Flokkur: Daglegt líf í Hallkelsstaðahlíð
30.01.2011 14:08
Folaldasýning í Söðulsholti.
Svona veður var boðið uppá í Hlíðinni í gær, sannarlega ekkert hestakerrufæri og því fórum við folaldslaus á folaldasýninguna í Söðulsholti.
Á sýningunni voru margir flottir gripir þarna er t.d Faxi frá Borgarnesi sonur Döggva frá Ytri-Bægisá. Eigandinn Þorgeir Ólafsson en Ísólfur bróðir hans er þarna á myndinni.
Hér er Lárus Hannesson kennari með meiru sennilega að kenna þeim bleika að lesa, góð leturstærð á Bónuspokanum.
Gunnar og Sigríður á Hjarðarfelli komu með nokkur afar athyggliverð folöld á sýninguna.
Föngulegur hópur hestamanna var mættur á sýninguna þessir strákar eru flestir úr Ólafsvík.
En ég saknaði Högna Bærings úr Stykkishólmi sem að alltaf hefur mætt á þessar sýningar.
Í lokin var svo kosið folald sýningarinnar af áhorfendum, sannarlega erfitt verkefni þar sem úrvalið var mikið.
Á myndinni er Auðunn bóndi á Rauðkolsstöðum í þungum þönkum, ætli hann hafi kosið rétt????
Þarna er Söðulsholtsbóndinn með krakkana sína sem hjálpuðu afa að taka við verðlaununum.
Frábær dagur í Söðulsholti, ég tók slatta af myndum sem að ég smelli inná síðuna við fyrsta tækifæri. Eins ætla ég að segja ykkur hvaða gripir mér eru efstir í huga eftir sýninguna. Hef vonandi tíma í kvöld.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
26.01.2011 21:00
Konungleg útför í þágu vísindanna
Þetta var nú góður dagur.
Það var gott veður hér í Hlíðinni mikið riðið út, þjálfað og tekinn villtur rekstur í dag.
Ég hef trú á að bæði menn og hestar sofi vel í nótt eftir allt þetta at.
Meðal aldur hestanna í hesthúsinu er ekki hár um þessar mundir stór hluti á fjórða vetri og annað eins á fimmta vetri síðan örfá eldri.
Flestir þessir fjórfættu nemendur eru komnir vel á veg í tamningu og sumir lofa bara nokkuð góðu.
Nú bíð ég bara frétta af stóðinu mínu á Hólum spurning hvort að þögnin lofi góðu eða sé til komin vegna einhverra hamfara.
Fyrirmyndarhestur dagsins var hann Vörður minn og það hefur sko ekkert með eignarhald að gera.
Fyrir nokkrum dögum gerðist það að ein kollan í fjárhúsunum gaf upp öndina, svo sem ekki í frásögu færandi en læt það flakka. Heilsu Kollu hafði hrakað mjög skyndilega svo að vart gafst tími til mikilla aðgerða. Þar sem að hún var ung og átti líka að vera spræk og langlíf hugsaði ég með mér að rétt væri að láta kryfja Kollu til að fá úr því skorið hvað hefði orðið henni að bana. Ég hef stundum séð það á prennti að ,,auðvita,, eigi bændur að láta rannsaka gripi sem að drepast af óútskírðum ástæðum.
Ég hringdi í Rúnar dýralæknirinn minn og bar þetta undir hann, hvatti Rúnar mig til að kanna málið og ekki síst verðið sem að mér fannst á þessum tímapunkti vera smáatriði.
Við hvattninguna efldist ég til mikilla muna og fylltist ábyrgðartilfinningu af flottustu gerð. Nú skyldi vísindunum lagt lið í þágu íslensku sauðkindarinnar. Göfugt málefni það.
Ég snarast inní bæ finn símanúmerið á Keldum og hringji.
Eftir að hafa þvælst á milli manna og kvenna um símalínur fyrirtækisins í nokkurn tíma fékk ég loks samband við konu sem svarað gat mínum spurningum.
