Flokkur: Daglegt líf í Hallkelsstaðahlíð

08.08.2010 21:34

Ferðalag...........og fleira.



Þjóðhátíð frá Hallkelsstaðahlíð.
Faðir Glymur frá Innri-Skeljabrekku, móðir Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.

Í gær var brunað með mæðgurnar Skútu og Þjóðhátíð austur að Jaðri undir stóðhestinn Stíganda frá Stóra - Hofi. Löng leið fyrir lítinn hest en Þjóðhátíð var samt bara eldhress þegar hún kom út af kerrunni í Jaðri. Með í för voru líka aðrar mæðgur Klara frá Lambastöðum og hennar dóttir en þær ætla einnig að hitta Stíganda.
Móttökurnar í Jaðri voru aldeilis góðar og sérstaklega var gaman að skoða ungar dætur Stíganda sem húsfreyjan í Jaðri er núna að byrja að temja.
Og ekki má nú gleyma flottu málverkunum eftir húsbóndann á bænum.
Skemmtilegt spjall við Jaðarsbændur, þurfum lengri tíma næst.

Þegar við fórum austur varð Lyngdalsheiðin fyrir valinu falleg leið og langt síðan ég hafði farið hana. Á heimleiðinni fórum við svo Kjósaskarðið og ég ætla ekki að segja ykkur hvað er langt síðan ég fór það síðast.  Ég held að ég hafi ekki farið það síðan sumarið 2004 þegar ég brunaði á Landsmót á Hellu og  fór með Karúnu mína undir Fræg frá Flekkudal í leiðinni.
Þessi tími bara æðir áfram eins og ekkert sé...........
Rifjaði upp skemmtilegt ferðalag og heimsókn að Meðalfelli þegar farið var þarna um í gær.
Afhverju er maður nú ekki duglegri við að skoða sig um og heimsækja skemmtilegt fólk ?

En takk fyrir skemmtilegt ferðalag Lambastaðabændur.

Í gærkveldi komu Snör og Hrókur litli heim eftir góða dvöl í Skáney.
Nú getur Sveinbjörn farið að láta sér hlakka til að fá gæðingsefni undan Snör sinni og höfðingjanum Soldán frá Skáney.


06.08.2010 22:20

Kolskör komin heim.



Hér sé stuð........................

Það getur verið gaman að lífinu þrátt fyrir hestapest og ýmsar hremmingar, um að gera njóta lífsins og leika sér.

Í gær fórum við innað Lambastöðum og heilsuðum uppá menn og málleysingja.
Allt stóðið var rekið heim hófar snyrtir og allir fengu  ormalyf.
Það er alltaf jafn gaman að skoða stóð sérstaklega þegar maður er farinn að þekkja heilmikið af gripunum. Á Lambastöðum eru hrossin svo þæg og meðfærilega að svona ferð er bara skemmtiferð. Allt gengur eins og í sögu þrátt fyrir að hross á öllum aldri séu meðhöndluð.
Margt er spennandi í stóðinu svona til að nefna nokkur tryppi þá eru ungir folar annar undan Glotta frá Sveinatungu og hin undan Sólon frá Skáney þarna eru líka fallegar dætur m.a Dyns frá Hvammi, Arðs frá Brautarholti og Blæs frá Hesti.
Fjögur tryppi komu til okkar í gær og eru nú að stíga sín fyrstu spor í ,,tamningavinnunni,, sinni. Þetta eru þrjár hryssur og einn hestur bara spennandi tryppi.
Takk fyrir okkur Lambastaðabændur.

Að koma inní hesthúsið þessa dagana líkist mjög leikskóla allt fullt af frumtamningatryppum.  Í gærkveldi þegar við komum í hesthúsið eftir venjulegan tíma kveiktum ljós og komum með ný hross fór kliður um húsið alveg eins og þegar órói færist yfir stóran krakkahóp. Já það var allt öðru vísi en þegar eldri og reyndari verða fyrir ónæði.

Í dag kom hún Kolskör heim með Kalsa sinn en hún hefur verið í girðingu norður í Víðidal hjá Arði frá Brautarholti. Afraksturinn var góður 22 dag gamalt fyl sem ég trúi og vona að sé hryssa en verð að sjálfsögðu líka ánægð með þó svo að það reynist hestur.
Kalsi litli sonur Aldurs frá Brautarholti hefur líka stækkað helling og er bara sperrtur.

