17.01.2011 21:40

Fjórðungur farinnÞetta er Fjórðungur frá Hallkelsstaðahlíð 5 vetra foli sonur Arðs frá Brautarholti og Sunnu frá Hallkelsstaðahlíð.
Um þessar mundir er Fjórðungur á leið til nýrra heimkinna í Þýskalandi en þar mun hann eiga góðar stundir með henni Anne okkar sem nú hefur eignast hann.
Til hamingju Anne vonandi gengur allt sem allra best hjá ykkur Fjórðungi.
Svona til að upplýsa ykkur aðeins um álit mitt á Fjórðungi þá er skemmst frá því að segja að ég er byrjuð að leggja drög að því að fara með Sunnuna aftur undir Arð næsta vor.
Segir það ekki allt sem segja þarf ?

Fínasta veður í dag og mikið um að vera í hesthúsinu sem veitir hreint ekki af þegar margt er á járnum. Ég get eiginlega ekki gert uppá milli og valið hest dagsins..........................
Í gær var gestkvæmt hjá okkur og heldur betur líflegt í hesthúsinu, takk fyrir komuna það var gaman að fá ykkur í heimsókn.