Hvað kosta að kryfja kind og hvernig á ég að senda hana ?
Ekki stóð á svarinu.
Það kostaði sem sagt kr 43.000.- að kryfja Kollu og æskilegt væri að ég bara renndi með hana í bæinn sem fyrst svo að hún yrði ,,fersk,, og fín í aðgerðinni.
Kr 43.000.- plús 130 km x 2 eru 260 km x kr 92.- gera kr 23.920.- samtals: kr 67.180.-
,,Já sæll,, eins og góður maður sagði eitt sinn.
Margt flaug í gegnum kollinn á mér þegar hér var komið við sögu og sennilega hefur þögnin í símanum verið nokkuð þrúgandi því blessuð kona tjáði mér að sennilega gæti ég fengið 70% afslátt. Þá skyndilega rofaði til í kollinum á mér og ég náði að anda að mér þokkalegum skammti af súrefni. Uppí hugann kom mynd af skeggjuðum og þreyttum Steingrími Joð með staurblankan ríkissjóð á herðunum.
Ó nei............ ekki ætlaði ég að bera ábyrgð á frekari þrengingum á þeim ,,bænum,, með ónauðsynlegum vísindarannsóknum sem að sennilega yrðu í besta falli í mína þágu og sauðkindarinnar.
Sumt krefst einfaldlega tillitsemi.
Ég andaði djúpt gerði röddin eins elskulega og ég gat kvaddi síðan konuna með þökkum en gleymdi að segja henni að Kolla kæmi ekki til hennar þar sem að ljáðst hefði að safna í vísindasjóð henni til handa.
Líklegt er að andlát Kollu hafi stafað af einhverjum algengum kvilla en óneitanlega hefði verið fróðlegt að fá nánari upplýsingar um það.
Nú er Kolla komin undir frost og klaka en hún fékk afar virðulega útför allt að því konunglega því að ýmislegt er nú hægt að gera fyrir minna en 67.000 þúsund krónur.
Já það er ekkert grín að deyja í þágu vísindanna.
Það var gott veður hér í Hlíðinni mikið riðið út, þjálfað og tekinn villtur rekstur í dag.
Ég hef trú á að bæði menn og hestar sofi vel í nótt eftir allt þetta at.
Meðal aldur hestanna í hesthúsinu er ekki hár um þessar mundir stór hluti á fjórða vetri og annað eins á fimmta vetri síðan örfá eldri.
Flestir þessir fjórfættu nemendur eru komnir vel á veg í tamningu og sumir lofa bara nokkuð góðu.
Nú bíð ég bara frétta af stóðinu mínu á Hólum spurning hvort að þögnin lofi góðu eða sé til komin vegna einhverra hamfara.
Fyrirmyndarhestur dagsins var hann Vörður minn og það hefur sko ekkert með eignarhald að gera.
Fyrir nokkrum dögum gerðist það að ein kollan í fjárhúsunum gaf upp öndina, svo sem ekki í frásögu færandi en læt það flakka. Heilsu Kollu hafði hrakað mjög skyndilega svo að vart gafst tími til mikilla aðgerða. Þar sem að hún var ung og átti líka að vera spræk og langlíf hugsaði ég með mér að rétt væri að láta kryfja Kollu til að fá úr því skorið hvað hefði orðið henni að bana. Ég hef stundum séð það á prennti að ,,auðvita,, eigi bændur að láta rannsaka gripi sem að drepast af óútskírðum ástæðum.
Ég hringdi í Rúnar dýralæknirinn minn og bar þetta undir hann, hvatti Rúnar mig til að kanna málið og ekki síst verðið sem að mér fannst á þessum tímapunkti vera smáatriði.
Við hvattninguna efldist ég til mikilla muna og fylltist ábyrgðartilfinningu af flottustu gerð. Nú skyldi vísindunum lagt lið í þágu íslensku sauðkindarinnar. Göfugt málefni það.
Ég snarast inní bæ finn símanúmerið á Keldum og hringji.