Síðustu viku eða svo hefur verið algjör dekur tími í húsverkum á þessu heimili kökur og brauð hafa bakast, þvottur verið þveginn og ýmislegt fleira gerst sem gott er að losna frá.
En í dag fóru hjálparhellurnar aftur til síns heima svo að nú verða bændur og búalið að standa sig í húsverkunum.
Takk fyrir okkur mamma og Sverrir.


05.08.2010 14:31

Drauma..................



Þarna er sperrt afkvæmi Perlu Gusts frá Lambastöðum og Aldurs frá Braustaholti.

Nú stendur fyrir dyrum ferð í Lambastaði þar er ýmislegt skemmtilegt að sjá og alltaf gaman að koma. Ormalyf, fótsnyrting og fullt að skemmtilegum vangavelltum.



Við skoðum þessa flottu skvísu undan Dyn frá Hvammi og Klöru frá Lambastöðum.



............og örugglega þessa hún er dóttir Tinnu frá Árbakka og Arðs frá Brautarholti.

Set inn myndir og fréttir þegar ferðin er afstaðin................



Við Ófeigur minn eigum sameiginlegt markmið.............mjög háleitt og flott.
Einhvern tímann munum við ná því...............
Aðal munurinn er samt sá að við erum ekki alveg samtíga í því hversu hratt á að fara til að ná markmiðinu. Hann ,,veit,, að drauma smalahundurinn er kjarkmikill, vitur, viljugur, hlýðinn og þægur. Um það erum við sammála en..........hann ,,veit,, líka að drauma eigandinn er sprækurrrrrrrrr, hvetjandi, hugmyndaríkur, gjafmildur og raddlaussssssssss...........
Og ekki gleyma.... hefur alltaf nægt framboð af kindum og mat. Ekki svo að skilja að kindur séu í hans huga matur nei,nei herra Europris er fínn.
Ófeigur er sannfærður um að ég hafi nú loks eignast drauma hundinn sem að kannske er satt, en það er með okkar samninga eins og kannske velflesta í þjófélaginu....EKKI ALVEG Á HREINU.
Ég reyndi í huganum að fara yfir nokkur atriði sem að gott væri að hafa í lagi áður en lengara er haldið.

Ófeigur er með sitt á tæru.

Drauma smalahundur = Hundur sem sefur djúpum svefni og dreymir kindur.
Kjarkmikill = Þorir að slást.........við alla hundana á bænum.
Vitur = Hundur sem veit það sem honum langar og bætir við eftir eigin þörfum.
Viljugur = Fara núna......jessssssss.
Hlýðinn = Borðar matinn strax.
Þægur = Þyggur gott klapp.

Drauma eigandi = Leggur sig dreymir fallega og truflar ekki frjálsan leik hundsins.
Sprækur = Hleypur jafn hratt og Border eða ER miðaldra spússa á fjórhjóli.
Hvetjandi = Hó hó hobb hobb og allt þetta með ljúfum tóni.........en uppbyggjandi.
Hugmyndaríkur = Þarf ekki hundurinn finnur alltaf hvað er skemmtilegast að gera.
Gjafmildur = Matur við öll tækifæri.
Raddlaus = Yndislegur eiginleiki sérstaklega ef að hann kann ekki á flautu...........

Við Ófeigur teljum svo niður í leitir.................elskurnar.


03.08.2010 23:39

Sextán ný.....................og spennandi.



Þarna eru mæðgurnar Skúta og Þjóðhátíð örfáum mínútum eftir að sú litla fæddist.
Ég hef ekki enn farið og myndað gripinn eftir að hún komst á fætur daman.



Sætar mæðgur að knúsast...............knúsi, knús.

Það telst nú til tíðinda hér um slóðir að það hefur verið rigning tvo daga í röð.
Guði sé lof fyrir það en það má samt ekki túlka það sem vanþakklæti þó svo að ég vilji ekki hafa rigningu til rétta.

