24.03.2016 11:18

Velheppnað í villta vestrinu.

Þrjú efstu liðin í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum árið 2016.

 

1.Snókur/Cintamani – 187 stig

Hanne Smidesang – liðsstjóri, Jakob Svavar Sigurðsson, Leifur Gunnarsson, Benedikt Þór Kristjánsson.

2.Leiknir – 167 stig

Randi Holaker - liðsstjóri, Haukur Bjarnason, Berglind Ragnarsdóttir, Konráð Valur Sveinsson.

3.Eques – 141 stig

Guðmundur M. Skúlason – liðsstjóri, Bjarki Þór Gunnarsson, Guðbjartur Þór Stefánsson, Pernille Lyager Möller.

4.Hjálmhestar – 130 stig

Máni Hilmarsson – liðsstjóri, Þorgeir Ólafsson, Julia Katz, Sigurður Sigurðarson.

5.Trefjar – 117 stig

Gunnar Halldórsson – liðsstjóri, Halldór Sigurkarlsson, Iðunn Silja Svansdóttir, Styrmir Sæmundsson.

6.Berg/Hrísdalur – 115 stig

Anna Dóra Markúsdóttir - liðsstjóri, Jón Bjarni Þorvarðarson, Siguroddur Pétursson, Lárus Ástmar Hannesson.

 

Lið Snóks/Cintamani fagnaði sigri í 4 af 5 greinum deildarinnar og vann nokkuð sannfærandi sigur en 20 stigum munaði á þeim og Liði Leiknis sem endaði í öðru sæti.

Það voru svo lið Trefja og Berg/Hrísdalur sem höfnuðu í tveim neðstu sætunum og missa því sæti sitt í deildinni fyrir næsta ár en gætu þó unnið sæti sitt aftur í gegnum úrtöku.

 

 

Það var keppt í tveimur greinum í gær flugskeiði og gæðingafimi.

Á myndinni eru 5 efstu knapar í skeiðinu.

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

1.Konráð Valur Sveinsson – Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu – Leiknir – 4.99

2.Þorgeir Ólafsson – Ögrunn frá Leirulæk – Hjálmhestar – 5.24

3.Styrmir Sæmundsson – Skjóni frá Stapa – Trefjar – 5.37

4.Jón Bjarni Þorvarðarson – Haki frá Bergi – Berg/Hrísdalur –5.38

5.Guðmundur M. Skúlason – Fannar frá Hallkelsstaðahlíð – Eques – 5.66

6.Benedikt Þór Kristjánsson – Niður frá Miðsitju – Snókur/Cintamani – 5.68

7.Haukur Bjarnason – Þórfinnur frá Skáney – Leiknir – 5.75

8.Máni Hilmarsson – Mjölnir frá Hvammi – Hjálmhestar – 5.75

9.Guðbjartur Þór Stefánsson – Prins frá Skipanesi – Eques – 5.85

10.Halldór Sigurkarlsson – Gná frá Borgarnesi – Trefjar – 6.03

11.Hanne Smidesang – Straumur frá Skrúð – Snókur/Cintamani – 6.06

12.Lárus Ástmar Hannesson – Magni frá Lýsuhóli – Berg/Hrísdalur – 6.18

13.Jakob Svavar Sigurðsson – Ívar frá Steinsholti – Snókur/Cintamani – 6.18

14.Julia Katz – Abraham frá Lundum II – Hjálmhestar – 6.24

15.Berglind Ragnarsdóttir – Nökkvi frá Lækjarbotnum – Leiknir – 6.48

16.Siguroddur Pétursson – Heiða frá Austurkoti -Berg/Hrísdalur – 6.67

17.Gunnar Halldórsson – Nótt frá Kommu – Trefjar – 6.70

18.Bjarki Þór Gunnarsson – Logi frá Syðstu-Fossum – Eques – 0.00

 

Og hér er fjórfætti sigurvegarinn kom með.

 

 

Nokkrir að ,,vestan,, já svo sem allir að vestan enda eðaldrengir allir sem einn.

 

 

Jakob Svavar sigraði gæðingafimina með glæsibrag.

Á myndinni eru 5 efstu í þeirri keppni.

