08.07.2010 00:06

Hvað eiga Maradonna og Þristur frá Feti sameiginlegt?Þetta er nú ekki besta mynd í heimi en mér fannst hún passa vel við veðrið í dag.

Hér er sem sagt búið að vera hávaðarok og læti í dag eiginlega ekkert sumarveður.

Sláttur hófst hjá okkur í gær þegar Mummi brunaði niður á Mela og sló nokkra hektara.
Ekki var óhætt að hreyfa það neitt í dag en vonandi verður staðan betri á morgun.
Ég verð nú að ergja mig aðeins því við töpuðum af góða þurrkinum um daginn því varahlutir taka sér góðan tíma í ferðalög milli landa þessa dagana.
Og eins og þið vitið þá bilar oftast þegar vélarnar eru notaðar......væri samt miklu heppilegra ef það gerðist í dauðatímanum.
En nú er framundan úrvals tíð með blóm í haga....................

Ég gleymdi alveg að segja ykkur skemmtilega frétt í síðustu viku, Rák og litla Brák komu heim af suðurlandinu þann 30 júní. Og góða fréttin Rák með staðfestu þriggja vikna fyli undan höfðingjanum og töffaranum Þristi frá Feti. 
Smá sárabót þar sem að ég missti Andrá mína fylfulla við honum nú í vor, eins gott að þetta fari allt saman vel.
Ég setti inn tengil á síðuna hans Þrists hér á síðunni svo að þið ættuð endilega að kíkja, einnig komst ég að því að ég hafði gleymt að setja inn tengil á síðu Félags hrossabænda.
Ég veit nú ekki hvernig ég gat gleymt því ? síða sem ég skoða alltaf sjálf........... en jú hún var í mínum uppáhalds svo þar kom skýringin.
Úr þessu hefur nú verið bætt og að sjálfsögðu kíkið þið á hana líka.

Ég verð nú að fara að segja ykkur fréttir af köppunum Þorra og Ófeigi en það er sennilega betra að vera ósyfjuð og vel upplögð þegar þær ritsmíðar hefjast.
Þeir bræður eru skemmtilegir svona yfirleitt........ hafa látið af skemmdarverkum, eru miklu hlýðnari en mótmælendur, skynsamari en Evrópusinnar og úrræðabetri en ríkisstjórnin.
Sem sagt bráð efnilegir til ýmsra verka jafnvel fjársmölunnar............
Annars sofnaði ég ekki í sófanum þetta kvöldið svo að ég verð bara að teljast nokkuð fersk, það gerir sennilega fótboltinn. Ég settist í sófann í kvöld uppfull af baráttu en var fljóttlega tjáð að átrúnaðargoðið mitt frá 1986 sjálfur Maradonna væri dottinn úr keppni.
Ég horfði sko á alla leiki á HM 1986.............vitið þið afhverju???
Ég þarf sem sagt ekki að horfa á fótbolta aftur fyrr en á næsta HM því Maradonna með Guðshöndina er farinn heim.