Í dag smöluðum við stóðinu heim og tók 16 tryppi frá sem við ætlum að byrja að temja ef að allt gengur eins og til er ætlast. Bara svona til upplýsinga þá eru fædd 16 folöld þetta árið svo að við erum bara með létta æfingu fyrir þann árgang. Mér finnst alltaf jafn gaman að skoða stóðið og fylgjast með hvernig tryppin þroskast. Þegar farið var yfir ,,kladdann,, kom í ljós að fjögur voru ekki mætt heim. Þetta eru Hlíð mín, Bliki, Lyfting og Hnykking öll ung og kannske misvitur til að vera lengi í burtu frá ráðsettu stóðinu. Förum á morgun og finnum ungdóminn.

Tveir garpar yfirgáfu okkur og fóru til síns heima í dag þeir Stígur og Oríon. Oríon fór heim til að halda áfram að þjóna eigandanum en Stígur kallinn fór heim til að ná heilsu, eins gott að það takist vel.

Rúllurallýið heldur áfram og nú er bara eftir að keyra heim frá Rauðamel.

02.08.2010 22:38

Hún Þjóðhátíð litla.

Skemmtileg helgi að baki þó svo að ég hafi ekki farið á aðra útihátíð en ,,Halló Hallkelsstaðahlíð,, skrapp reyndar aðeins í Borgarnes og dæmdi flotta krakka á Unglingalandsmóti.
Já það var virkilega gaman að sjá hross á keppnisvellinum aftur, hef ekki dæmt hross síðan 22 apríl s.l.
Á mótinu voru  þó nokkur flott ,,pör,, að keppa og bæði nýjir og gamlir hestar sem vöktu athyggli mína. Flottir krakkar á góðum hestum, sjón sem alltaf gleður jafn mikið.
Ég vex sennilega aldrei uppúr því að skemmta mér við að horfa á og skoða góða hesta.

Það var líf og fjör á tjaldstæðunum hér í Hlíðinni um helgina og allir gestir til fyrirmyndar.
Sumir veiddu aðrir lágu í sólbaði sem var nú aldeilis auðvellt og nokkrir lögði í göngur.
Takk fyrir komuna kæru gestir.

Á föstudaginn þann 30 júlí kastaði Skúta hans Mumma hryssu undan Glymi frá Innri-Skeljabrekku og eru þá allar hryssurnar kastaðar þetta árið. Hryssan er brún að lit og hefur hlotið nafnið Þjóðhátíð. Já bara frumlegt nafn hjá stráknum.
Ég held að nafnið hafi komið til af því að hann var lengi að ákveða hvert ætti að halda um helgina en langaði mest á þjóðhátíð. Svona til að baktryggja sig til framtíðar nefndi hann hryssuna Þjóðhátíð svo að hann gæti þá alltaf skroppið á Þjóhátíð svona öðru hverju og ekki alltaf til Eyja. Þjóðhátíðin þar er jú bara einu sinni á ári.
Nú er kappinn mættur heim eftir hátíðina í Eyjum hress, kátur og með ryðgaða rödd kannske örlítið þreyttari en þegar hann mun koma af sinni Þjóðhátíð í framtíðinni.
Myndir af Þjóhátíð frá Hallkelsstaðahlíð eru væntanlegar en myndir af  hinni þjóðhátíðnni.....ætli þær séu nokkuð birtingarhæfar??

Innan skamms verður svo ákveðið hvert Skútan siglir undir stóðhest nóg er úrvalið...........

Um helgina komu skemmtilegir gestir hingað í Hlíðina, sumir gistu aðrir kíktu bara við í mat eða kaffi. Spjallað, spáð og spekulerað.............mjög oft um hross.
Reykvíkingar, Borgfirðingar, Dalamenn, Grundfirðingar og síðast en ekki síst góðir gestir frá Danmörku. Takk fyrir komuna alltaf svo gaman að hitta ykkur.




27.07.2010 23:12

Samkeppni...........



Samkeppni.............já hún er til víðar en í viðskiptalífinu og mannheimum................

Þessir ungu herrar eru bráðefnilegir báðir tveir og gætu eflaust verið að metast á um hvor væri nú betri. En sennilega eru þarna á ferðinni ramm íslensk ,,mannalæti,, eins og amma kallaði það þegar galsi greip ungdóminn og hrópað var á athyggli ,,sjáið þið mig,,

Kapparnir eru:  Baltasar frá Hallkelsstaðahlíð undan Arði frá Brautarholti og Trillu, sá grái er Krapi frá Steinum undan Gusti frá Hóli og Orku frá Steinum.