Úrslit

1.Jakob Svavar Sigurðsson – Gloría frá Skúfslæk – Snókur/Cintamani – 7.67

2.Berglind Ragnarsdóttir – Frakkur frá Laugavöllum – Leiknir – 7.00

3.Randi Holaker – Þytur frá Skáney – Leiknir – 6.69

4.Pernille Lyager Möller – Álfsteinn frá Hvollsvelli – Eques - 6.65

5.Hanne Smidesang – Roði frá Syðri-Hofdölum – Snókur/Cintamani – 6.57

 

 

Þessi voru efst í stigakeppninni.

1.Jakob Svavar Sigurðsson – 28.5 stig

2.Berglind Ragnarsdóttir – 22 stig

3.Siguroddur Pétursson – 19 stig

Miklar vangaveltur voru um það í áhorfendastúkunni hvað Jakob hefði fengið í verðlaun frá Húsasmiðjunni.

Getgátur voru allt frá hjartastuðtæki til hrærvélar, engin niðurstaða kom fram sem trúverðug gæti talist.

Þannig að enn ríkir algjör óvissa um það.

 

 

Jakob hlaut einnig farandgrip sem gefin var af Söðulsholti e.h.f.

Verðlaun voru einkar glæsileg og deildinni til sóma.

 

Þau voru kát sigurliðið enda vel að sigrinum komin.

 

 

Þetta var samt klárlega uppáhalds liðið okkar.

 

 

Þau stóðu sig mjög vel þessir flottu krakkar í Eqeus.

 

 

Þessi komu galvösk úr Reykholtsdalnum, lið Leiknirs.

 

Mannlífið á þessum mótum var einkar gott, það er alltaf gaman þegar hestamenn hittast.

 

 

Þessi koma frá Söðulsholti hress og kát.

 

Beðið eftir úrslitunum.

 

Þessar eru alltaf í stuði, Harpan okkar og Karen sveitungi.

 

 

Keppnis.

 

Þessar skvísur voru kátar.

 

Þessi voru mætt á bekkina til að hvetja sitt lið.

Mig grunar að þau hafi átt sama uppáhalds lið eins og við. Enda voru sonurinn og tengdadóttirin að standa sig vel.

 

 

Þétt setið á bekkjunum.

 

 

Þessi voru kát og ánægð með sinn mann.

 

 

Maron kominn í góðan félagsskap með hressum dömum.

 

 

Oddsstaðhjónin skemmtu sér vel.

 

 

Brosmildar frá Danmörku.

 

 

Hress og kát að vestan............

 

 

Fulltrúar Lunda voru að sjálfsögðu mættir til að fylgjast með sinni dömu.

 

 

Þessar vor klæddar m.v aðstæður allavega þegar búið var að opna höllina í gegn.

Uppáhalds sparisjóðskellurnar mínar.

 

 

Fulltrúar úr Eyja og Miklaholtshreppi voru mættir.

 

 

Beðið eftir skeiðinu.

 

 

Það er gott að rétta úr sér í hléinu..........

 

Það er alveg ljóst að Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum er komin til að vera. Þeir sem eiga heiðurinn af því að koma þessari mótaröð á koppinn hafa staðið sig vel. Auðvita er það svo að eitthvað þarf að fínpússa en það er bara spennandi verkefni fyrir næsta ár.

Þegar mótaröðin fór af stað heyrðust þær raddir að þetta mundi skaða KB mótaröðina sem keppt hefur verið í undanfarin ár.

Ég er þeirrar skoðunar að báðar þessar deildir njóti góðs hver af annari og ekki í boði annað en að þær haldi báðar áfram.

Eitt er þó mikilvægt að muna á bak við svona skemmtun eru margir sem leggja ómælda sjálfboðavinnu á sig og þeim bera að þakka sérstaklega. Þeir fá sjaldnast þær þakkir sem þeim ber. Fallegt orðfæri um þeirra störf eru fjaðrir í hatt okkar hestamanna.

 

Mig er strax farið að hlakka til næstu mótaraðar hér hjá okkur á vesturlandi.

 

Takk fyrir allir þeir sem að þessum viðburðum komu.

Þetta var gaman.