru ekki að standa sig jafn vel og gemlingarnir í fyrra.

Það er þó ljóst að við eigum von á fjölda lamba og alveg þess virði að láta sig hlakka til sauðburðarins í vor.

Þrí og fjórlembur hafa nú fengið sérstakan sess í fjárhúsunum og njóta dekurs, eins er gert sérlega vel við tvílemdu gemlingana.

Já það borgar sig að standa sig.

 

 

Það er góð samvinna á milli bæja hér í Hnappadalnum og bara þónokkuð fjör þegar eitthvað stendur til.

Þessir góðu grannar ræddu málin á jötubandinu, Sveinbjörn og Sigríður Jóna Hraunholta húsfreyja voru kát og hress.

 

 

Allir hjálpa til og gera daginn bara betri.

 

20.02.2016 11:59

Líflands fimmarinn.

 

 

Líflands fimmgangurinn í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum fór fram í gær.

Þessar tvær dömur röðuðu sér í efstu sætin, algjörlega verðskuldað. Pernille Lyager Möller og Álfsteinn frá Hvolsvelli sigruðu en í öðru sæti urðu Randi Holaker og Þytur frá Skáney.

Á myndinni er fulltrúi Líflands í Borgarnesi hún Guffý okkar með stelpunum.

 

 

Verðlaunahafar í 5 efstu sætum eftir frekar söguleg úrslit.

 

 

Lið Snóks/Cintamani stóð sig vel og hlaut liðaverðlaunin þetta kvöldið.

Á myndinni eru tveir liðsmenn þess Henne liðstjóri sem veitti plattanum viðtöku og Jakob Svavar.

 

 

Þetta par var að vonum ánægt með árangurinn. Til hamingju bæði tvö.

 

 

Strákarnir í liðinu voru heldur betur ánægðir með stelpuna og brostu hringinn.

 

 

Lið Eques er þannig skipað:

Guðmundur M. Skúlason, Hallkelsstaðahlíð – liðsstjóri

Bjarki Þór Gunnarsson, Oddsstöðum.

Guðbjartur Þór Stefánsson, Skipanesi.

Pernille Lyager Möller, Hárlaugsstöðum.

 

Krúttpar kvöldsins.

 

Fleiri myndir og hugleiðingar síðar.

 

25.01.2016 20:58

Skjónufélagsfjör

 

Biðin eftir því að funda í Skjónufélaginum var algjörlega þess virði, þvílík skemmtun.

 

 

Aðalfundurinn gekk að mestu vel fyrir sig svona að okkar allra mati.

Þessi mynd lýsir vel stemmingunni vel u.þ.b hálftíma verk að ná að hlátursstilla mannskapinn.

Hlátursköstin í fullum gangi.

 

 

Þó var ljóst eftir langar umræður, myndaskoðanir og vídeó gláp að boða þyrfti til framhalds aðalfundar.

Dómsstörf og kynbótamat eru ekki á hvers manns færi fyrir meðlimi Skjónufélagsins og margar sérreglur í gangi.

 

 

Fundarmönnum var boðið uppá að mæla fyrir sínum gripum og um tíma undir þeim dagskrárlið lá við að aðalfundarsamkvæmið leystis upp.

 

 

 

Allir áttu bestu skjónurnar, nokkrar voru best ættaðar, aðrar best skjóttar, sumar borðleggjandi kynbótasprengur og nokkuð margar landsmótssigurvegarar framtíðarinnar. Spurning um að landsmót verði a.m.k einu sinni á ári jafnvel mánaðarlega.

Það er að verða lúxus vandamál að skjónunum fer ört fjölgandi hjá félagsmönnum.

 

 

Besta niðurstaða fundarins var án efa framhaldsaðalfundurinn sem mun fara fram á Löngufjörum þann 17 júní n.k

Þar verða kynntar niðurstöður úr skjónukeppninni nú eða boðað til auka auka aðalfundar ef að ekki fæst niðurstaða í málið.

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist varðandi það hvort Skjónufélagið sé ekki örugglega konuklúbbur. Eins og þið sjáið á myndunum þá hafð aðeins slæðst með nokkrir kallar.