Eftir að hafa þvælst á milli manna og kvenna um símalínur fyrirtækisins í nokkurn tíma fékk ég loks samband við konu sem svarað gat mínum spurningum.
Hvað kosta að kryfja kind og hvernig á ég að senda hana ?
Ekki stóð á svarinu.
Það kostaði sem sagt kr 43.000.- að kryfja Kollu og æskilegt væri að ég bara renndi með hana í bæinn sem fyrst svo að hún yrði ,,fersk,, og fín í aðgerðinni.
Kr 43.000.- plús 130 km x 2 eru 260 km x kr 92.- gera kr 23.920.- samtals: kr 67.180.-
,,Já sæll,, eins og góður maður sagði eitt sinn.
Margt flaug í gegnum kollinn á mér þegar hér var komið við sögu og sennilega hefur þögnin í símanum verið nokkuð þrúgandi því blessuð kona tjáði mér að sennilega gæti ég fengið 70% afslátt. Þá skyndilega rofaði til í kollinum á mér og ég náði að anda að mér þokkalegum skammti af súrefni. Uppí hugann kom mynd af skeggjuðum og þreyttum Steingrími Joð með staurblankan ríkissjóð á herðunum.
Ó nei............ ekki ætlaði ég að bera ábyrgð á frekari þrengingum á þeim ,,bænum,, með ónauðsynlegum vísindarannsóknum sem að sennilega yrðu í besta falli í mína þágu og sauðkindarinnar.
Sumt krefst einfaldlega tillitsemi.
Ég andaði djúpt gerði röddin eins elskulega og ég gat kvaddi síðan konuna með þökkum en gleymdi að segja henni að Kolla kæmi ekki til hennar þar sem að ljáðst hefði að safna í vísindasjóð henni til handa.
Líklegt er að andlát Kollu hafi stafað af einhverjum algengum kvilla en óneitanlega hefði verið fróðlegt að fá nánari upplýsingar um það.
Nú er Kolla komin undir frost og klaka en hún fékk afar virðulega útför allt að því konunglega því að ýmislegt er nú hægt að gera fyrir minna en 67.000 þúsund krónur.
Já það er ekkert grín að deyja í þágu vísindanna.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
24.01.2011 08:34
Sparisjóður fluttur
Helgi afreka er liðin þar sem folöld voru rökuð, nýjar ásetuæfingar æfðar af miklum móð og heilmikið annað gert. Í gær brunaði svo Mummi norður að Hólum með Sparisjóðinn minn og að auki frænku hans Hlíð sem er undan Kolskör og Glym frá Skeljabrekku einnig Sjaldséð sem er undan Venus frá Magnússkógum og Baugi frá Víðinesi. Ég verð nú að játa að mikið sakna ég Sparisjóðs og finnst hesthúsið hálf tómt þó svo að öll plássin hafi fyllst um leið.
Já sumir eru einfaldlega skemmtilegri en aðrir.
Ég veit að þetta gengur ljómandi vel hjá Mumma og stóðinu mínu.
Það hefur verið sumarblíða síðustu daga hiti og rigning svo nú heyrist ekkert kvart yfir hörðu reiðfæri.
Bara spennandi dagar framundan.
Já sumir eru einfaldlega skemmtilegri en aðrir.
Ég veit að þetta gengur ljómandi vel hjá Mumma og stóðinu mínu.
Það hefur verið sumarblíða síðustu daga hiti og rigning svo nú heyrist ekkert kvart yfir hörðu reiðfæri.
Bara spennandi dagar framundan.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
21.01.2011 22:34
Þorri kallinn.
Til hamingju með daginn kæru bændur í borg og til sjávar og sveita.
Hér heilsaði dagurinn með þýðu og vorveðri svo það hefði ekki væst um nokkurn mann að hoppa í kringum bæinn á nærfötunum einum klæða. Ég varð ekki vör við að neinn á þessu heimili gerði það en ýmislegt fer nú framhjá mér.
