06.03.2017 23:01

Litfagrir vinir.

 

Þegar útigangnum er gefið eru sumir verulega forvitnir og leggja mikið á sig til að ná sambandi.

Hann Léttstígur réði ekki við sig og tróð hausnum undir næsta hest til að reyna að láta taka eftir sér.

Stóðið hefur notið góða veðursins alveg eins og við enda voru þau ekkert að flýta sér í rúllurnar þegar gjöfin var að koma.

Léttstígur er undan Sporði frá Bergi og henni Létt okkar frá Hallkelsstaðahlíð. Spennandi hestur með skemmtilegan lit.

 

 

 

 

Dagur þeirra brúnskjóttu var um daginn í hesthúsinu.

En þá héldu þessi fund en þetta eru þau Taktur hestur, Skjóna kisa og Krakaborg hryssa.

Fundargerð hefur ekki verið birt en ætla má að fundurinn hafi snúist um hagsmuni viðstaddra.

Það er ekki möguleiki á öðru en að Skjóna kisa hafi náð öllu sínu fram.

 

 

Já Skjóna kisa þáði nudd hjá Krakaborgu hryssu en þær eru báðar afar ánægðar með litinn.

 

 

Myndgæðin hjá mér eru nú ekkert sérstök en myndefnið er gott.