19.03.2017 22:51

Tiltölulega gott eða teljandi vandræði.

 

Hann Guðbrandur kom að fósturtelja kindahópinn hjá okkur á föstudaginn.

Það skiptast á skin og skúrir í sauðfjárbúsakp eins og venjulega.

Það er því alltaf spenna í loftinu þegar talning stendur fyrir dyrum og svo var einnig nú.

Útkoman var nokkuð ásættanleg nema hjá gemlingunum sem tóku samfélagslega ábyrð alla leið.

Já þeir ákváðu að leggja sitt af mörkum svo sauðfé á Íslandi fjölgaði ekki á þeirra vakt.

Nú er næst á dagskrá að skoða hvernig ákveðnir gripir eru að koma út og leggjast í fræðin.

Nauðsynlegt að koma sér vel inní málin fyrir sauðburðinn.

Nánari upplýsingar fást hjá húsfreyjunni já svona fyrir þá sem málin varða.

Okkar elskulega sauðburðarfólk má allavega búast við á annað þúsund lömbum í vor þrátt fyrir ódæla gemlinga.

 

 

Þarna sjáið þið skjáinn sem er illskiljanlegur fyrir leikmenn en virðist lítið mál fyrir Guðbrand að lesa út sem þarf.

 

 

Skúli og Maron reyna að læra fræðin af Bubba.

 
 

 

 

Við eigum alltaf skemmtilegt samstarf á milli bæja hér þegar talningin fer fram.

Þetta er stemmingin allir á sínum stað, opna hlið, reka að, spreyja gripi og fylgjast með að allt fari vel fram.

 

 

Spekingar spjalla Sveinbjörn og Maron að ræða heimsmálin.

 

 

Það getur verið gaman á jötubandinu, stuð hjá þessum.

 

 

Alltaf í sambandi Hraunholtabóndinn í góðum félagsskap.

 

 

Og Bubbinn brosir það veit á gott.