Venjulega hef ég haft þjóðlegan mat á boðstólnum þennan dag en núna var breytt út af þeirri venju og í stað hákarls og punga var það steik og bernes. Mun bæta úr þessu þegar líður á Þorrakallinn.
Margt hefur á dagana drifið síðan ég skrifaði síðast, eins og ein Reykjavíkurferð á fund í Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu og margt fleira.
Í ráðuneytinu vorum við í Þróunarsjóðsnefndinni að hittast og ræða málin.
Í gær var svo fundur í Háskólaráði Hólaskóla fróðlegur og góður fundur.
Þorvaldur á Skeljabrekku kom og tók DNA úr folöldunum svo að nú er það frá og vonandi allt rétt feðrað og mæðrað.
Það var gaman í hesthúsinu í dag og ekki skemmdi það fyrir að hafa vor í lofti þegar út var komið. Tryppin kunnu vel að meta það og reiðfærið mun mýkra en undanfarið.
Mummi kom heim frá Hólum í kvöld svo að nú verður gramsað í námsefninu og reynt að læra svolítið. Nýjasta og skemmtilegasta efnið er boltaæfingar af ýmsum toga, eins gott að engum datt myndavél í hug á meðan ég var að æfa mig.
Á morgun eru það svo folaldaklippingar og prufureiðtúrar.
Fyrirmyndarhestur dagsins var klárlega Riddari frá Lækjarbotnum sem að sýndi sínar allra bestu hliðar í dag.
Hér heilsaði dagurinn með þýðu og vorveðri svo það hefði ekki væst um nokkurn mann að hoppa í kringum bæinn á nærfötunum einum klæða. Ég varð ekki vör við að neinn á þessu heimili gerði það en ýmislegt fer nú framhjá mér.
Venjulega hef ég haft þjóðlegan mat á boðstólnum þennan dag en núna var breytt út af þeirri venju og í stað hákarls og punga var það steik og bernes. Mun bæta úr þessu þegar líður á Þorrakallinn.
Margt hefur á dagana drifið síðan ég skrifaði síðast, eins og ein Reykjavíkurferð á fund í Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu og margt fleira.
Í ráðuneytinu vorum við í Þróunarsjóðsnefndinni að hittast og ræða málin.
Í gær var svo fundur í Háskólaráði Hólaskóla fróðlegur og góður fundur.
Þorvaldur á Skeljabrekku kom og tók DNA úr folöldunum svo að nú er það frá og vonandi allt rétt feðrað og mæðrað.
Það var gaman í hesthúsinu í dag og ekki skemmdi það fyrir að hafa vor í lofti þegar út var komið. Tryppin kunnu vel að meta það og reiðfærið mun mýkra en undanfarið.
Mummi kom heim frá Hólum í kvöld svo að nú verður gramsað í námsefninu og reynt að læra svolítið. Nýjasta og skemmtilegasta efnið er boltaæfingar af ýmsum toga, eins gott að engum datt myndavél í hug á meðan ég var að æfa mig.
Á morgun eru það svo folaldaklippingar og prufureiðtúrar.
Fyrirmyndarhestur dagsins var klárlega Riddari frá Lækjarbotnum sem að sýndi sínar allra bestu hliðar í dag.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
20.01.2011 22:56
Fjórðungur kominn heim til Anne
Þarna er hann Fjórðungur um það bil að stíga á erlenda grundu, Anne tekur að sjálfsögðu á móti honum.
Já sæll/sæl langt síðan við höfum sést..................mannstu ekki eftir mér ?????
Jú auðvitað þekkjumst við og erum svo ánægð með endurfundinn.
Ví......................hver sagði að það væri ekki víðátta í Þýskalandi ???????
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
17.01.2011 21:40
Fjórðungur farinn
Þetta er Fjórðungur frá Hallkelsstaðahlíð 5 vetra foli sonur Arðs frá Brautarholti og Sunnu frá Hallkelsstaðahlíð.
Um þessar mundir er Fjórðungur á leið til nýrra heimkinna í Þýskalandi en þar mun hann eiga góðar stundir með henni Anne okkar sem nú hefur eignast hann.