En.........þeir eru bara þarna til að sinna sínum hlutverkum sem eru þó afar mikilvæg.

Einn ber verðlaunin, annar skakkar leikinn ef að uppúr sýður meðal félagsmanna og sá þriðji bjargar málunum ef að brennir við í eldhúsinu.

 

 

Á þessari mynd er sjóaðasta fjölmiðlamanneskjan í félaginu að leiða okkur í allan sannleikann um það hvernig við getum litið betur út.

Þessar aðgerðir dugðu þó skammt þar sem að allur farði flaut í burtu eftir næsta hláturskast.

 

Takk fyrir komuna þetta var rosalega gaman.

23.01.2016 13:17

Skjónufélagsdagurinn.

 

Það eru góðar horfur á að það verði glatt á hjalla hjá Skjónufélagsliðinu í kvöld.

Undirbúningur fyrir aðalfund (i) er í fullum gangi og eins og í öðrum virðulegum félögum hefur verið birt dagskrá aðalfundarins.

 

Dagskrá:

Venjuleg og óvenjuleg aðalfundastörf.

Ekki inntaka nýrra félaga.

Önnur mikilvæg mál og önnur ónauðsynleg mál.

Fundi slitið þegar allir verða búnir að fá nóg.

Þungar veitingar.......

 

Að sjálfsögðu verður barist um verðlaunagrip félagsins en hann er veittur þegar þurfa þykir.

Á meðfylgjandi mynd má sjá gripinn sem að sjálfsögðu er þetta dýrindis málverk sem er fyrir miðju á myndinni.

Svona ykkur að segja á ég von á meistarakokki af bestu gerð svo nú stendur húsfreyjan í ströngu.

Ja svona til að verða sér ekki til ævarandi skammar.

Matseðillinn fyrir kvöldið er klár en tilþrif í eldamennsku verða sýnd að afloknum nokkrum reiðtúrum.

 

Fram verður borið:

Syndandi vestfirðingur með hollustu hræru.

Hamingjusamt heiðarlamb með grænmetispartýi.

Viðförult túnlamb með heimsborgar yfirbragði.

Heilsusamlegur rjómaís með Svissneskum gullmolum og gamansömum berjum.

Dalalífskaffi með Konna frænda og nokkrum sérvöldum Sigfríðum.

Þessu verður svo skolað niður með veigum í öllum regnbogans litum.

 

Nánar um það síðar.

21.01.2016 22:56

Í dagsins önn.............

 

 

Geiri kallinn skartar hvítu eins og fallegur fermingadrengur. Ekki slæm byrjun á deginum að kíkja á hann.

Þegar það er blíða er rétt að nota tækifærið og gera ,,allt,, svoleiðis dagur var í dag.

Smella ormalyfi í allan hópinn, skoða og yfirfara.

 
 

Svo voru teknir nokkrir góðri reiðtúrar á með beðið var eftir dýralæknirnum. 

Við vorum lengi búin að bíða eftir degi sem hentaði okkur, dýra og veðurguðunum. 

Dagurinn var svo í dag.

 

 

Stóðið rekið heim en því er gefið í tveimur hópum, hér á myndinni er annar hópurinn rekinn heim.

 

 

Fyrir þá sem hafa fylgt mér hér á blogginu lengi kemur þessi mynd.

Þarna er Hjalti dýralæknirinn okkar með nöfnu sína hana Hjaltalín.

Þegar Skúta móðir hennar veiktist veturinn 2012 - 2013 var hún fylfull eftir Álfarinn frá Syðri- Gegnishólum.

Margra mánaða meðferð og lyfjagjafir höfðu engin áhrif á Hjaltalín sem þá var í móðurkviði.

Í dag hittust þau einu sinni enn Hjaltalín og nafni hennar Hjalti og það fór bara vel á með þeim.

 

 

Það var þröngt á þingi í gerðinu en allt fór vel fram.

 

 

Karún mín lítur úr eins og unghryssa, glittir meira að segja enn í hvítuna í auganu.

Alltaf svo gaman að hitta hana algjör sjarma persóna.

 

 

Þessi er nú svolítið sæt líka með svona villta og flotta hárgreiðslu.