Nokkrar dömur yfirgáfu Gosa í dag og héldu heim á leið vonandi fylfullar allar saman.

Það hljóp á snærið hjá okkur í því neðra þegar við vorum boðin í 77  afmælisveislu hjá Ragnari frænda mínum. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður eins og ég er alltaf að tönglast á en mér finnst alveg örstutt síðan Ragnar varð 71 árs. Þá hélt hann uppá það með því að ganga á Geirhnjúk sem er 898 m hár. Geri aðrir betur.

Ég þarf svo sem ekki að taka það fram að ennþá er beðið eftir því að Skútan kasti.
Ég stekk á stað með myndavélina þegar það dregur til tíðinda.

26.07.2010 23:57

Hlíðarvatn að hverfa ???? Nei.......



Þetta er Hniðja frá Hallkelsstaðahlíð.
Faðir er Sparisjóður frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Tign frá Meðalfelli.
Hniðja er alsystir hans Kosts sem ég myndaði í miklum stóðhestastellingum í fyrra og smelli hér inná bloggið.

Blíðan var engu lík í dag 18° hiti og samt skein sólin ekkert á okkur hér í Hlíðinni.
Dagurinn einkenndist af hestastússi og rúllufluttningum enda næg verkefni á báðum vígstöðum.

Á næstunni verð ég að fara og ná myndum af Hlíðarvatni, já ég sagði Hlíðarvatni það er sko að hverfa með þessu áframhaldi. Landslagið breytist ótrúlega þegar svona lítið er í vatninu og engu líkara en við búum við flóð og fjöru nema það er alltaf fjara.
Vinur minn fann það út um daginn að vatnsmagnið í Hlíðarvatni héldist í hendur við fylgji ríkisstjónarinnar. Mig grunar nú að það þurfi meira en haustrigningu til að ná því upp........en hver veit.
Kannske birtist marg umrætt skrímslið upp úr vatninu einn daginn og þá í líki Jóns Gnarr?

Móðursystkyni mín sem fædd eru fyrrihluta síðustu aldar (hljómaði þetta ekki gáfulega) ???  og alið manninn hér eða verið hér mikið telja að vatnið hafi aldrei orðið svona vatnslítið.
Rigning hefur varla komið hér í marga mánuði og lítill var snjórinn í vetur svo það er ekki nema vona að það tæmist af ,,lagernum,,
Þessi staðreynd þýðir samt ekki að ég sé að óska eftir stórum haustrigningum.

En sjón er sögunni ríkari.................þið verðið bara að sjá.



25.07.2010 21:24

25 júlí er í dag.....



Þarna er hún Fáséð frá Hallkelsstaðahlíð að klóra ónefndum bossa.

Þá er enn ein helgi sumarsins liðin og var hreint ljómandi góð, frábært veður logn og yfir 20° hiti. Ég játa góðfúslega að ég var hundfúl útí veðurfræðingana sem spáðu roki og rigningu hér á vesturlandi sem gerði það að verkum að lítið var um tjaldbúa. Ég hefði gjarnan viljað bjóða tjaldgestum uppá svona blíðu til gistingar hér í Hlíðinni.
En við fengum góða gesti og áttum skemmtilegar stundir hér í blíðunni. Grillað, spjallað og að sjálfsögðu aðeins litið á hrossin.

Stanslaus straumur gönguhópa er hér í geg og eru flestir á leið svokallaða Þriggjavatnaleið.
Greinilega mjög vinsælt að ganga á fjöll þessa dagana.

Við fengum til okkar góðan hóp af veiðimönnum á laugardaginn en þar voru á ferðinni félagar frá Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna SKB.
Félagið hélt sumarhátíð sína á Hótel Eldborg í Laugargerðisskóla.
Takk fyrir komuna flottu krakkar og aðstandendur.

Ungdómurinn fór á djammið inní Grundarfjörð og að sögn skemmti sér bara bærilega.
Okkur bættis liðstyrkur í dag þegar hún Anne mætti til okkar, velkomin í Hlíðina Anne:)

Nú hefur eftirlitið á henni Skútu sem að ein er eftir að kasta verið aukið verulega, eins gott að ekkert fari úrskeiðis þegar dregur til tíðinda í fjölgunarmálum hjá henni.