Til hamingju Anne vonandi gengur allt sem allra best hjá ykkur Fjórðungi.
Svona til að upplýsa ykkur aðeins um álit mitt á Fjórðungi þá er skemmst frá því að segja að ég er byrjuð að leggja drög að því að fara með Sunnuna aftur undir Arð næsta vor.
Segir það ekki allt sem segja þarf ?
Fínasta veður í dag og mikið um að vera í hesthúsinu sem veitir hreint ekki af þegar margt er á járnum. Ég get eiginlega ekki gert uppá milli og valið hest dagsins..........................
Í gær var gestkvæmt hjá okkur og heldur betur líflegt í hesthúsinu, takk fyrir komuna það var gaman að fá ykkur í heimsókn.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
15.01.2011 22:19
Dalirnir og fleira.................
Ég var boðin í kvöldverðarskemmtun/fund inní Búðardal í gær þar sem að hestamenn hittust, fræddust og skemmtu sér og öðrum gestum. Af því tilefni voru þessar myndir teknar en veislustjórinn stjórnaði ,,útsvars,, spurningakeppni sem var hin mesta skemmtun.
Á myndinni hér fyrir ofan er annað liðið sem var skipað þeim Svanhvíti húsfreyju í Lindarholti, Valberg bónda og kynbótadómara Stóra-Vatnshorni og Guðbirni bónda og landpósti í Magnússkógum.
Þarna er svo hitt keppnisliðið sem var skipað Margréti bónda í Miklagarði, húsfreyjunni í Gufudal sem að ég því miður veit ekki hvað heitir og Sigurði Hrafni bónda og þúsundþjala á Vatni.
Keppnin var æsispennandi en lauk með sigri Sigurðar og kvennanna, sennilega var það snarræðið við að ná bjöllunni sem að gerði gæfumuninn. Siggi alltaf sprækur.
Alltaf gaman að koma í dalina og hitta hresst hestafólk.
Gleði dalamanna hefur svo haldið áfram í kvöld þegar dalamaðurinn í söngvakeppninni komst áfram í forkeppninni. Til hamingju Halli Reynis.
Á fimmtudaginn brunaði ég í bæinn til að funda með stjórn Félags tamningamanna og nokkrum öðrum félögum. Þessum fundi hafði áður verið frestað vegna veðurs sem að reyndist svo litlu skárra þennan dag. Allavega var ég ánægð að vera á þungum og traustum trukki sem að mér finnst stundum svifaseinn en lofaði í þessari ferð.
Fundurinn var góður og margt af spennandi hlutum að gerast.
Loksins kom gott verður og færi til að ríða út eins gott að nýta það því veðurkortin bjóða víst uppá frost og rok innan skamms. En bannað að kvarta...........
Hér á bæ er reynt að fylgjast með handboltanum eins og kostur er en frekar er það nú frumstæður máti sem boðið er uppá núna. Reyndar náðum við leiknum í gær á netinu en ekkert gekk í kvöld.
Til að koma orkunni í lóg sem fara átti í spenning yfir leikjunum er Stöð 2 bölvað svolítið svo að ekki sé nú talað um hugsanlegt eignarhald á gripnum.
Já en einhversstaðar verða vondir að vera.......................
Sauðfjárhornið.........
Í morgun voru hrútarnir teknir frá gemlingunum og fækkað í krónum hjá rollunum. Þannig að nú er bara einn hrútur eftir í hverri kró og allar stíur teknar í burtu. Einskonar tiltekt.
Hrússi úrilli vinur minn er kominn í frí fram að næstu jólum og getur því byrjað að safna kröftum þangað til. Vonandi verða þeir kraftar samt notaðir til góðra verka.
Þegar allar stíur höfðu verið fjarlægðar fengu sumar kindurnar háfgert víðáttubrjálæði og hlupu og hoppuðu út um allar krær.
Hrútarnir sem að urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að verða eftir með um það bil 70 kindum hver æddu fram og til baka í leit að ,,einhverju,, en varð lítið ágengt. Sem betur fer.