Létt er með þetta...........

 

Síðdegis listaverkin í Hlíðinni voru ekki af verri endanum.

 

 

Og svona var þetta í þessa áttina.

 

 

Svo töff.........

 

 

Hross, fjöll og fallegt útsýni.....................

Hver þarf sálfræðing, gluggatjöld og málverk þegar þetta allt er í boði ?????

 

 

20.01.2016 22:05

Góðir dagar.

 

 

Iðunn Svansdóttir sendi mér nokkrar myndir frá folaldasýningunni, hér koma myndir af honum Dúr (rauður) og henni Léttlind (skjótt).

Takk fyrir sendinguna Iðunn.

Dúr er undan Snekkju sem er undan Skútu og Glotta frá Sveinatungu og Konsert frá Hofi.

Léttlind er undan Létt sem er undan Randver frá Nýja-Bæ og Sunnu, faðirinn er Spunasonurinn Glaumur frá Geirmundarstöðum.

 

 

Léttlind frá Hallkelsstaðahlíð, hér æfir hún grimmt fyrir töltkeppni framtíðarinnar.

 

 

 

Létt frá Hallkelsstaðahlíð móðir Léttlindar í sýningu á Hellu.

Létt fór í 1 verðlaun árið 2007.

Létt er nú fylfull eftir Ás frá Hofsstöðum í Garðabæ.

 

 

Dúr frá Hallkelsstaðahlíð er ansi hreint ,,mömmulegur,, og sýnir svipaða takta og mamma hans gerði.

 

 

Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð er fædd árið 2008 og sigraði folaldasýningu í Söðulsholti sama ár.

 

 

Þarna er Snekkja í stuði en hún hefu nú fengið annað hlutverk og er fylfull eftir Skýr frá Skálakoti.

Snekkja fór í 1 verðlaun árið 2014.

 

Síðustu dagar hafa verið frábærir mikið riðið út og veðrið notað í botn enda ekki sjálfgefið að fá svona daga í janúar.

Mummi smellti sér út til Danmerkur að kenna í síðustu viku og fór þar með í fyrstu ferð ársins. Hann var að telja saman ferðir síðasta árs og komst að því að ferðirnar hefðu verið vel á annan tug. Líf reiðkennarans er líflegt og alveg ljóst að ferðataskan er meira notuð en fataskápurinn.

Hér í Hlíðinni eru hátt í 40 hross á járnum og við 4-5 að ríða út og þjálfa auk hirðinga og sauðfjársstúss.

Góðar stundir.

 

 

17.01.2016 22:30

Folaldasýning 2016

 

Árleg folaldasýning Söðulsholts og Hestamannafélagsins Snæfellings var haldin í Söðulsholti laugardaginn 16 janúar.

Veðurblíðan var næstum eins og á sumardegi í það minnsta m.v árstíma.

Við hér í Hlíðinni brunuðum með nokkur folöld til að sýna okkur og sjá aðra. Rúmlega 40 folöld vor skráð til leiks viðsvegar af vesturlandi.

Það er alltaf gaman að sjá folöld undan mörgum og mismunandi stóðhestum, bera saman afkvæmi undan sama hestinum spá og spekulegra.

Margir spennandi gripir mættu á sýninguna, sumir eftirtektarverðir fyrir hreyfingar og gangrými aðrir fyrir útlit nú eða bara ætterni.

 

 

Ég og Burtséð mín vorum voða kátar.

 

Úrslit í folaldasýningu 2016

Úrslit hryssur

1. sæti Burtséð frá Hallkelsstaðarhlíð brúnskjótt f; Loki frá Selfossi m; Sjaldséð frá Magnússkógum eig/ræk Sigrún Ólafsdóttir

2.sæti NN frá Grundarfirði Jörp f; Aðall frá Nýjabæ m; Mátthildur frá Grundarfirði eig/rækt Bárður og Dóra Aðalsteinsdóttir

3.sæti Skógardís frá Söðulsholti Jörp f; Skýr frá Skálakoti m; Donna frá Króki eig /rækt Söðulsholt

Úrslit Hestar

1 sæti, Blær frá Leirulæk brúnn f; Arion frá Eystra-Fróðholti m; Þórdís frá Leirulæk eig/rækt Sigurbjörn Garðarson

