21.07.2010 21:36

Okkar ,,Hlíðarlöngufjörur,, og ýmislegt fleira.



Þarna sjáið þið ,,Löngufjörurnar,, okkar hér í Hlíðinni.

Og þarna sjáið þið líka ,,lönguóþekktarormana,, okkar sem halda að vatnið hafi þornað upp bara fyrir þá svo að leiðin í túnið væri greið. Mummi brunar á eftir þeim á hjólinu og sendir þau í fjallið aftur. En takið eftir þarna á sko að vera Hlíðarvatn.



Þarna eru þau alveg að sleppa í land undan þessu ,,leiðindar,, hjóli og Mumma :)



Þeir eru nú ekki margir hestahóparnir sem að hafa verið hér á ferðinni í sumar, örugglega innan við 10 % af venjulegri umferð. En hann Eggert á Bjargshóli kom hér við á sunnudaginn með stóran hóp af fólki. Hann hefur oft komið við hjá okkur og farið víða hér um slóðir en hann hefur aldrei áður riðið ,,fjörur,, við Hlíðarvatn. Þarna fer hópurinn úr Kjósinni og yfir í Kýrgrófina allt á leirum þar sem oftast er vatn og stundum ansi djúpt.



Þarna fer hópurinn yfir og styttir leiðina sína verulega og gerir hana bara skemmtilegri.



Og þarna eru þau að koma að landi að sunnan verðu við ,,vatnið,, og veiðimennirnir reyna að fanga fiska áður en vatnið hverfur.

Þann 19 júlí fór hún Tign mín og litla dóttirin Hniðja undir Alvar frá Brautarholti, bara spennandi að vita hvað kemur útúr því. Sprengja vinkona okkar frá Dunki fór líka og einnig hún Perla frá Lambastöðum. Allt hryssur sem að við þekkjum vel og fylgjumst spennt með hvað kemur undan þeim að ári.

Í gær var klárað að rúlla hér heima í Hlíðinni, þá er bara eftir að slá túnið á Vörðufelli og smá blett hér heima sem verður að fá að spretta lengur.
Allt hey sem komið er í plast er þurrt og fínt svo það verður bara gaman að gefa það í vetur.
En það á eftir að týna saman nokkuð mörg hundruð rúllur á næstu dögum.

Hún Astrid okkar á afmæli í dag en hún er nú á ferðalagi með foreldrum sínum um landið.
Innilega til hamingju með daginn Astrid vonandi hefur hann verið góður og skemmtilegur.