Ég veit ekki afhverju mér datt í hug orðið ,,hálfþrjúmaður,, sem að ég heyrði eitt sinn notað í grátbroslegri merkingu.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
11.01.2011 20:58
Garrinn á góðum degi
Það er yndislegt að fá sér blund í sólinni sem léttir lund og bætir geð.............
Á myndinni er Kalsi litli sem er undan Kolskör og Aldri frá Brautarholti í draumalandinu.
Norðan garrinn er enn til staðar hér í Hlíðinni og lítið lát á skemmtilegheitunum.
En það sem ekki drepur það herðir hefur stundum verði haft á orði hér á bæ.........og dugað vel.
Nú hefur Hrútaskráin vikið af náttborðinu fyrir stórum bunka af stóðhestablöðum sem skoðuð eru af miklum móð þessa dagana. Alveg undarlegt hvað maður nennir alltaf að skoða þau aftur og aftur. Nokkrir stóðhestar vekja meiri væntingar en aðrir og alltaf er spennandi að fylgjast með hvaða hestar verða hér í nágreninu við okkur í sumar.
Bíð eftir listanum á hrossvest.
Ég var að skoða mótaskrá LH og sá að hún er orðin þétt setin fyrir keppnistímabilið sem verður greinilega spennandi. Eins eru félögin farið að auglýsa spennandi dagskrá fyrir veturinn með margvíslegum viðburðum.
Nú er allt komið í fullan gang við undirbúning á 40 ára afmælishátíð FT sem haldin verður í Víðidalnum 19 febrúar n.k. Takið daginn frá.
Nánar um það síðar hér á síðunni en ég get þó upplýst að fjöldinn allur af okkar færustu reiðkennurum og tamningamönnum munu verða með sýnikennslur og fyrirlestra.
Já ekki má nú gleyma fréttum úr sauðfjárhorninu góða.
Allt var með kyrrum kjörum í dag svo að vonandi eru þessi læti að baki og frekari aðgerða ekki þörf. Hrússi hafði hægt um sig og lét eins og allar elskurnar hans væru óaðfinnanlegar, svona líka ljúfur og góður þessi elska.
En svona til öryggis hef ég vellt orsökunum aðeins fyrir mér í dag og fengið álit hjá til þess bærum aðilum. Nú hef ég helst hallast að því að þessar geðsveiflur stafi af svefntruflunum, óreglulegum matartímum og enn og aftur af aldurstengdum pirringi.
Já það er ekki grín að vera kall á þessum síðustu og verstu tímum.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
08.01.2011 21:28
Dreymin............
Þegar það er kalt og hvasst er gott að skoða gamlar myndir af ,,góðu,, veðri og skemmtilegum hestaferðum. Þessa mynd rakst ég einmitt á í einni svoleiðis skoðunarferð.
Þarna eru ég og Proffi minn á góðri stundu, ég fylltist mikilli löngun til að annarsvegar ríða á förurnar og hinsvegar að taka Proffan minn inn.
Best að bíða með Proffan í nokkrar vikur í viðbót og ferðalagið til vorsins en að sjálfsögðu má láta sig dreyma.
Annars á ég miklum skyldum að gegna næsta sumar hvað varðar fjöruferðir þar sem að ég hef lofað góðri vinkonu minn og starfsmanni FT að ríða með henni á Löngufjörur.
Kellan sú er nú heldur betur vel ríðandi svo það er sennilega best að fara bara að þjálfa strax til að hafa við henni.
Já það verður sko Ferðin með stórum staf og skyldi einhver vilja koma með okkur????
Enn er það valkvíðinn sem þvælist fyrir mér því að nú fækkar dögunum þangað til Mumminn fer norður. Ég ákveð reglulega hvaða hross ég á að senda með honum en skipti svo jafnharðan um skoðun.
Spennandi að sjá hvar ég verð stödd í ferlinu þegar kappinn leggur íann.
Kemur í ljós á morgun..........................