2. sæti Sjóður frá Söðulsholti brúnn f; Auður frá Lundum M; Pyngja frá Syðra-Skörðugili eig/rækt Iðunn og Dóri

3 sæti Garri frá Ólafsvík bleikur f; Ómur frá Kvistum m; Perla frá Einifelli eig/rækt Sölvi Konráðsson

Garri frá Ólafsvík vann einnig áhorfendaverðlaunin

 

 

Á þessari mynd erum við að skipuleggja framtíðina í það minnsta tímasetja næsta Skjónufélagsfund.

Eins og þið sjáið var ráðgjafi með brúnt nef sem hvíslaði notalega í eyrað á mér.

 

 

Þessi voru kát með hryssurnar sýnar 1-3 sæti.

 

 

Og þessir kappar áttu efstu 3 gripina í hestaflokknum.

 

 

Þarna er Halldór í Söðulsholti að ræða við dómarana, Svandís sér um að allt fari vel fram.

 

 

Okkar aðstoðarfólk var að sjálfsögðu mætt á staðinn.

 

 

Hjarðafellsbóndinn og frúarefnið.

Þessi mættu galvösk og sýndu nokkra góða gripi, sérstaklega fannst mér moldóttur hestur spennandi.

 

 

Auðunn Rauðkollsstaðabóndi og Friðbjörn Örn ræða málin.

 

 

Það er alltaf gaman að koma í Söðulsholt og þennan daginn var sérlega létt yfir mannskapnum.

 

 

Hjónin á Leirulæk höfðu ástæðu til að brosa breytt enda sigraði gullfallegur Arionssonum hestaflokkinn.

 

 

Hún Ásta í Borgarlandi á alltaf falleg folöld og árið í ár var engin undantekning.

 

 

Á þessari mynd er duglega aðstoðarfólkið okkar sem stendur sig með mikilli prýði.

 

 

Þessar brosmildu dömur eru báðar úr Hnappadalnum, báðar alveg eðal eins og við er að búast.

Þóra og Ásdís Ólöf voru kátar.

 

 

Þessi var einbeittur þegar hann naut veitinganna en samt grunar mig að hann hafi verið að hugsa um áburðartilboðið mitt.

Svipurinn lofar góðu og sennilega sé ég tölur sem ekki verður möguleiki að hafna.

Sjáum til en ekki kæmi mér á óvart að hann birtist einn daginn Bjarnarhafnarbóndinn.

 

 

Á þessari mynd má sjá að ég held fulltrúa Ho Ho Holding sem voru með nokkur umsvif á sýningunni.

Allavega mættu þau með nokkra kosta gripi úr Hólminum.

 

 

Þessir tveir báru ábyrgð á dómstörfum dagsins og væri ég sennilega dóni ef að ég teldi þá ekki hafa staðið sig vel.

Eysteinn Leifsson og Lárust Ástmar eðaldrengir úr Hólminum.

Já það er alltaf gaman á folaldasýningu í Söðulsholti hvort sem maður vinnur eða ekki.

Félagsskapurinn, gripirnir og andrúmsloftið gera alla daga miklu betri.

Takk fyrir góðan dag húsbændur og gestir.

 

27.12.2015 22:34

Jólin, ástin og lífið.

Norðurljósin sáu um að skaffa okkur jólaskraut.

 

Það er ekki ofsögum sagt að við höfum haft það ansi gott um jólin, góður matur, flottar gjafir og skemmtilegur félagsskapur.

Jólin eru að stórum hluta hefðir og fyrir gamla sál eins og mig eru þau gósen tíð. Í byrjun aðventu fer ég að rifja upp góðar minningar frá því ég var lítil stelpa hér í Hlíðinni.

Gamli jóladregillinn er hengdur á sinn stað, kerti í engilslíki og háaldraður kertajólasveinn vakna af árlegum dvala.

Ef vel er skoðað má sjá að kveikirnir á engilinum og verslings jólasveininum eru svo vandlega klipptir af að stórar holur eru í höfðinu á báðum.