Frá Skáney bárust þau tíðindi að Snör hefði verið sónuð fylfull svo að nú þarf að nálgast gripinn fljóttlega. Spennandi að sjá hvað kemur hjá henni næsta vor.



21.07.2010 21:36

Okkar ,,Hlíðarlöngufjörur,, og ýmislegt fleira.



Þarna sjáið þið ,,Löngufjörurnar,, okkar hér í Hlíðinni.

Og þarna sjáið þið líka ,,lönguóþekktarormana,, okkar sem halda að vatnið hafi þornað upp bara fyrir þá svo að leiðin í túnið væri greið. Mummi brunar á eftir þeim á hjólinu og sendir þau í fjallið aftur. En takið eftir þarna á sko að vera Hlíðarvatn.



Þarna eru þau alveg að sleppa í land undan þessu ,,leiðindar,, hjóli og Mumma :)



Þeir eru nú ekki margir hestahóparnir sem að hafa verið hér á ferðinni í sumar, örugglega innan við 10 % af venjulegri umferð. En hann Eggert á Bjargshóli kom hér við á sunnudaginn með stóran hóp af fólki. Hann hefur oft komið við hjá okkur og farið víða hér um slóðir en hann hefur aldrei áður riðið ,,fjörur,, við Hlíðarvatn. Þarna fer hópurinn úr Kjósinni og yfir í Kýrgrófina allt á leirum þar sem oftast er vatn og stundum ansi djúpt.



Þarna fer hópurinn yfir og styttir leiðina sína verulega og gerir hana bara skemmtilegri.



Og þarna eru þau að koma að landi að sunnan verðu við ,,vatnið,, og veiðimennirnir reyna að fanga fiska áður en vatnið hverfur.

Þann 19 júlí fór hún Tign mín og litla dóttirin Hniðja undir Alvar frá Brautarholti, bara spennandi að vita hvað kemur útúr því. Sprengja vinkona okkar frá Dunki fór líka og einnig hún Perla frá Lambastöðum. Allt hryssur sem að við þekkjum vel og fylgjumst spennt með hvað kemur undan þeim að ári.

Í gær var klárað að rúlla hér heima í Hlíðinni, þá er bara eftir að slá túnið á Vörðufelli og smá blett hér heima sem verður að fá að spretta lengur.
Allt hey sem komið er í plast er þurrt og fínt svo það verður bara gaman að gefa það í vetur.
En það á eftir að týna saman nokkuð mörg hundruð rúllur á næstu dögum.

Hún Astrid okkar á afmæli í dag en hún er nú á ferðalagi með foreldrum sínum um landið.
Innilega til hamingju með daginn Astrid vonandi hefur hann verið góður og skemmtilegur.

19.07.2010 23:45

Fjallkonur og hafpeyjar.



Jæja nú erum við  farin að undirbúa leitirnar í haust.........strákar ef að þið mætið er aldrei að vita nema þið rekist á svona flotta ,,fjallkonu,, .......................en þið verðið af færa fórnir eins og sjá má á næstu mynd.



úff.............. Djúpadalsáin kannske ekki alveg jafn heit og heitipotturinn....................en hressandi..................samt.



Þetta eru nú ekki hafmeyjar, heldur meira svona ,,hafpeyjar,, afar sérstæð dýrategund.
Spurning hvort að allt fyllist í réttarstuðið við að sjá þessa ???????????? :):):)



Þessi mynd er tekin af toppi Geirhnjúks en þangað skokkuðu tvö galvösk í gær..................og fóru létt með. Geirhnjúkur er 898 m svo að þetta var góð æfing fyrir hjúin.

Við systkynin héldum systkynahitting hér í Hlíðinni um helgina sem heppnaðist alveg ljómandi vel. Nokkrir smellu sér í Gullborgarhella á laugardaginn og síðan næturgöngu í blíðunni. Alltaf svo gaman að vaka á nóttunni í góðu veðri.
Það var svo í framhaldi af honum sem að fólk fékk þetta fjallgöngu æði.
Í dag var svo tekið sund í vatninu enda hitinn 22° í forsælu.
Það þarf sko ekkert að vera að fara til útlanda ef að maður býr í Hnappadalnum......hahaha.
Hvað verður gert á morgun er spurning en örugglega eitthvað spennandi.

Svo koma fleiri myndir við fyrsta tækifæri..............

17.07.2010 23:58

Staðan á heyskapnum og vinsæla Golsa.



Þessi mynd heitir ,,til baka eftir hádegisblundinn,, þekkir einhver þessar kindur?

Þessa dagana er heyskapur í fullum gangi búið að rúlla á Melunum, Haukatungu, Kolbeinsstöðum, Rauðamel og heilmikið hér heima líka.
Annars var svo hvasst hér í dag að ekki náðist að rúlla eins og til stóð en verður vonandi gott á morgun. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun bæði hvað varðar heyskap og bilanir, það verður líka vonandi gott á morgun eins og veðrið.



Heimalingarnir eru vinsælar skepnur en hún Golsa vermir samt örugglega toppsæti vinsældarlistans. Nú í vikunni fékk hún og hinir heimalingarnir heimsókn frá þessari fallegu dömu. Ég stóðs ekki mátið og smelli af þeim mynd.



Þess skal getið sérstaklega fyrir unga aðdáendur að hún Golsa er mikið fyrir bleikt. Takið eftir bleika ,,eyrnalokknum,, og síðan bleika pelanum, er ekki stíll yfir þessu?
Já hún Golsa er prinsessa það er á hreinu.



14.07.2010 23:28

Höfðinginn hann Hlynur.



Höfðinginn Hlynur frá Lambastöðum í léttri sumarsveiflu.

Já hann var kátur kallinn þegar tvær vaskar kellur mættu með hryssur og bættu við í safnið hans. Og að sjálfsögðu taldi hann við hæfi að sýna sig smá svona í tilefni dagsins.
Alltaf jafn ljúfur og skemmtilegur karlinn og tekur á móti manni eins og gestrisinn bóndi.



Ég færði honum Dimmu sem þarna sýnir honum að hún sé fullfær um að stjórna sjálf sýnum ,,barneiganamálum,,  allavega tímasetningum.
Litli Gosasonurinn hennar er gáttaður á móttökunum sem að afi fær þá loksins þegar ,,maður,,  hittir hann.



Hér er komin sátt í málinu og fjölskyldan farin að leggja drög að frekari stækkun.



Þarna er Tinna mamma hans Gosa með litlu alsystir hans sem sagt Hlynsdóttir, ekki skrítið að Lambastaðabændur hafi ákveðið að halda henni aftur undir Hlyninn.
Ekkert smá glæsileg daman.

Ég tók fullt af myndum í þessari skemmtilegu ferð og mun smella þeim inná síðuna við fyrsta tækifæri.

Vil svo bara segja ykkur frá því að hann Hlynur tekur alltaf vel á móti nýjum dömum ef að ykkur langar að halda undir kappann. Hann gefur einstaklega geðgóða og skemmtilega reiðhesta af því höfum við heldur betur reynsluna.

09.07.2010 22:12

Sporin verður að æfa..............



Heyrðu dóttir góð ég verð að segja þér að heimurinn er harður í hestamennskunni og eins gott að byrja strax að æfa sig .......sko takt og fótaburð.........sjáðu svona.........já þú verður að taka vel eftir stelpa.



........ertu ekki að taka vel eftir???...................hægri fyrst.................svo................



......þú verður að gera líka..................og upp með hægri fótinn góða..............



.....já einmitt... svo .........upp.............þetta er reyndar vinstri........nei nei skiptir ekki máli.
Þér er nú fyrirgefið litla mín þó svo að þú vitir ekki muninn á hægri og vinstri bara þriggja daga gömul.
Stjórnmálamennirnir eru ekki vissir eftir þrjá áratugi í pólitíkinni........................



Og svo æfir maður sig heima..............einn, tveir, einn, tveir.........þið vitið alltaf að hækka vægið á fetinu.  Eins gott að standa sig......................

08.07.2010 22:14

Helgarútilegan og Gróa litla Glyms.



Hún er stundum skemmtileg birtan sem kemur fram þegar gengur á með dimmum skúrum.
Ég stökk út eina góðviðris nóttina og smelli af mynd.




Ég er sannfærð um blíðu nú um helgina sem verður góð bæði til útilegu og heyskapar eru þá ekki allir sáttir?  Ekki má svo gleyma veiðimönnunum........



Kannske verður svo gott veður að sundsprettir verða eftirsóknarverðir ?



Þarna eru mæðgurnar Létt frá Hallkelsstaðahlíð og Gróa frá Hallkelsstaðahlíð.
Gróa er dóttir Glyms frá Innri-Skeljabrekku og ekki er nú liturinn dónalegur þó svo að ekki hafi hún orðið vindótt.
Þær mæðgur lögðu í ferðalag í dag þegar þær fóru í girðinguna til hans Sporðs frá Bergi.
Þangað fóru líka Þríhella og Hellir sonur hennar og Aldurs frá Brautarholti einnig Dimma frá Kringlu og litla Stimpilsdóttirin hennar. Dimma er dóttir Baldurs frá Bakka og var hér í tamningu og þjálfun fyrir nokkrum árum, þá gerðum við samkomulag við eigandann um að fá að halda Dimmu við tækifæri.
Nú er komið að því og verður bara spennandi að sjá útkomuna.

Mikið fleiri myndir eru vantanlegar af Gróu Glyms og félögum.

Nú er verið að rúlla niður á Melum og eins gott að Kári kallinn verði stilltur á meðan.




08.07.2010 00:06

Hvað eiga Maradonna og Þristur frá Feti sameiginlegt?



Þetta er nú ekki besta mynd í heimi en mér fannst hún passa vel við veðrið í dag.

Hér er sem sagt búið að vera hávaðarok og læti í dag eiginlega ekkert sumarveður.

Sláttur hófst hjá okkur í gær þegar Mummi brunaði niður á Mela og sló nokkra hektara.
Ekki var óhætt að hreyfa það neitt í dag en vonandi verður staðan betri á morgun.
Ég verð nú að ergja mig aðeins því við töpuðum af góða þurrkinum um daginn því varahlutir taka sér góðan tíma í ferðalög milli landa þessa dagana.
Og eins og þið vitið þá bilar oftast þegar vélarnar eru notaðar......væri samt miklu heppilegra ef það gerðist í dauðatímanum.
En nú er framundan úrvals tíð með blóm í haga....................

Ég gleymdi alveg að segja ykkur skemmtilega frétt í síðustu viku, Rák og litla Brák komu heim af suðurlandinu þann 30 júní. Og góða fréttin Rák með staðfestu þriggja vikna fyli undan höfðingjanum og töffaranum Þristi frá Feti. 
Smá sárabót þar sem að ég missti Andrá mína fylfulla við honum nú í vor, eins gott að þetta fari allt saman vel.
Ég setti inn tengil á síðuna hans Þrists hér á síðunni svo að þið ættuð endilega að kíkja, einnig komst ég að því að ég hafði gleymt að setja inn tengil á síðu Félags hrossabænda.
Ég veit nú ekki hvernig ég gat gleymt því ? síða sem ég skoða alltaf sjálf........... en jú hún var í mínum uppáhalds svo þar kom skýringin.
Úr þessu hefur nú verið bætt og að sjálfsögðu kíkið þið á hana líka.

Ég verð nú að fara að segja ykkur fréttir af köppunum Þorra og Ófeigi en það er sennilega betra að vera ósyfjuð og vel upplögð þegar þær ritsmíðar hefjast.
Þeir bræður eru skemmtilegir svona yfirleitt........ hafa látið af skemmdarverkum, eru miklu hlýðnari en mótmælendur, skynsamari en Evrópusinnar og úrræðabetri en ríkisstjórnin.
Sem sagt bráð efnilegir til ýmsra verka jafnvel fjársmölunnar............
Annars sofnaði ég ekki í sófanum þetta kvöldið svo að ég verð bara að teljast nokkuð fersk, það gerir sennilega fótboltinn. Ég settist í sófann í kvöld uppfull af baráttu en var fljóttlega tjáð að átrúnaðargoðið mitt frá 1986 sjálfur Maradonna væri dottinn úr keppni.
Ég horfði sko á alla leiki á HM 1986.............vitið þið afhverju???
Ég þarf sem sagt ekki að horfa á fótbolta aftur fyrr en á næsta HM því Maradonna með Guðshöndina er farinn heim.