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
05.01.2011 22:31
Kvatt í kulda
Tveir draumaprinsar þeir Þorri og Ófeigur Deilu og Kátssynir.
Það var orðið svo langt síðan ég hef sett inn mynd af þeim hér á síðuna að mér fannst það orðið alveg tímabært. Þeir eins og aðrir hundar hér í gamla Kolbeinsstaðahreppi fengu heimsókn frá Rúnari dýralækni í gær. Rúnar sér alltaf um hundahreinsunina og er uppáhalds vinur hundanna allavega hér á bæ því að hundahreinsitöflunum fylgir alltaf hnetusmjör eða lifrarkæfa.
Það var heldur betur kalt hér í dag frost og strekkingur, þrátt fyrir það voru sýnd hér mörg hross. Já það voru margir eigendur á ferðinni í dag og líka í gær.
Þessa dagana eru hestar að koma og aðrir að fara, eins gott að veðurspáin og veðrið verði gott á næstunni. Mér finnst alltaf jafn leiðinlegt að ferðast með hestakerru í vondu veðri.
Í dag kvöddum við líka nokkra höfðingja sem að héldu til nýrra ,,heimkynna,, þetta voru þau Spóla, Skeifa, Taktur, Frosti og Sólmundur.
Takk fyrir samfylgdina, svona er lífið...............
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
04.01.2011 00:11
Jólin og vangavelltur
Það finnst flestum gaman á jólunum en biðin eftir pökkunum getur verið allt að því óbærilega fyrir suma. Hér er ein uppáhalds frænka mín sem hlustaði með athyggli á reynslusögur Mumma af ,,pakkabið,,
Einhverju hafði hún við að bæta sem vert var að deila.....................
...............hún er ekki alveg viss um að sagan hjá Mumma sé alveg sönn ?????
Jólamyndirnar munu rata inná síðuna við tækifæri en netsambandið og þolinmæði húsfreyjunnar eru ekki alveg samstíga þessa dagana svo sýnið biðlund.
Það var gaman í hesthúsinu í dag mörg hross hreyfð og sum virkilega skemmtileg, vorum líka fjögur að ríða út svo það var gangur í málinu.
En nú eru miklar vangavelltur í gangi því nú styttist í að Mummi fari í skólann norður að Hólum. Vangavellturnar snúast um það hvaða hesta hann eigi að taka með sér fleiri en þá tvo sem að hann notar í námið. Það er að segja Fannar og Gosa.
Hverjir verða fyrir valinu er enn ekki ákveðið en líklega tapar húsfreyjan skemmtilega leikfanginu sínu :)................sjálfviljug.
Á morgun kemur hún Anne okkar mikið veður nú gaman að hitta hana.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
31.12.2010 18:41
Gleðilegt nýtt ár
Kæru lesendur og vinir.
Við hér í Hlíðinni sendum ykkur óskir um gleðilegt nýtt ár með farsæld og friði.
Kærar þakkir fyrir það liðna ,,sjáumst,, heil á nýju ári.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
29.12.2010 23:30
Sauðfé og fréttir
Þarna er Kjartan bóndi á Dunki með kynbótahrútinn Dunk frá Dunki.
Ég átti alveg eftir að segja ykkur frá öllum hrútakaupunum sem að ég fór í núna í haust.
Þessi flotti kappi er eðalblanda úr ræktun þeirra Kjartans og Guðrúnar, hann stigaðist mjög vel í haust og er núna önnum kafinn við að bæta kollóttastofninn hér í Hlíðinni.
Ein góð kvöldstund fór líka í kynbótapælingar á jötubandinu á Bíldhóli. Afraksturinn varð tveir kollóttir hrútar og ein svartgolsótt gimbur. Hrútarnir eru mjög ólíkir og verður gaman að sjá hvor á eftir að standa sig betur í kynbótunum. Þeir hlutu nöfnin Bíldhóll og Músi. Síðan er það sú golsótta sem fékk frábæran dóm og í beinu framhaldi nefnd Ofurgolsa.