Þetta var talin nauðsynlega aðgerð á sínum tíma þegar óprúttnir aðilar hótuðu að brenna þessa vini mína sem raunveruleg kerti.

En þeir sluppu blessunarlega við þau örlög og sigla nú hraðbyr að fimmtugu eins og húsfreyjunni tókst á árinu.

Það eru reyndar ekki karamellur á dreglinum eins og í gamla daga en minningin um hvítu karamellurnar sem fengust í Kaupfélaginu lifa góðu lífi.

Á hverju ári ákveð ég að nú skuli smákökubakstur hefjast tímanlega og eingöngu verði bakaðar fáar tegundir sérvaldar af yfirvegun.

Þetta markmið stenst aldrei það eitt er víst.

Venjulega byrja ég seint, baka margar tegundir og þær eru valdar í hálfgerðu æðiskasti.

Ja bara svona ykkur að segja. Auðvita verður að baka þessar gömlu góðu sem alltaf hafa verið bakaðar mann fram af manni (konu).

Svo tilheyrir að baka uppáhald allra á heimilinu og engin alvöru húsfreyja prófar ekki nýja tegund árlega.

Og í þá gömlu góðu daga var auðvita bakaðar hvítar og brúnar rúllutertur, hvítar og brúnar lagtertur........tertur, kleinuhringir, flatkökur og ýmislegt fleira.

Það er nú meiri Guðsblessunin að fengitíminn hjá sauðfénu skuli einmitt vera uppúr miðjum desember annars væri borðleggjandi kökubasar allan janúar.  Húfreyjan getur ekki sleppt því ati fyrir nokkurn mun.

Já það fer ríflegur tími í skipulagningu, val og annað vesen sem fylgir því að rækta sauðfé. Hrútaskráin fer á náttborðið um leið og hún kemur út og heimahrútarnir reyna eftir fremsta megni að standast væntingar. Eins og áður hefur komið fram var ég svo ljónheppin að eiga þetta fína afmæli í vor og þá fékk ég m.a eðal kynbótagripi að gjöf. Sauðfjástofninn styrktist verulega af þessu tilefni, nánar um það síðar.

Þetta árið sæddum við vænan hóp og nú er bara að bíða og vona að allt hafi heppnast vel. Frændi minn sem er reyndari en nokkur spaugstofumaður sko í sæðinum vann verkið þetta árið. Þessi í spaugstofunni hefur verið leigubílstjóri í ,,tuttuguogfimmár,, en frændinn frjótæknir í miklu fleiri ár.................

Eitt sinn sat ég fróðlegan fyrirlestur hjá skemmtilegum sálfræðingi sem sagði margt gáfulegt.

Hann sagði m.a  ,,sjálfstraust eykst við notkun,, þó nokkur speki það. Lesið þetta endilega aftur og það verður alltaf gáfulegar og gáfulegra.

Ég hef hinsvegar komist að því að þetta á við fleira, nú eða kannske hafa samstarfsmenn mínir í sauðfjáratinum komist að því.....????

,,Sérviska eykst við notkun,, Lesist helst ekki aftur..............þið gætuð farið að trúa því.

En sauðfjárrækt er skemmtileg.

Nú er allt með kyrrum kjörum í fjárhúsunum og ástarlífið blómstrar þar sem aldrei fyrr.

Jólin eru dásamleg og gera margt sem er ekki á allra færi svo sem að halda manni vel að verki við ýmislegat sem ekki er skemmtilegt.

Það er svo gott að miða við að klára hitt og þetta fyrir jól, skapar stundum full háan blóðþrýsting en það hressir.

En jólin koma orðið ansi ört og með þessu áframhaldi veður alltaf nýbakað, skreytt, hreint og ástarlíf fjárhúsunum.

 

 

24.12.2015 15:43

Gleðilega hátíð.

 

Kæru vinir, við hér í Hlíðinni sendum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsæld og frið á árinu sem nú er að líða.

Takk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu, næsta ár verður svo bara ennþá skemmtilegra.

Njótið jólahátíðarinnar og farið vel með ykkur.

Sjáumst og hreyrumst hress og kát.

10.12.2015 21:51

Skemmtileg heimsókn.

 

Við hér í Hlíðinni fengum skemmtilega heimsókn fyrir stuttu síðan.

Vinkonur okkar úr Garðabænum mættu til okkar hressar og kátar að vanda.

Gist var eina nótt til að hafa nú nægan tíma til að taka út bústofninn og taka smá reiðtúra.

Þessi dama og Sparisjóður þekkjast vel og eru góð saman.

 

 

En það voru fleiri sem þjálfuðu fyrir húsfreyjuna þennan daginn og það gekk ekki síður vel.

 

 

Það verður nú að láta garpinn snúast aðeins og þessari finnst nú ekkert leiðinlegt að fara hratt.

Og Sparisjóður er ánægður með þessa fínu knapa.

 

 

Brennandi áhugi hjá ungum og efnilegum knöpum í samvinnu við ljúfa lund reiðskjótans er dásamleg blanda.

Fleiri hestar voru þjálfaðir en myndatökumaðurinn var ekki að standa sig.

Takk fyrir komuna já og þjálfunina kæru vinkonur.

10.12.2015 21:41

Vinir í nýju landi.

 

Það er alltaf gaman að fá fréttir af hestunum okkar sem flutt hafa á nýjar slóðir.

Hún Framtíðarsýn Gosadóttir er flutt til Ameríku og þegar komið er til annars lands er gott að eignast vini.

 

 

Vinirnir geta svo sannarlega verið öðruvísi en heima...............á Íslandi.

 

 

Það er um að gera að leika svolítið við þessa ,,asnalegu,, vini og hafa gaman.

 

07.12.2015 22:44

Veður og 85 rokkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessari mynd sjáið þið hvernig útsýnið er hér í Hlíðinni á þessari stundu..............það er ekkert.

Dagurinn byrjaði með góðu svikalogni sem gaf til kynna að Kári kallinn væri sennilega að safna kröftum.

Lognið var notað til að undirbúa, festa og fjarlægja allt sem líklegt væri til að fara af stað í svona veðri.

Reyndar erum við jafnt og þétt búin að vigbúast fyrir veðrið enda af þeirri kynslóð sem lítur á veðurfergnir sem heilagan sannleika.

Öllu skepnum gefið ríflega og sérstakt eftirlit með að allt sé eins gott og kostur er.

Að undanförnu hefur verið reglulega farið til fjalla að líta eftir kindum en með litlum sem engum árangri.

Það var svo seint í gærkveldi nú eða nótt sem við fegnum hringingu.

Mér krossbrá þegar ég sá á símanum að þetta var Lóa frænka mín (85 ára) sem var að hringja.

Fyrsta sem mér datt í hug var að eitthvað væri að og það var eitthvað að.......

Lóa sagði mér að tvennt væri í boði annað hvort væri hún orðin alveg snar eða það væri rolla að jarma fyrir utan gluggann hjá henni.

Upp var rokið með tilheyrandi andfælum og málið kannað. Kom þá í ljós að sú gamla var alveg með fulla fimm og  frábæra heyrn.

Á hlaðinu stóð sparikindin Hróarskelda með hrússa sinn með sér og bað kurteislega um að ganga í bæinn.

 

 

Eins og veðráttan er nú tel ég alveg ljóst að Hróarskelda hefur ekki síðri spádómshæfileika en Birta Líf veðurfræðingur.

Af þessu getið þið séð að Lóa er ekki bara úrvals prjónakona því til viðbótar er hún úrvals smali.

Já það er töff að vera 85 ára.

 

Ég tók opinberum tilmælum vel og kom mér upp birðum m.a nokkru magni af smákökum sem bakaðar voru í snatri.

Ekki kom fram hvað þær ættu að endast lengi en það er nokkuð ljóst að með þess áframhaldi verða þær ekki jólasmákökur.

Nú rétt í þessu eru hviðurnar að vera mjög miklar þó svo að enn blási úr aust suð austri. Það er ekki tilhlökkunnar efni þegar hann snýr sér í sunnan eða suðvestan hér í Hlíðinni. En þann 3 febrúar 1991 fuku fjárhúsin hér í Hallkelsstaðahlíð.

Búumst við því versta en vonum það besta, góðar stundir.