10.03.2017 21:39

Blíðan og hundalífið.

 

Þau eru falleg ,,málverkin" sem okkur hér í Hlíðinni er boðið uppá daglega.

Það er nóg að líta út um gluggann og ekki er dásemdin minni þegar teknir eru reiðtúrar hér í kring.

Já, já, ég er ánægð með bæjarstæðið og landslagið það er alveg rétt.

 

 

 

Ekki væri nú leiðinlegt ef að ísinn væri hestheldur og hægt að ríða þarna útá en það er borin von þetta árið.

Það eru komin ansi mörg ár síðan það var hægt. Ísinn hefur stoppað frekar stutt síðustu vetur.

 

 

Dæmalaust fallegt vetrarveður.

 

 

Hún Ponsa frá Eysteinseyri flutti til okkar fyrir stuttu síðan.

Ponsa aðlagast frábærlega og er sómahundur eins og hún á kyn til.

 

 

Skúli og Ponsa voru aðeins að spjalla við gemlingana í dag þegar ég náði þessum myndum.

 

 

Af svipnum að dæma hef ég verið að trufla og flassið var frekar þreytandi.

 

 

Gemlingarnir voru áhugasamir en sennilega fer nú sjarminn af dýrinu þegar þær kynnast henni.

 
 
 

 

Ponsa veitti mér mun meiri athyggli en Skúli svo að hún sá ástæðu til að hvísla að honum.

,, Skúli það er verið að taka myndir af okkur,,