Mikilvægt skref var stigið í sauðfjárræktinni hér í gær (sko að mínu mati) þegar að forustukindin á bænum brá sér suður á Mýrar á stefnumót. Fora heitir kindin og er mikil gæðagripur af forustukind að vera spök og skemmtileg en afar létt á fæti þegar það á við.
Af gefnu tilefni þá fer hún ekki útaf landareigninni nema á bíl svo að það getur enginn nema smalar á mínum vegum kvartað yfir henni og það mundi þeim aldrei detta í hug.
Gripurinn sem að hún fór að hitta er af eðal forustukyni og því væntingarnar miklar og að sjálfsögðu er draumurinn að fá gimbrar.
Já sauðfjárræktin er skemmtileg og alveg hægt að drepa tímann með henni eins og hrossaræktinni.
Í dag var drauma vetrarveður hestamannsins, snjóföl, logn og blíða með frábæru færi.
Enda var dagurinn vel nýttur og varð þar af leiðandi ansi langur en svona er það þegar mikið er gaman.
Fyrirmyndarhestar dagsins urðu bara nokkuð margir og því erfitt að gera uppá milli.
Á morgun þarf svo að smella nokkrum örmerkjum í gripi og halda áfram að klippa kviði (bumbur) og raka undan faxi.
Á morgun er líka sýnikennsla á vegum Félags tamningamanna með Sigurbirni Báraðrsyni knapa ársins.
Sýnikennslan fer fram í Gustshöllinni Kópavogi og hefst kl 20.00 allir velkomnir.
Aðgangseyri er stillt í hóf og er kr 1000,- en skuldlausir FT félagar fá frían aðgang.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
26.12.2010 23:07
Góð jól
Gleðilega hátíð kæru vinir, vonandi hafið þið haft það eins gott og við hér í Hlíðinni um jólin.
Já þau hafa verið hreint yndisleg með afslöppun og notalegheitum sem voru orðin kærkomin eftir mikið at og stúss síðustu vikurnar.
Takk fyrir allar skemmtilegu jólakveðjurnar svo að maður tali nú ekki um gjafirnar.
Talandi um gjafir já þær voru af ýmsum toga og allar góðar er samt einkar ánægð með hrútadagatalið. Feðgarnir fengu jólagjafir sem eru heldur betur sniðugar en ég þori ekki að segja frá þeim hér á síðunni, svona af einskærri tillitsemi við ykkur.
Jólamyndirnar koma von bráðar inná síðuna flestar eru þær nú af flottri frænku sem að hélt uppi stuðinu fram eftir kvöldi.
Já það er ýmislegt sem maður finnur í myndasafninu frá því herrans ári 2010.
Við fórum alveg heilan dag í frí og tókum okkur bíltúr um Borgarfjarðardali á leiðinni heim komum við að Húsafelli og reyndum styrk okkar á hellunum góðu.
Það er skemmst frá því að segja að einn fjölskyldumeðlimur náið gripnum á loft en til að hinir njóti vafans þá er ekki birt mynd af því hér.
Þið getið svo bara í eyðurnar........................
Nú er tími hugmynda er varða áramótaheiti, mér persónulega líkar vel að ,,gleyma,, öllu svoleiðis en er samt að hugsa um að strengja eins og eitt um þessi áramót.
Hef bara ekki enn fundið spennandi verkefni sem er þess vert að gera eitthvað með það.
Flestir sem að ég þekki velja eitthvað heilsutengt eins og megrun endalausa hollustu eða eitthvað sem er nærri því víst frá fyrsta degi að þeir geti alls ekki haldið.
Ég lofa því að það er ekkert slíkt í mínum huga. Hef ennþá nokkra daga til að hugsa mig um.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
24.12.2010 17:31
Gleðileg jól
Kæru vinir !
Við hér í Hlíðinni óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærum þökkum fyrir það líðna.
Á myndinni er jólakötturinn Salómon svarti að bíða eftir að pakkarnir verið opnaðir.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir