30.03.2017 23:34

Dónamyndir..............nei nei drónamyndir.

 

Hér getið þið séð afraksturinn af stússinu hjá þeim Mumma og Sigurði í Hraunholtum.

Þeir tóku þessa fínu drónaflugferð einn góðviðrisdaginn í mars.

Þarna er myndin tekin í átt að húsunum og yfir hluta af túnunum.

 

 

Þarna er dróninn kominn aðeins hærra.

Það lítur út fyrir að Hlíðarvatnið sé bara lítið en það er ís yfir stæðstum hluta þess.

 

 

Múlabrúinin koma aðeins inná myndina vinstramegin.

 

 

Þá er horft til sjávar í vesturátt.

 

 

Þarna gnæfir Geirhnjúkurinn yfir.

 

 

Já þetta er skrítið sjónarhorn yfir Hafurstaðafjall.

 

 

Dásemdin ein.

 

 

Þarna er dróninn kominn ansi hátt og sýnir bæði hluta af Hafurstaða og Hlíðarlandi.

 

 

Og enn meira.